Alþýðublaðið - 22.11.1994, Side 8

Alþýðublaðið - 22.11.1994, Side 8
MPBUBLMD Þriðjudagur 22. nóvember 1994 177.tölublað - 75. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Tekist á innan Alþýðubandalagsins - og áhrifamenn í tveimur kjördæmum ganga til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur: „Ég gekk úr Alþýðubandalaginu nú í hádeginu og hafði eftir það sam- band við Jóhönnu Sigurðardóttur og lét hana vita að ég væri tilbúinn að starfa með félagshyggjuframboði hennar," sagði Sveinn Allan Mort- hens í samtali við Alþýðublaðið í gær. Sveinn Allan var miðstjómar- maður í Alþýðubandalaginu og for- maður Alþýðubandalagsfélags Skagafjarðar síðastliðinn sex ár. Ur- sögn hans er alvarlegt áfall fyrir Al- þýðubandalagið enda var almennt litið svo á, að Sveinn Allan yrði eft- irmaður Ragnars Amalds í Norður- landskjördæmi vestra. Ragnar Arnalds í önnur 32 ár! Þegar Sveinn Allan var spurður hvort hann hefði verið óánægður með að Ragnar Amalds gæfi kost á sér eitt kjörtímabil enn, svaraði hann: „Ég get alveg unnt Ragnari Arnalds þess að sitja á þingi í önnur 32 ár. Málið er hinsvegar það, að þegar víðtækur áhugi er meðal fólks fyrir breiðfylkingu félagshyggjuafl- anna, þá þarf líka breytingar á foryst- unni. Ragnar Amalds hefur unnið vel, einsog reyndar aðrir þingmenn Alþýðubandalagsins. Nú em hins- vegar vatnaskil í pólitíkinni, og þá er enginn ómissandi, ekki einu sinni Svavar Gestsson eða Ragnar Am- alds. Kirkjugarðamir eru fullir af ómissandi þingmönnum." Sveinn Allan sagði að á nýlegum miðstjómarfundi Alþýðubandalags- ins í Keflavík hefði komið fram greinilegur og víðtækur vilji fyrir samfylkingu með öðmm félags- hyggjuöflum. „Strax næsta mánudag sagði hins- vegar varaformaður Alþýðubanda- lagsins á blaðamannafundi, þarsem hann talaði fyrir hönd þingflokksins, að samfylking væri útúr myndinni og hefðbundnir G-listar yrðu boðnir fram. Þegar forystumenn í flokkunum tala um kröfu fólks um uppstokkun sem einhveija loftbólu, þá lýsir það ótrúlegri óvirðingu." Ragnar Arnalds útilokar ekki að hann bjóði sig fram til formanns Alþýðubandalagsins á næsta ári. Sveinn Allan kvaðst vilja undir- strika að hann segði ekki skilið við Alþýðubandalagið vegna óánægju með stefnu flokksins, heldur þau vinnubrögð sem þar tfðkuðust. Trúi þessu ekki ennþá „Ég átta mig ekki á þessu. Þetta er alveg þvert á það sem Sveinn Allan hefur gert og sagt undanfama mán- uði. Ég er ekki farinn að trúa þessu ennþá,“ sagði Ragnar Arnalds al- þingismaður þegar honum vom færð tíðindi af úrsögn Sveins Allans í gær. Ragnar sagði að á aðalfundi Al- þýðubandalagsfélags Skagafjarðar, sem haldinn var fyrir níu dögum, hefði Sveinn Allan gefið þá yfirlýs- ingu að hann ætlaði ekki að starfa innan flokksins en myndi hinsvegar styðja Alþýðubandalagið í kosning- unum. Jóhann Svavarsson, stjómarmað- ur í Alþýðubandalagsfélagi Skaga- fjarðar, kom einnig af fjöllum þegar Alþýðublaðið barúrsögn Sveins All- ans úr flokknum undir hann: „Þetta em ágætistíðindi. Hann var óánægð- ur, og menn eiga að fylgja sinni sannfæringu. Það hefur hann gert.“ Jóhann staðfesti að Sveinn Allan hefði fyrir nokkmm dögum gefið út afdráttarlausa yfirlýsingu um að hann hygðist styðja Alþýðubanda- lagið í vor. Ólafur Ragnar lagði fast að Ragnari Arnalds að halda áfram þing- mennsku. Eftirmadur Ragnars Ahrifamikill heimildamaður inn- an Alþýðubandalagsins sagði að Sveinn Allan Morthens hefði verið mjög óánægður með þá ákvörðun Ragnars Amalds að gefa kost á sér eitt kjörtímabil enn. Ragnar var fyrst kjörinn áþing 1963. Sveinn Allan var almennt álitinn sterkasti kandidatinn sem eftirmaður Ragnars. Eftir að Ragnar ákvað að taka einn slag enn, lá hinsvegar fyrir að Sveinn Allan fengi ekki eitt af efstu sætum. Anna Kristín Gunnars- dóttir, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki, sækist stíft eftir 2. sæti, en þar er nú Sigurður Hlöðversson á Siglufirði. Þrýstingur frá Ólafi Ragnari En var Ragnar Arnalds búinn að taka ákvörðun um að láta af þing- mennsku í vor? „Nei, ég var nú ekki búinn að ákveða það,“ sagði Ragnar. „Hinsvegar hvarflaði sterklega að mér að slá botninn í þetta, og það var á margra vitorði. Ég fékk sterka hvatningu úr öllu kjördæminu að halda áfram - ekki síst frá Sveini Allan. Það geta margir staðfest." Aðspurður staðfesti Ragnar að Ol- afur Ragnar Grímsson formaður Al- þýðubandalagsins hefði lagt að sér að halda áfram þingmennsku. Ragnar hefur uppá síðkastið verið Jóhanna vill enga sameiningu - segir Margrét Frímannsdóttir alþingismaður. Hún segir vinnubrögð Jóhönnu „sérkennileg". Jó- hanna vísar ásökunum Ólafs Ragnars um „lág- kúruleg vinnubrögð“ til föðurhúsanna. „Þetta em hugarórar í Ólafi Ragn- ég upplýst að ég hef aldrei talað við ari og til marks um vanstillingu hans,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir í samtali við Alþýðublaðið í gær. 01- afur Ragnar gagnrýndi Jóhönnu mjög harkalega í Morgunpóstinum í gærmorgun fyrir afskipti hennar af úrsögn formanns kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Suðurlandi, Ragnheiðar Jónasdóttur, úr flokkn- um um helgina. „Lágkúmleg vinnu- brögð og baktjaldamakk" vom þau orð sem ÓJafúr Ragnar notaði til þess að lýsa vinnubrögðum Jóhönnu. „Ef atburðimir í Alþýðubandalag- inu á Suðurlandi em tilefnið, þá get Margrét Frímannsdóttir: Jóhanna fór úr Alþýðuflokknum af því 60% flokksmanna vildu hana ekki sem formann - hún fór ekki af því væri ósátt við stefnu ríkisstjórnarinnar. þessa konu,“ sagði Jóhanna. Þá sagði Jóhanna: „Þeir sem gefa sig fram við hina nýju hreyfmgu gera það af fúsum og fijálsum vilja. Það er ansi langsótt að við séum að lokka fólk til liðs við okkur, við höfum engin embætti að úthluta og það er ekkert farið að skipa á framboðslista. Ólafur Ragnar ætti frekar að skoða afhverju fólk er að fara úr Alþýðu- bandalaginu. Viðbrögð hans koma mér mjög á óvart, enda eiga ásakanir hans ekki við rök að styðjast." Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins á Suður- landi, sagði í samtali við Alþýðu- blaðið í gær að vinnubrögð Jóhönnu væru „sérkennileg". „Mér finnst það líka einkennilegt, að við Jóhanna höfum oft setið og rætt hvort hægt sé að mynda breið- fylkingu vinstri manna, en sama tíma er hún á fullu að undirbúa sína lista og ræða við alþýðubandalags- fólk. Ég veit ekki hversu mikil alvara er á bakvið tal Jóhönnu um sameiningu vinstri manna, hún hefur að minnsta kosti aldrei leitað eftir slíku sam- starfi. Hún fór útúr Alþýðuflokknum af því 60% flokksmanna vildu hana ekki sem formann - hún fór ekki af því hún væri ósátt við stefnu ríkis- stjómarinnar. Hún segist vilja vinna að samfylkingu. Ég held að það sé ekki rétt.“ Steingrímur J. Sigfússon. Boðaði ómengaða G-lista - og það fyllti mælinn hjá Sveini Allan. orðaður við formannsstól í Alþýðu- bandalaginu, en á næsta ári verður Ólafur Ragnar að láta af því embætti, samkvæmt flokkslögum, enda hefur hann þá verið formaður í átta ár. Sumir af stuðningsmönnum Ólafs Ragnars í Alþýðubandalaginu hafa viljað fá Ragnar til að „hlaupa í skarðið í tvö ár eða svo, til þess að við sitjum ekki uppi með Steingrím J. Sigfússoríj einsog einn heimilda- maður orðaði það í samtali við blað- ið í gær. Tilgangurinn með þessari pólitísku fléttu er vitaskuld sá, að koma Ólafi Ragnari aftur í for- mannsstólinn innan tíðar. Ragnar var komungur þegar hann var kjörinn formaður Alþýðubanda- lagsins 1968 og gegndi því embætti til ársins 1977. „Vissulega hefur verið rætt við mig af sumum að ég ætti að gefa kost á mér í formannsembætti," sagði Ragnar Arnalds, en þvertók fyrir að Ólafur Ragnar væri í þeim hópi. Hann hefði „ekki minnst á það einu orði“. Ragnar vildi ekki útiloka neitt, en sagðist telja eðlilegra að yngri maður tæki við. En styður hann þá Stein- grím J. Sigfússon til formennsku? „Ég vil ekki svara þvf. Ég vil ekki gefa neinar yfirlýsingar um þessi mál.“ Jóhanna Sigurðardóttir neitar ásökunum Ólafs Ragnars um lágkúruleg vinnubrögð og baktjaldamakk: Hann ætti frekar að skoða afhverju fólk er að fara úr Alþýðubandalaginu. Kirkjugardamir eru fullir af ómissandi þingmönnum - segir Sveinn Allan Morthens sem hefur sagt sig úr Alþýðubandalaginu og gengið til liðs við Jóhönnu. Óánægja á Norðurlandi með Ragnar Arnalds - sem útilokar ekki for- mannsframboð í Alþýðubandalaginu á næsta ári. R-listinn íVesturbæ Hverfisfélag Reykjavíkurlistans í Vesturbæ verður stofnað í kvöld á fundi sem haldinn verður íTæknigarði, Dunhaga 5, og hefst klukkan 20:30. Allir stuðningsmenn Reykjavíkurlist- ans í Vesturbæ (gamli Vesturbær, Mel- ar, Hagar, Grandi, Skjól og Skerja- fjörður) geta orðið félagar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kemur á fundinn og mun ræða borgarmálefnin og svara fyrirspurnum. Vinningstölur laugardaginn: 19. nóv. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 0 4.445.453 g+4af5 5 89.819 04af5 105 7.378 Ej3af5 3.851 469 BÓNUSTALA: 23 Heildarupphæð þessa viku kr. 7.475.357 UPPtÝSINGAR, SlMSVARI »1- 88 1S 11 LUKKULlNA 98 10 00 - TEXTAVARP 8S1 Alþýðuflokkurinn með 15,4% á Vesturlandi „Þetta var meiriháttar prófkjör og glæsileg útkoma fyrir Alþýðuflokkinn,11 segir Gísli. „Prófkjörið sýndi að það borgar sig fyrir flokkinn að vera ófeiminn og starfa á lýðræðislegan hátt fyrir opnum tjöldum. Málefnastaðan er góð; verkin tala,“ segir Sveinn Þór. Gísli S. Einarsson, alþingismaðurfrá Akranesi, varð efstur í fádæma fjöl- mennu prófkjöri Alþýðuflokksins á Vesturlandi síðastliðinn Iaugardag. Hann hlaut 961 atkvæði í fyrsta sæti. Sveinn Þór Elinbergsson, aðstoðar- skólastjóri í Snæfellsbæ, var keppinaut- ur Gísla í prófkjörinu en aðeins var kos- ið um efstu tvö sæti framboðslistans. Sveinn Þór hlaut 546 atkvæði. 1509 kusu í prófkjörinu sem er aukning um rúmlega 700 atkvæði frá því síðast. Auðir seðlar voru tveir. Á laugardaginn kusu 276 fleiri í prófkjörinu en Alþýðu- flokkinn í kjördæminu f síðustu Al- þingiskosningum. Sé litið á stöðu flokksins í kjördæminu þá nýtur hann 15,4% fylgis samkvæmt prósentuhlut- falli þátttakenda í prófkjörinu af at- kvæðisbærum í kjördæminu. Kosning- in er bindandi og mun kjördæmisráð Alþýðuflokksins á Vesturlandi stilla upp í 3. til 10. sæti listans á fundi sínum eftir um það bil hálfan mánuð. Gísli S. Einarsson: „Þetta var meiri- háttar prófkjör og glæsileg útkoma fyr- ir Alþýðuflokkinn. Þama tókust á tveir ágætir vinir frá tveimur stærstu sveitar- félögunum í kjördæminu. Þetta er í fyrsta sinn sem keppni er á milli tveggja manna með búsetu í kjördæminu um að skipa efsta sætið og það hafði sitt að segja. Þátttakan var mikið betri en bjart- sýnustu menn höfðu þorað að vona. Ég var að gera að því skóna á fostudags- kvöldinu að á milli 1050 til 1160 myndu taka þátt en mikið fleiri mættu á kjörstað. Menn voru að tala um það að kynningin á prófkjörinu hefði ekki ver- ið nógu góð en ég tel að hún hafi svo sannarlega skilað sér; sérílagi síðustu dagana. Aðbændurækju tugi kílómetra til að taka þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins hefði nú einhvem tímann þótt saga til næsta bæjar. Ég vil þakka stuðningsmönnum mínum alveg sér- staklega fyrir frábæran stuðning og Sveini Þór fyrir keppnina. Það var hann sem lagði þyngsta áherslu á að prófkjör yrði haldið og þess ber að minnast. Sveinn Þór á að njóta sannmælis. Próf- kjör hafa verið vinsælt form hér á Vest- urlandi og gengið upp. Útkoman um helgina var mjög gott veganesti fyrir Alþýðuflokkinn vegna komandi Al- þingiskosninga og ég er þakklátur fyrir það traust sem kjósendur sýndu mér með því að veita mér stuðning og þar með flokknum brautargengi í kjördæm- inu." Sveinn Þór Elinbergsson: „Ég óska Gísla hjartanlega til hamingju og þátt- takan er mikill sigur fyrir Alþýðuflokk- inn. En prófkjör em auðvitað eitt og kosningar annað. Ég tel að listinn hefði verið sterkari hefði verið tekið tillit til þess, að sameiningin á Snæfellsnesi er þess eðlis að íbúamir hafa mikla þörf á þingmanni til viðbótar. Stuðningurinn við mig var meiri en ég gerði ráð fyrir og ég held að nær öll atkvæðin í Snæ- fellsbæ, Borgamesi og Stykkishólmi hafi farið til mt'n. Sigur Gísla er því bundinn við Akranes. Ástæðan fyrir mikilli þátttöku er bara elja okkar Gísla því áhugaleysi þeirra sem að prófkjör- inu stóðu var dæmaiaust. Ég gagnrýndi framkvæmdina og kom með tillögur til úrbóta en til einskis. Eftir að framboðs- frestur rann út var til dæmis ítrekað reynt, að fá mig ofan af framboði. Ég á eftir að íhuga niðurstöðu prófkjörsins og mína stöðu innan flokksins áður en ég svara nokkm um það hvort ég tek annað sætið. Ég færi mínu fólki bestu þakkir fyrir stuðninginn og vel unnin störf. Öll þessi Guðmundarmál og ang- ist sem plagar flokkinn hefur gert það að verkum, að við eigum f erfiðleikum og mörgum finnst að við eigum að vera hnípinn flokkur t' vanda og halda okkur úl hlés í pólitík næstu mánuði; stinga höfðinu í sandinn. En þannigeiga menn ekki að berjast. Sókn er besta vömin og við eigum að bera höfuðið hátt. Próf- kjörið sýndi að það borgar sig fyrir flokkinn að vera ófeiminn og starfa á lýðræðislegan hátt fyrir opnum tjöld- um. Málefnastaðan ergóð; verkin tala.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.