Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Fríverslun og landbúnaður „Hið ríkisstyrkta hagsmunagæslukerfi bænda, sem Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra er nú í forsvari fyrir, lifir nokkuð sjálfstæðu lífi og tekur því miður allt of lítið tillit til hagsmuna bænda. Afstaða Alþýðuflokksins og ungra jafnaðarmanna til alþjóðaviðskiptamála hefur oft á tíðum verið misskilin sem andstaða við bændur. Það er að sjálfsögðu fjarri lagi... Alþýðuflokkurinn vill taka tillit til fyrivara bænda um frjáls viðskipti og bæta þeim upp allan skaða sem þeir kunna að verða fyrir vegna aukinnar samkeppni.“ Islendingar fagna nýju ári sem stofnaðilar Alþjóða viðskiptastofnun- arinnar (WTO). Þessi nýja stofnun — sem hefur eftirlits- og úrskurðunar- hlutverk á grundvelli hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti (GATT), ásamt auknu ffelsi í við- skiptum með landbúnaðar- og vefh- aðarvörur—er mikilvægasta framlag til aukinnar frí- verslunar í heimin- um í áraraðir. Það er fagnaðarefni að Islendingar hafi gengið þetta skref. Hugmyndin um slíka stofnun er ekki ný af nálinni, því nú er næstum hálf öld síðan hún komst fyrst á teikniborðið. Það er því ekki bara á Islandi sem fylgjendur fijálsræðis í viðskiptum þurfa að sætta sig við hægfara þróun í stað rót- tækra umbóta. A Islandi em þó all sérstakar aðstæður hvað þetta varðar, því að vemdarstefna á óvíða dýpri rætur en hér, að minnsta kosti þegar kemur að fyrrum höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnaði. Ávinningur fríverslunar Hagfræðin segir okkur að fijáls viðskipti á milli landa auki velferð og hagvöxt. Viðskipti fela alltaf í sér ávinning fyrir báða aðila, þvr' að með sérhæfmgu eykst heildarframleiðslu- magn. Til viðbótar hafa viðskipti í för með sér dreifingu á þekkingu, sem eykur mannauð og ýtir undir varan- lega aukningu t' hagvexti. Þrátt fyrir ótvíræða kosti getur fh'- verslun haft óheppilegar afleiðingar til skamms tíma fýrir atvinnugreinar sem áður nutu vemdar fyrir erlendri samkeppni. Þærneikvæðu afleiðingar em þó óvemlegar í samræmi við ávinning neytenda af aukinni verka- skiptingu og samkeppni. Það liggur þvt' beinast við, að neytendur — þeir sem hagnast á auknu frelsi — bæti framleiðendum í vemduðum grein- um; þeim greinum sem tapa; þann skaða sem þeir verða fyrir. Með þeim hætti tapar enginn á breyttu fyrir- komulagi. Andstaða bænda hér á landi til breytinga er einkum tvíþætt. I fyrsta lagi óttast þeir að þeir sem hagnast á ffelsinu svíkist undan með að bæta þeim tekju- missinn. I öðm lagi eiga þeir erfitt með að meta ævi- starf sitt, sem hugsanlega líður undir lok við auk- ið viskiptafrelsi, til fjár. Þessi síðari skýring er væntanlega mikilvægari í ljósi þess að búvörusamningurinn er að hluta til eins konar bót fyrir hag- ræðingu í landbúnaði. Hér er þó ekki nema hálf sagan sögð því óhætt er að segja, að afstaða bænda sjálfra hefur takmörkuð áhrif á afstöðu landbúnað- arkerfisins. Hið ríkisstyrkta hagsmunagæslu- kerfi bænda, sem Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra er nú í forsvari fyrir, lifir nokkuð sjálfstæðu lífi og tekur því miður allt of lítið tillit til hagsmuna bænda. Afstaða Alþýðuflokksins og ungra jaftiaðarmanna til alþjóðaviðskipta- mála hefur oft á tíðum verið misskilin sem andstaða við bændur. Það er að . sjálfsögðu fjarri lagi, en rétt er aðjafn- aðarmenn em svarnir andstæðingar hagsmunagæslukerfisins sem fyrir löngu síðan hætti að hlusta á umbjóð- endur sína. Alþýðuflokkurinn vill taka tillit til fyrirvara bænda um frjáls viðskipti og bæta þeim upp allan skaða sem þeir kunna að verða fyrir vegna aukinnar samkeppni. Sullumbull á Alþingi Rétt fyrir árslok afgreiddi Alþingi þingsályktunartillögu, þar sem mörk- uð er stefna í fiamkvæmt GATT- samningsins hér á landi, svo Island gæti orðið stofnaðili að WTO. í þeirri ályktun er forræði yfir innflutningi landbúnaðarvara sett í hendur land- búnaðarráðherra. Þessi undarlegi gjömingur, ásamt himinháu tilboði um tolla til GATT, gerir það að verkum að innflumingur með landbúnaðarvömr er algerlega útilokaður á næstunni. Þetta hefúr verið gert, án þess að nein haldbær rök séu fyrir því að vemd til handa landbúnaði umfram aðrar atvinnu- greinar sé á einhvem hátt hagkvæm fyrir þjóðina. Hér er á ferðinni skelfilegt dæmi um, hvemig lítill en vel skipulagður þrýstihópur getur fengið stjómvöld til að vinna gegn hagsmunum eigin þjóðar. Er ekki eitthvað að, þegar þingmenn bæði úr Sjálfstæðisflokki og Alþýðubandalagi, sem keppist við að kenna sig við jafnaðarstefnu, hreykja sér fyrir þetta sem gott dags- verk? Kjósendur hafa valréttinn Sfðastliðinn laugardag samþykkti sambandsstjóm Sambands ungra jafnaðarmanna ályktun þar sem efhi þingsályktunartillögunnar er mót- mælt. Jafnframt em stjómvöld hvött til að kanna það hvort af forræði land- búnaðarráðherra yfir innflutningi iandbúnaðarvara standist íslenska stjómskipan. Málinu er ekki endanlega lokið á Alþingi. Enn á eftir að samþykkja lög sem staðfesta yfirlýstan vilja þings- ins. Það er hins vegar óvíst hvetjir muni sitja á Alþingi þegar lög vegna GATT verða samþykkt. Kjósendur hafa þvf möguleika á að breyta þess- ari ákvörðun með því að kjósa sér landsforystu sem ber hag þeirra fyrir bijósti en lætur ekki stjómast, líkt og strengjabrúður, af sterkasta hags- munahópi landsins. Höfundur er hagfræðingur og formaður Sambands ungra jafnaðarmanna. Pallborðið Jón Þór Sturluson skrifar Þjóðvaka- menn vinna nú að undirbún- ingi iands- fundarins, sem hald- inn verður undir mánaða- mót. Þar verður gengið frá lögum Þjóð- vaka og uppbyggingu flokksins. Jóhanna Sig- urðardóttir er vitanlega sjálfkjörin sem formaður, og við heymm að vilji sé fyrir því að Svanfríður Jónasdóttir á Dalvík varaformaður. Konur em mjög áberandi í undirbún- ingsvinnu. Ólína Þor- varðardóttir stýrir mál- efnahópi um veiferðarmál og á aukþess mikinn þátt í að móta framboðslista Þjóðvaka útum allt land. Hún var reyndar mjög orð- uð við framboð fyrir Þjóð- vaka í Reykjavík, og talað um eitt af efstu sætum. Nú er hinsvegar næstum frá- gengið að Sigurður Pét- Hinumegin Górilluskóli Heiðars snyrtis. Kók dagsins Bandaríkin og Norður-Kórea vom síðastliðið vor á kafi í gífur- lega harkalegum milliríkjadeilum vegna kjam- Kók fyrir Kim. orkuvopna Norð- ur-Kóreu og af- stöðu valdhafa landsins til þeirra mála. A þeim tíma hefði það þótt ótrúleg tilhugsun að tæpu ári síð- ar væm ríkin tvö farin að ræða viðskiptasamninga einsog ekkert hefði í skorist. En hver er tilgang- ur sáttagjörða ef þær leiða ekki til viðskipta? Sendiherra Norður- Kóreu hjá Sameinuðu þjóðunum, maður að nafni Pak Gil Yon, sat fund fyrir nokkmm dögum í aðal- stöðvum Coca-Cola í Bandaríkj- unum og átti þar samræður við varaforseta fyrirtækisins. Norður- kóreanskur embættismaður sagði þá hafa rætt „samstarf í framtíð- inni“. Já, hinn fijálsi markaður og hugaðir kapítalistar em óstöðv- andi afl; fyrirtæki á borð við Coca-Cola og McDonald’s hafa sjálfsagt gert rneira fyrir vinsam- leg samskipti þjóða en margir helstu þjóðarleiðtoga... ursson, eiginmaður Ólínu, verði í efsta sæti á Vest- Ijörðum, og Jóhanna mun hafa sagt að þau hjónin gætu ekki bæði verið í sætum sem von er um að skili þingmennsku. Þannig er því miður ekki útlit íyrir að Sigurður og Ólína verði fyrstu hjónin sem sitja samtímis á þingi... Framboð Árna Steinars Jóhannssonar fyrir Alþýðubandalagið á Norð- urlandi eystra hefur vakið mikla athygli nyrðra. Ámi Steinar hefur reyndar uppá síðkastið verið einn umtal- aðisti borgari Akureyrar, enda litríkur maður. Við síðustu kosningar náði hann mjög góðum árangri fyrir Þjóðarflokkinn og Flokk mannsins, og var ekki íjarri því að vinna þingsæti. Nú telja kunnug- ir að pólitfskt aðdráttarafl Áma Steinars hafi rninnk- að talsvert, en eigi að síður verður fróðlegt að sjá hvemig framboði hans með Steingrúni J. Sigfús- syni reiðir af... Alaugardaginn verður þess minnst að hundr- að ár em liðin frá fæðingu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, og hafa rnenn- ingarsinnaðir íjölmiðlar nokkum viðbúnað vegna þess. Rás 1 útvarpar nú fróðlegri þáttaröð Gunn- ars Stefánssonar um skáldið, og á afmælis- daginn verður ffum- sýnd dagskrá ,eik- Ak- ureyrar um Davíð. Þá heyrum við að í vor sé von á nýrri útgáfu heildarsafns ljóða Davfðs. Vaka-Helga- fell hefur útgáfurétt á verkum hans, einsog fleiri ástsælla skálda, og því má búast við að nýja útgáfan verði vel úr garði gerð... Fimm á förnum vegi Eiga samkynhneigðir að fá að giftast í kirkju? Sigurður Pálsson sjómaður: Nei, alls ekki. Steinn Jóhannsson pípulagn- ingamaður: Ég sé ekkert því til fyrirstöðu. Óttar Benjamínsson lækna- nemi: Já,já. Halldór Eyjólfsson nemi: Jú, ég held að það sé í lagi. Karl Jóhannsson húsvörður: Því ekki það. Viti menn Það þvingar enginn Jóa til eins eða neins. Þetta gerðist með viðræðum. Árni Grétar Finnsson fyrrum bæjar- fulitrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði um þá ákvörðun Jóhanns G. Bergþórs- sonar að taka sér frí. Tíminn í gær. Það getur verið betra að vanta brauð en að vera litlaust nafnnúmer í einhverri Brusselskúffunni. Leifur Sveinsson lögfræðingur í Mogg- anum í gær. Hann er á móti aðild ís- lands að ESB. Gera þarf langtímaáætlun um uppbyggingu skóla og vísinda- starfa í landinu. Slíkt þykir sjálfsagt þegar vegagerð á í hlut og hversvegna skyldi sérstök skólaáætlun ekki fá viðlíka umfjöllun á Alþingi? Össur Skarphéðinsson umhverfisráð- herra. Kjallaragrein i DV í gær. íslendingar eiga auðvitað að vera virkir þátttakendur í ævintýrinu sem er að gerast í Kína. Björn Bjarnason formaður utanríkis- málanefndar Alþingis. Mogginn í gær. Nei, ég kemst ekki. Ég brotnaði á skíðum í gær. Pálmi Gíslason að aöspurður hvort hann ætli á skíði í vetur. Spurning dagsins í DV í gær. Nú er hinsvegar komin upp sú staða hjá Kvennalistakonum í Reykjanesanga að barist er um völd og samstaða með konum sem gáfu kost á sér á lista er að engu höfð. Ragnhildur Eggertsdóttir varaþingkona Kvennalistans í Reykjanesi. DV í gær. r Veröld Isaks Maður að nafni Victor Berger var kosinn á bandaríska þingið fyrir Wisconsin-fylki árið 1920. Þegar Berger ætlaði síðan að setjast á þing sem réttkjörinn fulltrúi greip fulltrúadeild bandaríska þingsins til örþrifaráða og þverneitaði honum um að taka þingsæti. Það var gert með sérstakri atkvæðagreiðslu sem fór 328-6, Berger í óhag. Ástæða þessara sögulegu tíðinda mun hafa verið sú, að hann var sósíalisti og hafði kröftuglega barist gegn þátttöku Bandaríkjanna í fyrri heimsstyrjöldinni. Það var ekki fyrirgefið. Úr staðreyndasafninu Isaac Asimov's Book of Facts eftir samnefndan höfund óteljandi vísindaskáldsagna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.