Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.01.1995, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 19. janúar 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Frá flokksþinginu 1994 Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur Islands Aukaþing haldið 4. til 5. febrúar „Framkvæmdastjóm Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmannaflokks Is- lands - hefur ákveðið að boða til aukaflokksþings á Hótel Loftleiðum í Reykjavík helgina 4. til 5. febrúar. Þingið er opið öllum flokksmönn- um, en atkvæðisrétt hafa þeir fulltrú- ar sem kjömir vom á 47. þing flokksins sem haldið var í Suður- nesjabæ síðastliðið sumar,“ sagði Arnór Benónýsson framkvæmda- stjómarmaður í samtalið við Al- þýðublaðið í gær. Amór var spurður hvort hefð væri fyrir aukaflokksþingum af þessu tagi. „Nei, allavega ekki undanfarin ár en lög flokksins heimila það engu að síður. Þingið er fyrst og fremst kallað saman til að skerpa áherslur flokksins í stefnu og starfi, fara yfir kosningastefnumál flokksins og vinnuna fram að kosningum. Að sjálfsögðu verða Evrópumálin inní þeim pakka, einsog önnur stórmál." Boðun þingsins eftir tæpar þrjár vikur er í samræmi við ákvörðun 47. flokksþings Alþýðuflokksins sem haldið var í Suðumesjabæ síðastlið- ið sumar. Að sögn Amórs er búist við góðri þátttöku og viðbrögð sem undirbúningshópi þingsins hafa bor- ist verið afar jákvæð. Prófkjör Alþýðubanda- lags á Norðurlandi vestra Hugsa mig vel um - segir Anna Kristín Gunnarsdóttir um hvort hún þiggi þriðja sætið. „Það er ekkert meira um þetta að segja, þetta var orðið ljóst þegar fyr- ir prófkjörið," sagði Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki, en hún hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri Alþýðubandalagsins á Norðurlandi vestra um helgina. „Siglfirðingar greiddu mér ekki mörg atkvæði í þriðja sæúð og telja mig greinilega ekki geta orðið að miklu liði þar,“ sagði Anna ennfremur. Mikill fjöldi Siglfirðinga skráði sig í Alþýðubandalagið fyrir þarsíð- ustu helgi, til að geta tryggt vara- þingmanninum og Siglfirðingnum Sigurði Hlöðverssyni annað sætið áfram. „Einhverjir sem tóku þátt í próf- kjörinu virðast ekki hafa séð ástæðu til að hafa mig á blaði, þannig að ég verð að hugsa mig vel um hvort ég tek þriðja sæúð á listanum. Annars var fróðlegt að fylgjast með talning- unni og sjá hvemig Siglfirðingar greiddu atkvæði," sagði Anna Krist- ín að lokum. Alþýðubandalagsmenn á Norðurlandi vestra ganga endan- lega frá ffamboðslista sínum að tveimur vikum liðnum. 11. tölublað - 76. árgangur Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra telur að ríkisstjórnin eigi að aðstoða fólk sem flytja vill af hættusvæðum Eigum að rétla því fólki hjálparhönd sem vill flytja Erlendir sérfræðingar kallaðir til vegna endurmats á snjóflóðavörnum. Össur Skarphéðinsson: Þjóðin verður að standa saman að því að efla ör- yggi manna sem mest, og ef fólkið sjálft kemst að þeirri niðurstöðu að því sé fyrir bestu að flytja sig um set, þá er það mín skoðun að þjóðin verði að rétta því hjálparhönd við það í gegnum ríkisvaldið. Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra telur að á svæðum þarsem hætta er á snjóflóðum og erfitt að koma við tryggum vamarvirkjum, þá eigi ríkisstjómin hiklaust að koma því fólki til aðstoðar sem telur öryggi sínu betur borgið með því að flytja sig um set. Össur leggur þó áherslu á, að í þessum efnum verði ekkert af- ráðið nema í nánu samráði við heimamenn. Á aukafundi í gærmorgun ákvað ríkisstjómin að fela öllum ráðuneyt- isstjóram að mynda vinnuhóp til að Qalla um hið hörmulega slys á Súða- vík. Nefndin á meðal annars að skila ríkisstjóminni tillögum um hvemig hún getur komið til aðstoðar heima- •mönnum og byggðarlaginu í heild í kjölfar harmleiksins. ,,Eg greindi ríkisstjóminni jafnframt frá því, að ég hefði falið veðurstofustjóra að skila hið fyrsta tillögum um hvemig mætti endurbæta eftirlit og þann þátt sem að henni lýtur hvað snjóflóða- varnir áhrærir," sagði Össur í samtali við Alþýðublaðið í gær. „En auðvit- að komu miklu fleiri aðilar að snjó- flóðavömum en ríkisstjórnin, og ég tel að vinnubrögð allra þurfi að end- urskoða í ljósi reynslu síðustu 12 mánaða. Sömuleiðis óskaði ég eftir því að drög að reglugerð um hættu- mat vegna snjóflóða verði sett í bið- stöðu meðan aðferðir og vinnubrögð við gerð hættumats era endurskoðuð frá granni. Ég ítrekaði jafnframt að ég teldi nauðsynlegt að fá erlenda fagmenn til Iiðs við þá hæfu sérfræð- inga sem við höfúm innanlands." Hefurðu beitt þér fyrir því nú þegar? , Já. Ég lét í gær hafa samband við Karsten Lid, sem er afar reyndur yfirmaður rannsóknarstöðvar um snjóflóð í Noregi, og kom hér á sín- um tíma í kjölfar snjóflóðsins í Nes- kaupstað. Hann hafði reyndar sjálfur samband við Veðurstofuna í kjölfar slyssins. Hann er reiðubúinn að koma hvenær sem er. Þá hefur franska sendiráðið boðist til að hafa milligöngu um komu franskra snjó- fióðasérfræðinga hingað, en þeir hafa líka komið áður að vömum á Is- landi. Um þetta verður tekin ákvörð- un á næstu dögum." Felur þetta í sér að þú treystir ekki innlendum sérfrœðing- um? „Alls ekki. Þeir sérfræðingar sem ég þekki úl, mínir menn á eftirlits- deild Veðurstofunnar, hafa í alla staði unnið sín verk óaðfinnanlega. Þeir leggja til þann þátt sem snýr að veðurfarinu, en margt fleira kemur inn í gerð hættumats. Ég hef hins- vegar fyrir framan mig þá staðreynd að á tæpu ári hafa þrjú snjóflóð fall- ið, öll utan skilgreindra hættumarka, og tvö þeirra hafa kostað mannslíf. Það þýðir einfaldlega að þau vinnu- brögð sem við höfum viðhaft era ekki nægilega þróuð. Það er við eng- an að sakast í þeim efnum. En það væri glapræði við þessar aðstæður að fara ekki í gagngera endurskoðun á aðferðafræðinni á öllu sem lýtur að snjóflóðavömum, og fráleitt við þá vinnu að færa sér ekki í nyt þekkingu erlendra sérfræðinga." Það vekur athygli að stjómkerfi snjóflóðavama og eftirlits virðist flókið, og þtjú ráðuneyti koma að málinu. Þannig em til dœmis varnirnar sjálfar undir félagsmála- ráðuneyti, en eftirlitið heyrir undir umhverfisráðuneytið. Verður ekki að breytaþessu? „Almannavamir ríkisins eiga að annast gerð hættumats, og þær heyra undir dómsmálaráðuneyti. Ofan- flóðanefnd er undir félagsmálaráðu- neyti og er ráðgjafaraðili almanna- vama. Veðurstofan, undir mínu ráðuneyti, er svo hinn faglegi úttekt- araðili að öllu sem varðar veðurfars- lega þætti snjóflóða, og sér um eftir- litið. Eðlilegast væri að vamarað- gerðimar og eftirlitið væri á ábyrgð eins ráðuneytis. Vamarvirkin tengj- ast mjög skipulagi byggðar, sem er undir umhverfisráðuneytinu, og þeg- ar ráðuneytið var stofnað á sínum tíma var skipulagið flutt frá félags- málaráðuneytinu. Einhverra hluta vegna vora snjóflóðavamir skildar eftir, en mér fyndist ekki óeðlilegt að vegna tengsla við skipulagið væra snjóflóðavamir fluttar hingað Iíka. Væntanlega verður þetta hluti af þeirri umræðu sem mun fara fram innan og á vegum ríkisstjómarinnar um skipulag snjóflóðavama og eftir- lits á næstunni." Nú hafa nœstum þúsund manns verið flutt af heimilum st'num á Vestfjörðum vegna snjóflóðahœttu, og í kjölfar snjóflóðsins á Súðavík er hafin umrœða um hvernig eigi að bregðast við ef þetta fólk œskir aðstoðar ríkisstjórnarinnar við að flytja annað. Hver er þín skoðun á því? „Ég tel rétt að skoða þessi mál ekki fyrren meiri ró er yfir mönnum. Sömuleiðis legg ég áherslu á, að engar ákvarðanir verði teknar nema í mjög nánu samráði við heimamenn. Ef það verður hinsvegar svo, að fólk óskar eftir því að ríkisstjórnin að- stoði það við að fiytja sig um set, af svæðum þarsem hætta er á snjóflóð- um, þá tel ég ekki annað unnt en að verða við því með einhveijum hætti. Þjóðin verður að standa saman að því að efla öryggi manna sem mest, og ef fólkið sjálft kemst að þeirri nið- urstöðu að því sé fyrir bestu að flytja sig um set, þá er það mín skoðun að þjóðin verði að rétta því hjálparhönd við það í gegnum ríkisvaldið. Reyndar tel ég líka, að í sumum til- vikum geti þetta verið skynsamlegra en að kosta miklum fjánnunum í gerð vamarvirkja. Ofanflóðasjóður gæti til dæmis komið inn í þetta, enda yrði honunt tryggt fjármagn til verkefnisins. En ég ítreka, að það verður ekkert gert nema í nánu sam- ráði við heimamenn." Borgarafundur Samtakanna ’78 Samkynhneigðir njóti mannréttinda - segir Guðrún Helgadóttir. Biskup íslands, Ólafur Skúlason segir að sjái Alþingi ástæðu til að breyta lögum um kirkjugiftingar þá muni kirkjan hlýða. Guðrún: Samkynhneigðir njóta Ólafur: Ef Alþingi breytir lögum í ekki sömu réttinda og aðrir. þessa átt, þá mun kirkjan hlýða. „í dag njóta samkynhneigðir ekki sömu réttinda og aðrir, Ég er því sammála minnihlutanum í nefndinni sem hefur skilað sínu áliti,“ sagði Guðrún Helgadóttir alþingismaður um afstöðu sína til réttindamála sam- kynhneigðra, en hún sagði í ræðu á borgarafundi Samtakanna ’78 um síðustu helgi að hjónabandið væri eina lögvemdaða sambúðarformið, sem tryggði fólki erfðarétt, umráða- rétt yfir bömum, lífeyrisréttindi og rétt úl að ættleiða böm. „Það er tvenns konar sambúðarform í þessu landi, annarsvegar lögvemdaður hjú- skapur og hinsvegar ólögvemduð sambúð." Guðrún sagði að ekkert tryggði full réttindi nema hjúskapur. Það væri sama vandamál uppi á teningn- um gagnvart einhleypum. Þeir hefðu ekki rétt til að ættleiða böm. „Grand- vallaratriðið er að allir íbúar þessa lands njóti mannréttinda," sagði Guðrún. Hún sagði jafnframt að það væri margt gott og til bóta í skýrslu þeirri er umrædd nefnd hefur skilað af sér og svo að ýmislegt hefði áunn- ist á síðustu árum og mætti nefna þar sem dæmi húsnæðismál samkyn- hneigðra. „Þetta vinnst í áföngurrí' sagði Guðrún. Alþýðublaðið leitaði til biskups ís- lands, Olafs Skúlasonar, um afstöðu kirkjunnar í máli þessu og sagði bisk- up að kirkjan hefði verið í viðræðum við samkynhneigða um frumvarp það sem liggur fyrir Alþingi um rétt- indi þeirra. „Kirkjan hefur ekki enn tekið neina afstöðu, sagði Olafúr og bætti því við að úl þess að samkyn- hneigðir gætu gengið í hjónaband í kirkju og ættleitt böm þyrfti laga- breytingu og hugsanlega yrðu ýmis vandkvæði á því. „Kirkjan hefur skoðað þetta mál með opnum huga og við horfum á kröfur þessa fólks með skilningi. Sjái Alþingi ástæðu til að breyta lögum í þessa átt, þá mun kirkjan hlýða því, þó hugsanlega myndu einhveijir prestar ekki fást til að framkvæma at- höfnina samvisku sinnar vegna og segðu þeir sig þá ífá málinu," sagði Ólafur ennfremur. Aðspurður um hvort að hann ætti von á einhverjunt breytingum í þessa átt fljótlega, sagði hann að það væri mikill þrýstingur á kirkjuna í þessu máli og hann ætti von á ályktun ffá kirkjuþingi í haust. „Það er fullkomlega eðlilegt að skoða alla fleti þessa máls,“ sagði Ólafur. Samtökin '78: Svipmynd frá fjölsóttum borgarafundi samtakanna á Hót- el Borg síðastliðinn sunnudag um nýútkomna skýrslu þingnefndar um málefni samkynhneigðra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.