Alþýðublaðið - 12.01.1995, Síða 1

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Síða 1
Línur skýrast í framboðsmálum Kvennalistans í Reykjavík Fjölmennur fundur fulltrúaráðs Alþýðuflokksins í Reykjavík ■ ■ Jón Baldvin og Ossur efstir Stjórn fulltrúaráðsins falið að gera tillögu um skipan listans að öðru leyti. Á fjölmennum aðalfundi í full- trúaráði Alþýðuflokksins í Reykja- vík í fyrrakvöld var samþykkt með lófataki að Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og flokksfor- maður skipi efsta sæti A-listans í kosningunum í vor og Össur Skarp- héðinsson umhverfisráðherra 2. sæti. Stjórn fulltrúaráðsins var falið að gera tillögu um skipan listans að öðru leyti. Á fundinum var kjörin ný stjórn fulltrúaráðsins, og voru þeir Pétur Jónsson og Arnór Benónýsson end- urkjörnir í embætti forinanns og varaformanns. Meðstjórnendur voru kjörnir Ingvar Sverrisson og Sigríður Björk Jónsdóttir, en vara- menn þau Vilhjálmur Þorsteinsson og Ásgerður Bjarnadóttir. Nokkrar umræður urðu uin þá til- lögu að ekki skyldi fara fram opið prófkjör einsog tíðkast hefur hjá Alþýðuflokknum í Reykjavík á seinni árum. Að endingu varð þó einhugur um hvernig standa skyldi að skipan á listann, og var tillaga þar að lútandi samþykkt með lófa- taki. Fjölmenni var á fundinum og tóku margir til máls. Jón Baldvin og Össur, sem eru þingmenn flokksins í Reykjavík, röktu árang- ur flokksins í ríkisstjórn á síðustu árum og málefnaáherslur Alþýðu- flokksins í kosningabaráttunni. hér var unt meira en vafasöm við- skipti að ræða, endurkusu sjálfstæð- ismenn Jóhann G. Bergþórsson sem bæjarfulltrúa. Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag mynduðu síðan meirihluta sem byggðist á oddaat- kvæði verktakans. Og þeir gerðu meira. Þeir gerðu skriflegan samning við Jóhann G. Bergþórsson um að hann yrði bæjarverkfræðingur. Þannig ætluðu þeir að gera hann að æðsta yfirmanni verklegra fram- kvæmda, og lýstu því fullu trausti á hann. Var það til að hylma yfir eitt- hvað? Þeim var að minnsta kosti ekki unthugað að kanna þessi við- skipti á þeint tíina." Varðandi vangaveltur um að mál- inu verði vísað til úrskurðar félags- málaráðuneytis sagði Jón Baldvin: „Vonandi hvarflar það ekki að nein- um að Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra ætli sér að hylrna yfir þessi mál, ef kæra berst. Ólafur Ragnar Grímsson stjómmálafræð- ingur segir með mikilli vandlætingu, að félagsmálaráðherra haft átt að grípa inn í málið strax 1992, og hetja rannsókn útaf blaðafréttum. Það er skiýtin yfirlýsing um réttarríkið hjá fyrrverandi prófessor." Jón Baldvin benti á, að félags- málaráðuneytinu bæmst í kringum 60 kæmr á ári frá sveitarstjómar- mönnurn um land allt. „Það er hins- vegar ekkert fordæmi fyrir því að ráðuneytið setji upp rannsóknarrétt yfir viðskiplum sveitarfélags við þriðja aðila, að eigin fmmkvæði eða vegna frétta í blöðum. Slíkt gerist ekki nema kæra berist, og þá er farið með þá kæm samkvæmt stjómsýslu- reglum og hefðum. Vitaskuld yrði farið með þetta mál á sama hátt, ef kæra berst.“ Þegar Jón Baldvin var inntur álits á fullyrðingum um, að Rannveig Guðmundsdóttir sé óhæf til að taka á málinu, sagði hann: „Em þá ekki all- ir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vanhæfir ef kæran berst frá bæjar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins? Kjarni málsins er einfaldlega sá, að verði það niðurstaða lögfræðilegrar athugunar, sem enn hefur ekki farið fram, að félagsmálaráðuneyti beri að aðhafast, þá verður það gert.“ „Það er mjög erfitt fyrir mig að dænta um vinnubrögð sem ég hef ekki fylgst með af eigin raun. Þama virðist samt vera um klúður að ræða,“ sagði Kristín Ástgeirsdóttir þingmaður Kvennalistans í samtali við Alþýðublaðið í gær um fram- boðsmál flokksins í Reykjanesi. Ólga er meðal kvennalistakvenna í kjördæminu í kjölfar þeirrar ákvörð- unar að endurtaka forval, til þess að Kristín Halldórsdóttir geti gefið kost á sér í efsta sætið. Helga Sigurjóns- dóttir varð efst í forvali sem nýlega var haldið. Hún mun ekki gefa kost á sér aftur. í Reykjavík em línur loks að skýr- ast í framboðsmálum Kvennalistans. Forval fór fram í byrjun desember, en fæstir þátttakendur hafa enn feng- ið að vita í hvaða sætum þeir lentu. í kvöld verður félagsfundur í Kvenna- listanum í Reykjavík þarsem lögð verður fram tillaga uppslillingar- nefndar um skipan efstu sæta. Sam- kvæmt traustum heimildum Alþýðu- blaðsins felur tillagan í sér að Kristín Ástgeirsdóttir verði í efsta sæti, Guð- ný Guðbjömsdóttir varaþingmaður í öðm og Þómnn Sveinbjamardóttir starfskona Kvennalistans í því þriðja. Nokkuð hefur verið tekist á um efstu sætin, að því fyrsta frá- töldu. I gær benti flest tií þess að Guðrún Halldórsdóttir þingkona skipaði fjórða sæti, María Jóhanna Lámsdóttir það fimmta og Elín G. Ólafsdóttir það sjötta. Einn af heim- ildamönnum blaðsins kvaðst þó telja líklegt að þessi röð kynni að hafa breyst nokkuð. Þannig er ekki útilok- að að Ragnheiður Vigfúsdóttir, rit- stjóri Vem, verði í 6. sæti. Aðspurð sagði Kristín að sér þætti ekki eðlilegt að þátttakendur í forval- inu fengju ekki að vita um útkomu sína: „Nei, mér finnst það ekki eðlilegt, en það var samþykkt á fjölmennum félagsfundi að hafa þetta svona. Þetta var mjög ítarlega rætt en niður- staðan var þessi.“ Kristín bar til baka að ekki yrði unt umtalsverða endumýjun að ræða á framboðslistanum í Reykjavík. En af þeim sex konum sem líklegast er að skipi efstu sætin má nefna að Guðrún Halldórsdóttir hefur ýmist verið þingmaður eða varaþingmaður síðustu kjörtímabil, Guðný Guð- bjömsdóttir hefur verið varaþing- maður síðustu tvö kjörtímabil, Elín G. Ólafsdóttir var borgarfulltrúi Kvennalistans og María Jóhanna Lámsdóttir hefur verið varaþing- maður. Allar sex efstu konumar, að Þómnni einni undanskilinni, vom meðal stofnenda Kvennalistans. Steinunn, $if og sónötur í Operunni Á sunnudaginn stendur Styrktarfélag íslensku Óperunnar fyrir sínum fyrstu tónleikum á þessu ári. Þar koma fram fiðluleikarinn Sif Tulinius og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Tón- leikunum hefur verið valinn tónleikatími gamla Tónlistarfélags- ins eða klukkan 14:30. Á efnisskránni eru sónötur fyrir fiðlu og pí- anó eftir Mozart og Brahms, sónata fyrir einleiksfiðlu eftir Eugéne Ysaye, pólónesa eftir Wieniawski og verkið Vetrartré eft- ir Jónas Tómasson. Tónleikarnir eru öllum opnir en Styrktarfé- lagar fá afslátt af miðaverði. Jón Baldvin Hannibalsson um ummæli Davíðs Odds- sonar á Stöð 2 í fyrrakvöld þarsem hann gagnrýndi harkalega Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði „Ég trúi því ekki fytren annað sannast, að ummæli sem Heirnir Már Pétursson á Stöð 2 hefur eftir forsæt- isráðherra séu rétt eftir höfð,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson fomtaður Alþýðuflokksins, aðspurður um frétt á Stöð 2 í fyrrakvöld þarsem harka- leg ummæli vom höfð eftir Davíð Oddssyni urn Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. „Kjaminn í þessunt um- mælum var sá, að fyrir alþýðuflokks- mönnum í Hafnarfirði vekti að mynda meirihluta með bæjarfulltma Sjálfstæðisflokksins til hylma yfir meint lögbrot," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði hefði ekki myndað neinn meirihluta með Jóhanni G. Berg- þórssyni og því ekkert tilefni til slfkra umrnæli. „Það sem gerst hefur, er að endurskoðendur hafa skilað skýrslu, sem er mjög gagnrýnin á viðskipti Hafnarfjaiðarbæjar og verktakans og bæjarfulltrúans Jó- hanns G. Bergþórssonar á árinu 1992. Hver vom viðbrögð bæjarfull- trúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags? Þau vom þessi: Við kosningar 1994, með þá vitneskju að Afram í fyrsta sæti: Jón Baldvin Hannibalsson ræðir við fundarmenn í fyrrakvöld. Frá vinstri: Aðalheiður Franz- dóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson og Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir. Formaður kjördæmisráðs Framsóknar á Vestfjörðum Annað hvorl eru menn í flokkum eða ekki „Mín persónulega skoðun er sú að annað hvort séu menn í stjórn- málaflokkum eða ekki. Til hvers að vera í tlokki ef mcnn ætla svo að bjóða frain til hliðar við hann,“ sagði Halldór Karl Hermannsson, formaður kjördæmisráðs Fram- sóknarflokksins á Vestfjörðum, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Kjördæmisráð hefur ekki enn afgreitt beiðni stuðningsmanna Péturs Bjarnasonar um að hann fái að bjóða fram BB-lista Fram- sóknarflokksins við komandi kosningar. Halldór sagði að kjör- dæmisráðið myndi væntanlega af- greiða erindið eða álykta í málinu um helgina. Það er greinilegt að formaður kjördæmisráðs er ekki hrifinn af hugmyndinni um tvö- falt framboð Framsóknarflokks- ins. Þá hefur Guðmundur Bjarna- son varaformaður flokksins lýst yfir andstöðu við BB-lista. Pétur Bjarnason lýsti því yfir í samtali við blaðið fyrir skömmu, að ef kjördæmisráð féllist ekki á BB- lista yrði málinu skotið til lands- stjórnar Framsóknarflokksins. Margir af stuðningsmönnum Péturs vilja að hann fari fram með sérlista ef ekki fæst að bjóða fram BB-lista. Allt sé betra en kjósa lista Framsóknarflokksins með Gunnlaug M. Sigmundsson í efsta sæti. Vikublaðið Ritstjóraskipti „Ég er komin í kosningaundir- búning í samvinnu við forystuna og losna því við daglega umsýslu með Vikublaðinu.,“ sagði Hildur Jóns- dóttir, ritstjóri Vikublaðsins, í sam- tali við blaðið. Hildur sagðist vilja að Páll Vilhjálmsson, blaðamaður á Vikublaðinu, tæki að sér ritstjómina fram að kosningum, en það væri sá tími sem hún yrði að vinna fyrir flokkinn. Alþýðubandalagið sendi síðan út tilkynningu seint í gær þar- sem tilkynnt var að Páll myndi taka við af Hildi að kosningum. Ekki kvennakúgun heldur klúður * - hvernig staðið er að framboðsmálum, segir Kristín Astgeirsdóttir oddviti flokksins. Framboðslistinn í Reykjavík kynntur í kvöld. Efstu þrjú sætin skipa Kristín, Guðný Guðbjörnsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Næstar koma væntanlega Guðrún Halldórsdóttir, María Jóhanna Lárusdóttir og Elín G. Ólafsdóttir. Ummæli Davíðs varla rétt höfð eftir

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.