Alþýðublaðið - 12.01.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Side 3
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Framtíðarsýn í atvinnumálum Ætlum við að dunda hér næstu öldina yfir hverfulum fiski og kenjóttum rollum ... Á mánudag og þriðjudag í þessari viku sótti ég tvo opna fyrirlestra sem Gísli Hjálmtýsson hélt í Háskóla ís- lands um upplýsingahraðbrautma, en Gísli hefur verið við doktorsnám í samskiptafræðum r' háskólanum í Santa Barbara í Kalifomíu. Fyrir- lestramir voru vel sóttir; um 100 manns komu á hvom þeirra og áhugi manna á málefninu kom meðal ann- ars frarn í líflegum fyrirspumum og umræðum. Þama sat fólk úr tölvu- geiranum, Pósti og síma, stærri fyrir- tækjum og ýmsum deildum Háskól- ans, til dæmis eðlisfræði, verkfræði, heimspeki og ljölmiðlun. Þótt flestir áheyrenda væru tækni- fólk var inntak fyrirlestranna ekki fyrst og fremst tæknilegt. Um- ræða um upplýs- ingahraðbrautina er miklu fremur um atvinnwnál og framtíðarsýn á því sviði en tækni. Ég fullyrði að iðnað- ar- og þjónustu- samfélag framtíð- arinnar verður ekki byggt án fullrar þátttöku í hinu alþjóðlega alneti og skilningi á möguleikum þess. Alnet - hvað er það? Hvað er upplýsingahraðbraut og alnet? Hraðbrautin er þýðing á því sem A1 Gore varaforseti Bandaríkj- anna nefnir information superhigh- way. Hún er nokkurs konar alþjóð- legt vegakerfi upplýsinga, net ljós- leiðara og símalína sem tengir tölvu- kerfi um allan heim í eina heild. Þetta net hefur á íslensku verið nefnt alnet eða samnet. Um alnetið má senda allt það sem hægt er að um- breyta í runur af núllum og einum, sem em frumeindir tölvutækninnar. Þar á meðal em sjónvarpsmyndir, tónlist, ritað mál, talmál og símtöl, teikningar, talnagögn og hvers kyns upplýsingar. Framfarir í tölvusamskiptum og ljósleiðaratækni sjá til þess að alnet- ið verði æ hraðvirkara og fullkomn- ara. Innan tíðar munu dreifikerfi fyr- ir síma, kapalsjónvarp og tölvunet sameinast í hinu alþjóðlega alneti og það mun verða allsherjar æðakerfi heimsins. Netið dreifir mnum af núllurn og einum á ofurhraða frá sendanda til móttakanda, en tölvu- búnaður í sjónvarps- og símtækjum breytir rununum jafnóðurri í myndir og hljóð eftir þvf sem við á. Skóli framtíðarinnar Alnetið mun gjörbylta viðteknum hefðum og takmörkunum á ýmsum sviðum. Til dæm- is munu fjarlægð- ir í rúmi skipta miklu minna máli en áður. Tökum dæmi um kennslu. Með hjálp alnetsins munu nemendur, hvar sem þeir eru staddir í heimin- um, geta sett á sig hjálm með skjám fyrir framan augun, heymartólum og hreyfiskynjurum. Hjálmurinn er tengdur við tölvu nemandans sem aftur tengist tölvu skólans um alnet- ið. Skólinn getur þess vegna verið í annarri heimsálfú. Þrátt fyrir það sér némandinn í hjálmi sínum fyrirlesara sem stendur uppi við töflu, talar og skrifar á töfluna (sem hvenær sem er má afrita yfir í tölvu nemandans). Námsbækur og gögn em einnig send yfir alnetið til lestrar af skjá eða út- prentunar eftir vild. Nemandinn get- ur valið sér fyrirlestra og fyrirlesara af lyklaborði tölvu sinnar og komið á framfæri spumingum annað hvort í töluðu eða rituðu máli. Allur heimur- inn mun hafa aðgang að bestu fyrir- lesumm í hveiju fagi fyrir sig og lág- marksþörf verður fyrir hefðbundna fyrirlestrasali með stólaröðum. Meira að segja verður unnt að setja upp umræðuhópa heimshoma á milli þar sem þátttakendur sjá hvem ann- an og heyra í hjálmum sínum eins og þeir sætu saman á kaffihúsi. Bóka- söfn færast yfir á tölvunetið og unnt verður að leita í öllum helstu bóka- söfnum heims að tilteknum bókum, höfundum eða flettiorðum. Louvre skoðað í hægindastól Viðskipti sem í dag byggjast á pappír em smárn saman að færast inn á tölvunetin þannig að reikning- ar, pantanir, tollskýrslur, farmbréf og svo framvegis eiu send beint milfi tölva. í auknum mæli munu innkaup, einkum á sérvöm, færast yfir í raf- eindabúðir („sýndarbúðir") á alnet- inu, þar sem neytendur geta gengið um sýndargólf og valið vömr úr sýndarhillum. Varan er svo send heim og andvirðið dregið af debet- kortareikningi. Helstu listasöfn og fræðasöfn heimsins verða aðgengileg á netinu. British Museum og Louvre verður unnt að skoða án þess að fara úr hæg- indastólnum heima. Auk þessa verða allar upplýsingar tiltækar, jafnt fyrir leiká sem lærða, um það sem fyrir augu ber. Hvað ber að gera? Unnt væri að halda svona áfram lengi, en spumingin er: hvar ætlum við Islendingar að standa í þessu öllu saman? Þessi bylting er að fara af stað, eins og örtölvubyltingin árið 1976 og iðnbyltingin öld fyrr. Ætl- um við bara að bíða eftir því að sjá hvað Japanir, Bandaríkjamenn og aðrar Evrópuþjóðir finna upp á þessu sviði og kaupa það svo, eða ætlum við að taka þátt í þróuninni og njóta ávaxtanna? I grein fyrir fjórum vikum í Al- þýðublaðinu ræddi ég um atvinnu- mál almennt og taldi það hlutverk stjómmálamanna að sjá um að um- hverfi atvinnulífs sé eins hagstætt og unnt er miðað við ytri aðstæður. Hvað upplýsingahraðbrautina varðar tel ég nauðsynlegt að ríki og sveitar- félög sjái um eftirfarandi: að sam- skiptaleiðir inn og út úr landinu séu greiðar (dæmi um þetta er Ijósleið- arastrengurinn CÁNTAT-3 sem Póstur og sími á hlutdeild f); að skattlagning á samskipti sé í hófi (þar með talið afgjald Pósts og sfma í ríkissjóð); að ríki og sveitarfélög bjóði út verk á sviði upplýsingatækni á almennum markaði en semji ekki beint við erlenda aðila eða láti vinna verk í eigin tölvudeildum; að leggjá áherslu á tölvusamskipti og tölvu- póst í opinberri stjómsýslu og upp- lýsingagjöf til almennings; að rýmka til á samskiptamarkaðnum og leyfa samkeppni þar sem því verður við komið; að samstarf verði milli ríkis, sveitarfélaga, Pósts og síma, háskóla og atvinnulífs um að flýta ljósleið- aratengingu innanlands (til dæmis innan Reykjavíkur) og veita fyrir- tækjum og háskólanum aðgang að opnu neti fyrir lágmarksgjald til að þróa nýja þjónustu og hugbúnað fyr- ir alnet sem að lokinni prófun á heimamarkaði yrði útflutningsvara. Loks tel ég (og hljóma í því eins og Kató gamli) að Island eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu og verða með því fullgildur þátttakandi í mótun Evrópu framtíðarinnar. Evr- ópusambandið leggur gríðarlega áherslu á upplýsingatækni og sam- skipti enda vita þeir sem er að þetta svið mun skera úr um samkeppnis- hæfni þjóða á næstu öld. Evrópa eða Árbæjarsafn Við Islendingar þurfúm að velja. Ætlum við að dunda hér næstu öld- ina yfir hverfulum fiski og kenjótt- um rollum og ætlast til að það færi okkur lífskjör á við aðrar þjóðir, eða ætlum við að taka þátt í mótun nýrr- ar aldar upplýsinga og tækni? Ætlum við að bjóða okkar unga og vel menntaða fólki umhverfi sem getur keppt við það sem annars staðar ger- ist, eða ætlum við að lifa á átaksverk- efnum einum saman? Ætlum við að vera fullgildir þátttakendur í Evrópu framtíðarinnar eða stefna markvisst að því að verða stærsta Árbæjarsafn heims? Um þetta verður meðal ann- ars kosið í vor._________________ Höfundur er kerfisfræðingur og stjórnarmaður í F.F.J. Viti menn Heimatilbúin sprengja sprengdi rúðu í glugga á skrifstofu skólastjóra Þinghólsskóla í Kópavogi að kvöldlagi degi áður en skólahald hófst ný eftir jólafrí á dögunum. Frétt í DV í gær. Páll (Sigurðsson) og Guðjón (Magnússon) segjast ekkert muna. Minnisleysi er þekktur sjúkdómur. Væri nú ekki ráð að setja þá tvo í veikindaleyfi einsog menntamálaráðherra gerði við skólastjórann í Austurbæjarskólann. Haraldur Blöndal lögmaður. Morgunblaðið í gær. Það er ekkert grín að vera svín. Því muntu kynnast í dag. Stjörnuspá steingeitarinnar í Tímanum í gær. Það er ástæða til að þakka öllum þeim, sem komu við gerð þessa sjónvarpsþáttar. Þetta vekur fólk til umhugsun- ar, þegar berklarnir eru aftur í sókn gegn mannky ninu. Sveinn Indriðason, sjúklingur á Vífilsstöðum 1947-48. Lesendabréf í Mogganum í gær. Pallborðið Vilhjálmur Þorsteinsson skrifar Kunnir fjölmiðlamenn eru mjög á faraldsfæti þessar vikumar. Heimir Karlsson yfirgaf Stöð 2, einsog kunnugt er, og gekk tíl liðs við Sjónvarpið. Omar Ragnarsson fetar nú í fótspor hans og fer á gamlar slóðir. Umdeild- astí blaða- maður Morgun- blaðsins, Sús- anna Svavarsdóttir, er búin að leggja inn uppsagnarbréf og mun hætta á næstunni. Talsvert hefur gustað um Súsönnu að undanfömu, einsog reyndar oftast endra- nær, og er skemmst að minnast hárbeittrar ádeilu Einars Kárasonar á hana. Árásir á Súsönnu em þó ekki skýring uppsagnar hennar, enda eru ritstjórar Morgunblaðsins þekktir fyr- ir að standa með sínu fólki gegnum þykkt og þunnt þegar slfkt kemur upp. Sús- anna mun hafa gefið þá skýringu, að hún hyggist snúa sér í ríkari mæli að skáldskap. Hún hefur gefið út eina skáldsögu og átti auk þess smásögu í erótíska safninu sem Forlagið gaf út í haust. Við heymm að Súsanna ætli að skrifa meira um erótík, og í öllu falli er óhugsandi að hún látí ekki áfram til sín taka... Meira um Stöð 2. Þar cm talsverðar hræringar bakvið tjöldin. I fyrra hvarf Ingvi Hrafn Jónsson úr starfi fréttastjóra þegjandi og hljóðalaust, þótt aðdrag- andinn væri stormasamari en menn fengu að vita. Elín Hirst hefur síðan stjómað fréttastofunni en stóllinn hennar er farinn að volgna vemlega. Hún á lítínn stuðn- ing valdamikilla hluthafa á borð við Sigurjón Sig- hvatsson og Jón Ólafsson. I hópi eigenda er rætt um að skipta henni út, en ennþá hefur ekki Hinumegin fundist eft- irmaður semer öllum að skapi. Við vitum að rætt hef- ur verið um bæði Stefán Jón Hafstein og Ólaf E. Friðriksson... Framboðsmál Alþýðu- flokksins á Suðurlandi em ennþá óráðin, en á allra næstu dögum mun skýrast hverjir verða í efstu sætum. Nafn Lúðvíks Bergvins- sonar, ungs lögfræðings úr Eyjum, hefur einna helst borið á góma og margir Sunnlendingar orðið tíl að hvetja hann til framboðs. Lúðvík þykir líklegur til að skora verulega meðal kjós- enda í Eyjum, en þar hefur fylgi Alþýðuflokksins frá fomu fari verið mest f kjör- dæminu. Þá er talið að hann geti höfðað tíl ungs fólks á meginlandinu, enda röskur og kraftmikill maður... Skrambinn! Búið að stela útvarpinu enn einu sinni. Tannsi dagsins Snilldin leynist víða - jafnvel á forsíðu Tannlœknablaðsins. Þar er þessi bragur, kveðinn í anda séra Jóns á Bægisá; höfundar ekki getið: Furdulig efiii ogferlig lól féckst þú í hvopt mér sett, naglbíta, hamra, nafra og hiól, nickel og blý og plett, forgéfms var að skrída í skjól, þú skrúfadir jafnt og þétt, án þess ad sinna um mín gól (hvör ecki vóru nett). Þú sargadir mig með svidnum kníf sár þat gjördist at ben, í einum þrœdi héck allt mitt líf þá atgjörd sú var skén, tauga-slítara og tanna-ríf tródst þú íjaxla-gren, hiá þér var eingin hiálp né hlíf, huggunin ríng og klén. Fimm á förnum vegi Ferðu oft á myndlistarsýningar? Stein Þór Als, sölumaður: Nei, því miður. Kristján Benediktsson, fyrrver- andi borgarfulltrúi: Nei, alltof sjaldan. Sindri Snæsson, atvinnulaus: Já, töluvert. Nýlistarsafnið er næsta verkefni. Óli Garðar Jónsson, borgar- starfsmaður: Nei, aldrei. Gunnar Sigurjónsson, starfs- maður meðferðarstofnunar: Nei, en ég ætla að fara bæta úr því. Vopnahléið í Tsjetsjeníu farið út um þúfur: Bófaleiðtogarnir bera alla ábyrgð - segir í yfirlýsingu rússneskra stjórnvalda. Fyrirsagnir úr DV í gær. Ef það kemur í ljós að einhver verulegur hluti framsóknar- manna vill losna við mig af listanum þá flnnst mér það hljóta að vera álitamál hvort skynsamlegt sé að ég verði í framboði. Páll Pétursson um prófkjörsslag Fram- sóknar á Norðurlandi vestra. DV í gær. Ljósið eykur afköst og örvar vinnugleði. Fyrirsögn í Mogganum í gær. Árni Finnsson, prófstjóri í Háskóla íslands, segir að reykingabann hafi gengið í gildi í skólanum á ný, eftir að slakað var á reglum þar að Iútandi á meðan próf stóðu yfir í desember. Morgunblaðið i gær. Hið tvöfalda siðgæði þjóðarinnar í áfengismálum kemur fram í því að hin opinbera umræða snýst oft um nauðsyn þess að takmarka neyslu á áfengi og hlutverk ÁTVR og áfengislöggjafar- innar í því sambandi. Vilhjálmur Egilsson alþingismaður. DV í gær. Verður hin synduga CamiIIa drottning? Fyrirsögn í DV í gær. Stundum les ég og heyri sögur um mig og hugsa „oj“ mér myndi ekki heldur falla við hana. Þetta er svo ólíkt því sem ég og vinir mínir telja mig vera. Mogginn í gær.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.