Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 04.01.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JANÚAR 1995 Erlend hringekja ársins 1994 Sögulegt ár spillingar 1994: Ættingjar þeirra hundruða farþega sem fórust með Estoniu i september fundu litla huggun i sorg sinni. Spilling er óbrigðulasta einkenni stjómarskárbundins frelsis, sagði 18. aldar sagnfræðingurinn Edward Gib- bons eitt sinn. Ef það er virkilega til- fellið þá var Evrópa á því herrans ári 1994 við hestaheilsu og sterk einsog naut. Sú t'mynd sem sennilega lýsir best stjómmálaástandinu í Frakklandi á síðasta ári er hið föla og tekna andlit Alain Carignon, fyrrum samskipta- ráðherra, sem birtist okkur í fjöl- miðlum þegar hann var leiddur á braut í handjámum af laganna vörð- um. Carignon var ákærður fyrir að afla fjármagns í kosningasjóði sína á ólöglegan hátt. A meðan þetta var að gerast veltu Spánverjar fyrir sér máli leigubíl- stjórasonarins Luis Roldán Ibanez sem án nokkurrar augljósrar hæfni mddi sér leið upp valdaþrep spænska Sósíalistaflokksins og varð förstjóri 70 þúsund manna liðs herlögreglu landsins. Roldán, sem ákærður var fyrir að taka við illa fengnum pen- ingum vegna verktakasamninga í tengslum við byggingu herlögreglu- híbýla, hvarf skömmu fyrir áætluð réttarhöld yfir honum í apríl. Lög- regla leitar hans ennþá þegar þessi orð em skrifuð. Atburðir þessir í Frakklandi og á Spáni þættu afar hversdagslegir á Ítalíu þar sem fyrmm forsætisráð- herra landsins, Bettino Craxi, var í júlí dæmdur til 8 1/2 árs fangelsis- vistar fyrir stórfellda spillingu. Craxi dvelur um þessar mundir í útlegð í Afrikulandinu Túnis hvar hann seg- ist því miður vera nauðbeygður til að halda sig vegna veikinda sinna. Hinn lánlausi Silvio Berlusconi Miklar vonir vom bundnar við innkomu hins geðþekka fjölmiðla- jöfurs, Silvio Berlusconi, í ítölsk stjómmál í janúar. I honum eygðu langþreyttir Italir loksins glætu í myrkri pólitískrar spillingar og Berl- usconi gaf ítrekað út loforð í anda and-spillingarherferðarinnar Hreinar hendur um að hrista uppí kerfinu og kasta fyrir róða gömlu hundunum sem staðið höfðu í vegi fyrir umbót- um. Eftir aðeins átta vikna dvöl í stjómmálum sem leiðtogi nýja flokksins Forza Italia (gamalkunn- ugt knattspymuslagorð sem þýðir „Afram Itali'a”) varð hann sfðan for- sætisráðherra. Berlusconi sýndist þess albúinn, að heilla bæði Italíu og umheiminn, en þegar allt kom til alls gat hann ekki staðið við stóru orðin - ekki frekar en ítalska knattspymulands- liðið sem tapaði fyrir Brasilíu í úr- slitaleik heimsmeistaramótsins í Los Angeles. Meðreiðarsveinar Forza It- alia í ríkisstjóm, aðskilnaðarflokkur Norðursambandsmanna Umberto Bossi, yfirgáfu svo stjórnarsamstarf- ið eftir miklar deilur og Berlusconi afhenti afsagnarbréf sitt fljótlega uppúr því frekar en þola niðurlæg- ingu samþykktar vantrauststillögu á þingi. í lok ársins 1994 horfðu Italir þannig framá enn einar þingkosning- amar. Antonio di Pietro, forystumaður and-spillingarherferðar rannsókna- dómaranna sem hálfpartinn tekinn var í guðatölu af aðdáunarfullum al- menningi, sagði af sér á síðasta ári og ásakaði stjómmálamenn harka- lega fyrir ítrekaðar tilraunir til að leggja stein í götu herferðar og reyna hafa áhrif á umfjöllun dómaranna. Og eitthvað reyndist hinn hreinskilni rannsóknadómari hafa til síns máls því hinn lánlausi Berlusconi reyndi til dæmis að gefa út fyrirmæli sem hindruðu dómara í starfi og hefðu takmarkað völd þeirra til muna. En þessar fyrirætlanir Berlusconi fóm fyrir lítið því undir lok ársins virtist ljóst að hann myndi sæta yftrheyrsl- um rannsóknadómara Hreinna handa vegna mikillar bókhalds- óreglu og vafasamra umsvifa fjöl- miðlasamsteypu hans, Fininvest. Hér hafa krossgötur breyst í króka- leið, sagði einhver um málið og það sem í fyrstu virtist li'ta út fyrir að vera hin endanlega lausn á erfiðleikum Ítalíu sýnist nú aðeins vera óijúfan- legur hluti af vandamálinu. Stóraukin fyrirlitning almennings á stjórnmálum Kannski em það afleiðingar pólitísks subbuskapar að árið 1994 reyndist fyrst og fremst brennimerkt stóraukinni fyrirlitningu og fullkom- inni vantrú almennings á stjómmála- mönnum og staifi þeirra. Edouard Balladur, hinn siðfágaði forsætisráð- herra Frakklands, byrjaði árið af- skaplega háttskrifaður í skoðana- könnunum en jafnvel vinsældir hans döluðu eftir því sem leið á árið og í ljós kom að honum gekk hörmulega að eiga við uppreisnargjama náms- inenn og bændur landsins. John Smith, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, lést á síðasta ári og við embætti hans tók æsku- maöurinn kraftmikli, Tony Blair. Ihaldsflokkurinn sem heldur um stjómartaumana í Bretlandi undir forystu John Major var hart leikinn á árinu af innanflokksslagsmálum um meðal annars Evrópusammnann og nýtur nú minnstu vinsælda sem um getur frá því að tekið var að gera skoðanakannanir. Helmut Kohl, hinn sjálfskapaði kanslari þýskrar sameiningar, var endurkjörinn á síðasta ári en aðeins með minnsta hugsanlega mun. PDS, umdeildur arftaki hins kommúníska fyrrum stjórnarflokks Austur-Þýska- lands, náði varanlegri fótfestu í þýska sambandsþinginu. Og spillingin var ekki einskordud itid pólitík Endurhvarf til gömlu stjórnarhátt- anna hefur verið sífellt háværari og í raun leiðandi krafa almennings í austanverðri Evrópu þar sem kjós- endur eru orðnir fullsaddir á erfið- leikum og harðræðinu sem fylgir umbreytingum í átt til hins frjálsa markaðskerfis. í desembermánuði 1994 fetuðu Búlgarir í fótspor félaga sinna í Póllandi, Ungverjalandi og Litháen og völdu sér gamlan komm- únista sem þjóðarleiðtoga. Harðlínu- menn sóttu líka látlaust fram í Rúss- landi. Vladimír Zhírinovsky - rúss- neski æsingamaðurinn sem lýstu því yfir að „Rússar muni ekki hvílast fyrr en hermenn þeirra hafa fundið öldur Indlandshafs leik um stígvél sín“ - fleygði blómapottum að reið- um mótmælendum í Brussel. I des- ember hóf sovéski herinn blóðuga innrás í kákasíska lýðveldið Tétsjen- íu. Leiðtogi Tétsjena er Dzhokar Dudayev, af mörgum álitinn spillt- aslur allra spilltra stjómmálamanna. En spillingin á síðasta ári var ekki einskorðuð við stjómmálamennina. Jurgen Schneider, fasteignajölur í Frankfurt, hvarf sporlaust í apríl og skildi eftir sig skuldahala sem nemUr 350 milljörðum íslenskra króna. Bankastjórinn Mario Condé var einnig sakfelldur á árinu fyrir stór- fellt fjármálamisferli og ásakaður um að hafa komið Banesto, einum stærsta einkabanka Spánar, í hrika- lega skuldasúpu svipaðri þeirri sem Schneider svamlaði í. Evrópuþingid og Ermasundsgöngin í Frakklandi var Bemard Tapie, knattspyrnujöfurinn frá Marseille, lýstur gjaldþrota og sviptur nýfengn- um réttindum sínum sem þingmaður Evrópuþingsins. Kosið var til Evrópuþingsins í júní. Eftir þær kosningar var þar ef til vill að finna einn nýjan meðlim sem var enn verr fallin en Tapie til þing- setu; grísku söngkonuna Nana Mouskouri. „Það er engin spurning 1994: Friður brast á með látum á Norður-lrlandi og IRA- leiðtoginn Gerry Adams sló í gegn í Bandaríkjunum. 1994: Rithöfundurinn Alexander Solzhenytsín flaug maímánuði heim til Vladivostok eftir 20 ára útlegð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.