Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 MWBWBIB 20856. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Snj óflóðav arnir í kjölfar hins hörmulega slyss í Súðavík hefur kastljósið eðli- iega beinst að því hvernig staðið er að vömum gegn snjóflóðum í landinu. Þjóðin stendur frammi fyrir þeirri staðreynd, að á tæpu ári hafa þrjú snjóflóð fallið, tvenn hafa krafist mannfóma, og öll hafa verið utan skilgreindra hættusvæða. Af þessu hljóta menn að draga þá ályktun, að aðferðir og forsendur við hættu- mat séu ekki byggðar á nægilega traustum gmnni. I framhald- inu er sjálfsagt að taka allar aðferðir við ákvörðun hættusvæða til endurskoðunar, og kalla til alla þá menn sem geta lagt þeirri vinnu lið, jafnt innlenda sem erlenda. Þó sannarlega séu færir sérfræðingar í landinu er allra hluta vegna rétt að færa sér einn- ig í nyt reynslu erlendra sérfræðistofnana. En harmleikurinn í Súðavík hefur líka beint sjónum að því undarlega skipulagi sem stjómsýsla snjóflóðavama lýtur. Sam- kvæmt gildandi lögum em það Almannavamir ríkisins, sem heyra undir dómsmálaráðuneytið, sem eiga að annast gerð hættumata. Þær hafa sér til ráðuneytis ofanflóðanefnd, sem lýt- ur félagsmálaráðuneyti, og ber að fjalla um allar tillögur áður en þær em endanlega afgreiddar frá Almannavömum, sem sendir hættumat til staðfestingar félagsmálaráðherra. Veður- stofan, sem er undir umhverfisráðuneytinu, annast hins vegar öflun allra gagna sem lúta að snjóflóðahættu, sér um mælingar á snjóalögum og er því ábyrg fyrir eftirliti með snjóflóðahættu, og hefur að auki samkvæmt lögum viðvömnarskyldu. Það er hins vegar sveitarfélögunum, sem ber lögum samkvæmt að ráða snjóeftirlitsmenn, en laun þeirra em greidd af hálfu af því og Veðurstofunni, og hann starfar jafnframt að fyrirmælum hennar. Jafnframt er það lagaskylda sveitarfélagsins að hafa fmmkvæði að tillögum um vamarvirki fyrir hættusvæði. Þetta er afar flókið ferli, og augljóslega ekki það heppilegasta til að tryggja skilvirk vinnubrögð. Langskynsamlegast væri að ábyrgðin á bæði eftirlitinu og vamarvirkjum væri hjá sama ráðuneyti. Vamarvirkin em eðlilega tengd skipulagi, sem fellur undir umhverfisráðuneytið, og því líklega heppilegast að ofan- flóðanefnd, og verkefni hennar, væm vistuð þar. Nú liggur jafn- framt fyrir stjómarfmmvarp, þar sem lagt er til að hlutdeild of- anflóðasjóðs í kostnaði vegna vamarvirkja verði aukin úr 80% í 90%, og ráðherra geti þar að auki heimilað lán til félítilla sveit- arfélaga fyrir þeim 10% sem upp á vantar. Þannig má segja, að fjánnögnun vamarvirkja sé að mestu leyti komin yfir á ríkið. Því er skynsamleg sú hugmynd, sem umhverfisráðherra reifar í Alþýðublaðinu í dag, að fmmkvæðisskylda að gerð vamar- virkja verði flutt frá sveitarfélögunum, og yfir til ríkisins, til dæmis ofanflóðanefndar. Fyrir því er hægt að færa fleiri rök. Aðalatriðið er, að menn læri af reynslunni. Snjóflóðavamir og -eftirlit er ungt í landinu. Byggð hefur víða þróast með þeim hætti á öldinni, að þegar menn fóm að gera sér betri grein fyrir vá snjóflóðanna, og þróa hættumöt, þá kom einfaldlega í ljós, að víða er búið að byggja á svæðum, þar sem einhver snjóflóða- hætta er fyrir hendi. Spumingin sem stjómvöld standa nú frammi fyrir er þessi: Hvemig ætla þau að bregðast við, ef fólk á slíkum svæðum óskar eftir stuðningi við að flytja sig um set? Onnur sjónarmið ESÍSS ab bua a =g? f jórtán gg§ SIS &s. wm 1U Oavíd er á kafi f * ,1» sdsíjóma bænum Hór crekkium að ræða “mt<*halduro(ns ...._...» SteerrixrdniuTTÍrarir 'virmnnsAiTtnetUy Wttm. Enn á ný velta menn fyrir sér mörkum hins byggilega heims. Þennan sólarhringinn hafa tæplega eitt þúsund Vestfirðingar flúið heimili sín. Það er ekki ný saga að búseta á Vestfjörðum er barátta við náttúru, veður og einangrun...Vestfirðirnir eru engu líkir í veldi sínu og hrikalegri fegurð. Þeim er reyndar ekki fisjað sman, Vestfirðingum, í lífsbaráttunni og ást sinni á átthögun- um...þá verður líka að gera þá kröfu að aðr- ir landsmenn skilji þær erfiðu aðstæður sem fylgja búsetu á ystu strönd, umgirtri fjallaborg og veðurofsa marga mánuði á ári. Það er enginn barnaleikur, skrifar Ellert. B. Schram í forystugrein DV í gær. Auðmýkt en þrautseigja Tíminn og Morgunblaðið fjöll- uðu í forystugreinum í gær um harmleikinn í Súðavík. Forystu- grein Túnans er svohljóðandi: Þjóðin hefur að vonum fylgst höggdofa með þeim harmleik sem gerst hefur í Súðavík. Þegar slíkir at- burðir gerast, þagnar dægurþras og rígur. Það liggur í hlutarins eðli að snjó- flóð verða ætíð þegar veðurfarslegar aðstæður eru verstar og óhægast um vik að bjarga. Svo var að þessu sinni. Þegar þannig háttar til, kemur einkar vel í ljós mikilvægt hlutverk björg- unarsveita í öllum byggðarlögum og nauðsyn á því að hafa skipulag og mannafla tii björgunar. Það er krafta- verki líkast að hægt skuli á skömm- um tíma að kalla til á heimaslóðum þjálfað björgunarlið, sem heldur út í leit án utanaðkomandi aðstoðar í sól- arhring við þær aðstæður sem eru fyrir vestan. Um allt land er fólk reiðubúið að leggja sig í lífshættu til þess að bjarga öðru fólki; slíkt hættu- ástand er á Vestfjörðum í þeim veðraham sem þar geisar. Þetta á ekki síst við um sjómennina og björgunarsveitarmennina, sem komu á vettvang sjóleiðina. Annar þáttur, sem ekki er veigalít- ill, er þáttur útvarps og íjarskipta. Þegar slíkir atburðir gerast, reynir á Ríkisútvarpið, einkum fréttastofuna, sem flutti stöðugt fréttir eftir því sem tök voru á. Þessir atburðir ættu að minna á hve mikil nauðsyn ber til að Land- helgisgæslan hafi yfir að ráða traust- um skipakosti í viðbragðsstöðu. Hlutur fiskiskipaflotans, Fagraness- ins og þeirra manna, sem þar stóðu í eldlínunni, er eftirminnilegur. Því miður eru það oft stórslys og hörmulegir atburðir sem minna þjóðina á gildi ýmissa grundvallar- þátta í öryggismálum. Þeir eru í fyrsta lagi að hafa tiltækt björgunar- lið og almannavamaskipulag, í öðru lagi að hafa öfluga Landhelgisgæslu, með skipakost í viðbragðsstöðu, og í þriðja lagi að hafa útvarp sem nær til allra landsmanna og gott kerfi til fjarskipta. Gildi þessa hefur sýnt sig svo ekki verður um villst síðustu dagana. tburðir sem þessir leiða hugann að skipulagi snjóflóðavama og mati á hættusvæðum, jafnvel umræðu um réttmæti byggðar á sömu svæðum. Sú umræða verður ofarlega á baugi á komandi tíð. Nú skiptir hins vegar mestu máli að einbeita kröftunum að því að koma í veg fyrir frekari hörm- ungar, ef það er í mannlegu valdi. Við emm minnt á það hve smár maðurinn er í raun í viðureigninni við náttúruöflin. Frammi fyrír þeim þarf að sýna auðmýkt, en jafnframt þrautseigju. mestu máli skiptir að gefast ekki upp. Þessu landi og nátt- úmfarinu fylgir hætta, sem þarf að fifa með. Skilningur á þessu þarf æt- íð að ríkja, einnig hjá þeim sem em fjarri vettvangi atburða að þessu sinni. Atburðir dagsins 1793 Lúðvík XVI Frakkakóngur dæmdur til dauða. 1942 Japanir ráð- ast inn í Burma. 1966 Indira Gandhi verður forsætisráðherra Indlands, fyrst kvenna í heiminum til að hljóta slíka vegtyllu. 1992 Lag Sykurmol- anna Hit kemst í 17. sæti breska vin- sældalistans. Afmælisbörn dagsins James Watt Skotinn sem fann upp gufúvélina, 1736. Edgar Allan Poe bandarískur höfundur hryllings- sagna og magnaðra kvæða, 1809. Paul Cezanne franskur listmálari, 1839. Ólafur Thors forsætisráð- herra fimm ríkisstjóma, 1892. Janis Joplin bandarísk rokkstjama, 1943. DoIIy Parton bandarísk sveitasöng- kona, 1946. Annálsbrot dagsins Dauðadómur gekk yfir Clemens Það er hryggð í huga fólks þessa dagana. Samhugur er dýrmætur, þegar á bjátar. Allir skynja þann harmleik, sem hefur átt sér stað, og sú mynd kemur enn betur í ljós eftir því sem atburðarásin skýrist. Allra hugur leitar til þeirra sem beijast hinni hörðu baráttu. Enginn ræður för Forystugrein DV, sem EUert B. Schram skrifaði, í gær er svohijóð- andi: Islenska þjóðin hefur fylgst með hildarleiknum í Súðavík hljóðlát og döpur. íslendingar em ýmsu vanir í samneyti sínu við náttúmöflin en snjóflóðið vestra hefur hrifsað til sín fleiri fómarlömb og valdið meira eignatjóni en dæmi em um í langan aldur. í raun og vem má það teljast kraftaverk að fólk hafi sloppið lif- andi undan flóðinu og mikill er sá lífskraftur sem ræður því að tvö ung- menni finnast lifandi eftir fimmtán og tuttugu og íjögurra tíma leit. Fréttir af þessum atburðum em válegar. Þjóðin er harmi slegin. Þó er það ekki á færi annarra en þeirra sem em í beinni snertingu við aðstæður að ímynda sér og upplifa það áfall sem dunið hefur yfir. Lítið þorp er rústað á svipstundu. Ung böm em í meirihluta þeirra sem farast. Óveður geisar, fimbulkuldi og blindbylur. Undir þessum kringumstæðum vom björgunaraðgerðir eins erfiðar og hugsast getur. Það segir hins vegar mikið um viðbrögð Vestfirðinga og þjóðarinn- ar að björgunarmenn streymdu að og vfluðu ekki fyrir sér að leggja nótt við dag til að leita þeirra sem saknað var. Sá hetjuskapur gleymist ekki. Súðavík við Álftaljörð er ekki stórt byggðarlag. Þar hafa búið rúm- lega tvö hundmð manns. Þorpið stendur undir þverhníptu fjallinu eins og svo mörg önnur sjávarþorp allt frá Vestfjörðum til Austurlands. I raun og vem hefur mannskepnan verið að bjóða náttúmöflunum birg- inn með bólfestu sinni og ljóst er að snjóflóðið í Súðavík á eftir að vekja upp margar spumingar um slíka byggð. Að minnsta kosti er víst að ís- lensk stjómvöld verða að endurmeta snjóflóðavamir á þessum stöðum og haga byggð í Iandinu með tilliti til þeirra aðstæðna sem hvarvetna blasa við. Fullyrða má að öllum kenning- um um snjóflóð og snjóflóðahættur er kollvarpað með þessum voveif- legu atburðum. Hvað réð því að ný hús í Súðavík hafa verið reist á þeim stað og með þeim hætti sem raun ber vitni? Hvað réð því að bamaheimili er staðsett efst í hlíðinni og ekkert nema tilvilj- un og duttlungar náttúrunnar ráða því að snjóflóðið féll tveimur klukkustundum áður en bömin em mætt í leikskólann? Sú hugsun verð- ur ekki hugsuð til enda hver eftirleik- urinn hefði orðið. Það má jafnvel spyija hvort Súða- vík eigi afturkvæmt til búsetu? Hver Bjamason fyrir galdra, hver síðar framfluttur var og af kongl. Majest. útlægur ályktaður varð af öllum kongsins löndum og ríkjum. Eyrarannáll, 1690. Málsháttur dagsins Oft eiga smiðs böm ónýta hnífa. Orð dagsins Mig dreymdi um dýrlegt sumar í dimnasta norðanbyl. Þó sál mín syngi af gleði, er sorgin mitt undirspil. Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Lokaorð dagsins Drottinn! Aumkaðu mína hrjáðu sál. Hinstu orð afmælisbamsins Edgars Allans Poe, d. 1849. Drykkjuþvaður dagsins Þegar maður les, er einna helst einsog maður sé að hlusta á blaður vill kalla yfir sig, fjölskyldu sina og böm slíka hættu í framtíðinni? Enn á ný velta menn fyrir sér mörkum hins byggilega heims. Þennan sólarhring- inn hafa tæplega eitt þúsund Vest- firðingar flúið heimili sín. Það er ekki ný saga að búseta á Vestfjörðum er barátta við náttúm, veður og einangmn. Þar hefur fólk samt viljað búa og Vestfirðimir em engu líkir í veldi sínu og hrikalegri fegurð. Þeim er reyndar ekki fisjað saman, Vestfirðingum, í lífsbarátt- unni og ást sinni á átthögunum. Römm er sú taug. Það er heldur ekki líkt Vestfirðingum að gefast upp en þá verður líka að gera þá kröfu að dmkkins manns, sem er viti sínu fjær. Umsögn „Hanncsar á hominu“ um t)ókina í Unuhúsi eftir Þórberg Þórðarson. Alþýðublað- ið 16. mars 1963. Skák dagsins Skák dagsins var tefld í hinni soltnu borg, Havana á Kúbu fyrir tveimur ámm. Lugo hefur hvítt og á leik en Elizart Cardenas hefur svart. Hvftur hefur fómað manni fyrir myljandi sókn, og nú lætur hann kné aðrir landsmenn skilji þær erfiðu að- stæður sem fylgja búsetu á ystu strönd, umgirtri ljallaborg og vcðu- rofsa marga mánuði á ári. Það er enginn bamaleikur. Allt þetta kemur upp í hugann þegar slíkar hörmungar dynja yfir. Mönnum fallast hendur. Hugur þjóð- arinnar er hjá aðstandendum þeirra sem fómst og eiga um sárt að binda. Við fögnum þeim sem sluppu úr helju en syrgjum þá sem urðu flóð- inu að bráð. Eftir stendur hnípin Súðavíkin og þjóð sem enn einu sinni hefur mátt greiða sinn toll í mannslífum og sorg. Það ræður enginn sinni för. fylgja kviði. Hvíti biskupinn leikur lykilhlutverk í einfaldri áætlun Lu- gos, en Cardenas gafst upp eftir að- eins tvo leiki og þá var guðsmaður- inn á d2 enn áhorfandi að hildar- leiknum. Hvað gerir hvítur? 1. e7+! Dxe7 Aðrir leikir em engu skárri. Lugo gerir nú útum taflið. 2. Rxd5 Svartur gafst upp. Hann á enga viðunandi vöm við Ba5+. Dagatal 19. janúar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.