Alþýðublaðið - 12.01.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Síða 5
FIMMTUDAGUR 12. JANUAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Ingvar Sverrisson, rísandi stjarna innan Alþýðuflokksins, í viðtali við Stefán Hrafn Hagalín Ekkert kiaftœði, ég er jafhaðarmaður „Jóhanna og Þjóðvakinn hennar - furðuflokkur tækifærissinna með eintómar patent- lausnir - eiga ekki eftir að fá eins mikið fylgi í kosningum og skoðanakannanir segja. Sömuleiðis á Alþýðuflokkurinn eftir að koma á óvart í vor og afsanna hrakspár. Jafnaðar- menn þurfa bara að öðlast sjálfstraustið á nýjan leik og muna að trúin flytur fjöll. Aftur á móti tel ég að fólk sé að segja í skoðanakönnunum, að það vilji breytingar á þessu staðn- aða flokkakerfi. Þess vegna fær Jóhanna þetta mikinn stuðning í skoðanakönnunum, en hún er ekki sameiningartáknið sem fólkið vill." Ingvar Sverrisson er 23 ára gamall jafnaðarmaður sem gekk í Alþýðuflokkinn fyrir tveimur árum. Fljótlega lét hann að sér kveða og fékk orð á sig fyrir að vera kraftmikill og duglegur; massívur jafnaðarmaður og sannur sem þrjóskast hefur við að láta draga sig inní hið daglega skúmaskotaplott sem fram fer reykfylltum bakherbergjum ís- lenskra stjórnmála; ljúflingur sem setur sér þó skýrar línur; málamiðlanir fara ekki vel í þennan mann sem á það til að rjúka upp þegar honum er mis- boðið. í dag er Ingvar Sverrisson varaborgarfulltrúi Reykjavíkurl- istans, varaformaður Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, og varamaður í stjórn Dagvistar barna, stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík, Sambandi ungra jafnaðar- manna og flokksstjórn og situr auk þess í stjórn kjördæmisráðs flokksins í Reykjavík. Ó,frami. Stefán Hrafn Hagalín átti samtal við þessa rísandi stjömu í gær: Ajliverju Alþýðuflokkurinn? „Eg hafði lengi haft áhuga á stjóm- málum og velt því alvarlega fyrir mér að taka þátt á beinan hátt. Alþýðu- flokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands - varð síðan fyrir valinu vegna jress, að ég er jafnaðarmaður af hugsjón; það var hið fyrsta sem ég átt- aði mig á þegar ég fór að spá í stjóm- málin. Alþýðuflokkurinn er einnig eini lýðræðisflokkurinn á fslandi; flokkur sem er ekki háður hagsmuna- aðilum heldur berst fyrir hagsmunum alls almennings. Þegar ég fór svo á fulla ferð í starfinu þá reyndist þetta það áhugavert og í raun skemmtilegt að ég festist í vefnum. Það sem átti í fyrstu að vera stutt innlit varð mitt að- aláhugamál; kannski það eina - það er ekki mikill tími afgangs f annað.“ Hvemig leist þér á starfið þegar þú komst inn? „Auðvitað er alltaf hægt að finna að öllu í starfinu sé maður smámuna- samur, en ég kom til starfa með ung- liðum og þar var og er unnið mjög gott og öflugt endurreisnarstarf sem ég tók þátt í að móta. Það starf sýnist mér enn á mikilli uppleið. Hinsvegar verð ég að segja, að starfið annars- staðar f Alþýðuflokknum hefur mér oft á tíðum fundist óskaplega gloppótt - ómarkvisst; aðallega að því er virð- ist bundið við kosningastarf og liggur í dvala inná milli. Það er slæmt mál. Það vantar samfellda keyrslu. Mér finnst einnig vanta meiri tengingu milli þingmanna flokksins og ráð- herra við fólkið í starfinu. Annars hafa borgarmálin alltaf átt stærstan sess í huga mínum og þar var ákaflega áberandi hversu mikill doði ríkti með- al fólksins; það hreinlega kom sér ekki að verki vegna kratísks þung- lyndis. Eina manneskjan sem eitthvað gerði í þessum málum þá, var Ólína Þorvarðardóttir sem nú er komin á aðrar veiðilendur ásamt eiginmanni sínum, Sigurði Péturssyni. Mér finnst gffurlegur missir að Sigurði; í honum sá ég - og sé - einn af framtíðarleið- togum jafnaðarmanna. Hann hefur mikla kosti til að bera; fleiri kosti en ég hef séð í flestum öðrum stjóm- málamönnum. Þegar ég kom til starfa var Siggi formaður SUJ og varð þannig einn af rnínum uppeldisfeðr- um innan hreyfingar jafnaðarmanna; leiddi mig fyrstu skrefin. Vonandi liggja leiðir okkar saman síðar - í 50% J a fn aðarman naflokki. ‘ ‘ Hefur margt breyst innan flokks- ins á tveimurárum? ,Jú, mikil ósköp. Jóhanna Sigurð- ardóttir er til að mynda hætt. Það voru dramatísk umskipti. Fyrir utan þá at- burði alla saman, þá ber kannski hæst fyrir mitt leyti að borgarmálin eru orðin mikilvægur málaflokkur í starf- inu. Allir vita að Alþýðuflokkurinn er hluti af Reykjavíkurlistanum sem fer með stjómvöldin í borginni. Ýmsir hafa sagt að svona þátttaka í sameig- inlegum framboðum drepi allt flokks- starf, en ég held að það sé kolrangt. Þvert á móti eflist áhuginn. Það er ekki amalegt fyrir jafnaðarmenn að vera til tilbreytingar í meirihluta. Eg vil lfka minnast á það, að við jafnað- armenn höfum verið milli tannanna á fólki fyrir spillingu og slíkt hefur vissulega breytt ýmsu í starfi Alþýðu- flokksins. Þetta hafa verið hörmuleg- ar umræður því flokkurinn hefur hríð- fallið í almenningsálitinu þrátt fyrir að hann farið ffemst í, að bæta tífskjörin og sé það stjómmálaafl sem hefur náð mestum árangri í þeim efnum. Hinir flokkamir hafa á sama tíma reynt að beijast á móti framfórum og vinsæld- ir þeirra aukast dag frá degi, það er ekki nokkur glóra í þessu. Laun heimsins em vanþakklæti, það virðist algjör meginregla í stjómmálum." Fyrir einu ári varstu óþekkt stœrð í stjórnmálum. I dag ertu hlaðinn emœttum. Hvemig kom þetta til? „Ég barðist fyrir draumnum um sameiningu í Reykjavík ásamt fleiri góðum mönnum og okkur tókst með stuðningi fólks úr öllum flokkum að koma málinu í gegn. Ungir jafnaðar- menn lögðust allir á eitt í sameining- armálum félagshyggjuaflanna f borg- inni og gerðu síðan - sem ótvírætt forystuafl innan flokksins í borgar- málum - kröfu um eitt af efstu sætum jafnaðarmanna á listanum. Það gekk eftir og ég var valinn sem fulltrúi þessa unga fólks. Ég hafði þá um nokkurt skeið talsvert látið til mín taka í borgarmálunum og þekkti þau ágætlega að eigin mati - þó svo ég hafi komist að öðru eftir að við tókum við þessu bákni; frumskógi. Önnur embætti hafa síðan smám saman týnst utaná mig. Sum fyrir tilviljun.“ Hventig er að vera hluti af borg- arkerfinu og œðstu stjóm borgar- inttar? Ertu orðinn potari og kerfiskarl? ,JSTei! Ég ætla svo sannarlega að vona, að ég verði aldrei kerfiskarl. Hinsvegar mun ég - eins og aðrir sannir jafnaðannenn - halda fram hagsmunum almennings alls. Ég mun aldrei verða hagsmunapotari fyrir eina ákveðna stétt, svæði, stofnanir eða fyrirtæki. Ég er jafnaðarmaður og trúi á að allir eigi sama rétt til sömu möguleika. Ekkert kjaftæði." Reykjavíkurlistinn hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir átakalítil störfþað sem af er. Hverju svararðu þessu? „Þessum sjónarmiðum er ég ekki sammála. Undirbúningur er hafinn á breytingum í öllu kerfinu og allar nefndir eru á fullri ferð í vinnu við að hagræða í kerfinu og nýta Ijármuni borgarbúa á sem skynsamastan og réttlátastan hátt. Ég vil benda á, að rétt um hálft ár er liðið af fjögurra ára kjörtímabili og við erum nú að leggja lokahönd á fyrstu Ijárhagsáætlun okkar. Einnig er erfitt að heija stíax miklar framkvæmdir þegar tekið er við eins mikilli óreiðu og sjálfstæðis- menn skildu eftir sig. Það er ekki miklir fjármunir afgangs þegar búið er að greiða niður skuldimar. Sem- sagt, tíminn hefur að mestu farið í að taka til í kerfinu sukkið." Mun Reykjavíkurlistinn standa við stóru orðin? Hvaða stóru verk önnur emð þið til dœmis að undir- búa? „Reykjavíkurlistinn er þegar farin að undirbúa stór verk, til dæmis í skólamálum og dagvistarmálum. Við verðum samtsem áður að taka með í reikninginn, að fjárhagsstaða borgar- innar hefur liklega aldrei verið verri og það er stórt verk að laga þann halla. Við lofuðum því og erum nú þegar byijuð. Staða borgarsjóðs er núna númer eitt, tvö og þijú og verð- ur bæta. Auðvitað munum við síðan reyna að standa við allt sem við höf- um sagt og fara þær leiðir sem við út- listuðum fyrir borgarbúum f kosn- ingabaráttunni." / hvaða Ijósi sérðu þróunina íAl- þýðuflokknum undanfarna mánuði; Reykjavíkurlistann, átökin á flokks- þinginu síðastliðið sumar, Jóhönnu- málin, Jafnaðarmannafélagið, Þjóðvakann, spillingammrœðuna um Alþýðuflokkinn, skoðanakann- anirum stöðu flokksins ogsvo fram- vegis? „Það er margt að gerast í jxssum Alþýðuflokki og það er lfkt okkur jafnaðarmönnum að hafaþennan has- ar í kringum okkur daginn út og dag- inn inn. Úff, lætin! Því miðurermargt ekki svo gott. Það er til dæmis synd að Jóhanna hafi hætt og tekið að haga sér og tala á svona ábyrgðarlausan hátt. Jóhanna og Þjóðvakinn hennar - fúrðuflokkur tækifærissinna með ein- tómar patentlausnir - eiga ekki eftir að fá eins mikið fylgi í kosningum og skoðanakannanir segja. Sömuleiðis á Alþýðuflokkurinn eftir að koma á óvart í vor og afsanna hrakspár. Jafn- aðarmenn þurfa bara að öðlast sjálfs- traustið á nýjan leik og muna að trúin flytur íjöll. Aftur á móti tel ég að fólk sé að segja í skoðanakönnunum, að það vilji breytingar á þessu staðnaða flokkakerfi. Þess vegna fær Jóhanna þetta mikinn stuðning í skoðanakönn- unum, en hún er ekki sameiningar- táknið sem fólkið vill. Hún vildi ekki fylkja liði með öðmm flokkum og er því undir sömu sökina seld og allir hinir flokkamir í þeim málum. Eng- inn vill fara fram með öðmm. Varð- andi spillinguna þá hafa fjölmiðlar farið hamfömm á okkur jafnaðar- mönnum og látið alla aðra vera. Ég tel að margar vitleysur hafi verið gerðar af hálfú jafnaðarmanna og frá þeim ber auðvitað að segja í fjölmiðlum. Menn verða hinsvegar að athuga, að það er ekki bara Alþýðuflokkurinn sem staðið hefur sig tæplega í ýmsum málum - sem spillingarstimpli hefur verið klínt á - heldur allir hinir líka. Reyndar held ég, að Alþýðuflokkur- inn sé einna skástur að þessu leyti. Það segir þó í sjálfu sér ef til vill meira um stöðu hinna en Alþýðuflokkkinn. Þetta em vitaskuld leyfar af gömlu kerfi þar sem fyrirgreiðslan var viður- kennd. I dag er fyrirgreiðslan það ekki og nú má - sem betur fer - ekki stíga feilspor því þá koma ijölmiðlar og al- menningur í hælana einsog óðir hundar. Þeir mættu þó á stundum, einsog ég sagði áðan, tí'ta til annarra en jafnaðarmanna. Ég tel að Guð- mundur Ami hafi gert rétt með að segja af sér, af þeini einföldu ástæðu að fjölmiðlamirætluðu ekki að sleppa honum og Iétu einsog hrægammar. Nú hefur hann tíma til að vinna í friði fyrir þessum persónuárásum og ég vona að hann komi fílefldur til leiks, sem og aðrir jafnaðarmenn sem em fyrir langt löngu orðnir þreyttir á þessari óréttlátu og einstefnulegu spillingammræðu. Alþýðuflokks- menn ætla að reyna að gera ekki sömu mistökin tvisvar - þrisvar, Ijór- um sinnum - héðan í frá. Það er mín tilfinning að Alþýðuflokkurinn muni hreinsa þennan stimpil af sér með tíð og tíma og leiða síðan siðbót- ammræðu í íslenskum stjómmálum á sama hátt og flokkurinn hefúr leitt aðra umbótasinnaða framafaraum- ræðu.“ Hvaða skref önnur þarf að stíga til að Alþýðuflokknum takist að snúa vöm í sókn fyrir alþingiskosn- ingamar? , Fyrir utan að þvo af sér spillta og ljóta kerfisflokksstimpilinn, þá verð- um að fara út til fólksins og láta það vita af okkar góðu verkum. Við verð- um að vera óhrædd og sýna fólkinu í landinu að við emm sem fyrr róttæk- ur umbótaflokkur. Við eigum að setja ffam tillögur að úrbótum og frarn- kvæma þær. Við höfúm náð gífúrleg- um árangri í ríkisstjóm undanfarin átta ár og eigum að fara í baráttuna með þann árangur á oddinum. Ég tel einnig gífurlega mikilvægt að við beijumst með kjafti og klóm fyrir því, að Island sæki um aðild að Évrópu- sambandinu. Það er mál málanna í dag og flokkurinn fer að vanda þar ffemstur stjómmálaafla. Evrópusam- bandsmálið er að mínu mati mesta og besta þjóðþrifamál lýðveldistímans; sannkallað velferðarmál. Á því munu íslendingar átta sig.“ Hvert stefna uttgir jafnaðar- menn? „Ungir jafnaðarmenn em í dag virkasta og sterkasta aflið innan flokksins og stefna samkvæmt því hátt, bæði á framboðslistum og í stjómum og ráðum flokksins. Evr- ópusambandsmálið er eign okkar og Jóns Baldvins Hannibalssonar með húð og hári. Stefnan liggur til ffamtíð- ar.“ Þú hefurfrá jyrstu dögum þínum ittnan flokksins verið einn helsti tals- maður sameiningar félagshyggju- aflanna. Hver er staða þeirra ínála í dag - er draumurinn úti? ,JMei. Draumurinn er ekki úti. Hann verður örugglega ekki að vem- leika í þessum kosningum, en hann er langt ffá þvf að vera úti heldur mun- um við beijast áffam á næstu misser- um. Mín spá er sú að draumurinn ræt- ist mjög fljótlega.“ Yfir í persónulega hagi: Hver er Ingvar Sverrisson ? ,Jngvar er Breiðhyltingur, sonur Sverris Friðþjófssonar og Etí'sabetar Ingvarsdóttur. Bróðir minn er hand- boltahetja og heitir Sverrir Þór - 17 ára töffari. Eg er alin upp í Reykjavík og er ekki af krataættum nema að litl- um hluta. Við skulum vona að stór jafnaðarmannaætt verði til útffá mér.“ Hvaða atburðir standa uppúr minningunni um 1994? „Borgarstjómarkosningamar!“ En hvert stefnirðu ístarfi og leik á nýju ári? „Ég stefni með öðmm jafnaðar- mönnum að sigri Alþýðuflokksins í alþingiskosningunum í vor. Ég ætla síðan að hasla mér völl f hlutverki fóðurs næsta vor. Þar að auki hef ég nú hellt mér út í baslið; sokkinn í mynstrið sem stoltur eigandi tæplega fimm milljóna króna skuldar vegna íbúðarkaupa sem ég og kona mín skelltum okkur útí nú í skammdeg- inu.“ Framtíðaráœtlanir til lengri tíma? „Það er nú fyrst og fremst að sam- eina jafnaðarmenn í einum flokki, þannig að hægt verði að ná auknum árangri í að bæta lífskjör þjóðarinnar. Ég ætla að taka þátt í að koma íslandi sem fullgildum meðlimi í samfélag þjóðanna, koma okkur inná Evrópu- sambandskortið. Auk þessa ætla ég auðvitað að búa konu minni og bami gott heimili og eignast með henni mörg böm.“ Hvað með námið? Þú varst við nám í stjómmálafrœði, en tókst þér hlé. Ætlarðu að taka upp þráðinn á nýjan leik? , Já, ég ætla að klára námið, en verð samt að taka það á þeim hraða, að ég geti líka stundað mína pólitík því ég get ekki séð það í augnablikinu að ég komist úr þeim fyrr en seint á næstu öld.“ Þú varst fomiaður nemendafé- lags Fjölbrautaskólans í Breiðholti á sínum tíma. Hvað er eftirminnileg- astfrá þeim tíma? „Það var í rauninni í fyrsta skipti sem ég tók þátt í stjómmálum. Nem- endafélag FB er stærsta nemendafé- lag landsins og veltir gífurlegum fjár- munum. Stjóm þess er því ekkert ann- að en pólitík. Eftirminnilegast ffá þeim tíma er þegar ég tók þátt í kosn- ingabaráttunni um formannsembætt- ið, en í hana eyddi ég um áttatíu þús- und krónum sem vom peningar sem ég fékk fyrir auglýsingar sem birtust í kosningablaði mínu. Það var mjög góð og ódýr barátta sem skilaði mér 80% fylgi. Bíddu, afhveiju er ég ekki í kosningastjóm Alþýðuflokksins...? En þú sérð annars að ég er svo ofsalegur egóisti, að sem stendur hæst uppúr í mínu lífi er ég sjálfúr; ekki gott afspumar." Attu einhver áhugamál fyrir utan stjómmálin? ,JMei því miður. Fjölskylda og vin- ir taka upp allan minn ffía tíma fyrir utan stjómmálin. Ég verð að gera eitt- hvað í þessu.“ Hver er ástin í lífi þínu. ,Ástin í lffi mínu er Hólmfh'ður Björk Óskarsdóttir 21 árs Breiðholts- mær - sem er alltaf að reyna segja mér að hún sé ffekar Skagfirðingur en Reykvíkingur. Hún ber undir belti bam okkar og er konan sem ég ætla að eyða ævinni með sem hvað hún segir.“ Að lokum, ertu ennþá ungur og reiður-eða kannski bara uitgur? „Ekkeit kjaftæði, ég er jafnaðar- maður. Vertu úti!“

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.