Alþýðublaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Að þekkja sinn vitjunartíma
I stefnuyfirlýsingu 47. flokksþings
Alþýðuflokksins - Jafnaðarmanna-
flokks íslands - um „Island í Evr-
ópu“, í júní 1994 segir meðal annars:
„Evrópuríki hafa lært af biturri
reynslu að þjóðríkið er of lítið til þess
að ráða við að leysa stærstu vanda-
mál sem upp koma í samskiptum
þjóða: Vandamál bhhhkmh
sem lúta að stríði
og friði, að tryggja
ffiðsamlega lausn
deilumála, að
tryggja sameigin-
legt öryggi gagn-
vart hugsanlegum
árásaraðilum, að i
koma f veg fyrir |p” fwwí
mengun og um------------————
hverfisspjöll, að greiða fyrir hindrun-
arlausum viðskiptum.
Þjódríkið
Vöxtur og viðgangur fjölþjóðlegra
fyrirtækja, sem mörg hver em fjár-
hagslega öflugri en þjóðríkin stað-
festir enn frekar hið alþjóðlega eðli
nútíma viðskiptahátta. Fjármagns-
markaðurinn er alþjóðlegur. Gjald-
rniðlar einstakra þjóðríkja hafa hvað
eftir annað reynst auðveld fórnar-
lömb óprúttinna gjaldeyrisspekúl-
anta. Vaxtaákvarðanir í einu forystu-
ríki geta leitt til tilfærslna á fjármagni
í þvflíkum mæli að það hefur úrslita-
áhrif á horfur um fjárfestingar og þar
af leiðandi atvinnustig heillrar þjóð-
ar.
Eina leiðin til þess að tryggja pól-
itíska stýringu óbeislaðra markaðs-
krafta við þessi skilyrði er sú að þjóð-
ríkin deili hluta af pólitísku valdi sínu
með samþjóðlegum stofnunum, sem
hafi burði til að takast á við hinn fjöl-
þjóðlega fjármagnsmarkað. Þetta er
ein meginástæða þess að jafnaðar-
mannaflokkar og launþegahreyfing-
ar í Evrópu em í vaxandi mæli fylgj-
andi sem allra nánustu samstarfi Evr-
ópuþjóðanna og beita sér fyrir stækk-
un Evrópusambandsins og auknum
Pallborðið
Jón Baldvin
Hannibalsson
skrifar
stuðningi þess við hinar nýfijálsu
þjóðir Mið- og Austur-Evrópu.“
Ennfremur segir þar:
Fullveldishugtakid
„Fullveldishugtak þjóðríkisins á
rætur sínar að rekja til upplausnar ný-
lenduvelda og sjálfstæðisbaráttu
þjóða og þjóða-
brota á 19. öld.
Baráttan fyrir há-
marksréttindum
einstaklinganna
er af öðmm toga.
Vísindin em al-
þjóðleg. Þekking-
in er alþjóðleg.
Tungumálakunn-
---------------- átta og alþjóðlega
viðurkennd sénncnntun er gjaldgeng
útfyrir landamæri þjóðríkja, alveg
eins og fjármagnið spyr hvergi um
landamæri. Vinnuaflið er einnig í
vaxandi mæli yfirþjóðlegt og hreyf-
anlegt.
Aðild að Evrópusambandinu er ef
til vill tryggasta leiðin sem við getum
farið til að halda til jafns við aðrar
þjóðir um réttindi einstaklinga; að
því er varðar jafnrétti kynja, aðbúnað
og öryggi á vinnustöðum, og vinnu-
rétt, sem leiðir af félagsmálaþættin-
um í starfi Evrópusambands-
ins.. .Forystumenn jafnaðarmanna
og verkalýðshreyfingar um alla
Evrópu beita sér sameiginlega í þess-
um málaflokkum."
I Jokakafla stefnuyfirlýsingarinnar
undir fyrirsögninni: Lærdómar þjóð-
arsögunnar - segir svo:
Saga og framtíd
„Hlutskipti íslendinga hefur verið,
er og verður hluti af örlögum Evr-
ópu. Islendingar em evrópskir að
þjóðamppmna og saga þeirra, þjóð-
félagsgerð og menningararfleifð er
hluti af menningu Evrópu. íslending-
ar eiga þess vegna heima í allsherjar-
samtökum Evrópuþjóða. Leiðtogar
íslenska lýðveldisins höfðu á sínum
„Unga kynslóðin óttast ekki að sjálfviljugt samstarf lýðræðisþjóða í
okkar heimshluta tákni endalok íslensks sjálfstæðis. Þvert á móti
óttast hún að einangrun íslands frá meginstraumum samtímans í
Evrópu leiði til þess að þjóðin dragist aftur úr öðrum þjóðum í
lífskjörum, sem getur leitt til fólksflótta og þjóðfélagslegrar upp-
dráttarsýki. Saga íslendinga kennir okkur að þjóðinni hefur vegnað
verst þegar hún hefur einangrast frá grannþjóðum sínum; en vegnað
best þegar hún hefur verið í sem nánustu tengslum við aðrar þjóðir. ”
tíma þann metnað til að bera fyrir
hönd þjóðar sinnar að íslendingar
ætluðu sér hluti í samstarfi Evrópu-
þjóða, á jafnréttisgmndvelli með
öðmm þjóðum. Það væri því í fullu
samræmi við mótaða hefð sjálfstæðr-
ar íslenskrar utanríkisstefnu að ís-
lendingar vildu ekki verða viðskila
við aðrar Norðurlandaþjóðir þegar
þær leita sameiginlega inngöngu í
Evrópusambandið.
Unga kynslóðin á íslandi, best
menntaða kynslóðin í sögu þjóðar-
innar, er laus við þjóðrembu og ein-
angmnarhyggju og vill lifa lífi sínu í
opnu og umburðarlyndu þjóðfélagi,
sem er hluti hins evrópska velferðar-
ríkis. Unga kynslóðin óttast ekki að
sjálfviljugt samstarf lýðræðisþjóða í
okkar heimshluta tákni endalok ís-
lensks sjálfstæðis. Þvert á móti óttast
hún að einangmn íslands frá megin-
straumum samtímans í Evrópu leiði
til þess að þjóðin dragist aftur úr öðr-
um þjóðum í lífskjörum, sem getur
leitt til fólksflótta og þjóðfélagslegrar
uppdráttarsýki. Saga íslendinga
kennir okkur að þjóðinni hefur vegn-
að versl þegar hún hefur einangrast
frá grannþjóðum sínum; en vegnað
bestþegar hún hefur verið ísem nán-
ustu tengslum við aðrarþjóðir.”
Vonandi mun íslenska þjóðin
þekkja sinn vitjunartíma.
Höfundur er formaður Alþýðu-
flokksins - Jafnaðarmannaflokks
fslands-og utanríkisráðherra.
Það em mikil pólitísk tíð-
indi að Þorlákur Helga-
son skuli hafa sagt skilið við
Þjóðvaka,
enda hefur
hann verið
einn traust-
asti fylgis-
ntaður Jó-
hönnu
Sigurðar-
dóttur síð-
ustu ár.
Hann átti á
dögunum
viðræður
við Al-
þýðu-
bandalagið
í Reykja-
vik og fór
fram á að fá 5. sætið á list-
anum. Það hafði einmitt
gengið illa að manna það
sæti, og við vitum að Svav-
ar Gestsson reyndi að fá
óánægða ABR-félaga til að
skipa sætið. Hann talaði
þannig árangurslaust við
Auði Sveinsdóttur, Einar
Gunnarsson, Garðar Mýr-
dal. Stefaníu Traustadótt-
ur, Guðrúnu Kr. Óladótt-
ur og fleiri. Öll höfðu þau
viljað prófkjör og afþökk-
uðu þessvegna hið rausnar-
lega boð Svavars. Auk þess
lögðu forystumenn Alþýðu-
bandalagsins, í félagi við
Ögmund Jónasson, snömr
fyrir ófáa Röskvuliða í Há-
skólanum, en þeir afþökk-
uðu líka 5. sætið allir sem
einn. Að endingu var kjör-
nefndarmaðurinn Guðrún
Sigurjónsdóttir sett í þetta
lítt eftirsótta sæti, nánast að
henni forspurðri. Allaballar
buðu Þorláki hinsvegar 10.
sæti listans en hann afþakk-
aði pent...
Enginn veit hvað átt hefur
fyrren misst hefur.
Framsóknarmenn á Suður-
landi horfa nú miklum sakn-
aðaraugum á eft-
ir Jóni Helga-
syni oddvita
þeirra til margra
ára, en hann læt-
ur nú af þing-
mennsku. Guðni
Ágústsson leiðir
því listann en í öðm sæti er
Isólfur Pálmason sveitar-
stjóri á Hvolsvelli. Þetta er
þannig í fyrsta skipti í ára-
raðir sem enginn bóndi er í
ömggu sæti Framsóknar á
Suðurlandi. Gamalgrónir
kjósendur flokksins í sveit-
urn em tvístígandi, og talið
er að Eggert Haukdal, óð-
alsbóndi og skæmliðafor-
ingi á
Bergþórs-
hvoli,
muni saxa
drjúgt af
fylgi
Framsókn-
ar. Úrræði Guðna í erfiðri
stöðu em þau að reyna að
höfða meira til fólks á þétt-
býlisstöðunum. Hann tók
Haildór Asgrímsson með
sér til Vestmannaeyja og
lofaði þar, uppá sitt ein-
dæmi, að flytja Búnað-
arbankann til Eyja.
Fylgi Framsóknar í Eyj-
um hefur hinsvegar vart
verið mælanlegt f ára-
tugi, og óvíst að sókn
Guðna beri árangur...
Hinumegin
„Mér þykir það afskaplega leitt, herra minn, en í herbergja-
pantanabók hótelsins stendur aðeins 'Valli'. Þar er ekkert
minnst á 'Valla OG víkingana'.
Töffarar
dagsins
„Þetta var nú meiri uppákom-
an! Það var bara ekkert annað
fyrir mann að gera. Jú, ég býst
svosem við að ég hefði getað velt
mér um í moldarflaginu og
öskrað frá mér ráð og rænu...“
Robert Etbauer, tvöfaldur heimsmeistari í
ótemjureið, eftir að hestur steig á þumal-
fingur hans í miðri ródeókeppni og reif
hann af. (Etbauer tók upp þumalfingurinn
og rölti rólegur útaf vellinum án þess að
æmta eða skræmta.)
„Þetta er gjörsamlega óþekkt
fyrirbæri - mæður hermann-
anna fara alls ósmeykar yfir
óvinalínurnar til að hitta syni
sína.“
Mariya Kirbasova, ein af hundruðum
mæðra rússneskra hermanna sem ferðast
hafa til Tétsjeníu, stöðvað skriðdreka og
farið inní umsetna forsetahöllina; allt til að
fá syni sína til að hætta í rússneska
hernum.
„Við höfum ekki tapað borg-
inni Grosní. Napóleon tókst að
hertaka Moskvu, en sjáðu hvað
kom fyrir hann eftirá.“
Akhmed Zúbkadsjív, starfandi yfirmaður
lífvarðasveita forseta Tétsjeníu, eftir að
rússneskir hermenn hertóku forseta-
höllina.
Fimm á förnum vegi
Hvað á Kópavogur marga þingmenn? (Rétt svar: 1, Rannveig Guðmundsdóttir. (Spurt í Kópavogi.))
Sigríður Helgadóttir, skrif-
stofumaður: Það er bara Rannveig
Guðmundsdóttir og verður bara
Rannveig Guðmundsdóttir eftir
kosningar.
Sigurður Brynjarsson, leigubíl-
stjóri: Eg veit það ekki, en ætli þeir
verði ekki tveir eða þrír eftir kosn-
ingar.
Björk IMorðdahl, tölvunarfræð-
ingur: Það er einn þingmaður héðan
úr Kópavogi og verður einn: Rann-
veig Guðmundsdóttir.
Ágústa Jónsdóttir, húsmóðir:
Eg held að það sé einn þingmaður frá
Kópavogi á þingi, en ég veit ekki
hvað þeir verða rnargir eftir kosning-
ar.
Hörður Már Gestsson, nemi:
Kópavogur á tvo þingmenn, en ég
hef ekki hugmynd um hvað þeir
verða margir eftir kosningar.
Viti menn
Ég ætla bara að biðja þig hér
eftir að vera ekki að hringja í
mig frá þessu sorpblaði og ég
vona að það fari til fjandans
sem allra fyrst eins og
hin sorpblöðin.
Matthías Bjarnason, aldursforseti
Alþingis, vegna umfjöilunar
Morgunpóstsins um þingmenn sem
skrá lögheimili sitt úti á landi til
að fá hærri laun.
Hvar á ég að kjósa ef ég verð
að eiga lögheimili í Reykjavík?
Halldór Asgrímsson formaöur
Framsóknarflokksins í sömu umfjöllun
MP. Hann hefur lögheimili fyrir austan
hjá bróöur sínum en býr í Reykjavík.
Ólétta er tími drottnunar
karlmannsins í hefðbundnu
þjóðfélagi.
Newt Gingrich, leiðtogi
repúbiikana. Mogginn í gær.
Ólafur Ragnar hefur aldrei
áttveðímér.
Ögmundur Jónasson i
Morgunpóstinum um þá fullyrðingu
Ellerts B. Schram í leiðara DV að með
framboði sínu sé Ögmundur að gjalda
Ólafi Ragnari gamla skuld.
Beiskja Gorbatsjovs eftir
Reykjavíkurfund: Kallaði
Reagan forseta lygara.
Fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær.
Erlendar skuldir ríkisins náðu
því marki að verða hærri en
árstekjur ríkissjóðs á árinu
1993, en í árslok námu
erlendar skuldir 102,3 millj-
örðum króna en tekjur rúm-
um 100 milljörðum.
Morgunblaðið i gær.
Veröld ísaks
Ming-ættarveldið í Kína gat af sér
marga grimma einræðisherra. Einn
þeirra, keisarinn Hung Wu
(1368-1398), hefur lengi verið
talinn skelfilegastur drottnara
Kínaveldis fyrr og síðar. Hann var
gríðarlega harðráður og þjakaður
ótrúlega brenglaðri réttlætiskennd
sem virðist hafa bitnað jafnt á öllum
- ef þannig má til orðs taka. Hung
Wu lét þannig á þrjátíu ára lífskeiði
sínu taka þvílíkan fjölda fólks af lífi,
að embættismenn hans og vinir
höfðu það fyrir sið að kveðja
fjölskyldur sínar fyrir fullt og allt ef
þeir vom kallaðir til áheymar hjá
hans hátign. Einnig vom hinir
hröktu menn sem skipuðu hirð
Hung Wu vanir að óska kollegum
sínum til hamingju með það afrek,
að vera enn á lífi að kvöldi
venjubundins vinnudags.
Úr staðreyndasafninu Isaac Asimov's
Book of Facts eftir samnefndan höfund
næstum tvöhundruð vísindaskáldsagna.