Alþýðublaðið - 22.11.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 22.11.1994, Side 1
Alþýðubandalagið leikur á reiðiskjálfi: Ragnar Arnalds útilokar ekki fomnannsframbod Sveinn Allan Morthens miðstjórnarmaður segir skilið við Alþýðubandalagið og gengur til liðs við Jóhönnu. Jóhanna vísar til föðurhúsanna ásökunum Ólafs Ragnars um „lágkúruleg vinnubrögð og baktjaldamakk.“ „Eg er ekki farinn að trúa þessu ennþá,“ sagði Ragnar Arnalds þing- maður Alþýðubandalagsins á Norð- urlandi vestra eftir að Alþýðublaðið færði honum þau tíðindi í gær að Sveinn Allan Morthens hefði sagt skilið við flokkinn, og væri genginn til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur. Sveinn Allan var í miðstjóm Al- þýðubandalagsins, einn helsti for- ystumaður flokksins nyrðra og talinn líklegur sem eftirmaður Ragnars Amalds á Alþingi. Sveinn Allan sagði í samtali við Alþýðublaðið að hann vissi að innan Alþýðubandalagsins væri mikill vilji fyrir samfylkingu á vinstri væng. Það hefði komið glöggt í ljós á mið- stjómarfundi nýverið. Varaformaður flokksins hefði hinsvegar blásið á allar slíkar hugmyndir og talað um þær af mikilli óvirðingu. Alþýðublaðið hefur hinsvegar traustar heimildir fyrir því að megin- skýringin á brotthvarfi Sveins Allans sé óánægja með Ragnar Amalds, sem hefði hætt við að hætta sem þingmaður - og stæði þarmeð í vegi fyrir Sveini Allan. Sveinn Allan er annar þungavigt- amiaður Alþýðubandalagsins á landsbyggðinni sem gengur til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur. Um helgina sagði formaður kjördæmis- ráðsins á Suðurlandi, Ragnheiður Jónasdóttir, skilið við flokkinn. Ól- afur Ragnar Gnmsson hefur af þessu tilefni sakað Jóhönnu um „lágkúru- leg vinnubrögð og baktjaldamakk". I samtali við Alþýðublaðið í gær vís- aði Jóhanna ummælum Ólafs Ragn- ars heim til föðurhúsunna. Ragnar Amalds staðfesti að hann hefði ákveðið að gefa áfram kost á sér eftir að hafa orðið fyrir miklum þrýstingi, meðal annars frá Ólafi Ragnari. Aðspurður staðfesti hann einnig að ýmsir hefðu orðað við hann fonnannsframboð, en Ólafi Ragnari er gert að hætta á næsta ári eftir átta ár á formannsstóli. Ragnar neitaði að upplýsa hvort hann gæti hugsað sér að styðja Steingrím J. Sigfússon til formennsku. Sjá fréttaskýringu á baksíðu. Fádæma þátttaka í prófkjöri Alþýðu- flokksins á Vestur- landi: Jafnvel bændur óku tugi kflómetra til að kjósa „Þetta var meiriháttar prófkjör og glæsileg útkoma fyrir Alþýðu- flokkinn. Þátttakan var mikið betri en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona. Að bændur ækju tugi kfló- metra til að taka þátt í prófkjöri Al- þýðuflokksins hefði nú einhvern tímann þótt saga til næsta bæjar,“ segir Gísli. S. Einarsson, en hann varð efstur í fádæma fjölmennu próíkjöri Alþýðuflokksins á Vestur- landi síðastliðinn laugardag. Hann hlaut 961 atkvæði í fyrsta sæti. Sveinn Þór Elinbergsson, aðstoðar- skólastjóri í Snæfellsbæ, var keppi- nautur Gísla í prófkjörinu en aðeins var kosið um efstu tvö sæti fram- boðslistans. Sveinn Þór hlaut 546 at- kvæði. 1509 kusu í prófkjörinu sem er aukning um rúmiega 700 atkvæði frá því síðast. Auðir seðlar voru tveir. A laugardaginn kusu 276 fleiri í prófkjörinu en Alþýðuflokkinn í kjördæminu í síðustu Alþingiskosn- ingum. Sé litið á stöðu flokksins í kjördæminu þá nýtur hann 15,4% fylgis samkvæmt prósentuhlutfalli þátttakcnda í prófkjörinu af at- kvæðisbærum í kjördæminu. Kosn- ingin er bindandi og mun kjördæm- isráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi stilla upp í 3. til 10. sæti listans á fundi sínum eftir um það bil hálfan mánuð. - Sjá umfjöllun á baksíðu. Eggert Haukdal: Margir meða lista Eggert Haukdal alþingismað- ur íhugar nú alvarlega að efna til sérframboðs við komandi kosningar. Hann segir í samtali við blaðið Fréttir í Vestmanna- eyjum að margir vilji koma á lista með sér. Eggert er hvergi banginn í viðtali við Fréttir og hefur þetta að segja: „Það hafa margir vítt og breitt um kjördæmið hvatt mig til að fara fram. F'ólk um allt kjördæmið er tilbúið til að koma með mér á lista og það á líka við um Vestmannaeyjar.“ Lista- verk undir dúk „Við skelltum líka striga yfir Ingólf Arnarson og ætluðum raunar einn- ig að breiða yfir Jón Sigurðsson á Austurvelli en náðum ekki upp á hann, „ sagði Brynhildur Þorgeirs- dóttir myndlistarmaður í samtali við blaðið. Myndlistarmenn komu saman við listaverk Jóns Gunnars Árnasonar, Sólfar, í hádeginu í gær og breiddu yfir það. Þetta var gert til að vekja athygli á að ekki er gert ráð fyrir fjárframlagi til Listskreyt- ingasjóðs ríkisins á fjárlögum næsta árs. Á þessu ári ver sjóður- inn 7,3 milljónum til listaverkaka- upa og verkefna og í fyrra keypti sjóðurinn fyrir liðlega 22 milljónir króna. Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi sjóðsins. A- myndir: E.ÓI. Ráðstefna Alþýðuflokksins um Evrópumál: ESB-umsókn kemur til greina -segir Sighvatur Bjarnason, formaður Sambands íslenskra fiskframleiðenda, ogtelur að íslendingar geti náð betri samningum en Norðmenn. „Við eigum að ræða Evrópumálin í fullri alvöru og skoða umsókn að Evrópusambandinu, en ekki að henda þessu frá okkur án þess að vita hvað er í pakkanum", sagði Sig- hvatur Bjarnason, formaður SÍF, á ráðstefnu Alþýðuflokksins um Evr- ópumál á sunnudaginn. Hann tók þar þátt í pallborðsumræðum ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni utnarík- isráðherra, Hauki Halldórssyni for- manni Stéttasambands bænda og Ara Skúlasyni framkvæmdastjóra ASÍ. Það kom einnig fram í máli Sig- hvatar Bjamasonar að hann telur sjávarútvegssamning Norðmanna við ESB óviðunandi fyrir Islend- inga. Hann telur hins vegar að við ættum að geta náð betri samningum en Norðmenn náðu við Evrópusam- bandið. Þetta byggir hann meðal annars á því að íslendingar séu yfir- leitt betri samningamenn en Norð- menn og vísaði í því sambandi til sölusamninga sem íslenskir og norskir fiskútflytjendur hafa verið að gera að undanfömu. Aður en pallborðsumræðumar hófust, kynntu fulltrúar þriggja stofnana Háskóla íslands niðurstöð- ur skýrslna um kosti og galla ESB- aðildar fyrir ísland. I máli þeirra kom fram að greinilegt væri, að kostimir væm mun fleiri en gallam- ir og því bæri að athuga það betur hvort viðræður um umsókn að ESB væri ekki vænlegur kostur fyrir ís- land. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í ræðu sinni að það væri mikilvægt fyrir Islendinga að heíjast strax handa við að skilgreina samnings- markmið sín og, láta sfðan á það reyna með umsókn hverju við næð- um fram í samningaviðræðum við ESB. Þetta væri eina leiðin til þess að fá ffam raunverulega kosti og galla aðildar að ESB. Þjóðin myndi að sjálfsögðu eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það kom fram í máli allra þátttak- enda á ráðstefnunni að mikil þörf væri opinni og ítarlegri umræðu um aðild að ESB. Ljóst er að áhugi al- mennings á málinu er mikill því um 250 manns sóttu ráðstefnuna á Hótel Sögu og urðu sumir frá að hverfa vegna þrengsla. - Sjá umfjöllun á blaðsíðu 7.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.