Alþýðublaðið - 07.12.1994, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1994
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Að bjarga stjórnmálamönnum frá eigin heimsku
Það hefur löngum loðað við ís-
lenska stjómmálamenn að þá skortir
framsýni og láta hagsmuni líðandi
stundar sig mestu varða. Plástranir
og reddingar em allsráðandi. í dag
má sjá, að flokkamir hafa hafið und-
irbúning fyrir komandi kosningar og
enn og aftur fá íslendingar að heyra
fögur loforð um leiðir til
að koma þessari þjóð út
úr þeim hremmingum
sem stjómmálamennim-
ir sjálfir em búnir að
koma okkur í. Gaman,
gaman. Loforð þessi em
sem fyrr á þann veg
bjarga eigi þjóðinni með
víðtækum aðgerðum
sem svo hafa það eitt í
för með sér, að þjóðin nær að rétta úr
kútnum í eitt eða tvö ár eða svo. Síð-
an kemur að skuldadögum sem
leggjast með margföldum þunga á
fólkið. Ráðamenn kenna svo hvor
öðmm um klúðrið. Þeir hafa gefið
fólkinu falskar vonir um betri tíð og
skellt rikissjóði í miklu meiri skuldir
en hann ræður við. Svona hefur land-
inu verið stjómað í aldaraðir, en nú
er mál að linni. Tími hinna fögm lof-
orða er liðinn því nú em þessir óá-
byrgu stjómmálamenn, að sigla
þjóðarskútunni í strand. Það er ekki
einu sinni lengur hægt að stóla á
þorskinn, sem hefur haldið þessari
þjóð gangandi, því hann er á góðri
leið með að verða uppurinn. Bregð-
ast nú krosstré sem önnur tré og hvað
er þá eftir þegar þorskurinn er far-
inn? Ekkert.
forystu í sjávarútvegsmálum innan
ESB). Aðildammsókn Islendinga
væri skref fram á við fyrir þessa litlu
eyþjóð. Þannig myndum við geta
gert samkeppnisaðstöðu íslenskra
fyrirtækja betri á erlendum mörkuð-
um og einnig gert erlendum fyrir-
tækjum kleift að koma lágt tollaðri
____________________ vöra sinni
Pallborðið
Ingvar
Sverrisson
j skrifar
hingað á
verði sem
yrði að sjálf-
sögðu til
hagsbóta fyr-
ir íslenska
neytendur og
myndi í al-
vöm og var-
anlega létta á
skuldabyrði heimilanna. Aðild Is-
lands að sambandinu myndi einnig
færa þjóðinni aukna velferð almennt
því eins og menn vita vinna ráða-
menn sambandsins til að mynda
hörðum höndum að því að uppræta
atvinnuleysi og aðstoða ungt fólk við
að takast á við lífið. Þróunar- og
markaðsrannsóknir em einnig
styrktar myndarlega innan Evrópu-
sambandsins og aðgang að þeim
sjóðum þurfa íslendingar að fá.
Einnig em framfarir á sviði mennta-
og menningannála - svo og heil-
brigðismála - verðlaunaðar svo um
munar með tjárframlögum. Það geta
íslendingar ekki lengur gert vegna
skorts á Ijármunum sem sést best á
niðurskurði þeim sem varð nú á fjár-
framlögum til Háskóla Islands.
Evrópusambandsadild
Mikil umræða hefur verið um að-
ild Norðurlandanna að Evrópusam-
bandinu. Bæði Finnar og Svíar hafa í
þjóðaratkvæðagreiðslu ákveðið, að
ganga til liðs við sambandið og taka
þátt í mótun nýrrar Evrópu. Norð-
menn bám ekki gæfu til þess (-
kannski sem betur fer fyrir okkur,
þar sem við ættum nú að hafa betri
samningsaðstöðu og gætum tekið
EES-samningurinn
Davíð Oddsson forsætisráðherra
og villuráfandi fylgismenn hans í
Sjálfstæðisflokknum hafa haldið því
statt og stöðugt fram að aðildamm-
sókn íslands sé ekki á dagskrá. Ekki
á dagskrá! það er ótrúlegt ábyrgðar-
leysi að gefa slíkar yfirlýsingar vit-
andi, að það er eitt mesta þjóðþrifa-
mál seinni tíma. Hvflík móðgun við
hugsandi fólk í þessu landi. Ætlum
við að láta Sjálfstæðisflokkinn segja
okkur hvað við megum ræða um og
hvað ekki? Aldrei skal það verða.
Samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið er mikilvægasti samn-
ingur sem gerður hefur verið fyrir ís-
lands hönd. Þeirri samningagerð
stýrði Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra af mikilli snilld.
Með EES-samningnum vom réttindi
neytenda í fyrsta skipti tryggð og
fjárfestingar erlendra aðila hér á
landi gerðar mögulegar sem hefur
haft í för með sér lækkandi vömverð
og aukna velferð. En betur má ef
duga skal. Nú er komið að þeim
tímapunkti að innganga í ESB með
fullum réttindum er Islendingum
nauðsynleg vilji þessi litla þjóð ekki
vera ein eftir með Norðmönnum ut-
an við santbandið og neyðast svo til
þess að koma inn með austantjalds-
þjóðunum eða örríkjunum seinna
meir þegar allt er komið hér á kaldan
klaka í einangmn Atlantshafsins. Is-
lendingar verða að nýta sér þá mögu-
leika sem nú gefast og fara inn.
Alþýduflokkurinn
Alþýðuflokkurinn er eini flokkur-
inn sem hefur kjark til að horfa til
framtíðar og taka ákvarðanir sem
skipta þjóðina máli til lengri tíma lit-
ið meðan hinir hugsa eingöngu um
líðandi dag og komandi kosningar.
Aðildarumsókn er íslendingum
nauðsynleg og megum við því ekki
enn og aftur láta óábyrga stjórnmála-
menn gabba okkur með gylliboðum
sem koma okkur í miklu verri stöðu
eftir nokkur ár. Alþýðuflokkurinn
vill einn flokka hefja samningsvið-
ræður við ESB um aðild íslands og
leggja svo samninginn fyrir kjósend-
ur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Tökum
höndum saman og sýnum ráða-
mönnum, að við emm tilbúin til að
kanna hvaða hag við höfum af aðild.
Látum í okkur heyra með þetta mál.
Við verðum að bjarga stjórnmála-
mönnunum frá eigin heimsku.
Höfundur er varaborgarfulltrúi.
„Davíð Oddsson forsœtisráðherra og villu-
ráfandi fylgismenn hans íSjálfstœðisflokkn-
um hafa haldið því statt og stöðugt fram að
aðildarumsókn íslands sé ekki á dagskrá.
Ekki á dagskrá! Það er ótrúlegt áhyrgðar-
leysi að gefa slíkar yfirlýsingar vitandi, að
það er eitt mesta þjóðþrifamál seinni tfma.
Hvílík móðgun við hugsandi fólk íþessu
landi. Ætlum við að láta Sjálfstœðisflokk-
inn segja okkur hvað við megum rœða um
og hvað ekki? Aldrei skal það verða. “
Ríkisstjórn
dagsins
Samkvæmt ótrúlega traustum heimild-
um Alþýðublaðsins er svo komið í
herbúðum heilagrar Jóhönnu, að þar
búa menn sig undir hreinan þingmeiri-
hluti. Og það sem meira er - ráðherra-
listinn er tilbúinn. Hann er svona:
Jóhanna Siguröardóttir
félagsmálaráðherra
(hún er einfaldlega húkk'd á þvf).
Pjetur Hafstein Lárusson
menntamálaráðherra.
Ásgeir Hannes Eiríksson
landbúnaðarráðherra.
Kjartan Valgarösson
heilbrigðisráðherra.
Ágúst Einarsson
sjávarútvegsráðherra.
Mörður Árnason samgönguráðherra.
Njáll Harðarson fjármálaráðherra.
Jón frá Pálmholti uUinríkisráðherra.
Jóhannes á fóöurhflnum
umhverfisráðherra.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
ráðherra Hagstofu Islands.
Gunnar Eyjólfsson
dómsmálaráðherra.
Ólína Þorvaröardóttir
forsætisráðherra.
Bráðum kemur betri
tíð með blóm í haga!
/
Aaðalfundi Framsóknar-
félags Reykjavíkur á
mánudagskvöldið var Jón
Erlingur Jónasson Jóns-
sonar búnaðamiálastjóra
kjörinn formaður í stað Al-
freðs Þorsteiassonar. Jón
Erlingur er aðeins 34 ára
gamall og hefur það farið
fyrir bijóstið á mörgum
gamalgrónum framsóknar-
mönnum að svo ungur
maður skuli taka við for-
mennskunni. Það er nefni-
lega hefð fyrir því að fram-
sóknarmenn teljist ungir
fram til 36 ára aldurs og
starfi þá með ungliðunum
en veljist ekki til metorða í
flokksfélögum fullorðinna.
Þá bætti það ekki úr skák að
Jón Erlingur tók Vigdísi
Hauksdóttur með sér í
stjómina en hún er einnig
undir aldri. Menn þykjast
þekkja fingraför Finns Ing-
ólfssonar á þessum kosn-
ingum og hann sé að
tryggja yfirráð sín í Fram-
sóknarfélagi Reykjavíkur...
Tilnefningar til Islensku
bókmenntaverðlaun-
anna valda jafnan miklum
titringi enda talsvert í húfi.
Það vakti athygli að skáld-
sögur Einars Kárasonar.
Vigdísar Grímsdóttur og
Thors Vilhjálnissonar
hlutu allar tilnefningu núna
- en fyrir tveimur ámm
varð mikið írafár þegar
bækur þessara þriggja höf-
unda vom sniðgengnar.
Dómnefndin hefur semsagt
bætt fyrir mistökin...
Aðeins meira um tilnefn-
ingar. Að þessu sinni
er ekki ein einasta ljóðabók
tilnefnd, og er það í fyrsta
skipti í sex ára sögu bók-
menntaverðlaunanna sem
ljóðið er hunsað með öllu.
Þetta þykir Ijóðavinutn að
vonum súrt enda hafa
nokkrar vemlega góðar
Ijóðabækur komið út uppá
síðkastið. Til dæmis má
nefna bækur eftir Geirlaug
Magnússon, Nínu Björk
Árnadóttur, Isak Harðar-
Hinumegin
son, Jóhann Hjálmarsson,
Jónas Þorbjarnarson og
Kristján Karlsson. En nú
em það semsagt bara skáld-
sögumar...
Nú er bók Guðmundar
Árna Stefánssonar og
Kristjáns Þorvaldssonar
komin í búðir, og em vfst
ýmsir nafnkunnir menn
uppteknir við lestur þessa
stundina. Bók þeirra félaga,
Hreinar línur, mun áreiðan-
lega rata í metabækur - þó
ekki væri fyrir annað en
vinnslutímann, sem er ótví-
rætt Islandsmet. I útlöndum
er aftur á móti löng hetð
fyrir því að gefa út bækur
með örstuttum fyrirvara.
Þannig var til dæmis komin
út bók um John Lennon
þremur dögum eftir að hann
dó mjög skyndilega 1980.
Eins er með pólitíska stórat-
burði í útlandinu, þeir em
komnir á bók næstum um
leið og þeir gerast. Nútím-
inn er semsagt koininn til
Islands f þessum efnum...
Allt í lagi, noldurskjodan þín! Viltu síðustu gosdósina? Jæja,
leyfðu mérþá HAFA HANA TIL FYRIR ÞIG!
Fimm á förnum vegi Finnst þér að aðskilja eigi ríki og kirkju?
Magnús Bergsson: Að sjálf-
sögðu. Kirkjan er ekki sönn nema
hún sé sjálfstæð.
Hulda Rún Reynisdóttir, starfs-
maður á leikskóla: Já, endilega.
Ingvaldur Jóhannsson, nemi:
Nei, ríkið á að sjá um rekstur
kirkjunnar.
Björgúlfur Ólafsson, rithöfund-
ur: Já, kirkjan verður að geta verið
sjálfstæð.
Eiríkur Rafnsson, nemi: Já, ann-
ars er ekki trúfrelsi netna að nafninu
til.
Viti menn
Hann hallaðist náfolur upp að
félaga sínuni og valt svo í
gólfíð nieð korri og starandi
augnaráði.
Þráinn Guðmundsson um litháíska
skákmanninn Sulskins, andstæðing
Margeirs Péturssonar á
Ólympíuskákmótinu. Mogginn í gær.
Frá sjónarhorni Islendinga er
mikilvægt að NATO-samstarf-
ið verði áfram sem öflugast.
Islendingar hafa ákveðið að
standa utan Evrópusam-
bandsins og geta þarmeð ekki
tekið fullan þátt í starfi Vest-
ur-Evrópusambandsins.
Leiðari Morgunblaðsins í gær.
Það væri búið að leysa deiluna
ef vilji ráðamanna í landinu
stæði til þess. Þá horfí ég fyrst
og fremst til Friðriks
Sophussonar en líka til ríkis-
stjórnarinnar í heild og þá
ekki síst heilbrigðisráðherra.
Kristin Á. Guðmundsdóttir formaður
Sjúkraliðafélagsins. Tíminn í gær.
Ég ræði til dæmis hvað
Machiavelli myndi segja um
íslenska stjórnmálasögu;
Hannes Hafstein,
Jónas Jónsson frá Hriflu,
Ólaf Thors, Davíð Oddsson
og fleiri, þótt auðvitað sé sú
umfjöllun ekki að öllu leyti
fræðileg og ekkert sannað eða
afsannað.
Hannes Hblmsteinn Gissurarson í við-
tali um nýja bók, Hvar á maðurinn
heima? þarsem hann fjallar um fimm
kafla í sögu stjórnmálakenninga.
Það er opinberlega viðurkennt
að á Islandi þrífst
umfangsmikið neðanjarðar-
hagkerfí. Itrekað hafa verið
gefnar út opinberar skýrslur,
sem ganga út frá því að
skattsvik séu 11 milljarðar
króna.
Leiðari Tímans í gær.
Við þetta má bæta að ÓIi tjáði
undirrituðum sama sumar og
hann lést að hann hefði
endanlega snúið baki við kröt-
um. Var á honum að skilja að
sjálfstæðismenn væru honum
nær í skoðunum, en það er
önnur saga.
Ritdómur Jóns Birgis Péturssonar um
ævisögu Óla í Olís. Tíminn í gær.
Kratar tilnefndu að vísu vara-
formann flokksins, Guðmund
Arna Stefánsson, en með hon-
um var skipaður ungliði, Ei-
ríkur B. Einarsson...Það eru
margir þingmenn fíokksins
æfír útaf þessu og við skiljum
þetta ekki nema ef kratar ætla
að koma í veg fyrir breytingar
á kosningalöggjöfínni, sagði
þingmaður Sjálfstæðisfíokks-
ins.
Frétt um tilnefningar stjórnmálaflokk-
anna í kosningalaganefnd. Sjálfstæðis-
menn tilnefndu Friðrik Sophusson og
Geir H. Haarde. DV í gær.