Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Hann skildi fljótt að þjáningin væri óaðskiljanlegur hluti lífsins. Hann sá þannig tilveruna í sínu rétta ljósi, en þessi djúpa inn- sýn lamaði hann þó ekki, heldur gerði hann staðráðinn í að sigrast á öllum erfiðleikum. Litla svið Þjóðleikhússins Kynferðisleg áreitni Frumsýning á Oleanna, nýju bandarískt leikriti eftir David Mamet um samskipti kynjanna, mis- beitingu valds og kynferðislega áreitni. Oleanna eftir David Mamet: Jóhann Sigurðsson og Elva Ósk fara með hlutverk kennara og nemanda í nýju leikriti þar sem fjallað er um kynferð- islega áreitni. heyrnardeyfðina, og bregða fyrir sig ósiciljanlegum latneskum nöfnum - eins og þeirra er von og vísa. Hver svo sem ástæðan var, lagðist sívax- andi heymarleysið mjög þungt á snillinginn. Brátt gat hann ekki um- gengist fólk án þess að hlusta á það í gegnum stóran eymalúður eða trekt, og var það mikil raun fyrir jafn félagslyndan mann og hann var. Beethoven var þó ekki á því að gefast upp. „Ég skal taka örlögin kverkataki," sagði hann í bréfi til vinar síns, og fór nú að þjálfa sig í að semja tónlist og heyra hana jafn- framt í huganum eins fullkomlega og auðið var. Með því að notast við sín innri eyru myndi sjálf heymin ekki skipta hann neinu máli þegar tónsmíðar væm annars vegar. En ör- væntingin greip hann þegar hann fann að hann átti í stöðugt meiri erf- iðleikum með mannleg samskipti, og að hann var að einangrast í ein- manalegum heimi þagnarinnar. Hetjan og örlögin Upphaf heymarleysisins var vendipunktur í lífi Beethovens. Reyndar er hefð fyrir því að skipta tónverkum hans í tímabil, og segja má að þau markist af því sem var að gerast i sálarlífi hans hverju sinni. Fyrsta tímabilið hófst þegar Beet- hoven gerði sér grein fyrir því að ör- lög hans yrðu önnur en hann hafði i fyrstu órað fyrir. Tónsköpun hans fór þá að miklu leyti að snúast um innri átök: örlögin, náttúmna, vilja Guðs, manninn og alheiminn í kringum hann. Hetjuskapur hvers konar varð honum hugleikinn, og hetjuleg frelsisbarátta gegn nei- kvæðum, þrúgandi kringumstæðum varð honum að yrkisefni. Árið 1803, nokkxu eftir að Beet- hoven sá að hveiju stefndi, samdi hann þriðju sinfóníu sína, „Hetju- sinfóníuna" svokölluðu eða „Eroicu". Þessi sínfónía skipti sköp- un hjá Beethoven því hún var fyrsta tónverk hans sem var bein afleiðing persónulegrar upplifunar. Áður hafði hann samið „hreina" tónlist sem var í mjög klassískum, form- úlukenndum anda, en nú kvað við annan tón. Eroica túlkaði þær ólíku tilfinn- ingar sem Beethoven gekk í gegn- „Ég skal taka örlög- in kverkataki," sagði hann í bréfi til vinar síns. Kannski var Beet- hoven holdgerving- ur þessarar frum- myndar - maður sem stal tónlist frá himnum og var í staðinn refsað með útlegð í þögn, fjarri heimsins glaumi... um er honum varð Ijóst að hann var að missa heymina. Fyrsti þáttur verksins er hetjulegur og fullur hug- rekkis. Annar þátturinn er aftur á móti myrkur og þmnginn trega. í þriðja þættinum rís upp óbeislaður sköpunareldur - og þetta ferli, frá fyrsta þættinum til þess þriðja, var það sem Beethoven hafði sjálfur upplifað. Hann hafði í fyrstu verið hugrakkur þegar ógæfan dundi yfir, og svo fyllst örvæntingu. En í svart- asta myrkrinu hafði hann fundið að ekkert gat hamið sköpunarmátt hans, því þessi innblástur, fannst honum, gat ekki verið annað en guðdómlegur. Áfram myndi tónlist- in streyma í gegnum hann, því þó hann væri heymarlaus yrði andinn alltaf til staðar. Þetta er undirstrikað í íjórða og síðasta þætti sinfóníunnar, en þar er mikilfenglegt stef sem upphaflega kemur fyrir í öðm verki hans, ball- ettinum „Sköpun Prómiþeifs". í grískri goðafræði var Prómiþeifur goðumlík vera sem stal eldinum frá himnum og gaf mannkyninu. Trú- lega var Beethoven þannig að stað- hæfa að í tónlist hans leyndist guð- legur eldur. Og ef til vill leit hann á sig sem nokkurs konar Prómiþeif, sem guðirnir í goðsögunum dæmdu til að þjást fyrir stuldinn, hlekkjuðu við klett og gáfu hrægömmum. Kannski var Beethoven holdger- vingur þessarar frummyndar - mað- ur sem stal tónlist frá himnum og var í staðinn refsað með útlegð í þögn, fjarri heimsins glaumi... Tónsmíðamar sem á eftir fylgdu voru eins konar þróun á þessu meg- in viðfangsefni Beethovens. Um upphafið að hinni frægu fimmtu sin- fóníu hefur gjaman verið sagt, að þar væm örlögin að berja að dymm tónskáldsins. Svipað mótíf heyrist í öðmm verkum Beethovens, þar á meðal í íjórða píanókonsertinum, og hafa gárungar spurt hvort eitt- hvað annað hafi verið að banka þar á dyr Beethovens, eða hvort örlögin hafi verið að banka á dyr einhvers annars... og þá hvers? En hvað um það, verkin sem tilheyrðu þessu tímabili fjölluðu meira og minna um það sama - þó hvert á sinn frumlega hátt: manninn sem berst hetjulega við örlögin og það sem hefur verið tíundað hér að ofan. Príöja tímabilið Því miður er ekkert pláss til að fara nánar út í einstök atriði í ævi Beethovens. Enda skipta þau ekki meginmáli. Hann var einbúi alla sína tíð og kvæntist aldrei. Að vísu átti hann vingott við gifta konu, An- tonie Brentano, og skrifaði til henn- ar eldheit ástarbréf. Hann kallaði hana „Hina ódauðlegu elsku“, og hún endurgalt tilfmningar hans. En þegar sambandið var komið á það stig að Antonie ætlaði að fara frá „Fagnið, vinir, gam- anleikurinn er á enda.“ Beethoven á líkbörunum. manninum sínum, kom annað hljóð í strokkinn. Beethoven fann að hann var ekki skapaður fyrir hjónaband, og kaus frekar einsemdina. Allt frá því að heymarleysið dundi yfir hafði hann nefnilega verið ofurseld- ur list sinni, því það var það eina sem hann gat gert; að semja hvert snilldarverkið á fætur öðru. Eftir því sem árin liðu hjöðnuðu öldur stríðandi tilfmninga og Beet- hoven fann frið innra fyrir sér. Það endurspeglaðist í tónlist hans, og í næsta tímabili lífs hans, því þriðja, samdi hann mörg af bestu verkum sínum. Þetta eru meðal annars síð- ustu íjórar píanósónötumar, níunda sinfónían og síðustu strengjakvar- tettamir, ópus 127 og upp úr. Marg- ir telja að þessir strengjakvartettar séu hápunkturinn á ferli hans, og að í þeim megi skynja vitundarstig sem sé æðra en í nokkru öðra listaverki fyrr og síðar. Þegar Beethoven samdi kvartettana var hann að minnsta kosti orðinn lífsreyndari en flestir aðrir; hann þekkti líftð og hafði unnið að fullu úr því sem ör- lögin höfðu lagt á herðar hans. Heymarleysið og tilfinningalega einangrunin hjálpuðu til að þroska hans innri mann, og þessi djúpi lífs- skilningur hans fæddi af sér stór- kostleg tónverk. I mörgum þeirra er eins konar uppgjör við fortíðina. I fyrsta þætti næst síðustu píanósónötunnar ópus 110 notar Beethoven til dæmis „mótíf ‘ sem áður höfðu birst í són- ötunni ópus 57. Sú er oftast nefnd „Appassíónata", því orðið „appassi- onato'' þýðir „ástríðuþrangin" á tón- listarmáli. Verkið er nefriilega tryll- ingslegt, enda átti Beethoven í miklu sálarstríði þegai' hann samdi það. En í sónötunni ópus 110 koma sömu „mótífin" fyrir aftur, á allt annan hátt. Ólgusjór tilfmninganna er orðinn lygn og yfir öllum fyrsta þættinum er einhver dularfull kyrrð sem ekki er hægt að lýsa með orð- um. Með því að nota sömu „mótíf- in“ og í „Appassíónötu“ var Beetho- ven liklega að vísa til fortíðarinnar; og sá ólfiður sem ríkti í sál hans væri horfinn og aðeins minningam- ar um hann eftir. Enda er gleðin nánast blindandi í níundu sinfón- íunni, og er þar ekkert sem bendir til að Beethoven hafi verið bitur út í líf- ið sín síðustu æviár. Fyrir þá sem era veikir fyrir and- látsorðum ætla ég að birt það síðasta sem Beethoven sagði. Hann mælti: „Platitude, ámici, comedia finita est.“ En það útleggst á íslensku: „Fagnið, vinir, gamanleikurinn er á enda.“ Hann tók lífið ekki of alvar- lega, og missti aldrei kímnigáfuna. Það hefur trúlega hjálpað honum að mæta örlögum sínum. Nýtt bandarískt leikrit um sam- skipti kynjanna, misbeitingu valds og kynferðislega áreitni verður framsýnt á Litla sviði Þjóðleikhúss- ins á föstudagskvöldið. Leikritið heitir Oleanna, er eftir David Ma- met og hefur vakið gífurlega athygli á Vesturlöndum og mikil viðbrögð. I leikritinu segir frá ungri stúlku sem leitar ásjár kennara síns þegar hún sér fram á að falla á mikilvægu prófi í háskóla. Hann á von á stöðu- veitingu og aukinni velgengni, hún sér hinsvegar framá að margra ára strit fari í vaskinn. Hann tekur henni vel og býðst til að aðstoða hana. Smátt og smátt fara samskipti þeirra að taka á sig óvænta mynd og fyrr en varir standa áhorfendur frammi fyrir stórum siðferðilegum spumingum um samskipti kynjanna. Ekki síst vakna spumingar um mis- munandi túlkun manna á hinu talaða orði og einu eldfimasta umræðuefni Menningartengsl Islands og Rúss- lands (MIR) hefur kvikmyndasýn- ingar sínar á nýja árinu með sovésku myndinni Vésjolíe rebjata (Kátir fé- lagar) sem sýnd verður í bíósal MIR að Vatnsstíg næstkomandi sunnu- dag, 22. janúar, klukkan 16:00. Leikstjóri myndarinnar er maður að nafni Álexandrov sem mun hafa að- stoðað meistarann Sergei Eisen- stein í ýmsum leiðöngram hans. Þetta er sögufræg 60 ára gömul kvikmynd sem framsýnd var í árs- lok 1934 og sögð vera fyrsta sov- éska söngvamyndin. Tónlist mynd- arinnar samdi Dúnajevskíj og slógu nokkur laganna rækilega í gegn í Sovétríkjunum sálugu. Ekki þykir ólíklegt að myndatökumaðurinn hafi verið af norrænum upprana þar sem nafn hans var V. Nielsen. Með aðalhlutverk fara L. Útesov og L. Orlova. Vésjolíe rebjata naut mikilla vin- sælda og fádæma aðsóknar á sínum tíma og hefur siðan verið talin í hópi þekktustu kvikmynda í Sovétríkjun- okkar tíma, kynferðislega áreitni. Höfundur leikritsins, David Mamet, þykir með ffemstu nútíma- leikskáldum Bandaríkjanna og er auk þess þekktur fyrir gerð kvik- myndahandrita og leikstjóm. Fræg- ustu leikverk hans era American Bujfalo, Glengary Glenn Ross og Duck Variations, en þekktustu kvik- myndimar era til dæmis The Post- man Always Rings Twice, The Verd- ict og The Untouchables. Mamet hefur nýlokið við að leikstýra kvik- myndagerð Oleanna. Það era þau Elva Ósk Ólafsdótt- ir og Jóhann Sigurðsson sem fara með hlutverkin í sýningunni en leik- stjóri er Þórhallur Sigurðsson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, lýsing er í höndum Asmundar Karlssonar, hönnuður búninga og leikmyndar er Sigurjón Jóhanns- son og Hallgrímur H. Helgason þýddi verkið. um fyrrverandi. (Gagnrýnendur eru þó sammála um að seint verði hún talin til þeirra bestu.) Hún verður sýnd án þýddra skýringatexta, en textaleysið kemur væntanlega ekki í veg fyrir að kvikmyndaunnendur hafi gaman af henni. Af dagskrá MÍR þessa fyrstu mánuði ársins er það helst að segja, að sunnudaginn 29. janúar verður sýndur í bíósalnum við Vatnsstíg síðari hluti myndarinnar Rauða torgið. Fyrri hluti febrúarmánaðar verður helgaður Fjodor Dostojev- sky, en síðari hluti mánaðarins verður tileinkaður Lév Tolstoj. Stórmyndin Stríð ogfriður verður síðan sýnd í heild laugardaginn 25. febrúar og hefst sýningin klukkan 10:00 að morgni og lýkur unt klukk- an 18:30. Gerð verða kaffi- og mat- arhlé milli einstakra hluta myndar- innar. Sala aðgöngumiða að þessari maraþonsýningu er að Vatnsstíg 10, en annars skal minnt á að aðgangur að öllum öðram kvikmyndasýning- um MÍR er ókeypis. Menningartengsl fslands og Rússlands (MÍR) 60 ára söngvamynd eftir samstarfsmann Sergei Eisenstein - sýnd á sunnudaginn og 25. febrúar verður kvik- myndin „Stríð og friður“ sýnd í heild sinni frá klukkan 10:00 til 18:30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.