Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4, JANÚAR 1995 ALMWÐID 20847. tölublað Níu (misfúllyndislegir) punktar Eftir flóðið Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SiguröurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Þjóðvaki, hreyfing Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir siglir á toppi vinsældaöldunnar þessa dagana. Eins og dæmin sanna er lfklegt að þessi alda dali, þó ólíklegt sé að vinsældir Jóhönnu sigli í dýpstu lægðir öldunnar. Utan um sína pólitík hefur Jóhanna stofnað flokk, sem kallast Þjóðvaki, hreyfing fólksins. Hreyfing þessi á sér þó vart aðrar rætur en í persónulegum metnaði Jóhönnu Sigurðardóttur og ætti því að kallast Þjóðvaki, hreyfíng Jóhönnu. Aðrir virðast ekki skipta miklu máli á þeim bæ. Eða hvar eru aðrir málsvarar hreyfingar fólksins? Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - bar Jó- hönnu Sigurðardóttur á höndum sér árum saman, sýndi henni meira traust og málum hennar meiri athygli en dæmi eru um aðra stjómmálamenn. Hún var virt og dáð innan flokksins. Var nema von að félagsmálaráðherrann fyrrverandi fengi nafngift- ina heilög Jóhanna? í raun má segja að flokkurinn hafí veitt henni allt nema eitt: Formannsstólinn. Jóhanna lofaði því fyrir formannskjörið á flokksþingi síðastlið- ið sumar að hún myndi ekki kljúfa flokkinn ef hún tapaði kosn- ingunum. Þetta loforð sveik hún - og sveik þar með það fólk sem ámm saman hafði trúað henni fyrir miklu og stutt dyggi- lega í framgangi þeirra mála sem hún fór með í ríkisstjóm. Jó- hanna Sigurðardóttir var auðvitað frjáls að því að yfirgefa Al- þýðuflokkinn og stofna hreyfingu fólksins utan um sjálfa sig, en svikin loforð við félaga sína er slæm fylgja í nýjum félags- skap jábræðra og systra. í stjómarandstöðu sinni ber Jóhanna kápuna á báðum öxlum. Sterka stöðu á Jóhanna að þakka störfum sínum í ríkisstjóm. Þessum störfum er nú óspart flaggað, líkt og hún ein og óstudd án stuðnings félaga sinna - og jafnvel í andstöðu við þá - hafi komið í framkvæmd ýmsum þjóðþrifamálum. Á sama tíma þvær hún hendur sfnar af öðmm verkum ríkisstjómarinnar, sem nauðsynleg vom vegna erfiðs efnahagsástands. Þetta gengur auðvitað ekki. Jóhanna var ráðherra í sjö ár og ber ábyrgð á stefnu þeirra ríkisstjóma sem hún sat í. Frá þessum tvískinn- ungi getur Jóhanna ekki hlaupið. Hann mun elta hana uppi í kosningabaráttunni, hún verður að svara fyrir verk sín - óvin- sæl jafnt sem vinsæl. í svari við spumingum Morgunblaðsins á laugardag sagðist Jó- hanna fylgja ábyrgri stefnu í efnahagsmálum „þannig að ríkis- fjármálin verði í jafnvægi, stöðugleiki í efnahagslífinu varð- veittur, auk þess sem dregið verði úr erlendri skuldasöfnun". Ríkisstjómin hefur náð umtalsverðum árangri í efnahagsmál- um, oft með sársaukafullum aðgerðum og óvinsælum. Jóhanna verður krafin svara um hvers vegna hún vill þvo hendur sínar af erfiðum aðgerðum, en hafa um leið stefnu sem krefst þessara sömu aðgerða. Kallast það ábyrgð að sveipa sig orðaleppum eins og stöðug- leika, minni skuldasöfnun og ný sókn í atvinnumálum, en neita síðan að standa að aðgerðum sem óumdeilanlega hafa náð þessu markmiði? Ríkisstjórnin hefur náð miklum árangri í þeim málum sem mestu skipta fyrir efnahagslega framtíð okk- ar. Það kostaði fórnir og tímabundnar óvinsældir sem Jóhanna Sigurðardóttir ætlar nú að nota sjálfum sér til framdráttar. Þjóðvakinn, sólóhreyfing Jóhönnu Sigurðardóttur, byggir á óánægju fólks með kjör sín. Öllum er lofuð úrlausn. Þjóðvak- inn er popúlísk hreyfing, byggð á einni persónu. Þegar vitlegar úrlausnir vantar er stefna Alþýðuflokksins tekin upp nánast eins og hún leggur sig, enda voru engin málefnaleg rök fyrir brotthvarfi Jóhönnu úr flokknum. Fyrir vikið er grafið undan frjálslyndri jafnaðarstefnu í landinu. Til hliðar glotta þeir Páll Pétursson og Egill Jónsson - draumastjómin þeirra er í farvatn- inu. Þökk sé heilagri Jóhönnu. Mér finnst... að Geirlaugur Magnússon skáld á Sauðárkróki hafi hitt naglann á höf- uðið þegar hann sagði í samtali við þetta virðulega blað, að íslenskir skáldsagnahöfundar þjáðust af „tölvuvírus". Fyrir nokkrum árum var hag íslensku skáldsögunnar svo komið, að hún var hreinlega að hverfa: Flestar sögur rélt lufsuðust upp fyrir hundrað síður, með tvö- földu línubili og rfflegri spássíu. Síðan hefur tölvubyltingin greini- i e g a t e y g krumlur Einsog gengur Hrafn Jökulsson skrifar sínar til s k á l d a: nú er enginn rithöf- u n d u r með rit- höfund- um nerna hann gefi út doðrant uppá fjögur eða fimmhundruð þéttprent- aðar síður. Þetta er semsagt tölvu- vírusinn illræmdi. Höfundarnir virð- ast hreinlega hafa orðið óstöðvandi þusi að bráð; og blaðra í belg og biðu. Ég nefni engin nöfn - en það er óneitanlega kúnstugt að meistari Thor Vilhjáimsson skuli allt í einu vera orðinn agaðasta og orðvarasta skáld Islands. Og samt á hann nú Macintosh einsog alþjóð veit. En til- laga mfn er: Burt með tölvumar, upp með sjálfblekunginn... Mér finnst... að draga ætti um hvaða bækur hljóta tilnefningar til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Það er líklega eina leiðin til að tryggja hlut yngri höfunda... Mér finnst... að efna ætti til sérstakra Ijóða- verðlauna. Það er landlæg della að Ljóðið sé f dauðateygjunum; enginn nenni að lesa Ijóð lengur enda yrki skáldin á óskiljanlegu máli. Varð- andi þá fullyrðingu að enginn lesi ljóð vísast til dálksins neðst á sfð- unni hér til hliðar. Vissulega skrifa sum skáld afar torkennilegt, og jafn- vel alveg óskiljanlegt, mál en miklu þyngra vegur að nú um stundir eig- um við líklega fleiri góðskáld en nokkru sinni. Geirlaugur Magnús- son hefði til að mynda átt að fá margumtöluð Islensk bókmennta- verðlaunin fyrir snilldarverk sitt, Þrisvar sinnum þrettán. Hann var ekki einu sinni tilnefndur... Mér finnst... viðbrögðin við verðstríði á jóla- bókamarkaðinum sérkennileg. Bókakaupendur hafa beðið þess ár- um saman að samtryggingarkerfi bóksölunnar yrði rofið með alvöra samkeppni. Afhverju má keppa á öllum verðvígstöðvum nema þama? Afhverju má ekki selja bækur í stór- mörkuðum? Þrífast bækur bara í luktum heimi? Mér finnst... að bókaútgef- endur ættu að leggja meiri metnað í ævi- sagnaútgáfu en nýhnigið flóð bar vott um. Hörpu- útgáfan sló að vísu maklega í gegn með tveim- ur vönd- u ð u m ævisög- um og A s g e i r Jakobs- son færði o k k u r s t ó r - skemmti- ______ lega sögu íslands- bersa. Ein eða tvær bitastæður ævisögur til við- bótar komu út, en það var allt og sumt... Mér finnst... að útgefendur ættu að grafa upp ýmsan merkis- mann sögunnar og láta skrifa um hann merka sögu. Nokkrar handa- hófskenndar uppástungur: Jónas Hallgríms- son, Björn Hall- dórsson í Sauð- lauksdal, Jón biskup Arason, Jón skáld Þor- láksson, Bjöm Jónsson ráðherra, Sveinn Bjömsson forseti, Hallgnm- ur Helgason, Davíð Stefáns- Það er raunaleet að hlusta á eymdarvaðal í far- son, Matthías , jochumsson, sælum metsöluhötundum sem liiiiisl að gagnrýn- Einar H. Kvaran, , i <- i i»i • *i endur haii skyndilega etnt til meirinattar samsæris gegn þeim - þegar raunin er einfaldlega sú að um er að ræða mislukkaðar bækur...44 Guðrún frá Lundi, Gunnar Thoroddsen, Gunnar Gunn- arsson, Jón Leifs, Tómas Guð- mundsson, Vilhjálmur Þór - og svona mætti áfram telja... Mér finnst... að rithöfundar ættu að hætta að kvarta og kveina yfir bókagagnrýn- endum blaðanna. Ritdóma á ekki að skrifa fyrir taugaveiklaða höfunda (þótt því miður séu dæmi þar um) heldur er blaðagagnrýni einfaldlega þjónusta við lesendur. Það er rauna- legt að hlusta á eymdarvaðal í far- sælum metsöluhöfundum sem finnst að gagnrýnendur hafi skyndilega efnt til meiriháttar samsæris gegn þeim - þegar raunin er einfaldlega sú að um er að ræða mislukkaðaf bækur... Mér finnst... að menn eigi að hætta að bölsótast útí jólabókaflóðið. Hver kannasl ekki við nöldur sumra bókamanna sem finnst jólaflóðið andmenningar- legt og beinlínis „bókfjandsamlegt". Það er vitaskuld argasta firra, einsog skáldið sagði. Rithöfundar og útgef- endur og bókavinir ættu að prísa sig sæla yfir því að blessuð Bókin fái að vera í aðalhlutverki í heilan mánuð. Ætli fólk í öðram atvinnugreinum færi að kvarta undan slíkum áhuga? Varla... Mér finnst... að stjórnmálamenn eigi helst ekki að vitna í Ijóð í jólaboðskap sínum, áramótagreinum eða á öðrum vett- vangi. Ljóðið er í eðli sínu heiðar- legasta form skáldskaparins, og á illa heima í vondum félagsskap pól- itíkusa... Dagatal 4.janúar Atburðir dagsins 1891 Málfræðingurinn og Fjölnis- ntaðurinn Konráð Gíslason deyr í Kaupmannahöfn. 1944 Nasista- stjómin í Berlín gefur út tilskipun um herskyldu bama, 10 ára og eldri. 1960 Franski Nóbelshöfundur Al- bert Camus deyr í bílslysi. 1965 T.S. Eliot, höfundur Eyðilafidsins, deyr í Lundúnum. Afmælisbörn dagsins Isaac Newton vísindamaðurinn sem uppgötvaði þyngdaraflið, 1643. Jak- ob Grimm annar bræðranna sem skrifuðu Grimmsævintýri, 1785. Grace Bumbry bandarísk ópera- söngkona, fyrsti þeldökki söngvar- inn sem steig á svið í Bayreuth. Annálsbrot dagsins í Vestmannaeyjum hröpuðu nokkrir menn til dauðs, og einn deyddi bam sitt í brennivíni, getið í meinum. Hrafnagilsannáll, 1728. Lexía dagsins Einu sinni orti ég kvæði á bláan pappír til yndislegrar stúlku í Vestur- bænum. En þá varð hún vond. Sagð- ist vera búin að sjá þetta kvæði hjá vinstúlku sinni í Austurbænum. En raunar hafði ég bara lánað kunningja mínum afrit af kvæðinu á gulum pappfr handa hans stúlku. Sfðan hef ég alltaf gætt þess að senda ekki tveim stúlkum sama ástarkvæðið. Tómas Guðmundsson skáld; Þau gerðu garðinn frægan eftir Valtý Stefánsson. Ord dagsins Kisafór ífötin sín; fá vill hún um jólin kafji brauð og brennivín og bót á gamla kjóliim. Gömul vísa. Málsháttur dagsins Ósamheldni er eyntda móðir. Lokaord dagsins Dauðinn er ekkert svo slæmur útaf fyrir sig, en þetta virðist ansi kauða- leg byrjun á ævintýrinu. Hinstu orð glæpamannsins og morðingjans Geralds Chapmans. Hann var hengdur árið 1926. Skák dagsins Skákdeildin var grátl leikin í gær, þegar bandvitlaus stöðumynd birtist. Við biðjumst afsökunar og reynum aftur: við voram að skoða endatafl tveggja valinkunnra meistara, Moskalenkos, sem hefur hvítt og á leik, og Miljanic. Peð beggja eru al- búin að rísa til mannvirðinga, en hvítur er einu skrefi á undan. Staðan er hinsvegar viðkvæm og hvítur þarf að feta einstigið af mikilli nákvæmni til að hafa sigur. Eini rétti leikur hvíts liggur enganveginn í augum uppi. Og því er spurt: Hvað gerir hvftur? 1. Ke4! Moskalenko bregst ekki bogalistin. 1.... Bf5+ 2. Ke5 Bh7 3. Rh2+! Miljanic gafst upp: 3.... Kg3 4. Rfl+ Kf2 5. Kf4! og sigurinn er í höfn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.