Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 1
A-mynd: E.ÓI. Framsóknarflokkurinn á Norðurlandi vestra Alþýðublaðið í dag Med ólíkindum að menn geti ekki stýrt prófkjöri - segir Stefán Guðmundsson alþingismaður um framkvæmd prófkjörs flokksins á Norðurlandi vestra. Talning er ekki enn hafin. „Prófkjörinu lauk klukkan þrjú á þriðjudaginn eftir að það hafði ver- ið framlengt tvisvar. Eg skil ekki hvers vegna ekki var farið í að safna atkvæðum saman þá strax. Eg veit ekki hvar kjörgögnin eru og hef ekki einu sinni fengið upplýs- ingar um hve margir kusu,“ sagði Stefán Guðmundsson alþingismað- ur á Sauðárkróki í gær. Prófkjör Framsóknarflokksins á Norðurlandi vestra hófst síðast lið- inn laugardag og átti að Ijúka á sunnudagskvöld. Vegna illviðris var prófkjörið framlengt til mánu- dagskvölds og síðan til klukkan 15 á þriðjudag. Stefán segir að þá hafi veður ekki hamlað því að atkvæð- um væri safnað saman, en í gær var hins vegar hið versta veður og ófærð. A skrifstofu Framsóknar- flokksins í Reykjavík töldu menn óvíst að úrslit lægju fyrir í prófkjör- inu fyrr en á morgun. „Ég var ekki sérlega spenntur fyrir prófkjöri. Ég get alveg viður- kennt það. En eftir að ég heyrði andann í því fólki sem sat kjör- dæmisþingið, sérstaklega yngra fólkinu, greiddi ég atkvæði með prófkjörinu. Ég hef hins vegar gagnrýnt framkvæmd prófkjörsins og er óánægður með hvernig var haldið á málum. Mér finnst það al- veg með ólíkindum að menn skuli ekki geta stýrt prófkjöri. Ég sem gamall keppnismaður vil taka þátt í baráttu en það verður að fara eftir reglum. Upphaflega áttu trúnaðarmenn að annast framkvæmd prófkjörsins en síðan var prófkjörið bara opnað. Menn gátu kallað til fólk til að fara með prófkjörsgögnin út og suður. Ég leit svo á í upphafi að það ætti að vera kjördeild á hverjum stað, en hins vegar ætti að vera heimilt að fara með kjörgögn til fólks sem ekki kæmist á staðinn af sérstökum ástæðum. Þegar við fórum að kvarta undan losarabrag á prófkjör- inu var bara allt gefið laust. En ég er sannfærður um að þátttakan var gífurlega mikil og veit að ég á hér mikinn stuðning," sagði Stefán Guðmundsson. Hann sagðist gera sér grein fyrir að erfitt væri að ná sæti af sitjandi þingmanni. Hins vegar hefði það ekki verið af ástæðulausu að hann sóttist eftir efsta sætinu sem Páll Pétursson hefur skipað. Þegar kjör- dæmissambandið hefði ákveðið að viðhafa prófkjör hefði falist í því ákveðin vísbending um að fólk vildi breytingu. Þeir sem teldu sig eiga ákveðin sæti hefðu uppi blekk- ingar og væru að gera lítið úr fólki. „En við spyrjum að leikslokum," sagði Stefán. Rokdans í Reykjavík Fárviðri geysaði um land allt í gær með tilheyrandi ofsaroki. Veðurfræð- ingar hafa varað við lægðum sem bíða í biðröð úti af landinu og ekki er í augsýn að lægi í bráð. Myndin var tek- in í Reykjavík við Arnarhól í gærkvöldi þarsem ungar meyjar stigu rokdans af listfengi. Atvinnuástand í desember Atvinnulausum fækkar um 900 - miðað við sama mánuð árið áður. Atvinnuleysisdagar í desember síðastliðnum jafngilda því að 7.166 menn hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um. Karlar voru 3.629 en konur 3.537. Það eru að meðaltali um 1.665 fleiri atvinnulausir en í nóvember en um 880 færri en í desember 1993. Árið 1994 voru um 6.209 manns að meðaltali atvinnulausir eða 4,7% en árið 1993 voru um 5.600 manns að mcðaltali at- vinnulausir eða 4,3%. Þessar upplýsingar koma fram í yfirliti vinnumálaskrifstofu fé- lagsmálaráðuneytisins. Atvinnu- lausum í desember fjölgaði í heild um 30,5% frá nóvembcrmánuði en fækkar hins vegar um 10,9% frá desember 1993. Undanfarin 10 ár hefur at- vinnuleysi ávallt aukist milli nóv- ember og desember eða að með- altali um 45% milli þessara mán- aða. Aukningin nú er þvi nokkuð minni og hefur ekki verið minni milli mánaða síðan árið 1989. Ástæður aukins atvinnuleysis nú eru fyrst og fremst hefðbund- in lokun margra fiskvinnslu- stöðva seinni hluta desember og stöðvun stórs hluta bátaflotans. Búast má við að atvinnuleysi aukist talsvert nú í janúar og geti orðið á bilinu 6,3% til 6,8% í mánuðinum. Jónas Sen skrifar um Beethoven: manninn sem stal tónlist af himnum 6 og 7 Er Sergei Kovaljov nýr Andrei Shak- arov? Erlend umfjöllun um Tétsjeníu 4 Molar úr Furstanum eftir Niccoló Mac- hiavelli: Kennslu- bók í refskák 5 Snjóflóðið í Súðavík það mannskæðasta frá 1919 Fjórtán fórust - en tólf komust lífs af. í bænum skemmdust 25 hús eða eyðilögðust. Fjórtán íbúar Súða- víkur fórust í snjóflóðinu sem féll á byggðina á mánudagsmorgun, átta böm og sex fullorðnir. Tólf komust lífs af úr flóðinu og liggja níu þeirra á sjúkrahúsinu á Isafirði. Talið er að 25 hús hafi skemmst og eyðilagst í flóðinu. Hátt á þriðja hundrað manns var við björgunarstörf í Súðavík þegar mest var. Aðstæður til leitar og björgunar voru afleitar sökunt veðurofsa og snjókomu. Eftirtaldir létust í snjóflóðinu: Systkinin Aðalsteinn Rafn Hafsteinsson 2 ára, Kristján Númi Haf- steinsson 4 ára og Hrefna Björg Hafsteins- dóttir 7 ára. Þau voru til heimilis að Túngötu 5. Feðginin Hafsteinn Bjömsson 40 ára og fósturdóttir hans, Júlí- anna Bergsteinsdóttir 12 ára. Þau vom til heimilis að Túngötu 6. Mæðgumar Bella Að- alheiður Vestijörð 39 ára og Petrea Vestfjörð Valsdóttir 12 ára. Þær bjuggu að Túngötu 7. Mæðgurnar Hjördís Bjömsdóttir 37 ára, Bima Dís Jónasdóttir 14 ára og Helga Björk Jón- asdóttir 10 ára. Þær bjuggu að Túngötu 8. Hjónin Sveinn Gunn- ar Salómonsson 48 ára og Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir 49 ára. Þau áttu heima að Nes- vegi 7. Sigurborg Ámý Guð- mundsdóttir 66 ára. Hún bjó að Njarðarbraut 10. Hrafnhildur Þor- steinsdóttir 1 árs til heimilis að Aðalgötu 2. Þetta er mesta mann- tjón sem orðið hefur í snjóflóði hér á landi síð- an árið 1919. f gær var enn hvassveður og snjó- koma á Vestfjörðum og víða ríkti hættuástand vegna hættu á snjóflóð- um. Forsætisráðherra ákvað í gær að láta flagga í hálfa stöng á öll- um opinberum bygging- um í virðingarskyni við þá sem létust í snjóflóð- inu á Súðavík. Gary Hoffman €1 e 1 /Al'/y/M f t 'iJA-' fimmtudaginn 19. janúar, kl. 20. Hljómsveitarstjóri: Osmo Vanskii Ginleikari: Gary Hoffman Efnisskrá: Joonas Kokkonen: Sinfónía nr. 4 Igor Stravinskíj: Le Baiser de la Fée Edward Elgar: Sellókonserí s Miðasala á skrifstofutíma og við innganginn við upphaf tónleika.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.