Alþýðublaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.12.1994, Blaðsíða 2
2 SKAGINN JÓLABLAÐ 1994 Blað Alþýðuflokksins á Vesturlandi Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi Ritstjóri: Ástríður Andrésdóttir Ritnefnd: Gísli S. Einarsson, Hervar Gunnarsson Böðvar Björgvinsson Umbrot: Gagarín hf. Prentun: Oddi hf. Loforð og efndir Það er staðreynd að Alþýðuflokkurinn hefur einn allra flokka skýra stefnu í grundvallarmálum. Jafnaðarmönnum er hollt að minnast þess að þrátt fyrir þær þrengingar sem við höfum orð- ið að ganga í gegnum á síðustu vikum og mánuðum er málefna- staðan mjög sterk, þó að ímynd flokksins sé ef til vill veik. Þó að framsókn og íhaldi hafi með aðgerðaleysi og einangr- unarháttemi tekist að dylja þá ólgu sem kraumar undir niðri, vegna stefnuleysis og þess að vera bundnir á klafa hagsmuna- aðila, þá mun upp úr sjóða í fyllingu tímans. Það er auðvelt að styðja þessa framsetningu með gildum rökum. Hver er til dæm- is stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum? Landbún- aðarstefna flokkanna er niðurlæging, og ekki má gleyma stefnu eða stefnuleysi varðandi Evrópusambandið þar sem ýmist kemur fram að málefnið sé eða sé ekki á dagskrá. Þegar því er lýst að málefnastaða okkar jafnaðarmanna sé góð er auðvitað spurt: “Hvað hafa þeir gert?” Fyrst er að telja að í mjög versnandi skilyrðum í viðskiptum og aflasamdrætti í þorski hefur tekist að halda stöðugleika í efnahagsmálum um leið og fyrirtækjum sem eru grundvöllur atvinnustarfsemi í landinu hafa verið búin betri rekstrarskilyrði. Verðbólga hefur aldrei verið lág nema þegar Alþýðuflokkur- inn hefur verið í ríkisstjóm. Útflutningsgreinar hafa ekki búið við betri samkeppnisaðstæður um áratugaskeið þar sem saman fara lágir tollar eríendis (áhrif EES- samningsins) lágt raun- gengi, lægri vextir og lægri skattar fyrirtækja. Alþýðuflokkurinn hefur unnið ötullega að því að styðja við nýsköpun í iðnaði: Styrkir hafa verið veittir til álitlegra verk- efna og ítarleg úttekt gerð á stuðningi ríkisins við nýsköpun. Verið er að fjalla um tillögur iðnaðar- og viðskiptaráðherra í kjölfar þeirrar úttektar. Ef getið er um nokkur atriði án skilgreiningar þá er rétt að minna á að skattakerfinu hefur verið beitt til atvinnusköpunar. Starfsmenntun í atvinnulífinu hefur verið aukin og rétt er að minna á atvinnuátak kvenna í dreifbýli undir forystu Alþýðu- flokksins. Þetta er aðeins hluti af langri upptalningu sem er staðreynd um loforð og efndir Alþýðuflokksins. Nú þegar hátíð ljóss og friðar fer í hönd þá er ljóst að miklir erfiðleikar blasa við vegna skuldastöðu heimila. Vegna sam- dráttar í atvinnu hafa tekjur minnkað og gert fjölskyldum æ örðugra að komast áfram með skuldbindingar sem stofnað var til á tímum þenslu og nærri ótakmarkaðrar atvinnu. Því miður tíðkast enn að fólk stofni til skulda og ætli að bjarga sér á gamla mátann og redda hlutunum þegar þar að kemur. Þessi hugsana- máti verður að hverfa. Með nýju ári fæðist ný von um betri tíð. Óhætt er að fullyrða að þrátt fyrir allt er betri staða nú en oft áður til að rétta hlut þeirra sem lægst laun hafa í þjóðfélaginu. Krafa jafnaðarmanna er að launabil verði minna, lægstu laun hækki verulega og mið- að verði við að umsamin launamunur á vinnumarkaði verði eðlilegur. Launahækkun til þeirra sem bera meira úr býtum en 250 þúsund krónur á mánuði á ekki að koma til greina. Ég óska lesendum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs, með þökkum til allra þeirra sem hafa sýnt mér trúnað og traust á liðnum tíma. - Gísli S. Einarsson. Stykkishólmspistill: Enn og aftur kosið um sameiningu Það hefur ekki gengið vel að sam- eina Stykkishólmsbæ og Helgafells- sveit. Nú stefnir í að íbúar þessara sveitarfélaga verði búnir að mæta átta sinnum í kjörklefann á einu og hálfu ári. Þótt lýðræði sé nauðsynlegt getur það orðið þreytandi að kjósa alltaf um sama hlutinn. Þjóðaratkvæðagreiðsl- ur í Sviss em frægar, en ég held þeir hafi ekki kallað eins oft á þegna sína í kjörklefann til þess að gera sama hlut- inn aftur og aftur. Hvað tekur við? Hver ber ábyrgð? Urskurður hæstaréttar um ógild- ingu sameiningarinnar hefur í för með sér mikla óvissu um framgang mála á næstu dögum. Félagsmálaráðuneytið verður að leggja rökstuddar línur um gang mála og sjá til þess að hvað það Davíð Sveinsson skrifar sem gert verður standist lög. Ibúar sveitarfélaganna vilja fá lausn f þetta mál strax. Verslun og idnadur Til skamms tíma hafa dunið á landsmönnum auglýsingamar „VELJUM ÍSLENSKT" og „VERSLIÐ í HEIMABYGGÐ". Nú vaknar upp sú spuming hvort al- mennur launþegi eða misvel stæð íyr- inæki, sem þurfa að spá í hveija krónu, geti látið eftir sér að styðja við bakið á nágrannanum, með því að eiga viðskipti við hann. Það má ekki láta samviskuna naga sig, þó ekki sé farið algjörlega eftir þessum auglýsingum. Hver og einn verður að velja ódýmstu leiðina þegar hann dregur björg í bú. Þegar málin em skoðuð í botn kemur oftar en ekki f ljós að: - íslenskt er best og ódýrast. - Verslunin heima er best og ódýrust. - Iðnaðarfyrirtœkið þitt er best og ódýrast. Allir verða að fara vel með pening- ana sína, ekki síst vegna þess að eng- inn stjómmálamaður hefur efnt það loforð frá síðustu kosningum, að hækka persónuafslátt. Umræða og loforð um persónuafslátt er nú komin á fullan skrið aftur og verður vonandi „Það hefur ekki gengið vel að sameina Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit. Nú stefnir í að íbúar þessara sveitarfélaga verði búnir að mæta átta sinnum í kjörklefann á einu og hálfu ári. Þótt lýðræði sé nauðsynlegt getur það orðið þreytandi að kjósa alltaf um sama hlutinn. Þjóðaratkvæðagreiðslur í Sviss eru frægar, en ég held þeir hafi ekki kallað eins oft á þegna sína í kjörklefann til þess að gera sama hlutinn aftur og aftur. Hvað tekur við? Hver ber ábyrgð?“ eitthvað um efndir á næsta kjörtíma- bili. Atvinnulíf í Stykkishólmi er atvinnulíf með skárra móti, lítið atvinnuleysi hefur verið, en lítið má útaf bera því ígul- keravinnsla er viðkvæm atvinnu- grein. Mjög brýnt er að efla rannsókn- ir á ígulkerastofninum og veiðiað- ferðum. í janúar ’95 verður boðin út við- gerð á trébryggjunni í „Stykkinu". Þetta er mikið verk og tekur 4 til 5 mánuði að vinna. Búið er að opna til- boð í efni. Einnig þarf að fara í við- gerð á steinbryggju. I byijun nóvember síðastliðins vora afhentar þijár íbúðir í félagslega kaupleigukerfmu og hafin er bygging á parhúsi í sama kerfi. Sjúkrahús Eins og flestir vita er rekið myndar- legt sjúkrahús hér í Stykkishólmi, sem þjónar Snæfellsnesi og næsta ná- grenni. Hart hefúr verið sótt að rekstri sjúkrahúsa á landsbyggðinni, og er svo einnig hér. Til að styrkja stöðu sjúkrahússins hér var gerður samn- ingur við ríkið um að sveitarfélögin fæm í lóðarframkvæmdir við sjúkra- húsið. Sveitarfélögin tóku vel í þetta á þessu ári, en eitthvað virðist róðurinn vera þyngri fyrir næsta ár. Eg vil því skora á viðkomandi sveitarfélög og héraðsnefnd Snæfellsness að taka vel í þetta mál og standa vörð um áfram- haldandi starfsemi St. Franciskus- sjúkrahússins í Stykkishólmi, okkur öllum til góðs. Jöfnun atkvædisréttar Mikið hefur verið rætt um jöfnun atkvæðisréttar og virðist það í fyrstu vera sanngjamt mál. Ég held að það sé margt fleira sem þarf að jafna, má þar helst nefna kaup og kjör og kynd- ingu húsnæðis. Það verður að taka fleiri þætti inn í umræðuna, annars myndast misvægi og byggðaröskun heldur áfram. Þetta em mál sem Al- þýðuflokkurinn getur best komið í lag. = HÉÐINN = Verslun og Seljavegi 2,101 Reykjavík Sími: 91-624260 V ÚsJcum Vestlendingum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs með þökkfyrir viðskiptin á árinu! (jtersfcpun fUfaness kf Framleiðum einangrunargler. Seljum öryggisgler, hamrað gler og spegla. Innrömmun. Óskwn öffum viðsfiptavinum pfeðifegra jófa. ‘Pöffum viðsfiptin. Glerslípun Akraness hf. Ægisbraut 30, Akranesi Sími: 93-12028, fax: 93-12902 F EG BARA GÆTI HEFÐI..., FENGI... Gerðu eitthvað í málinu, fáðu þér miða í HHÍ 95. Hann kostar aðeins 600 kr. á mánuði. Eftir það eru miklir möguleikar á að þú bæði fengir..., gætir... og hefðir. Þaö er RÍK ástæöa til aö vera meö því HHÍ greiðir meira* út til vinningshafa en nokkurt annaö happdrætti hér á landi. 'Hundruöir milljóna króna skilja aö 1. og 2. sætiö! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.