Alþýðublaðið - 04.01.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 04.01.1995, Page 1
■ ;SfS§: iílililllll HYUÍIDFII K LADA Óskum landsmönnum árs og friðar Hægur dauð- dagi þjóðríkis Erlent 7 Maður sem enginn þekkir Framsókn 8 Einkalandvinningar Jóhönnu að hætti popúlista „Það er mikil óánægja innan Al- þýðubandalagsins í Reykjavík, og ekkert hægt að afgreiða það bara sent einhveija fýlu. Það eru nokkuð margir sterkir einstaklingar sem em alvarlega að hugsa sinn gang. Einsog staðan er nú, ætla ég ekki að starfa neitt fyrir (lokkinn,“ sagði Auður Sveinsdóttir varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík í samtali við Alþýðublaðið í gær. Aðspurð um orðróm þess efnis, að hún hyggi á úrsögn úr Alþýðu- bandalaginu, sagði Auður: „Eg er enn í flokknum. Eg er reyndar búin að segja upp Vikublaðinu, enda er ég mjög óánægð með skrif fram- kvæmdastjóra flokksins í það.“ Vikublaðið er málgagn Alþýðu- bandalagsins og Einar Karl Haralds- son er framkvæmdastjóri flokksins. Ljóst er að engin sátt rikir innan Al- þýðubandalagsins um að blása próf- kjör af og stilla upp á framboðslistann, enda em til dæmis báðir varaþing- menninrir sriiðgengnir. Auður sagðist nú íhuga pólitíska stöðu sína. „Það er alveg Ijóst að ekki er óskað eftir orku- dropum mínum í Alþýðubandalaginu. Eg hlýt að íhuga hvort orka mín nýtist annarsstaðar. Og ég er ekkert ein um það, að velta fyrir mér stöðu minni í flokknum." Sögulegt ár spillingar Hringekjan 6 Ólgan vex í Alþýðubandalaginu í Reykjavík. Auður Sveinsdóttir varaþingmaður: ÍHUGAR ÚRSÖGN ÚR FLOKKNUM Auður: Hlýt að íhuga hvort orka mín nýtist annarsstaðar. Sagði upp málgagni flokksins vegna skrifa Einars Karls Haraldssonar. Alþýðublaðið í dag: „Þeir ungu jafnaðarmenn sem tóku þátt í stofnun Jafnaðar- mannafélags íslands fylgdu fyrr- um foringja sínum, Sigurði Péturs- syni, ekki í faðm Jóhönnu. Vissu- lega studdu margir úr röðum ungra jafnaðarmanna Jóhönnu, en sá stuðníngur var til for- mennsku í Alþýðuflokknum, ekki til einkalandvinninga að hætti popúlista," segir Jón Þór Sturlu- son, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, í miðopnuviðtali í dag. „Ég veit ekki um neinn ungan jafnaðarmann sem yfirgaf Alþýðu- flokkinn og gekk til liðs við Þjóð- vaka," segir Jón Þór. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um innrás Rússa í Grosní: Viðbrögð Bandaríkjanna heimóttarleg „Varðandi atburðina íTétsjeníu þá get ég sagt að það er nú óformlegt samráð milli ríkisstjóma í gangi um málið þótt ákvarðanir hafi enn ekki verið teknar um viðbrögð," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanifkisráð- herra, aðspurður álits á afleiðingum innrásar rússneska hersins inn í Grosní, höfuðborgar Tétsjeníu. „Eftir fall Sovétríkjanna hafa menn verið að reyna að búa til eitthvað sem heitir sameiginlegt öryggiskeifi Evrópu og byggir á röð bindandi milliríkjasamn- inga, einkum og sér í lagi innan ROSE, Ráðstefnu um öryggi og sam- vinnu f Evrópu. Sé það svo, sem ég hef ekki kannað til hlítar enn, en er til skoðunar hér eins og víðar, að þessir samningar hafi verið brotnir þá er það mjög alvarlegt mál. Þá spyr maður sig hvort eitthvað verði eftir af þessum samningum.” „Það em vaxandi efa- semdir um það að hægt sé að afgreiða þetta mál með einfaldri yfírlýsingu um að hér sé um að ræða innanríkismál Rússlands. Tétsjenía er samkvæmt rússneskii stjómarskrá sjálfstjómar- lýðveldi innan Rússlands en stjóm- völd í Tétsjeníu hafa sjálf lýst yfir sjálfstæði ifkisins þótt fá ríki hafi orð- ið til að viðurkenna sjálfstæði þeirra hingað til. Spumingin er hins vegar sú hvort þessar massívu hemaðaraðgerð- ir rússneskra stjómvalda séu í sam- ræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Rússlands. Þar staldra menn við Vín- arsamninginn, sem er homsteinn af- vopnunarsamninga og kveður á um takmörk heija og vopnabúnaðar og flutninga herliðs, þar á meðal á því svæði sem áður kallaðist Sovétríkin. Auk þess er það nú svo samkvæmt al- þjóðlegum skuldbindingum, eins og til dæmis Paifsai-yfirlýsingu frá 1989 og RÖSE-samningunum, em rnann- réttindi og að halda þau í heiðri ekki einkantál ríkja. Hið alþjóðlega samfé- lag hefur lögmætar ástæður til þess að hafa afskipti af því ef mannréttindi em brotin. Auk þess em skuldbindingar um það að beita ekki massívu hervaldi gegn vamarlausum borgumm hvaða ástæður sem em bomar fram til að réttlæta það,“ sagði Jón Baldvin. Utanifkisráðherra var spurður hvort innrásin gæti orðið til þess að Vestur- veldin kipptu að sér hendinni með fjái'hagslegan stuðning lil Rússlands. Hann kvaðst ekkeit vilja segja um það ennþá, en að sínum dónti hefðu fyrstu viðbrögð af háll'u Bandaríkjanna verið afar heimóltarleg og beinlínis röng þegar því var lýst yfir að þetta væri bara innanríkismál. Málið væri tals- vert flóknara en svo. Kápan hennar Jóhönnu Leiðari 2 Endurvinnslan hennar Þóru Pallborð 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.