Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.12.1994, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Jet Black Joe og Olympia í kvöld, 22. desem- ber, halda hljómsveit- irnar Jet Black Joe og Olympia tónleika í Þjóðleikhúskjallaran- um, en einsog kunnugt er hafa báðar þessar sveitir nýverið sent frá sér hljómplötur. Jet Black Joe gaf út plöt- una Fuzz og Olympia (hugarfóstur Sigurjóns Kjartanssonar fyrrum Ham- ara) setti á mark- að skífu sem ber nafn sveitarinnar. Báðar plöturnar hafa hlotið því sem næst einróma lof gagnrýnenda sem og plötukaupenda. Efni af þeim verður uppi- staðan í dagskrá kvöldsins. Húsið opnar klukkan 22:00 og tón- leikarnir hefjast klukkustund síðar. Miðaverð er krónur 500 og öllum þeim sem náð hafa 18 ára aldri er heimill aðgangur... íslandog Atlantsál Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hittu full- trúa Atlantsáls- fyrir- tækjanna Alumax, Granges og Hoogo- vens á fundi í Amster- dam síðastliðinn mánu- dag. Farið var yfir þró- un á álmörkuðum síð- ustu misseri og litið á horfur á næstunni. A fundinum kom skýrt frarn að framleiðsiu- geta á áli sé enn veru- lega meiri en sem svar- ar eftirspurn þrátt fyrir að þróun á mörkuðum haft verið jákvæð uppá síðkastið og álverð haft hækkað. Talið er að nokkur tími muni líða þar til jafnvægi hefur náðst á álmarkaði og forsendur verði fyrir hendi til að taka ákvörðun um byggingu nýrra álvera. Fyrirtækin þrjú Iýstu öll yfíráhuga á fundinum að halda áfram þátttöku í Atl- antsáls-verkefninu. Ákveðið var að fyn- nefndir aðilar hittist ekki síðar en næsta haust til þess að endur- meta stöðu mála... Jeppar á fjöllum Ut er komin hjá út- gáfufyrirtækinu Orms- tungu bókin Jeppar ú fjöllum - handbók hú- lendisfamns. Bókin rniðlar upplýsingum sem nauðsynlegar eru öllum þeim sem vilja ferðast um óbyggðir landsins á fjórhjóla- drifnum bílum í sátt við umhverfið. Ritstjóri bókarinnar er Gísli Már Gíslason og aðal- höfundar eru Arngrím- ur Hermannsson, Guðni Ingimarsson, Gunnar Borgarson, Ingimundur Þór Þor- steinsson, Snorri Ingi- marsson og Þorvarð- ur Hjalti Magnússon. Ljósmyndir eru meðal annars eftir Árna Sæ- berg, Gunnlaug Rögnvaldsson og Þór Ægisson. Bókin kostar 6.900 krónur... Brennidepill Árni Bergmann spjallar við Alþýðublaðið um bakgrunn átakanna í Tsétsníu: Tsétsnía, land þverstæðna ’-OU' Það hefur ekki farið fram hjá neinum upp á síðkastið að nýjum aðalleikara hefur skotið upp á stjömuhimininn stríðshrjáðra ríkja. Það er sjálfstjómar- lýðveldið Tsétsnía, djúpt inni í Káka- kusfjallgarðinum, því dularfulla svæði þar sem fólk ku verða eldra en annars- staðar í heiminum - ef það verður ekki ófriði eða ofsóknum að bráð. Tsétsenar hatast við Rússa og vilja fyrir alla muni losna úr ríkjasambandi við þá. Alþýðu- blaðið fékk Áma Bergmann, rithöfund, sem þekkir vel til hins rússneska Árni Bergmann: á þessu svæði er mikill þjóðakokteill. áhrifasvæðis, til að segja lesendum ör- lítið um baksvið þess sem þar er að eiga sér stað og spá í það sem kann að gerast í nánustu framtíð. Gefum honum orðið: „Ef ástandið í Tsétsníu er skoðað þá er þrennt sem skiptir máli. Tsétsenar em ein af mörgum fjalla- þjóðum í Kákasus sem lengi streittust á móti rúss- neskum yfirráðum. Rússar eignuðust Georgíu um 1800, en Georgía er sunn- an við Tsétsníu. Þeir lögðu því mikið á sig við að ná á sitt vald löndunum í fjöll- unum sem aðskildu Rúss- land og Georgíu. Þar bjuggu herskáar þjóðir og má segja að Rússar hafi þama átt í sínu indíana- stríði fram eftir allri ní- tjándu öldinni. í öðm lagi þá gerðist það í seinni heimsstyrjöldinni að Þjóðverjar náðu þessu svæði á sitt vald, en það var þeim mikilvægt, því þama er olía og í veldi þeirra var enga olíu að frnna nema f Tsétsneskur Rúmeníu. Mjög margir Tsétsenar gengu f lið með Þjóðverjun- um gegn Rússum og börðust með þeim. Rússar sigmðu og Stalfn lét flytja alla Tsétsena nauðungarflutning- um til Kazakstan. Þeir voru teknir nauðugir af jörðum si'num. Þetta kost- aði rnörg mannslíf og veldur enn í dag gríðarlegri heift í garð Rússa. Eftir 1956, þegar Krústsév er að reyna að bæta fyrir verstu misgjörðir Stalíns, er Tsétsenum leyft að snúa aftur til Tsét- senalands. Þá eru þar Rússar fyrir, sem höfðu flust þangað úr rústuðum borg- um Rússlands. I dag er stór hluti íbú- anna þama Rússar og gríðarleg spenna er á milli þeirra og Tsétsena, sem em islamstrúar og tala sérstakt tungumál alls óskylt rússnesku. í þriðja lagi, þegar sovéska heims- veldið liðast í sundur, þá skapast um þjóðernissinni stendur við eyðilagðan rússneskan skriðdreka. það alþjóðlegt samkomulag að þau ríki sem höfðu stöðu Sovétlýðvelda gætu orðið sjálfstæð ríki. Þá em skilin eftir þau sem höfðu stöðu sjálfsstjórnarlýð- velda innan rússneska ríkjasambands- ins. Tsétsenar verða fyrstir þeirra þjóða sem slík ríki byggja, sem kreijast al- gers sjálfstæðis. Síðan hefur allt hangið í lausu lofti í þrjú ár. Rúslan Khasbúlatov, fyrrverandi forseti rússneska þingsins og einn helsti andstæðingur Bórisar Jeltsfns Rússlandsforseta, er Tsétseni. Hann er líka mikill andstæðingur Dúdajevs for- seta Tsétsníu og vill ekki aðskilnað frá Rússlandi, þannig að ástandið þama einkennist af þverstæðu á þverstæðu ofan. Bóris Jeltsín horfir með hryllingi til þess fordæmis sem skapast ef Tsét- senar fá sjálfstæði. Fleiri ríki myndu vafalaust fylgja í kjölfarið. Sjálfsstjóm- arlýðveldin em mörg eins og eyjar, landlukt af Rússlandi og rússneskum íbúum, en Tsétsnía á landamæri að hin- um frjálsu þjóðum sunnan við Rúss- land. Svo má ekki gleyma því að Tsét- senar fá móralskan stuðning frá Iran og fleiri islömskum ríkjum. Það sem mun líklega gerast á næst- unni er það að Rússar ná Grosní, höf- uðborginni, á sitt vald. Ef forsetinn kemst undan, þá getur hann haldið uppi skæruhemaði úr fjöllunum lengi, en á móti kemur að Rússar eiga auðvelt með að loka landinu alveg. Það er ólík- legt að aðrar Kákasusþjóðir komi þeim til hjálpar því þama er svo mikill þjóðakokteill. Ossetareru til dæmis ná- grannar Tsétsena. Þeir tala indóevr- ópskt mál og eiga allt aðra sögu. Þama em ótal þjóðir með mismunandi tungu- mál, trúarbrögð og stjómarfar. En svo- leiðis er nú þessi hugrakki nýi heimur. Hann er allur að skiptast upp í lítil ríki þar sem einhverjir smábarónar sem eiga nokkra riffla stjóma því sem þeir vilja stjórna," sagði Ámi Bergmann að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.