Alþýðublaðið - 13.12.1994, Page 1
Víðtækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stuðla að aukinni
atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun:
Einhver besti dagurinn
lengi í stjómarsamstarfinu
- segir Jón Baldvin Hannibalsson. „Ríkisstjórninni lá ekki við grandi vegna deilna
stjórnarflokkanna um fjármagnstekjuskattinn.“
„Rauði þráðurinn í þessum heildar-
aðgerðum snýst um örvun atvinnulífs
og nýsköpunar, kjarajöfnun og
áframhaldandi stöðugleika," sagði
Jón Baldvin Hannibalsson í gær í
samtali við Alþýðublaðið um aðgerð-
ir rikisstjómarinnar sem kynntar voru
um helgina. Jón Baldvin kvað að-
gerðimar vera „skilaboð í aðdraganda
kjarasamninga um að ríkisstjómin sé
til samstarfs við aðila vinnumarkaðar-
ins og aðra stjómmálaflökka um
kjarasamninga sem hafi þetta þrennt
að meginmarkmiði.“ Jón sagði að
innan þingflokks Alþýðuflokksins
væri mikil ánægja með samkomulag
stjórnarflokkanna, og allir þingmenn
llokksins hefðu lýst eindregnum
stuðningi við aðgerðimar. „Sjálfur
hef ég sagt að þetta sér einhver besti
dagurinn í þessu stjómarsamstarfi
lengi. Tímasetning aðgerðanna kem-
ur lika heim við annarsvegar af-
greiðslu fjárlaga, og hinsvegar þá
staðreynd að kjarasamningar em
lausir unt áramót og veður öll válynd
á þeim vígstöðvum. Kjami málsins er
sá, að ríkisstjómin lýsir sig reiðubúna
til að örva atvinnulíf og jafna lífskjör-
in.“ Aðgerðir ríkisstjómarinnar eru
fjölþættar, og fela meðal annars í sér
átak í vegamálum fyrir 3,5 milljarða,
samstarf við sveitarfélög um atvinnu-
skapandi aðgerðir, nýsköpun í at-
vinnulífi, niðurfellingu „ekkna-
skatts“, afnám tvísköttunar lífeyris.
áframhald hátekjuskatts, aðgerðir
gegn skattsvikum, hækkun skattleys-
ismarka, lækkun húshitunarkostnaðar
og skattlagningu Ijármagnstekna frá
ársbyrjun 1996.
A tlokksstjómarfundi Alþýðu-
flokksins, sem haldinn var í Reykja-
vík á sunnudaginn, kom fram almenn
ánægja með aðgerðir stjómarinnar.
Stjómarflokkamir tókust á um suni
atriðanna, einkum fjármagnstekju-
skattinn. Sérstök nefnd verður sett á
Lagt á ráðin á flokksstjórnarfundi á sunnudaginn: Rannveig Guðmunds-
dóttir, Jón Baldvin og Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðarsambands-
ins.
laggimar, skipuð fulltrúum stjóm-
málaflokka og aðila vinnumarkaðar-
ins, til að móta tillögur í þessum efn-
um. Aðspurður staðfesti Jón Baldvin
að ágreiningur hefði verið milli AI-
þýðufiokks og Sjálfstæðisflokks um
leiðir í þessu máli. „Það er eðlilegt í
svo flóknu máli. En ef ég er spurður
hvort stjóminni lá við grandi vegna
þessa ntáls - þá er svarið nei.“
- Sjá leiðara á blaðsíðu 2 og frétt
á blaðsíðu 5.
-
Óli Þ.: Eggert hefur ekkert talað við
mig.
Hélt ég
væri lið-
ið lík
„Satt best að segja hélt ég að ég
væri liðið lík í pólitík. En Eggert hef-
ur ekkert talað við mig. Eg segi bara
eins og er, enda vanur því,“ sagði Oli
Þ. Guðbjartsson skólastjóri á Sel-
fossi í samtali við blaðið.
Lausafregnir herma að Eggert
Haukdal hafi boðið Óla 2. sætið á
lista sínum við komandi kosningar.
Hann hafi jafnframt tekið fram að
sjálfur hyggðist hann vfkja úr I. sæt-
inu á miðju kjörtímabili.
Óli tók þessu létt þegar málið var
borið undir hann. HIó dátt og sagði
að Eggert hefði ekki talað við sig um
eitt né neitt.
Steingrímur Hermannsson
seðlabankastjóri:
Þú ferð ekki að svara
manni eins og Halldóri
„Hverjir em að koma því á fram-
færi að ég skipti mér af próflcjömm?
Em það menn eins og Halldór Hall-
dórsson sem er svo óvandaður að
menn ættu að hafa lært á hann fyrir
löngu. Það kom til tals að ég svaraði í
Ríkisútvarpinu því sem hann hafði
haldið þar fram. I sundlaugunum á
föstudaginn sögðu menn: Þú ferð
ekki að svara manni eins og Halldóri
Halidórssyni," sagði Steingrímur
Hermannsson seðlabankastjóri í sam-
tali við blaðið.
Við prófkjör framsóknarmanna á
Vestfjörðum og Reykjanesi hefur því
verið haldið fram að Steingrímur Her-
mannsson fyrrverandi flokksformað-
ur hafi beitt sér fyrir kjöri Gunnlaugs
Sigmundssonar f 1. sæti á Vestfjörð-
um og viljað fá Hjálmar Ámason efst-
an í Reykjaneskjördæmi. Þegar blað-
ið spurði Steingrím um þessi mál
sagðist hann ekki hafa skipt sér af
jjessum prófkjörum. Því væri bara
haldið fram af litlum köllum sem því
miður kæmust stundum inn í fjöl-
miðla.
„Eg get sagt þér það alveg eins og
er að ég setti mér það að fara úr pólit-
fkinni og ég gerði það. Ef það koma
menn til mín og leita ráða
þá ráðlegg ég þeim, hverj-
ir sem það em. En ég tek
ekki þátt í þeirra próf-
kjörsslag að neinu leyti,"
sagði Steingrímur.
I samtölum við fjöl-
miðla eftir prólkjörið á
Vestfjörðum sagði sigur-
vegarinn, Gunnlaugur Sig-
mundsson, að Steingrímur
hefði hringt í nokkra menn
á Vestfjörðum og spurt
hvort hann, það er Gunn-
laugur, mætti líta inn hjá
þeim. Hvað segir Stein-
grímur um þetta?
„Gunnlaugur hringdi í
mig frá Ameríku einhvem
tímann í október og spurði
mig hvort ég ráðleggði
honum að fara í prófkjör
því verið væri að skora á
sig. Eg jrekki auðvitað
Gunnlaug vel enda starf-
aði hann töluvert fyrir mig.
Eg sagðist eiginlega ekki
geta svarað þvf en ég
skyldi spytja tvo eða þrjá x
góða kunningja mfna hvað 5
þeir teldu um það. Eg
hringdi í þijá menn á Vest-
fjörðum og spurði hvað
þeir legðu til við Gunn-
Sigurjón Birgir er að verða fullorðinn „Ætli ég
sé ekki loksins að verða fullorðinn, ha... Og það er ágætt um þrítugsaldur-
inn, að hafa þá náð einhverjum þroska. Ég er að komast í tölu fullorðinna.
Þessi bók er þá eiginlega mín ferming og fermingarveisla." - Sjá viðtal við
Sigurjón Birgi Sigurðsson - alias Sjón - á blaðsíðum 8 og 9. A-mynd: E.ÓI.
Sími 53466
Steingrímur: Bað ekki neinn um að
kjósa Gunnlaug eða Hjálmar.
laug. Tveir vildu endilega fá hann en
einn ekki og ég hringdi í Gunnlaug og
sagðist heyra það að það væri einhver
áhugi. Ég sagði honum að ef hann
ætlaði í þetta þá skyldi hann gera sér
grein fyrir að þetta væri bara vinna og
þrældómur. Ef það kallast góð ráð, þá
það. Hann fór víst vestur og var þar í
fimm vikur og vann rnikið og það
skilaði sér. En ég hef ekki beðið neinn
einasta mann að kjósa Gunnlaug eða
Hjálmar ellegar nokkum annan fram-
bjóðanda," sagði Steingrímur Her-
mannsson.
KONFEKT
í&len&ms
13. desember
250 ár frá
fæðingu
Jónsá
Bægisá
1 dag eru liðin 250 ár frá fæðingu
Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá.
Hann var eitt dáðasta skáld 18. ald-
ar og vann þrekvirki við þýðingar á
erlendum skáldskap, meðal annars
eftir Milton og Pope.
Alþýðublaðið birtir í tilefni af-
mælisins skeinmtilega og stórfróð-
lega grein Sveins Yngva Egilssonar
skálds og bóknienntafræðings um
skáldið og prestinn á Bægisá.
Jón hefur stundum verið kallaður
Jóhannes skírari hinna miklu cnd-
urreisnarskálda 19. aldar; árroði
nýs dags í íslenskum bókincnntum.
Sveinn Yngvi sýnir fram á, að ekki
þarf að skoða skáldskap Jóns á Bæg-
isá sem aðdraganda að því sem síðar
varð - „hann syngur með sínu nefi
og riidd hans er cftirminnilcg öllum
þeim sem leggja við hlustir,“ svo
notuð séu orð Sveins Yngva.
- Sjá blaðsíður 8 og 9.