Alþýðublaðið - 06.01.1995, Page 3

Alþýðublaðið - 06.01.1995, Page 3
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Af ýktum dánarfregnum „Alþýðuflokkurinn á ekkert annað skilið en að sannir jafnaðarmenn flykkist að baki okkar háleitu markmiða, bretti upp ermar og hefji nú skelegga varnarbaráttu sem megi aðeins ljúka með góðum varnarsigri 8. apríl næstkomandi. Og ég kalla sérstak- lega á ungliðana: Án ykkar náum við litlum árangri; bjóðið ykkur fram til vinnu og á lista. Látum aldrei nokkurn mann vera í óvissu um það, hvort Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands, sé lífs eða liðinn.“ Þekktar eru sögumar af fólki, sem hefur fundið sig knúið til að bera til baka og afsanna fréttir af þeirra eigin andláti. Þrátt fyrir þá alkunnu stað- reynd, að tii sé fólk, sem í persónu- leika sínum virðist vera á mörkum þess að geta talizt sómasamlega á lífi, þá eru ósannar andlátsfregnir yfirleitt fremur hvimleiðar, þótt mismunandi ýktar séu. „Exodus"Jóhönnu og Gudmundar Árna Undanfarið hefur borið töluvert á umtjöllun um Alþýðuflokkinn og stoðu hans eftir langvarandi innan- hússgangur, af ýmsu tagi, og síðar inismunandi „exodus" þeima Jó- hönnu og Guðmundar Árna. Meðal annars sýna skoðanakannanir okkur Pallborðið B „ i* I i n Gunnar Ingi 1 S' * Gunnarsson t .. -A skrifar þessa dagana reykvískt fylgi við flokkinn vera innan skekkjumarka. Þannig virðist flokkurinn, í fljótu bragði, vera orðinn illilega svipaður persónulýsingunni hér að framan, þar sem það getur orkað tvímælis, hvort hann sé sómasamlega á lífi í Reykja- vfk, eða ekki. Þetta hefur skemmt gömlum og nýjum andstæðingum Al- þýðuflokksins í skammdeginu og auðvitað var það Ólafur Ragnar, hinn hryggbrotni, sem sendi fjölmiðlum dánarfregnina um Alþýðuflokkinn. Að fiokkurinn væri búinn að vera í ís- lenzkri pólitík um ófyrirséða framtíð. Að jarðarförin færi fram í apríl. Hann sá fyrir sér brauð í þessum dauða og gerðist glaðari en stokkendur Tjamar- innar. Nei, hingad og ekki lengra! En allt hefur þetta einnig valdið áhyggjum. Mætir jafnaðannenn hafa látið bugast og misst trúna á flokkinn sinn. Ekki einu sinni skærustu jóla- ljósin hafa megnað að lýsa upp þeirra myrkvuðu framtfðarsýn: Flokkurinn muni stimplast út 8. apríl. Og enn gressast andstæðingamir. Þetta eru einmitt óskadraumar Jóhönnu og Ol- afs Ragnars. Að sjá okkur missa trúna á Alþýðuflokkinn. Að sjá okkur missa traust til fomtannsins. Að sjá okkur yfirgefa skipið vegna tíma- bundins aflabrests. Ja, hver væri nú orðstír íslenzkra sjómanna, ef þeir af- munstmðu í stómm stfi við slíkt mót- læti? Hún yrði ekki beysin þjóðar- skútan. Nei, hingað og ekki lengra! Ég kalla á unglidana Látum ekki andstæðingana skrifa okkur resept! Alþýðuflokkurinn er eins sprelllifandi og við viljum hafa hann. Málefnastaða flokksins er glæsileg. Verkin tala sínu máli. Stjómarsamstarfið hefur skilað þjóð- inni tímamótaárangri á mörgum svið- um, en auðvitað höfum við stundum þurft að semja okkur örlítið frá ýtmstu óskum. Þannig er pólitíkin. Alþýðu- flokkurinn á ekkert annað skilið en að sannir jafnaðarmenn flykkist að baki okkar háleitu markmiða, bretti upp emtar og hefji nú skelegga vamarbar- áttu sem megi aðeins ljúka með góð- um vamarsigri 8. apríl næstkomandi. Og ég kalla sérstaklega á ungliðana: Án ykkar náum við litlum árangri; bjóðið ykkur fram til vinnu og á lista. Látum aldrei nokkum mann vera í óvissu um það, hvort Alþýðuflokkur- inn - Jafnaðannannaflokkur íslands, sé lífs eða liðinn. Meirihluti þjóðar- innar á að geta fundið í hjarta sínu samstöðu um málefni okkar og ís- lenzkir jafnaðarmenn þurfa auðvitað ekki annan farveg en okkar flokk. Al- þýðuflokkurinn deyr aðeins með þjóðinni. Höfundur er læknir. Fréttir ársins Bandarískir ritstjórar og fréttastjór- ar hafa að vonum býsna ólíkt fréttamat. Fréttastofan AP tók sam- an fróðlegan topp-tíu-lista um aðal- fréttir bandarískra fjölmiðla ann- arsvegar og hinsvegar annarsstaðar í heiminum á nýliðnu ári, 1994. (Bandaríkjamennimir em hafðir innan sviga): 1. Friðarviðræður ísrael og PLO (O.J. Simpson) 2. Ástand- ið í Rúanda (Bandarísku þing- kosningarnar) 3. Suður-Afr- ísku kosningarnar (Kjaradeil- ur hornabolta- og hokkýleik- ara) 4. Borgarastyr jiildin í Bo- sníu (Barnamorðinginn Susan Smith) 5. Bandarísku þing- kosningarnar (Nancy Kerrigan og Tonya Harding) 6. Erfíðleik- arnir í Norður-Kóreu (Banda- rísk íhlutun á Haití) 7. Sjóslys ferjunnar Estoniu (Misheppn- aðar heilbrigðisúrbætur) 8. Bandarísk íhlutun á Haití (Jarðskjálftinn í Suður-Kali- forníu) 9. Friðarviðræður Brcta og IRA (Ástandið í Rú- anda) 10. Itölsku þingkosning- arnar (Friðarviðræður Israel og PLO) Alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi eystra eiga í mesta basli með að finna frambjóðanda í 2. sætið. Steingrímur J. Sig- fússon situr vitanlega fast- ur fyrir í efsta sæti, enda má búast við að hann verði formaður flokksins á þessu ári, þegar Ólafur Ragnar Grímsson hættir. Stefanía Traustadóttir var í öðru sæti síðast, en hún hefur engan hug á því að vera í framboði aftur. Fast hefur verið lagt að Sigríði Stef- ánsdóttur, bæjarfulltrúa á Akureyri og fyijum mót- frambjóðanda Ólafs Ragn- ars í formannskjöri 1987, að mynda tvíeyki með Steingrími, en hún hefur aftekið það. Konur innan flokksins munu ekki sætta sig við karla í tveimur efstu sæturn, auk þess sem annar maður listans þarf helst að vera frá Akureyri eða að minnsta kosti Eyja- firði. Þessvegna stendur því yfir mikil leit að ey- firskri konu til að fara fram með Steingrími - en sú leit hefur engan árangur borið ennþá... Meira um Alþýðu- bandalagið. Frétt Al- þýðublaðsins á þriðjudag- inn af átökum innan flokksins á Austfjörðum vakti bæði titring og úlfa- þyt. Alþýðubandalags- menn á Neskaupstað em mestir andstæðingar Hjörleifs Gutt- ormssonar og vilja mikið fil vinna að hann hætti afskipt- umafstjóm- málum, eftir 16 ' ára þingmennsku. Þannig vom áhrifa- menn á Austfjörðum búnir að koma sér saman um að bola Hjörleifi burt. Síðla í desember fékk hann upp- hringingu til útlanda frá þessunt hópi, þarsem hann var vinsamlega beðinn að hætta. Okkar heimildir hernia að Hjörleifur hafi bmgðist hinn versti við, og þvertekið fyrir að láta und- an þeirri kröfu. Hann gerði Norðfirðingum ljóst að hann yrði í framboði, hvað sem tautaði og raulaði. Og refurinn Hjörleifur virðist ætla að hafa sitt fram... 21. janúar verður minnst aldarafmælis Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi, en hann var eitt ást- sælasta skáld þjóðarinnar. I tilefni afmælisins setur Leikfélag Akureyrar upp forvitnilega sýn- ingu, sem byggð á ævi og verkum skáldsins. Höfundur er Erlingur Sigurðar- son en Þráinn Karlsson leikstýrir. Margir góðir leikarar koma fram í sýn- ingunni, og ekki fæni en þrír fara með hlutverk Davíðs: Aðalsteinn Berg- dal, Sigurþór Albert Heimisson og Dofri Her- mannsson. Þá er okkur sagt að Sunna Borg fari með „innri rödd“ skálds- ins... Fimm á förnum vegi Hvað er Gunnar Þórðarson tónlistarmaður gamall? (Rétt svar, fimmtugur 4. janúar) Friðrik Aspelund nemi: Ég las það í gær að hann væri 50 ára. Valgeir Gunnarsson atvinnu- laus: Hann er 43 eða 44 ára. Dagur Jónsson nemi: Hann átti fimmtugs- eða sextugsafmæli um daginn. Karólína Stefánsdóttir nemi: Haildór Gylfason nemi: Hver er það? Syngdu eitthvað lag Hann varð fimmtugur 4. janúar. fyrir mig eftir hann. (Hér syngur blaðamaður „fyrsta kossinn") Hann er sirka 40 ára. Viti menn Ástarævintýri Karls Bretaprins í Sviss: Kyssti barnfóstruna í miðri skíða- brekku - Díana ævareið og vill láta reka barnfóstruna. Fyrirsögn í DV í gær. Þrátt fyrir allt er þetta ekki alvond mynd. Því það vita þeir sem leiðist heima hjá sér að stundum er skömminni skárra að skipta um umhverfi og láta sér leiðast í bíó. Bíódómur Gunnars Smára Egilssonar í Morgunpóstinum í gær. Frá því er Jeltsín stóð á há- tindi frægðar ofan á skrið- drekanum í Moskvu fyrir rúmlega þremur árum, hefur fall hans verið mikið, fyrst hægt og síðan hratt. Leiðari DV í gær eftir Jónas Kristjánsson. Einn höfunda (áramóta- skaupsins) segir í DV að ís- land sé eina landið í heiminum sem hefð væri fyrir að gera ekki grín að þjóðhöfðingja. Þetta er ekki alls kostar rétt, því sama hefð er höfð í heiðri í Alþýðulýðveldinu Kóreu og grannríkjunum Iran og Irak. Oddur Ólafsson í Tímanum í gær. Vonandi tekur Pétur Gunn- arsson fastar á tilvistarvand- anum í næstu bók. Hann ætti að hafa burði til þess. Ritdómur Gunnars Stefánssonar um Efstu daga Péturs Gunnarssonar. Timinn í gær. Minnsta atvinnuleysið, flestar félagslegar íbúðir, mesta framkvæmdaféð, hæstu styrkirnir, flest lánin og hæstu tekjurnar. Fyrirsögn á grein í Morgunpóstinum sem ber yfirskriftina: Er virkilega svo erfitt að búa á Vestfjörðum? Hallgrímur, þú yrðir rekinn af hvaða blaði sem væri skrifaðir þúá sama hátt um til dæmis bfla eða einhvern annan dauð- an hlut, og þú gerir um okkur leikarana í áramótakveðjunni. Úr opni bréfi Valdimars Flygenrings leikara til Hallgríms Helgasonar. Morgunpósturinn í gær. Notkun geðdeyfðarlyfja hefur aukist um 70%. Fyrirsögn í Morgunblaðinu i gær. Japanskir sérfræðingar hafa lýst því yfír að þeir hyggist setja saman gerviheila sem búi yfir álíka þróuðum hugsana- gangi og kettlingur. Morgunblaðið í gær. R-listinn... er þreyttur og ætlar að hafa það náðugt, sofa og kenna sjálfstæðismönnum um framkvæmdaleysið. Lesendabréf i Mogganum í gær frá Gunnlaugi Eiðssyni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.