Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 1994: Elísabet drottning og Mitterand forseti opnuðu „1.100 milljarða klúðrið", Ermasundsgöngin. um þátttöku mína í stjórnmálum... Þau hræða mig og ég hef enga þekk- ingu á þeim,“ sagði Mouskuori við fjölmiðlafólk eftir að hafa verið kos- in til þingsetu. Lávarðurinn og viðskiptajöfurinn Jantes Goldsmith sneri til baka frá Mexíkó hvar hann hafði sest í helgan stein og settist á þing með dyggri að- stoð franskættaðs and-Maastricht áróðurs. Hann var útvalinn til að halda baráttu sinni áfram handan Ermasundsins á nýju ári. Lávarður- inn fer þangað með hugmyndir í far- teskinu um stofnun baráttuflokks sem berðist fyrir þjóðaratkvæða- greiðslu um afsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. Kannski mun Goldsmith gera inn- rás gegnum Ermasundsgöngin sem voru opnuð - ári á eftir áætlun - af hneykslisplagaðri Elísabetu drottn- ingu og krabbameinsþjáðum Mitter- and forseta. Hið l. 100 milljarða risa- verkefni átti við heiftarlega bama- sjúkdóma að stríða. Fyrsta lestin sem fara átti frá London í gegnum göngin - og troðin var til tjáfurs af fjöl- miðlafólki - neitaði í fyrstu að láta gangsetjast. Þegar lestin nálgaðist Englandsströndu hafði einn af far- þegunum á orði að skokkari hefði rétt í þessu farið framúr lestinni. Belganum Jean-Luc Dehaene sem næsta forseta framkvæmdastjómar- innar. Bretamir sættu sig hinsvegar við Jacques Santer frá Lúxentborg. Þýskaland sem veitti Evrópusam- bandinu forystu síðari helming árs- ins neytti aflsmunar og knúði fram umræðu innan sambandsins um út- víkkun þess í austurátt. Slagorð ein- sog „breytileg mmfræði" og „tjöl- hraða Evrópa" vom algeng í hita og þunga ijölmiðlaumræðu dagsins. Hið fransk-þýska gangverk sam- bandsins hikstaði. Balkanskaganum. Jacques Delors sagði að sú staðreynd að Evrópu hef- ur mistekist að koma friði á átaka- svæði Balkanskagans, myndi verða honum „til ævarandi skammar'k Samfélagi þjóðanna til enn meiri skammar vom fjöldantorðin í Rú- anda. Aðgerð franska herliðsins í landinu - nefnd Túrkís - gerði lítið til að koma í veg fyrir þennan mann- lega harmleik. A átta vikna skeiði vom á milli 250 og 300 þúsund með- limir ættflokka Hútu- og Tútsí- manna myrtir. 1994: Harmleikurinn á Balkanskaganum hélt áfram og í trylltu grimmda- ræði létu hundruðir ef ekki þúsundir saklausra borgara lífið. Mikilvægt ár fyrir Evrópusambandid 1994 var mikilvægt ár fyrir Evr- ópusambandið. Austurríki, Finnland og Svíþjóð ákváðu f þjóðaratkvæða- greiðslu að segja já við aðild, þrátt fyrir að síðasti dómtnókubburinn, Noregur, hefði neitað að hrynja nið- ur með hinum. Jacques Delors lauk Bandaríski forsetinn Bill Clinton tilkynnti áætlanir sínar um verkefnið „Félagsskap um frið“, nokkurskonar Nató-útgáfu fyrir ríki fyrrum austur- evrópublokkarinnar. Arsins 1994 verður ef til vill minnst í framtíðinni sem ársins er markaði upphaf enda- loka Nató og fæðingarhríðir franska draumsins um samtök allra Evrópuríkja, al- máttugt Vestur-Evr- ópusamband. Síðustu 337.800 rússnesku hermennimir yfirgáfu Þýskaland á árinu. Kjaftfori uppreisnar- rithöfundurinn Alex- ander Solzhenytsín hélt sömuleiðis heim á leið. Rádaleysi í málefnum Balkanskaga Hvorki Nató né Evrópusambandið (og hvað þá Vestur- Evr- ópusambandið) gátu hinsvegar gert mikið til hjálpar Bosníu. Stjórnmálaleiðtogar vom ráðalausir sem fyrr og villimannslegt grimmdaræðið hélt 1994: Silvio Berlusconi ruddi sér leið til valda í áfram með sprengju- janúar en í desember varð hann fórnarlamb eigin herferðar. sínu síðasta ári sem forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins (og lýsti því yfir að hann myndi ekki, hvað sent hver segði, bjóða sig fram í frönsku forsetakosningunum). Korfú-fundur Evrópusambandsins í júnf var ákaflega litaður af viðhorf- um fulltrúa Bretlands sem til að mynda sögðu þvert nei við valinu á árasina á útimarkað- inn í Dobrinja í Sarajevóborg sem há- punkt ársins. Þar týndu 68 saklausar manneskjur lífinu og 200 til viðbótar særðust. Illa hrjáð af skorti á skýrri ákvarð- anatöku, pólitískri sannfæringu og samningaviðræðum sem gjörsam- lega hafa mistekist er staifsemi frið- argæslusveita Sameinuðu þjóðanna á barmi þess að verða að engu á Annarsstaðar í veröldinni gerðu stríðandi ættflokkar útum deilumál sín. Mesta athygli vöku friðarsamn- ingarnir á Norður- Irlandi þar sem írski lýðveldisherinn (IRA) tilkynnti eftir 25 ára tímabil átaka að nú tæki við „algjör stöðvun ofbeldis“. Bret- unt til mikillar niðurlægingar ferðað- ist Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein - hins pólitíska anns IRA, um gjör- völl Bandaríkin og naut gífurlegrar hylli hvar sent hann kom. Stórafmæli strída Árið 1994 var kryddað stórafmæl- um stríða og ýmsum minningarhá- tíðum. Listi Schindler, kvikmynd Steven Spielberg sem fjallaði unt verksmiðjueiganda er bjargaði um þúsund gyðingum frá bráðurn bana undir ógnarstjórn nasista í seinna strfði, varð vinsælasta mynd ársins. I maímánuði fögnuðu hundruðir þús- unda Itala falli fasismans í Mílanó. Þann 6. júní minntust bandamenn D-dagsins á ströndum Normandy. Eitt atvik til viðbótar olli minniháttar „Evróklofningi“, en það var þegar Helmut Kohl var ekki boðið til at- hafnarinnar. En skaðinn var fljótt bættur þegar þýskum skriðdrekum úr nýstofnuðum hersveilum Evrópu- sambandsins var leyft að fylkja liði niður breiðstrætið Champs-Elysées. Fallhlífahermenn á áttræðisaldri stukku útúr flugvélum við Amheim enn einu sinni og viðstöddum fjöl- miðlamönnum til mikils hryllings handleggsbrotnaði virðulegur Breti við lendingu. Hinn aldni herramaður gerði lítið úr brotinu, bandaði sarnúð frá sér og sagðist borubrattur hafa lent í miklu vena. Það eru sennilega bestu hugsanlegu eftirmælin sem ár- ið I994 getur fengið...: Þau hafa verið veiri! Hægur dauðdagi þjoðríkisins Þegctr áhrif fullvalda þjóðríkja dvína munu svœðisbundin stjórnvöld — ekki alþjóðleg — taka við hlutverki þeirra. í The Economist færði Nico Col- chester nýverið rök fyrir því að al- þjóðasamvinnan ntuni sífellt þurfa að taka meira tillit til svæðisbund- inna ríkjaheilda fremur en þjóðríkj- anna sjálfra. Hin stjórnmálalega áhersla mun í nánustu framtíðinni vera á slíka samvinnu fremur en al- þjóðasamstarf: „Þróunin í átt til yfirþjóðlegs valds verður ráðandi í stjórnmálum rfku rfkjanna á þessu ári. Dramatísk- ur árekstur þeirra afla sem sjá sér mikinn hag í slíku valdi og þeiira sem berjast gegn þvf af alefli. er á góðri leið með að ryðja úr vegi gömlu hægri-vinstri skiptingunni sem alvarlegasta átakalínan f þrosk- uðum lýðveldisríkjum. Hinn mikli hagur af samrunaferli og yftrþjóðlegu valdi liggur fyrst og fremst á efnahagssviðinu. Fjármagn í eigu frjálsra stofnana og fyrir- tækja, streymir nú á milli landa eins og kvikasilfur og sviptir ríkisstjórn- ir möguleikanum á að ijármagna eyðslu sína með verðbólgu. Stórfyr- irtæki eru nú fjölþjóðleg, það eru ýmsar elítur starfsgreina einnig. Ríkisstjórnir eru því að verða að eins konar stjómum fyrirtækja sem keppa sín á milli um að ná til sfn fjármagni, atvinnutækifærum og el- ftum. I þeim leik er þörf á yfirþjóð- legum leikreglunt og dómara til að skera úr um ágreiningsefni. Meginaflið sem stendur í vegi þessa yfirþjóðlega valds er sú til- flnning sem fólk hefur fyrir eigin þjóðemi og sú staðreynd að það er í raun eini málstaðurinn sem hugsan- lega er hægt að fá nienn til að leggja lífið í sölurnar fyrir. Þverstæðan er sú, að þó fólk ferðist vítt og breitt um heiminn, vinni hjá alþjóðlegum fyrirtækjum og horfl á erlendar sjónvarpsrásir, þá þarf það, á þess- um tímapunkti í mánnkynssögunni, á fullvalda rfki að halda til að tengja sig við, rétt eins og barn tengir sig bangsanum sínum. Það skilur ekkert í hjálparleysi kjörinna stjórnvalda við að halda frá lendurn sínum er- lendum áhrifum, samkeppni og inn- flytjenduin. Stjómmálamenn þjóð- rfkjanna eru á sama máli, þeir eiga erfitt með að horfa upp á þau völd, sem þeir hafa komið sér upp með erfiðismunum, verða að engu í nafni framfaranna. Þeir flækjast þar nteð fyrir eigin hlutverki. Tökum GATT-samninginn sem dæmi. I fyrra var Uruguay-Iota samningsins knúin fram af ríkri þörf fyrir slíkan samning. I ár munu óyf- irstíganlegar hindranir koma í veg fyrir að hann hafi mikla þýðingu. Álþjóða viðskiptastofnunin, skilget- ið afkvæmi GATT, mun ekki fá frið til að vinna sfna vinnu. Hún á að sjá um að koma á skilvirkari reglum um alþjóðaviðskipti frá upphafi þessi árs. En GATT á eftir að lenda í ótal hindrunum. þar má fyrsta telja gild- istöku samningsins á meðal hinna stærri þátttakenda, sem í raun verð- ur ekki fyrr en í júlí á þessu ári. Munu hinar ríkari þjóðir leggja Al- þjóða viðskiptastofnuninni til mannafla og fé til að sinna hlutverki sfnu sem dómari í viðskiptamálum, eða mun stofnunin einungis sjá um að koma á fundum milli deiluaðila? Eins og staðan er í dag eru líkur á því að stofnunin verði látin hanga á horriminni. Joseph Biden, banda- rískur öldungardeildarþingmaður, lýsti ágætlega innræti bandarískra stjórnmálamanna þegar hann sagði í ræðu nýlega: „Mig langar ekkert til að keppa, mig langar bara til að sigra.“ Nýjar stofnanir Á þessu ári munu sjö helstu iðn- ríki heims hittast til að skoða í sam- einingu hverskonar stofnunum heimurinn eins og hann lítur út í dag þarf að hafa á að skipa. Þau geta ekki komist að annarri niðurstöðu en þeirri að ríkisafskipt gengi gjald- miðla, í gegnum Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn og ríkisafskipt þróunarfjár- mögnun, í gegnum Alþjóðabank- ann, eru að verða undir í samkeppn- inni við hinn frjálsa markað og að það sem þurfi nú að gera sé að koma á samskiptareglum sem binda ríkis- stjórnir þjóðríkja - á viðskiptasvið- inu, á fjárfestingasviðinu, á sviði umhverfismála og fólksflæðis ríkja í millum. Eins og innanlands, svo einnig milli ríkja; ríkisstjórnir sem fylgja reglum koma í stað ríkis- stjórna sem eru sífellt með einhverj- ar aðgerðir og afskipti heima fyrir. Sameinuðu þjóðirnar verða fimmtíu ára í október á þessu ári og hafa komið upp pallborði vitringa sem eiga að kveða upp úr um hvern- ig samtökin eigi að þróast í framtíð- inni. Á þessum „eftir nýlendu- eftir kaldastríðstímum" hefur „áhrifa- svæðum" einstakra ríkja fækkað. Sterkasta siðferðiskrafan sem ríki heims standa frammi fyrir kemur frá gervihnattasjónvarpinu og ræðst af því hvaða svívirðu þau velja sem umfjöllunarefni í það og það skipt- ið. En þessi CNN-áhrif eru hverf- lynd. Þau krefjast ótímabærra og vanhugsaðra afskipta hins alþjóð- lega santfélags af átakasvæðum og krefjast þess að þeim verði hætt áð- ur en verkefni þeirra er lokið. Á þessu ári munu vafalaust koma fram kröfur um að Þýskaland og Japan fái fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en lítið mun koma út úr því. Það er vegna þess að þá myndi ríkjum eins og Italíu og Indlandi finnast fram hjá sér gengið. Af því að Sameinuðu þjóðimar urðu til í kringum alvarlegt vandamál sem krafðist mikillar orku og hugs- unar til að takast á við, þá er ekki ólíklegt að þær þurfi á öðru slíku vandamáli að halda - til dæmis út- breiðslu kjarnorkuvopna - til að endurnýja sig eftir lok kalda stríðs- ins. Hinn heiti friður dagsins í dag dugar ekki einn og sér. Atökin nteð og á móti auknu yfir- þjóðlegu valdi ntunu í sífellt auknari mæli eiga sér stað á milli ríkis- stjórna og svæðisbundinna stjórn- valda (eins og Evrópusambandsins), fremur en alþjóðlegra. Evrópusam- bandið, hvatt áfram af efnahagsbata og inngöngu Austurn'kis og Norður- landanna, mun komast út úr Maa- stricht-hægðatregðunni á þessu ári. Fyrir hvern þann Evrópumann sem er illa við hugmyndina um þetta samband, er fátt eins nöturlegt og undirbúningur fyrir ráðstefnu ríkis- stjómanna um evrópska stjórnar- skrá á næsta ári. Dooge- nefndin, sem hittist 1985, undirbjó innri markaðinn, Delors nefndin gerði hið sama fyrir gjaldeyrissamstarf ríkjanna og næsta sumar mun enn ein nefndin hefja undirbúning að stjórnarskrárráðstefnu sem hefjast á 1996. Nú þegar eru áhrifamiklir stjórn- málantenn í Frakklandi og Þýska- landi farnir að tala um kjarna Evrópusambands, sem hefði með sér nánara samstarf en næði til út- jaðranna. Þessi kjarni yrði borinn uppi af Frökkum og Þjóðverjum. Þeir virðast vanmeta varfærni sinna eigin kjósenda. En það er hins vegar dagljóst að frekari útvíkkun sant- bandsins, sem að öllunt líkindum bætir við sig hátt á tug nýrra ríkja upp úr aldamótum, mun ganga enn frekar á neitunarvald aðildar- ríkjanna. Annars yrði hinn metnað- arfulli innri markaður ónýtur. Alþjódasinnar med hangandihaus Þetta verður meginþema breskra stjórnmála á þessu ári. Svo mun einnig verða í Frakklandi. Forseta- kosningarnar í Frakklandi verða mikilvægustu kosningarnar á árinu. Fylgist því vel með í aprfl og maí. Bandaríkin ntunu líka verða meira og meira upptekin af sínum eigin heimshluta. Haití og Kúba munu kretjast pólitískrar athygli þeiira. Viðskiptasaniningar þeirra, sem hrannast upp, snúast á sporbaug í kringum Washington. NAFTA, lyftistöng fyrir bandarískt atvinnu- líf, teygir sig nú lengra inn í Mið- Ameríku, APEC, sem gildir á Kyrrahafssvæðinu og hin endalausa viðureign við Japani, sem nú er að verða að karlmennskuprófi fyrir Clinton forseta, þar sem kosningar nálgast óðfluga. Af hverju ætti Washington að beygja sig fyrir al- þjóðlegum dómstóli staðsettum í Genfar, þegar hún getur orðið að Brussel síns heimshluta? Það er auðveldara að ná fram síðamefnda markmiðinu en hinu fyrrnefnda, en þau eru bæði rýtingslag í hjartastað hins deyjandi fullveldis. Hvorki hin innhverfu Bandaríki, né hin brotakennda Evrópa munu berjast fyrir alþjóðareglum á árinu. Þessi svæði rnunu frekar halda ' áfram að draga sig saman í blokkir, þar sem þjóðahópar sem eiga sér menningarlega samsvörun, munu setja sér reglur - og með hangandi haus hafa þær í einhvetju samhengi við alþjóðleg grundvallaratriði." The Economist / mám Þjóðríkið vikur fyrir svæðisbundnu samstarfi. The European / shh

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.