Alþýðublaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 4
4 SKAGINN JÓLABLAÐ 1994 Leið að nýjum kjarasamningum? Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur sett fram stefnu sína sem marka á innlegg hennar til komandi kjarasamninga. Því verður ekki á móti mælt að upphaf þess plaggs sem ríkisstjómin sendi frá sér er við- urkenning á þætti launafólks í því verki að tryggja stöðugleika í efna- hagskerfi okkar íslendinga. Eftir er hinsvegar að sjá hvernig sá stöðug- leiki og ávinningur hans skilar sér og til hverra hann skilar sér. En lítum ögn betur á fyrirheitin: í inngangi yfirlýsingar rikisstjóm- arinnar er áréttað að fyrir tilstuðlan hennar og aðila vinnumarkaðarins hafi náðst sá árangur sem nú er orðin vemleiki, það er stöðugleiki og verð- bólgulaust Island, og því næst sagt að nýta beri þennan árangur til kjara- jöfnunar. Sérstaklega er tekið til að þeir sem lægstu laun hafa og séu þar af leiðandi verst settir verði að njóta ávaxtanna án þess að stöðugleika verði í hættu stefnt. Rétt er í þessu sambandi að ítreka að ríkissjóður er „aðili vinnumarkaðarins“ og verður þess vegna að höfða til tjármálaráðu- neytis um að þessi markmið nái fram OsHum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum \ziðskiptin á árinu sem er að líða. • 'r'. Landsbanki íslands ÚTIBÚIÐ AKRANESI HUSBYGGINGAR s/tf Borgarnesi / Oskar starfsmönnum sínum og viöskiptavinum gleðilegra jóla og velfarnaóar á nýju ári „Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur sett fram stefnu sína sem marka á innlegg hennar til komandi kjarasamn- inga. Því verður ekki é móti mælt að upphaf þess plaggs sem ríkisstjórnin sendi frá sér er viðurkenning á þætti launafólks í því verki að tryggja stöðugleika í efnahagskerfi okkar íslendinga. Eftir er hinsvegar að sjá hvernig sá stöðugleiki og ávinningur hans skilar sér og til hverra hann skilar sér." að gangu. Það mega ekki eiga sér stað fieiri „smáslys" eins og forsæt- isráðherra kallar orðna hluti í launa- skriði opinberra starfsmanna. Raun- ar má kasta þein i spumingu fram til hans, hve margar smásprengjur þurfa að falla í sama litla herberginu hver á eftir annarri án þess að öflug sprenging hafi orðið? Það er hins- vegar rétt sem þama kemur fram að þeir lægst launuðu hafa alltaf farið verst út úr kollsteypum í íslensku efnahagslífi. Um þá þætti sem tjalla um vega- gerð, styrkari íjárhag heilbrigðis- stofnana, ekknaskatt, aðgerðir gegn skattsvikum - bætt skattaskil og að- hald í ríkisljánnálum ætla ég ekki að fialla hér og nú. Ekki vegna þess að ástæða sé ekki til, heldur vegna þess að sumt af því hefur komið fram í umræðuna fyrir nokkru síðan, annað er sjálfsagður hlutur og að sjálfsögðu ber að veita aðhald í öllum rekstri jafnt fyrirtækja sem ríkissjóðs svo fremi það bitni ekki á þeim sem síst skildi. Samstarf við sveitarfélög í þessum þætti er fiallað um átaks- verkefni sveitarfélaga og lýst nauð- syn þess að ná samkomulagi við þau um áframhald þar á. Blæbrigðamun- urinn er einungis sá að í stað þess að láta sveitarfélögin greiða inn í At- vinnuleysistryggingasjóð, fiárhæðir sem þau hafa ekki náð til baka, á að leita samstarfs um áframhaldandi átaksverkefni gegn atvinnuleysi á forsendum þeirra sjálfra. Þá er fiall- að um aðhald í rekstri sjóðsins og er það vel ef slíkt aðhald verðurekki til þess að draga úr þjónustu við þá sem eiga að njóta. Nýsköpun í atvinnulífi og markaðssókn I þessum kafia er lofað frumvarpi til laga um nýsköpun í atvinnulífinu til að treysta atvinnulífið og erekkert nema gott eitt um það að segja. Eru það væntingar mínar að í þessu starfi verði leitað samstarfs við samtök launþega og minni ég á í því sam- bandi að ASI hefur nýverið lagt fram, til umræðu, „Atvinnustefnu tii nýrrar aldar“ og mun að sjálfsögðu leggja sitt að mörkum í umræðuna, verði eftir því leitað. Örvun fjárfestinga Um þennan þátt er það að segja að slík fyrirheit sem að leggja fram frumvarp um breytingar á skattalög- um sem örvar fiárfestingu og ný- sköpun í atvinnulífinu er, og getur ekki annað en verið, af hinu góða. Samstaða um skattlagn- ingu fjármagnstekna Þar er komið að atriði sem verið hefur krafa um margra ára skeið og er því í þessu sambandi ekki hægt að gera annað en að ftreka kröfuna um að þeir sem lifa af tekjum af fiár- magni því sem þeir eiga, greiði af því skatt til samfélagsins. Um útfærsl- una á eftir að fialla í nefnd og ekki ástæða til að tíunda niðurstöðuna fyrr en hún liggur fyrir. Afnám tvísköttunar lífeyrisgreiðslna Eins og kemur fram í texta yfirlýs- ingarinnar er um að ræða tvísköttun sem hófst 1988 með tilkomu stað- greiðslu skatta. Þá var felldur niður frádráttur vegna 4% greiðslu laun- þega til lífeyrissjóðanna. Ekki ætla ég að hætta mér út í að leggja mat á það hvort 15% af útborguðum lífeyri er rétt eða röng tala vegna tvískött- unar á þessum 7 árum. Hinu er ekki að leyna að ég tel eðlilegast að und- anþiggja 4% greiðslu launþega frá staðgreiðslu skatta. Sérstakur hátekjuskattur framlengdur, hækkun skattleysismarka í þessum köflum er margt furðu- legt og ekki hægt annað en ræða þá í sama orðinu. I raun er ekkert í þeim að finna sem bendir til aukins jöfn- uðar, það er að þeir sem betur mega sín leggi þeim sem verri aflcomu hafa eitthvað meira til. Sannleikur- inn er sá að hlutfallslega er um meiri skattalækkun að ræða hjá þeim sem hærri tekjur hafa en þeim sem verr eru settir og veitir þeim nú ekki af öllu sínu. Mörk fyrir 5% hátekjuskatt eru hækkkuð í 225.000 krónur og auk þess fá þeir sömu hækkun skatt- leysismarka og aðrir eða 2.150 krón- ur. Eðlilegast hefði ég talið, ekki síst í ljósi þess að viðkvæðið við kröf- unni um hækkun skattleysismarka hefur ætíð verið, hvernig á að fjár- magna það?, að mörk hátekjuskatts hefðu verið lækkuð á móti hækkun skattleysimarkanna þannig að 200 þúsund króna maðurinn hefði búið við sömu skattbyrði. Raunar hef ég ætíð verið þeirrar skoðunar að hækk- un skattleysismarka eigi að mæta með hækkaðri skattprósentu og að við þá ákvörðun ætti að hafa til hlið- sjónar við hvaða tekjumörk skatt- byrði skulu haldast óbreytt. Að þessu slepptu verð ég að viðurkenna það að ég sé ekki ástæðuna fyrir því að taka það sérstaklega fram að há- tekjuskatti verði viðhaldið einungis þar til fiármagnsskatti verði komið á. Eg hélt að verið væri að tala um tvo aðskilda hluti. Samstarf um lausn á greidsluvanda vegna hús- nædislána Þar er að finna fyrirheit um sam- starf allra þeirra sem koma að þess- um málaflokki og er það vel. Raunar er ástæða til að hrósa félagsmálaráð- herra okkar Rannveigu Guðmunds- dóttur fyrir sitt framtak í þessum málum og raunar óskiljanlegt hvers vegna var ekki búið að taka á þessum málum fyrr, ekki síst í ljósi þess að vandamálið er margra missera gam- alt. Lækkun húshitunarkostn- aðar Þau fyrirheit sem hér er að finna eru lofsverð og verð ég að segja það, Vestlendingar góðir, að við hér á svæðinu og þá sérstaklega notendur HAB geta fyllst bjartsýni ef af verð- ur. Lokaord Af framansögðu má ljóst vera að ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur með þessari yfirlýsingu lagt lóð á vogarskálina svo mögulegt verði að leysa ýmis mál tengd komandi kjara- samningum. Af fréttum má hinsveg- ar ráða það að glíman hafi verið hörð og ráðherrar Alþýðuflokksins hafi lagt allt undir og raunar hafi þeir stefnt samstarfinu í hætlu og þar með stólum sínum. Það er hinsvegar eins og það á að vera, fulltrúar jafnaðar- stefnunnar eiga að vera markmiðum stefnunnar trúir. Hvort það sem fram er komið verður nóg til að ná kjara- samningum saman veltur á fleiri að- ilum en ríkisstjóm. Eftir er að ræða við vinnuveitendur um þeitra þátt í málinu og fyrst að þeim viðræðum loknum verður hægt að sjá hvort endar nást saman. Það er hinsvegar ljóst að aðalatriði komandi kjara- samninga verður að tryggja kaup- mátt, ekki bara kaupmátt undirskrift- ardags samninga, heldur fyrirsjáan- lega kaupmáttaraukningu á samn- ingstímanum og ekki síst kaupmátt- araukningu þeirra lægst launuðu sem að mínu áliti eiga að fá bróðurpart þeirrar köku sem í þessum samning- um er til skipta. Það má ekki gerast að þeir gleymist og það má heldur ekki gerast að niðurstaðan verði samningar sem fela í sér kollsteypu sem eins og alltaf bitnar verst áþeim lægst launuðu. Tíðindi úr Dölum: Sundlaug og sameining sveitarfélaga Árið hefur verið viðburðaríkt hjá okkur í Dölum og ber þar hæst sú breyting sem varð á skipan sveitarfé- laga 11 .júní með gildistöku samein- ingu allra sveitarfélaga Dalasýslu ut- an Saurbæjarhrepps. íbúar hins nýja sveitarfélags eru 770 talsins. Ekki verður annað sagt en að allt hafi gengið Ijómandi vel til þessa en sveitarstjóm hins nýja sveitarfélags vinnur nú að því að ávinningur af sameiningunni geti sem fyrst farið að skila sér eins og til var ætlast. Það sem hins vegar lætur standa á sér eru efndir fyrirheita ríkisstjómar um fiármuni til samgöngubóta og at- vinnumála í tengslum við samein- ingu sveitarfélaga. Því ekki bólar á efndum enn sem komið er - en hver veit nema „Eyjólfur hressist." Ný sundlaug í Dölum 24. júlí í sumar var vígsluhátíð nýrrar sundlaugar að Laugum. Tók hin nýja laug við hlutverki gömlu yfirbyggðu sundlaugarinnar sem Ungmennasamband Dalamanna reisti á Laugum fyrir 62 árum en vígsludagur hennar var einmitt 24.júlí 1932. Þótti vel við hæfi að Dalamenn eignuðust nýja sundlaug á 50 ára af- mæli lýðveldisins. Þá á Laugaskóli einnig hálfrar aldar afmæli í ár en fastur heimavistarskóli tók til starfa á Laugum 1944. Haldið var upp á þau tímamót með sérstakri dagskrá 10. desember sl. Á vígsluhátíð sundlaugarinnar mætti margt góðra gesta, m.a. nokkr- ir nemendur frá fyrstu sundnám- skeiðinu sem haldið var í gömlu lauginni. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, hinn margfaldi verðlaunahafi í sund- íþróttinni kom og synti fyrsta sund- sprettinn í nýju lauginni ásamt nokkrum ungum Dalamönnum. Nýja sundlaugin, sem er ítölsk, er lögleg keppnislaug 25x12.5 metrar og er mjög fullkomin. Uppsetning hennar ásamt vaðlaug, heitum potti og öllum frágangi sundlaugarsvæðis tók aðeins sjö vikur. Atvinnumál í Dölum er verið að kljást við ýmsan vanda í kjölfar langvarandi samdráttar f landbúnaði, sér í lagi sauðfiárræktinni sem aftur hefur leitt af sér samdrátt í öðrum atvinnu- greinum. Afurðastöðin í Búðardal hf. hefur t.d. átt í miklum erfiðleik- um sem vonandi fer nú að greiðast úr. I Búðardal er hafin framleiðsla á sérstökum leirbökstrum úr Búðar- dalsleir á vegum fyrirtækisins Meg- ins hf. sem er nýjung í atvinnulífinu á svæðinu. Þróun og hönnun bakstr- anna var í höndum fagmanna, sjúkraþjálfara og verkfræðinga og framleiðsla í upphafi í höndum sömu aðila þar til Megin hf. tók við fram- leiðslunni. Þá er drift í nýstofnuðu Hand- verksfélagi Dalasýslu. Fyrirhugaðir áfangar í starfseminni er að efla hönnun og þróun þeirrar vöm sem þegar er hafin framleiðsla á og hrinda nýjum í framkvæmd. „Arið hefur verið viðburðaríkt hjá okkur í Dölum og ber þar hæst sú breyting sem varð á skipan sveitarfélaga ll.júní með gildis- töku sameiningu allra sveitarfélaga Dalasýslu utan Saurbæjarhrepps. íbúar hins nýja sveitarfélags eru 770 talsins.“ JÓLABLAÐ 1994 SKAGINN 5 ngarbærinn Akranes er líklega þekktast fyr- ir fótbolta. Tuðrusparkarar á Skaga hafa verið iðnir við að næla sér í álitlega bikara fyrir fótafimi sína og ásækni í mark andstæðing- anna og hlotið verðskuldaða at- hygli og aðdáun fyrir. En á Akranesi er fleira merki- legt að gerast. Akranes er smám saman að ná fótfestu sem menn- ingarbær. Listamenn í ýmsum greinum búa hér. Þeir hafa ekki hátt og láta ekki mikinn, en vinna að sinni listgrein í rósemd þess umhverfis sem enn er að finna hér á Akranesi. Tónlistin hefur hlotið hvað mesta umfiöllun og er gróskan þar ef til vill hvað mest. Þá hefur á Akranes á að skipa góðum listamönnum í málara- og höggmyndalist. Með tilkomu Fjölbrautaskólans hefur metnaður til mennta farið vax- andi. Snemma hóf sóknarpresturinn fyrrverandi, séra Jón Guðjónsson, að sanka að sér gömlum munum, sem urðu glæsilegt upphaf að Byggða- safni Akraness. Fyrir aldamótin var stofnað lestr- arfélag á Akranesi og síðar bókasafn sem nú er Bæjar- og héraðsbókasafn Akraness og nágrennis. Þá má nefna prentun og útgáfu- starfsemi ýmiss konar. Tilnefning til bókaverðlauna Útgáfustarfsemi hér á Akranesi hefur verið allmikil og ber þar hæst bókaútgáfu Hörpuútgáfunnar. Hörpuútgáfan hefur verið starfandi hér á Akranesi frá 1960 og hefur að- allega lagt áherslu á að gefa út bæk- ur um borgfirskt efni, einnig margs konar bókmenntir og gjafabækur auk Ijóðabóka, sem nú eru 5 talsins. Þá hefur Hörpuútgáfan gefið út þýddar skáldsögur, en sá þáttur veg- ur æ minna í útgáfustarfseminni. Nýlega hlutu tvær bækur sem gefnar eru út af Hörpuútgáfunni til- nefningu til bókaverðlauna. Þetta em bækumar Skáldið sem sólin kyssti, ævisaga Guðmundar Böðvarssonar skálds og bónda á Kirkjubóli, eftir Silju Aðalsteinsdóttur og Saga Hall- dóru Bríem, kveðja frá annarri strönd eftir Steinunni Jóhannesdótt- ur. Þá er nýútkomið söngvasafn Jón- asar Ámasonar, allir söngvar Jónasar í einni bók, sem nefnist Einu sinni á ágústkvöldi og er það með nótum við alla söngvana og á annað hundrað teikningum eftir fiölda þekktra lista- manna, Lífsgleði, viðtöl við þekkta borgara á Islandi, umsjón Þórir S. Guðbergsson og Dásamleg veiðid- ella eftir Eggert Skúlason, skemmti- legar frásagnir af fiölþættum veiði- skap, sem mikill fjöldi mynda, tengdar frásögnunum, prýðir. I sumar kom út Island er landþitt, úrval afmælisljóða, gefið út í tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins. Tvær Ijóðabækur komu út á árinu: Nóttin hlustar á mig eftir Þuríði Guðmundsdóttur og Rödd í speglun- Steinunn Jóhannesdóttir: Nýlega hlutu tvær bækur sem gefnar eru út af Hörpuútgáfunni tilnefningu til bókaverðlauna. Önnur þeirra var Saga Haildóru Briem strönd eftir Steinunni. um eftir Jóhann Hjálmarsson auk limrusafns Jónasar Ámasonar, Jón- asarlimrur. 2 þýddar skáldsögur komu út í ár, önnur eftir Jack Higgins og hin eftir Bodil Forsberg. Eins hafa nokkrar bækur verið endurútgefnar á árinu. Önnur útgáfustarfsemi Nýkomin er út 9. bókin í bóka- flokknum Borgfirskar æviskrár, út- gefnar af Sögufélagi Borgarfiarðar og tekur yfir nöfnin frá Peter til Sigurdór prentað hjá Prentverki Akraness. Ari Gíslason fræðimaður á Akranesi, sem á mikinn þátt í bóka- flokknum, fékk ásamt Bjarna Bach- mann fyrrverandi safnverði í Borgar- nesi úthlutað menningarverðlaunum úr minningarsjóði Guðmundar Böðvarssonar og Ingibjargar Sigurð- ardóttur á Kirkjubóli um leið og bók- in Skáldið sem sólin kyssti kom út. Segja má að Bókaútgáfan Björk tilheyri Akranesi að hluta, þó hún hafi aðsetur í Reykjavík, því að Daníel Ágústínusson tyrrverandi kennari og bæjarfulltrúi er annar að- standenda hennar og býr hér. Björk hefur gefið út bamabókaflokkinn spáð mikilli framtíð sem leikrita- skáldi. í fyrra var hér Kristján Kristjáns- son og skrifaði einnig fyrir Skaga- leikflokkinn leikritið Alltaf má fá annað skip sem flutt var í fyrra. Bókasafnid Gaman er að sjá að rithöfundar telja sig hafa not fyrir bókasafnið þó ekki sé það stærra en það er. Einnig sækir þangað fólk í leit að afþreying- arbókmenntum, blöðum dagsins og vikunnar, skáldverkum, íslenskum og erlendum, bókum um andleg efni, heimspeki, ættfræði og svo mætti lengi telja. Þá er bókasafnið ómiss- andi fyrir nemendur skólanna hér. En mikið vantar á að safnið fullnægi þörfum menningarinnar sem fyrir er á Skaganum, hvað þá ef við lítum til þess að það virki sem hvati til auk- innar menningarstarfsemi. Stórt stökk var þó stigið í fram- faraátt er menningar- og safnanefnd fékk heimild bæjaryfirvalda til að kaupa bókasafn Haraldar Sigurðs- sonar. Þar er um að ræða ákaflega verðmætt safn um 4000 binda sem hefur að geyma til dæmis fyrstu út- gáfuna af Islenskum fomritum Byggðasafnið á Akranesi: Eitt af betri slíkum á landinu og vel staðsett. Allstór hluti ferðamanna sem sótt hefur Akranes heim skoðar safnið. Að- sókn er um 5000 gestir á ári, þar af um 3500 erlendir gestir. Jónas Árnason í sveiflu: IMýútkomið hjá Hörpuútgáfunni er söngvasafn Jónasar, allir söngvar Jónasar í einni bók, sem nefnist Einu sinni á ágúst- kvöldi. Skemmtilegu smábarnabœkumar. Þeirra elst og kunnust, um 50 ára gömul, er Stubbur sem komið hefur 6 sinnum út. Meðal 34 titla þessa bókaflokks má einnig nefna meðal annarra Láki, Stúfur, Bláa kannan, Grœni hatturinn. Björk hefur einnig gefið út fiölda annarra bóka, en kunnastar bóka Bjarkar er þó líklega Palli var einn í heiminum og Selur- inn Snorri. Nýjasta bókaútgáfufyrirtækið á Akranesi er þó Árbókarútgáfan, sem Úrsúla Ámadóttir keypti nú í haust. Hér er um að ræða samútgáfu með fiölþjóðlegri útgáfu á helstu heims- viðburðum með viðbæti aftast uin ís- lenska viðburði. íslenska efnið er unnið hér heima svo og þýðing er- lends efnis en bækumar eru prentað- ar um leið og erlendu útgáfumar í Sviss, enda allt þar sameiginlegt nema textinn. Áríð 1993 er komin í verslanir, en Árið 1994 er væntanleg í júlí 1995. Kristín Steinsdóttir, Elmar Þórð- arson og Bjami Þór Bjamason hafa einnig gefið út bók saman, sem þau Kristín og Elmar sömdu og Bjarni Þór gerði teikningar við. Bókin heit- ir Ánnann og Blíða og tjallar um dreng sem stamar og kisuna hans. Bókin verður þýdd á sænsku og gef- in út í Svíþjóð á næsta ári. Rithöfundar og leikritaskáld Kristín Steinsdóttir hefur einnig skrifað bókina Draugur í sjöunda himni, sem Vaka-Helgafell gaf út í haust. Gyrðir Elíasson vinnur nú að þýð- ingum. Á Akranesi er einnig Hannes Sig- fússon rithöfundur. Bjarni Jónsson skrifaði nýverið leikritið Mark, sem Skagaleikflokk- urinn fmmflutti í haust. Honum er (1664), mikið af ferðalýsingum er- Iendra manna sem heimsótt hafa Is- land, um það bil 200 bindi eftir Hall- dór Laxness á erlendum málum, mjög mikið af íslenskum bókmennt- um fram til 1950, Sýslumannaævir, flest það sem Jón Sigurðsson forseti og Matthías Jochumson skrifuðu. Einnig flest, ef ekki öll, elstu tímarit- in sem gefin vom út á íslandi og í Kaupmannahöfn, til dæmis Klaust- urpósturinn, Minnisverð tíðindi, Sumargjöf, Gefn (Benedikt Grön- dal) og fleira og fleira. Þetta er hvalreki fyrir þá sem unna íslenskum bókmenntum, íslenskri bókaútgáfu og sögu hennar og þjóð- arinnar. Með stækkuðum lessal og bættri aðstöðu á næstu ámm má bú- ast við að lleiri og fleiri fái að njóta þessarar góðu viðbótar við bókakost- inn.Vísir er að safni erlendra bóka, mestan part tilkominn sem gjafir frá erlendum sendiráðum. Nauðsynlegt er að auka við erlenda bókakostinn af kostgæfni, bæði af sígildum og Jóhann Hjálmarsson: Tvær Ijóða- bækur komu út á árinu hjá Hörpu- útgáfunni: Nóttin hlustar á mig eft- ir Þuríði Guðmundsdóttur og Rödd í speglunum eftir Jóhann Hjálm- arsson. nútímabókmenntum, ef safnið á að geta sinnt þörfum vaxandi mennta- stofnunar eins og Fjölbrautaskóli Vesturlands er, og til almenns menn- ingarauka. Byggdasafnid Byggðasafnið er eitt af betri slík- um á landinu og vel staðsett. Allstór hluti ferðamanna sem sótt hefur Akranes heim hefur skoðað safnið og einnig er nokkuð um að komið sé þangað með skólahópa af Reykja- víkursvæðinu. Aðsókn er um 5000 gestir á ári, þar af um 3500 erlendir gestir. Reynt hefur verið að reikna safn- inu sem rýmilegast svæði í nýju að- alskipulagi Akraness. Byggðasafn verður aldrei fullbyggt. Hafa verður vakandi auga með því hvaða hlutir það eru hverju sinni sem kunna síðar að hafa safngildi, svo að halda megi þeim til haga og koma þeim í hendur safnsins. Önnur söfnun Bærinn á allnokkurt málverka- og listasafn og þarf að flýta því að skrá það og koma í sýningarhæft ástand. En til að undirstrika hve íþróttim- ar skipa háan sess í bænum má nefna að verið er að hefia söfnun upplýs- inga og muna tengdum sögu íþrótta á Helgi Sæmundsson: Lífsgleði, við- töl við þekkta borgara á (slandi, í umsjón Þóris S. Guðbergssonar kemur einnig út hjá Hörpuútgáf- unni. Meðal viðmælenda Þóris er Helgi Sæmundsson. Akranesi. Kirkjuhvoll - menningar- miðstöð Nýverið keypti bærinn Kirkjuhvol undir menningarmiðstöð og eru miklar væntingar bundnar við að það verði hinum ýmsu menningargrein- um til framdráttar. Mens sarm in corpore sano, sögðu Rómverjar hinir fomu, heilbrigð sál í hraustum líkama. Þessi orð em enn í fullu gildi og em að komast meir og meir í samræmi hér á Akranesi. Viðtalsstúfur við Einar Ólafsson, bónda á Lambeyrum: Markmið búvörusamningsins fokin útí veður og vind - segir Einar og gagnrýnir landbúnaðarráðherra og bændaforystuna harkalega. Einar Ólafsson, bóndi á Lamb- eymm, hefur á stundum haft uppi harða gagnrýni á yfirstjóm landbún- aðarmála á Islandi. Gagnrýni Einars beinist helst að því niðurgreiðslu- kerfi sem kjötframleiðslan hefur bú- ið við fram á síðustu ár. Hann held- ur því fram að styrkjakerfið hafi nánast eyðilagt sauðfiárræktina í landinu, hún standi í dag á byrjunar- reit og að ekkert sé gert til að hjálpa bændum að yfirstíga byrjunarerfið- leikana. í viðtali við Skagann gagnrýnir Einar lanbúnaðarráðherrann, Hall- dór Blöndal, og bændaforystuna alla fyrir slælega framkvæmd á búr- vörusamningnum. „Það hefur ekkert verið farið eftir þessum búvörusamningi frá árinu 1991,“ segir Einar og því til stuðn- ings nefnir hann nokkur dæmi: „Það er til dæmis viðskilnaðurinn hjá Halldóri í september 1992 en þá færði hann birgðir af niðurgreiðsl- um á milli ára. Þetta vom næstum því þúsund tonn en hann átti að skila okkur fimm hundmð tonnum. Hall- dóri hefur líklega fundist ódýrast að ganga svona frá þessu. Hann hefur enga burði til að vera landbúnaðar- ráðherra.“ Einar tfnir fleira til: „í búvöru- samningnum er gert ráð fyrir að fiölgað verði mönnum í fimm- mannanefndinni svokölluðu, að bændur eiga að fá mann í hana en það hefur ekki gerst enn. Meginmarkmið búvömsamn- ingsins var að sníða framleiðsluna að innlendum markaði. Það átti að kaupa upp framleiðslurétt af bænd- um og fækka þeim. Öll markmið búvömsamningsins em fokin út í veður og vind fyrir löngu. Þetta þýðir það að fiárhagur margra bænda er að komast á heljarþröm." Og Einar heldur áfram: „Þetta hefur verið eilíf hringavitleysa frá 1960. Eftir að útflutningsbótakerf- inu var breytt árið 1960 varð að- haldsleysið í útflutningi algjört. Það var enginn hvati í kerfinu til að fá verð fyrir vömna. Ríkið var eins og hálfviti og borgaði brúsann þannig að búið er að eyðileggja alla grein- ina. Árið 1992 klipptu hinir háu herrar á allar útflutningsbætur og við bændur stöndum markaðslega séð á núllpunkti hvað varðar kjötút- flutning. Það er varla nokkur mark- aður til enda hefur verið illa staðið að sölustarfinu sem var mest í hönd- um Goða og annarra Sambandsfyr- irtækja. Eftir að þetta kerfi leið und- ir lok hafa bændur þó náð 160 króna skilaverði en áður fékkst ekki eyrir til bænda. Ef gefa á sauðfiárræktinni tæki- færi til að vinna upp það sem tapast hefur þurfa bændur að hafa réttan hvata. Að því leytinu til eru GATT samningamir jákvæðir. Með því að hafa hvata geta bændur náð sér í markaði, það er ég sannfærður um,“ sagði Einar að lokuni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.