Alþýðublaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 1
SKA JÓLABLAÐ 1994 Sjá, yngismær verður þung- uð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel. Jes. 7,14. Jólaundirbúningur er í fullum gangi. Böm og fullorðnir eru flestir famir að hlakka til jólanna. Sumir undirbúa sig fyrir jólin af efnum, aðriraf vanefnum. Við vilj- um halda í okkar venjubundna jólahald. Við höfum þennan fasta punkt í tilverunni, einu sinni á ári, þar sem fjölskyldan kemur saman við skraut og glys, fagurlega skreytt jólatré, tindrandi jólaljós og gimilega jóla- pakka. Til hvers? Þeir eru margir sem halda jólin af va- nefnum, alltof margir sem gráta eða em beiskir um jól, vegna þess að þeir hafa orð- ið undir f lífsbaráttunni, em ef til vill at- vinnulausir og hafa þurft að stíga þung skref til að leita opinberrar aðstoðar eða á náðir kirkjunnar eða hjálparstofnana til þess að fá fyrir fötum á böm sín eða fyrir jólamatnum. Ætli það ríki eftirvænting eft- ir jólunum hjá þeim? Eða kvíði? Kannski ríkir eftirvænting hjá þeirn sem undirbúa sig af efnum. En eftirvænting eftir hveiju? Fyrir rétt um það bil 2000 ámm í fjar- lægu landi fyrir botni Miðjarðarhafs verður ung stúlka, sem komin er í festar, þunguð. Það verður uppistand í fjölskyldu unnust- ans. Þetta er guðhrætt fólk, sem „væntir huggunar ísraels" (Lúk. 2,25). Væntir þeirrar huggunar sem Jesaja hafði spáð mörghundmð ámm áður. Sjálf hafði María fengið vitmn engilsins Gabríels um að hún væri útvalin til að bera Guðs son og ber því vanvirðu sína með von og þolinmæði trú- arinnar. Skyldi eftirvænting hennar ekki hafa verið kvíðablandin? Samkvæmt sið- um þeirra tíma var hneisa ljölskyldnanna slík að í besta falli hefði þurft að koma stúlkunni fyrir hjá Ijarlægum ættingjum og síðan ættleiða barnið. Fyrstú áfallið er ekki óvænt: unnustinn hyggur á skilnað. En engill sem birtist hon- um í draumi fullvissar hann um að honum sé óhætt að taka að sér barnið og ganga því í.föður stað. Næsta áfall sem við fáum að vita um er þegar konan er langt gengin með: Þá kem- ur skipun frá keisaranum um að hún þurfi að ferðast langa vegu til að láta skrásetja sig. Alla leið frá Nasaret til Betlehem. Og það á ekki þægilegra farartæki en asna. Þriðja áfallið: Þegar konrið er til Betle- hern eftir langa og stranga ferð, er allt gisti- rými fullt. Ferðalöngunum er vísað í skepnuhús. Engum hugkvæmist að ganga úr rúmi fyrir konu sem komin er „á steypir- inn“. Konungur konunganna fæðist því í skepnuhúsi og er lagður í jötu. Skyldi Mar- ía ekki hafa búist við betri aðbúnaði af hendi Guðs fyrir barnið, son Guðs? Það hefur örugglega reynt mikið á trú foreldr- anna á að Guð stæði við orð sín. Guð sýndi það best með fæðingu Frels- arans að það er ekki rflddæmi á jörðu sern hann boðar mönnunum. Sjálfur konungur konunganna þurfti að láta sér lynda að fæð- ast öreigi, að lifa öreigi og að deyja öreigi - á jarðneska vísu. Þess betur gat hann bent á ríkidæmi himinsins og himnesks föður okkar. Hann lagði einmitt á það áherslu að við ættum að leita þess ríkdóms sem mölur og ryð fái ekki grandað, ríkdóms himins- ins, en ekki safna okkur fjársjóðum á jörðu. Hann segir einnig: „Leitið fyrst ríkis [föð- urins] og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki,“ og fullvissar okkur þannig um forsjá Guðs-ef við leyfum honum það, það er að segja á hans forsendum. Við þurfum að ganga inn í hans ríki til þess að hann geti gefið okkur ríkidæmi þess. Það er ekkert að því að halda upp á fæð- ingarhátíð Frelsarans með veisluföngum og gjöfum. En jólin verða ekkert nema skrumskæling ef veisluföngin, gjafimar og glysinn em aðalinnihald jólanna hjá okkur. Tökum viðjólabaminu með meiri sóma en því var sýndur í Betlehem forðum. Úthýs- um því ekki. Tökum við Jesú inn á heimili okkar, inn í hjörtu okkar. Þar vill hann eiga heima. Þannig eignumst við tnkidæmi sem ekki verður af okkur tekið og vin sem við getum leitað til með alla hluti, bæði í gleði og sorg. Þá verður Guð með okkur - Immanú E1 - og jólaundirbúningurinn að eftirvæntingu eftir komu hans. BB Þér gjörí ég ei rúm með grjót né tré, gjaman lœt ég hitt í té: vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hrœri. Einar Sigurðsson (1538-1626) prófastur í Heydölum Skaginn óskar lesendum sínum gleðilegra jóla!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.