Alþýðublaðið - 13.12.1994, Page 4
4
ALÞÝÐU BLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 13. DESEMBER 1994
Viti menn
Eini glymskrattinn sem ég
þekki er sá sem syngur fyrir
Sævar Karl og Visa.
Eyþór Arnalds, um þau orð Bubba Mort-
hens að ungar íslenskar söngkonur séu
einsog „glymskrattar með rauf" -það
þurfi bara að stinga peningi i raufina og
þá syngi þær á ensku. Bubbi syngur
bara á íslensku. Morgunpósturinn í gær.
Mín skoðun er sú að hann
ætti að druliast til að syngja
á íslensku fyrir íslenska
hlustendur.
Bubbi um Eyþór.
Morgunpósturinn aftur.
Það var þarna mikil rimma og
titringur á milli stjórnarflokk-
anna um ýmislegt í þessu
plaggi sem ríkisstjórnin var
að senda frá sér.
Guðmundur Árni Stefánsson. DV í gær.
Feðgar slegnir af sama mann-
inum - sparkað í kennara.
Fyrirsögn í DV í gær um skemmtanalíf
helgarinnar á Raufarhöfn.
Það hefði einhver þurft að
segja mér það tvisvar sinnum
ungum og róttækum, að ég
ætti eftir að þakka Guði mín-
um fyrir að geta lesið
Morgunblaðið.
Helgi Hjörvar framkvæmdastjóri
Blindrafélagsins í tilefni af því ad Mogg-
inn er nú kominn á tölvutækt form fyrir
blinda. Morgunblaöiö á laugardaginn.
Ég verð líka að hafa sérríið
hérna eftir ráðleggingum
Tryggva biskupssonar við
asmanum. Ef maður blánar
upp eða verður þungur
fyrir brjósti er voða gott
að drekka vodka.
Regína Thorarensen fréttarftari,
aðspurð um jólahald.
Morgunpósturinn í gær.
Allt hefur þetta orðið til þess
að Olafur Ragnar má sig nú
ekki hræra í flokknum og á sér
vart viðreisnar von. Fögnuður
hans yfir óförum Jóns Baldvins
og Alþýðuflokksins hefur snú-
ist upp í söknuð liðinna stunda
í eldhúsinu á Vesturgötu þegar
þeir Jón Baldvin unnu að sam-
einingu vinstrimanna í einn
flokk yfir steiktrí lifur
Bryndísar.
Dagfari DV í gær.
Staða bókmenntanna er ennþá
sú hér á landi að það er furðu
mikið keypt og lesið af fagur-
bókmenntum. Upplög og
dreifing á íslenskum bók-
menntum er ótrúlega mikil.
Halldór Guðmundsson útgáfustjóri
Máls og menningar.
Mogginn á laugardag.
En hvernig væri að gömlu
flokkarnir tveir, Alþýðuflokk-
urinn og Alþýðubandalagið,
áttuðu sig á alvöru málsins;
kæmu sér saman um eitt fram-
boð og byðu svo hinum að velja
um að slást í hópinn eða ganga
undir merkjum einangrunar-
stefnunnar.
Einar Kárason rithöfundur.
Kjallaragrein í DV í gær.
Þróunarsjóðurinn og sægreifarnir
„Ég velti því fyrir mér ef til lengri tíma væri litið hvort þessi
rúmu ákvæði laganna til úreldingar séu okkur til hagsbóta?
Hverjir skyldu kaupa veiðileyfi aflamarksbátanna sem úreldir
eru? Skyldu það vera eigendur stóru verksmiðjuskipanna eða
svokallaðir sægreifar sem telja sig eiga fiskimiðin umhverfis ís-
land?...En greiða okkur sem raunverulega eigum fiskimiðin ekki
krónu fyrir afnotin í það minnsta ekki enn!
Eitt af síðustu verkum Alþingis
síðastliðið vor var að samþykkja lög
um þróunarsjóð sjávarútvegsins.
Þróunarsjóðurinn hefur verið talsvert
umdeilt má innan Alþingis og utan.
Allar umsagnir hagsmunaaðila
um frumvarpið síðastliðinn vetur
voru neikvæðar. Menn fundu sjóðn-
um allt til foráttu og vöruðu við laga-
setningu um sjóðinn.
Nú hefur þróunarsjóðurinn verið
eitt af baráttumálum Alþýðuflokks-
ins og hafa menn haft
ágætis rök fyrir stofnun
hans. Ekkert mannanna
verk er hins vegar full-
komið.
Eitt af meginhlut-
verkum sjóðsins er að
stuðla að fækkun fiski-
skipa. Þegar kvótakerfið
var samþykkt sem
stjórntæki til að hafa
stjórn á fiskveiðum töldu menn einn-
ig að kvótakerfið yrði til að fiski-
skipastóil landsmanna myndi
minnka. Rökin voru þau að með
heftum veiðum þarsem mönnum var
skammtað ákveðið magn til veiða
myndi það leiða af sér fækkun fiski-
skipa (á mannamáli).
Það gerðist samt sem áður ekki.
Fiskiskipastóll landsmanna hélt
áfram að stækka. Menn töldu því að
þróunarsjóðurinn yrði til þess að
fækka fiskiskipum og þau yrðu tekin
út af skipaskrá. Þá væri komið f veg
fyrir það að fiskiskipastóllinn héldi
áfram að stækka. Þar með væri þetta
hvatning fyrir menn að úrelda skip
sín gömul og taka þau af skipaskrá,
sameina veiðileyfi skipa öðrum
veiðileyfum skipa sinna eða einfald-
lega selja. Þama var því augljóslega
á ferðinni mikil hvatning til hagræð-
ingar í sjávarútvegi. A þeim sex
mánuðum sem liðnir eru frá gildis-
töku laganna er þetta einmitt að ger-
ast, en hvernig?
Stadan í dag
Sex mánuðum frá gildistöku laga
um þróunarsjóðinn sér sjávarútvegs-
ráðherra tilefni til þess að leggja
fram á Alþingi fmmvarp til laga um
breytingu á lögum frá 24. maí 1994
um þróunarsjóð sjávarútvegsins. I
þessari breytingu er lögð fram breyt-
ingartillaga þar sem segir að hafi
þróunarsjóður greitt styrk vegna úr-
eldingar skips er óheimilt að flytja
það inn að nýju og skrá það hér á
landi sem og
veita því
leyfi til veiða
í atvinnu-
skyni.
N ú g i l d -
andi ákvæði
þróunar-
sjóðslaga
þykja ekki
veita næga
tryggingu fyrir því að skip sem úrelt
er með styrk frá sjóðnum hverfi var-
anlega úr íslenska skipaflotanum.
Þannig er vel hugsanlegt að beðið sé
um nýja skráningu skips sem úrelt
hefur verið, til dæntis í því skyni að
nota það til tómstundaveiða eða
veiða utan lögsögu. Þetta er að mínu
mati alvarlegur ágalli á nýjum lög-
um. Lögum sem aðeins em sex mán-
aða gömul enda sér sjávarútvegsráð-
herra tilefni til breytinga.
Ekkert mannanna verk er fullkom-
ið.
Fyrirspurn
í fyrirspurn sem ég lagði fram til
sjávarútvegsráðherra á Alþingi ný-
verið kemur fram í svörum ráðherra
að mikil eftirspurn hefur verið eftir
styrkjum til að úrelda fiskiskip. Þann
7. nóvember síðastliðinn hafði stjóm
þróunarsjóðs veitt loforð um 87
styrki til úreldingar að Ijárhæð ná-
lægt 1.515 milljónum króna.
Á þeim tíma lágu fyrir 49 óaf-
greiddar umsóknir hjá sjóðnum og
sfðan hafa bæst við 63 umsóknir. í
fyrirspum minni bað ég um stærð
skipa og aldur.
Það sem var sláandi að mínu mati
í svömnum er hversu margir smábát-
ar hafa fengið styrk, loforð um styrk
eða bíða eftir afgreiðslu styrkja. Eg
tala um smábáta frá 2 rúmlestum til
30 rúmlesta.
Það kemur fram að 170 skip af
þessari stærð em að bíða eftir af-
greiðslu styrkja eða hafa fengið
styrk. 47 þessara um það bil 170
skipa em smíðuð á árunum 1987 til
1990.
Að mínu mati em þetta nýir bátar.
Ég gæti trúað að mörg þessara skipa
séu þeir bátar sem völdu að fara inn á
aflamark og hafa þurft að þola um
70% skerðingu á aflaheimildum sín-
um.Þetta er að mínu mati umhugsun-
arvert. Hvað rekur nienn til að úrelda
svotil ný skip?
Ég velti því fyrir mér ef til lengri
tíma væri litið hvort þessi rúmu
ákvæði laganna til úreldingar séu
okkur til hagsbóta? Hverjir skyldu
kaupa veiðileyfi aflamarksbátanna
sem úreldir eru? Skyldu það vera
eigendur stóm verksmiðjuskipanna
eða svokallaðir sægreifar sem tejja
sig eiga fiskimiðin umhverfis Is-
land?
En greiða okkur sem raunverulega
eigum fiskimiðin ekki krónu fyriraf-
notin - í það minnsta ekki enn!
Höfundur er þingmaður fyrir Alþýðu-
flokkinn í Reykjaneskjördæmi.
Pallborðið
Hinumegin
Jæja, við VORUM í næði.
Nýverið var setlur á
laggimar nýstárlegur
skóli í Hafnarfirði. Fjarð-
arpósturinn segir frá því að
stofnaður hafi verið Rokk-
skóli, að fmmkvæði Stef-
áns Hjörleifssonar sem
lengi hefur rokkað með
hljómsveitinni Nýdönsk.
Kennarar eru ekki af verri
endanum: Andrea Gylfa-
dóttir, Guðmundur Pét-
ursson gítarleikari,
trommuleikararnir Gunn-
iaugur Briem og Olafur
Hólm, og bassaleikarinn
Eiður Arnarson svo
nokkrir séu nefndir. Ekki er
að efa að Rokkskólinn
verður vinsæll, og á eftir að
útskrifa tindrandi framtíð-
arstjömur...
Ein af ævisögunum í ár
er eftir Birgi Thorlaci-
us, sem áratugum saman
gegndi mikilvægum trún-
aðarstörfum í stjómkerfi
lýðveldisins. Birgir er
grandvar maður og ekki
stóryrtur, en í bókinni em
ýmsar skemmtisögur. Hann
segir
meðal
ann-
ars frá
þvi að
einu
sinni
hafi
h'fs-
nautnamaðurinn og fræði-
maðurinn Páll Eggert Óla-
son haft samband við
skáldsni11 intzinn Magnús
Ásgeirsson, sem Ifka stóð í
nánu vinfengi við Bakkus
konung, og boðið honum á
fyllerí- næstu þrjú árin!
Magnúsi þótti boðið gott,
en varð að afþakka þarsem
hann hafði nýlega tekið
saman við nýja konu og
vildi ekki skilja hana eftir í
festum í þrjú ár meðan
hann væri við hirð Bakkus-
ar...
ðeins 63 atkvæði
skildu Hjálmar Árna-
son, sem hafnaði í 2. sæti í
prófkjöri Framsóknar í
Reykjanesi, og Drífu Sig-
fúsdóttur. Sigurvegari
varð nokkuð ömgglega Siv
Friðleifsdóttir. Niðurstað-
an sýnir að peningar skipta
ekki alltaf meginmáli, en
Drífa kostaði mestu til þótt
Siv kæmi reyndar á hæla
hennar í þeim efnum.
Hjálmar rak hinsvegar
gamaldags baráttu, og gekk
barasta vel. Stríðið urn
efsta sætið var býsna hart
og því em skiljanlega mikil
vonbrigði í herbúðum
Drífu. AIIs óvíst mun hvort
hún þiggur sæti á listanum
enda tryggir 3. sætið ekki
einu sinni varaþing-
mennsku...
Ævisaga Óskar Hall-
dórsson eftir Ásgeir
Jakobsson selst grimmt
þessa daga enda hressileg
bók um mikla þjóðsagna-
persónu. Bókin var þannig
uppseld í Hagkaupum um
helgina þegar mesta salan
var, en ekki fengust fleiri
eintök á sunnudaginn. Það
var nefnilega lokað hjá for-
laginu...
Óskalisti
dagsins
Áttu í erfiðleikum með ad
finna jólagjöf handa tíu ára
gutta? Vid komumst í einn
óskalista. Hann er svona:
HM 94 það er fótboltabók.
Geisladiska ath. EKKI klassíska
diska. Bílabraut sem er 7 metra
löng og fæst í Liverpool. Stýris-
sleða sem er með bremsum.
Körfuboltatreyju einsog Bulls
eða New York. Handbolta sem
fæst í Kringlunni, hann er mjög
flottur. Markmannshanska
sem fást í Boltamanninum.
Leikfangapáfagauk hann
hermir eftir manni, fæst í Hag-
kaup Laugaveginum. Góðar
talstöðvar sem duga 1 km.
Rafmagnsbíl sem er ekki með
snúru milli bílsins og fjarstýring-
arinnar. Tölvuúr. Skákklukku.
Tölvuúr í Súper-Nintendo... og
sitthvað fleira! Gleðileg jól.
Fimm á förnum vegi Fylgist þú með Ólympíuskákmótinu?
Hörður Jónsson viðskipta-
fræðingur: Nei, þetta hefur alveg
farið framhjá mér.
Brjánn Ólason sjómaður: Já, og
íslensku skákmennirnir hafa staðið
sig ágætlega.
Karl Karlsson nemi: Nei, ég hef
því miður ekki haft tíma til þess.
Ólafur Böðvar Eðvarðsson
nemi: Nei, ég nenni því ekki.
Sigríður Jónsdóttir meina-
tæknir: Nei, ég hef engan áhuga á
skák.