Alþýðublaðið - 27.01.1995, Blaðsíða 8
Föstudagur 27. janúar 1995 16. tölublað - 76. árgangur Verð i lausasölu kr. 150 m/vsk
Hörð barátta alþýðubandalagsmanna í Kópavogi og á Suðurnesjum um 2. sæti á lista flokksins í Reykjanesi
Ólafur Ragnar milli tveggja dda
Varaþingmaðurinn Sigríður Jóhannesdóttir tekst á við Valþór Hlöðversson um sætið. Alþýðubandalagsmenn í Kópavogi hóta að
vinna ekki “ '' .............
með flokknum í kosningunum fái Valþór ekki 2. sæti.
„Ég hef enga ástæðu til að ströggla
í nefnd ef ekki er tekið neitt tillit til
minna sjónarmiða," sagði Flosi Ei-
ríksson, formaður kjömefndar Al-
þýðubandalagsins á Reykjanesi, í
samtali við Alþýðublaðið í gær. Kjör-
nefndin er klofin í tvennt í afstöðu
sinni til þess, hver á að skipa 2. sæti á
framboðslista flokksins. Nefndin
fundaði síðast í gærkvöldi, ásamt Ol-
afi Ragnari Grímssyni, flokksfor-
manni og efsta manni á lista Alþýðu-
bandalagsins í kjördæminu. Allt útlit
er íyrir að Flosi segi sig úr nefndinni
ef Sigríður Jóhannesdóttir verður
áffam í 2. sæti.
Fréttaskýring
í nýlegri skoðanakönnun meðal
flokksmanna í kjördæminu varð OI-
afur Ragnar Gnmsson í efsta sæti en
röð næstu manna var ekki gefin upp.
Samkvæmt óyggjandi heimildum Al-
þýðublaðsins varð varaþingmaðurinn
Sigríður Jóhannesdóttir af Suðumesj-
um í öðm sæti og Jóhann Geirdal,
bæjarfulltrúi í „Suðumesjabæ" í því
þriðja. Valþór Hlöðversson, bæjar-
fulltrúi í Kópavogi, lenti í sjötta sæti.
Alþýðubandalagsmenn í Kópavogi
leggja mikla áherslu á að Valþór verði
í 2. sæti, enda finnst þeim að sinn
hlutur hafi mjög verið fyrir borð bor-
inn síðustu ár. Ekki náðist í Valþór í
gær, en Kópavogsbúi sem Alþýðu-
blaðið talaði við, sagði að lfka hefði
verið rætt um Birnu Bjamadóttur,
Flosi Eiríksson: Mun segja af sér
formennsku í kjörnefnd verði Sig-
ríður Jóhannesdóttir áfram í 2.
sæti.
bæjarfulltrúa í Kópavogi. Suður-
nesjamenn munu hinsvegar hafa
hafnað þeim kosti og halda framboði
Sigríðar til streitu.
Kópavogur hótarad
snidganga listann
Alþýðubandalagsmaður í kjör-
dæminu sagði í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær, að verði Sigríður áfram í
öðm sæti munu Kópavogsbúamir
hvorki taka sæti á lista né beita sér í
kosningabaráttunni.
„Við treystum Sigríði einfaldlega
Tröllvaxinn vinningur framundan!
Þrefaldur fyrsti vinningur á laugardag.
ekki til þess að takast á við þetta verk-
efni,“ sagði alþýðubandalagsmaður í
Kópavogi í samtali við blaðið í gær.
„Hún hefur verið varaþingmaður í
Qögur ár og nokkmm sinnum fengið
að koma inn á þing en ekkert látið til
sín taka. Hún skrifar aldrei greinar í
blöð, og mætir aldrei á fundi, nema
kannski á Suðumesjum. Hún hefur
einfaldlega ekki gert sig sem pólitík-
us. Suðumesjamennimir hanga hins-
vegar á henni einsog hundar á roði.“
Samkvæmt traustum heimildum
munu hvorki Bima Bjamadóttir bæj-
arfulltrúi né Flosi Eiríksson varabæj-
arfulltrúi eða aðrir áhrifamenn í
flokknum í Kópavogi taka sæti á
framboðslistanum, verði Sigríður fyr-
ir valinu.
Flosi Eiríksson vildi ekkert tjá sig
um þetta atriði þegar Alþýðublaðið
ræddi við hann í gær. Hann sagði að
menn yrðu að sjá hvað kæmi út úr
starfi kjömefndar. Nefndin fundaði í
Kópavogi í gærkvöldi.
5. febrúar verður haldið svokallað
tvöfalt kjördæmisþing Alþýðubanda-
lagsins í Reykjanesi þarsem gengið
verður frá listanum. Samþykkja þarf
skipan í hvert sæti sérstaklega, og að
sögn Flosa Eiríkssonar hefur sú hug-
Valþór Hlöðversson: Kópavogsbú-
ar vilja hann í 2. sæti.
Ólafur Ragnar: Patt.
mynd komið upp, að greidd verði at-
kvæði milli manna. Hann taldi þó
ólíklegt að sá háttur yrði viðhafður
við skipan efstu sæta.
Sterk stada
Sudurnesjamanna
Deilumar í Reykjanesi setja Ólaf
Ragnar Grímsson í mjög erfiða stöðu.
Hann á erfitt með að beita sér gegn
varaþingmanni sínum, Sigríði Jó-
hannesdóttur, vegna afgerandi stuðn-
ings sem hún hefur á Suðumesjum.
Sterk staða Suðumesjamanna endur-
speglast líka í því að Jóhann Geirdal
varð í þriðja sæti í skoðanakönnun-
inni. Jóhann leiddi Alþýðubandalagið
í „Suðumesjabæ" til glæsilegs sigurs í
bæjarstjómarkosningunum síðasta
vor. Flokkurinn fékk óvænt kjöma
tvo fulltrúa eftir hrakspár í könnun-
um. í þessu sambandi hafa menn líka
í huga að síðasta vor beitti Ólafur
Ragnar sér gegn því að Jóhann Geir-
dal leiddi listann í kosningunum, þar-
sem hann taldi að fullreynt væri að
Jóhann næði árangri. Á hinn bóginn
er Ólafur Ragnar ekki síður í við-
kvæmri stöðu gagnvart flokksfélög-
um í Kópavogi. Valþór hefur verið
náinn samheiji hans, og meðal annars
stutt hann dyggilega í innanflokks-
átökum. Sömu sögu er að segja af
flestum öðmm áhrifamönnum í
Kópavogi.
Kópavogsbúar hafa rifjað upp að
þeir áttu ákveðið fmmkvæði að því að
fá Ólaf Ragnar í framboð í kjördæm-
inu 1987, og telja því að hann eigi
þeim skuld að gjalda.
En Ólafur Ragnar á líka marga
stuðningsmenn á Suðumesjum, enda
stendur formaður Alþýðubandalags-
ins hvergi jafn traustum fótum og í
Reykjaneskjördæmi.
Tveir vondir kostir
fyrir Ólaf Ragnar
Ólafur Ragnar má illa við þvi að sjá
á bak fleiri samherjum eftir að áhrifa-
mestu birtingarmennimir em gengnir
til liðs við Jóhönnu Sigurðardóttur.
V A n A
Auglýsing um innlausnarverð
verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00
1984-l.fl. 1988-1 .fl.A 6 ár 1990-1 .fl.D 5 ár 01.02.95 -01.08.95 01.02.95 -01.02.96 10.02.95 kr. 68.876,70 kr. 28.881,30 kr. 16.480,50
Einangmn Ólafs Ragnars í Alþýðu-
bandalaginu eykst til muna ef félagar
hans í Kópavogi snúa baki við hon-
um.
Það er því ljóst að Ólafur Ragnar
stendur frammi fyrir tveimur kostum
og hvorugur er góður. Hann kemst
vart hjá því að baka sér óvild annað-
hvort Suðumesjamanna eða Kópa-
vogsbúa.
Einn heimildamaður Alþýðublaðs-
ins sagði að sú hugmynd hefði komið
upp að annar maður á listanum kæmi
hvorki frá Suðumesjum né Kópavogi,
og það væri eina leiðin til að höggva á
hnútinn. I því sambandi er meðal ann-
ars rætt um Guðnýju Halldórsdótt-
ur, kvikmyndagerðarmann og bæjar-
fulltrúa Alþýðubandalagsins í Mos-
fellsbæ.
Hættan sem er fólgin í þessari leið
er sú, að þarmeð kann Ólafur að
missa stuðning bæði á Suðumesjum
og í Kópavogi. í öllu falli er ljóst, að
nú reynir mjög á hæfileika Ólafs
Ragnars til að sætta sjónarmið sem
virðast algerlega ósamrýmanleg.
Ólafur Ragnar hefur reynt að
halda sig til hlés í þessum deilum
og lagt fast að kjömefndinni að
leysa málið. Þar er mætast hins-
vegar stálin stinn. Meirihluti
nefndarinnar vill setja Sigríði í 2.
sætið - en afleiðingamar yrðu
þær að nefndin klofnaði og liðs-
menn í Kópavogi tækju sér pólit-
ískt orlof í þeirri kosningabaráttu
sem nú er að hefjast. Það er áfall
sem Ólafur Ragnar má ekki við.
En hvemig verða málin leyst?
„Ég veit það ekki. Upp er komin
alger pattstaða," sagði alþýðu-
bandalagsmaður í Kópavogi í
samtali við blaðið f gær.
I.(iiitlslc'ikiirinn okkurí
*) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka Islands,
Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, 27. janúar 1995
SEÐLABANKIÍSLANDS
Verkamannafélagið
Dagsbrún
Stækkun álvers
A stjórnarfundi í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún í fyrra-
dag var samþykkt hvatning til
ríkisstjómarinnar um að leita eft-
ir samningum um stækkun ál-
versins í Straumsvík, „og ganga
rösklega fram í málinu," einsog
komist er að orði. Þá fagnar
stjóm Dagsbrúnar þeim viðræð-
um sem átt hafa sér stað milli rík-
isvaldsins og erlendra aðila um
zinkverksmiðju á Islandi. Niður-
stöður viðræðnanna liggja ekki
fyrir, en stjóm Dagsbrúnar skor-
ar á ríkisvaldið að leggja sig fram
um að niðurstöður fáist.