Alþýðublaðið - 27.01.1995, Síða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 27. JANÚAR 1995
í dag eru liðin fimmtíu ár frá því rússneskar
hersveitir frelsuðu Auschwitz. Þá voru ekki nema
um 7000 fangar eftir í búðunum, Þjóðverjar
höfðu flúið nokkrum dögum áður með um
58 þúsund fanga. Alls er talið að allt að
ein og hálf milljón manna hafi látið lífið í
Auschwitz, að drýgstum hluta gyðingar.
Fyrir réttum fimmtíu árum, sfðla
dags 27. janúar 1945, héldu fjórar
rússneskar hersveitir innreið sína í
útrýmingar- og vinnubúðimar í Au-
schwitz-Birkenau. Vasilij Petrenko,
sem er einn eftirlifandi af rússnesku
liðsforingjunum sem frelsuðu búð-
imar, minnist þessa dags: „Eg hafði
séð margt fólk drepið,“ segir hann.
„Ég hafði séð margt fólk hengt og
brennt. En ekkert sem ég hafði séð
hafði búið mig undir Auschwitz."
Það sem kom Petrenko mest á
óvart vom bömin og sum þeirra nán-
ast í reifum. Sum höfðu lifað af
„rannsóknir" sem Josef Mengele,
læknir búðanna, hafði framkvæmt á
mennskum tilraunadýmm. Það vissi
Petrenko ekki og það var ekki fyrr en
seinna að rann upp fyrir honum að
þetta var staður þar sem börn vom
drepin.
Heimurinn átti í allsherjarstríði og
tók ekkert sérstaklega eftir þessum
atburði. Aðalfréttin í Tlie New York
Times þennan dag var að sovéskar
hersveitir sæktu hratt meðfram
Eystrasalti. Vandlega falið á löngum
lista bæja sem Rauði herinn hafði
náð á vald sitt var nafnið Oswiecim.
en svo heitir Auschwitz á pólsku.
Adframkominn tötralýður
Þegar Sovétherinn bar að vom
ekki nema um 7000 fangar eftir
í búðunum. I loftinu var sæt
lykt af dauða. Jarðvegurinn var
blandinn ösku þeirra sem höfðu
látið lífið og verið brenndir í
gríðarlegum líkbrennsluofnum
sem loguðu dag og nótt. Rúss-
amir söfnuðu saman líkum sem
varla höfðu neina mannsmynd
lengur. Það höfðu tæpast heldur
fangamir sem eftir hjörðu, augu
þeirra stóðu á stilkum, húðin
var strengd utan á þessum „að-
framkomna tötralýð sem líktist
helst lifandi beinagrindum“, svo not-
uð séu orð ítalska rithöfundarins
Primo Levi sem lifði af dauðabúð-
imar en geymdi þaðan svo hræðileg-
ar endurminningar að hann fyrirfór
sér fjómm áratugum síðar.
Fólkið hélt áfram að deyja unn-
vörpum úr langvarandi sulti, vosbúð
og illri meðferð. Hörmungunum var
ekki endilega lokið þótt það fengi
mat og klæði. Albert Grinholtz,
franskur gyðingur minnist þess þeg-
ar mongólskir hermenn úr Rauða
hemum riðu á hestbaki inn í búðim-
ar. „Þeir vom ákaflega vingjarnleg-
ir,“ segir hann. „Þeir slátmðu grís,
skám hann í búta og settu hann í stór-
an pott með kartöflum og káli. Síðan
gáfu þeir þessu fársjúka fólki að
borða.“
Afieiðingarnar máltíðarinnar vom
næstum jafn banvænar og nokkuð
sem þýsku kúgaramir höfðu getað
fundið upp á. Hungrað fólkið var
ekki vant að fá magafylli og fárveikt-
ist.
Þjóðverjar flýja
Sovétherinn æddi fram í átt til
Berlínar. Verðirnir í Auschwitz tóku
að sýna merki hræðslu. Fangarnir
ókyrrðust. Sérsveit gyðinga sem sá
um að flytja lík frá gasklefunum í
brennsluofnana gerði uppreisn. Hún
var barin niður af grimmd. Heinrich
Himmler, foringi SS-sveitanna, gaf
fyrirskipun um að gasklefunum yrði
lokað. Verðimir hófust handa við að
sprengja gasklefa og brennsluofna í
loft upp. Ætlunin var að reyna að fela
flest ummerki um glæpinn.
17. janúar 1945 vom enn um 67
þúsund fangaríbúðunum. SS-menn-
imir tóku að undirbúa flótta. Þeir
skiptu föngunum niður í þrjá flokka
og næstu fimm dagana tóku þeir að
reka um 58 þúsund manns á undan
sér í vesturátt, út í snjóinn og kuld-
ann. A þeirri hræðilegu dauða göngu
létu þúsundir manna lífið vegna
hungurs og kulda eða fyrir hendi
böðla. Aðeins hinir máttfömustu
vom skildir eftir. Það vannst ekki
tími til að eyða öllum ummerkjum.
Tröllaukid þrælasamfélag
Auschwitz er í Suður-Póllandi, í
héraðinu Efri-Slesíu, um 60 kfló-
metra frá Kraká, einni af perlum
Mið-Evrópu. Þar fóm fram „fjölda-
morð á færibandi“, eins og banda-
ríski sagnfræðingurinn Raul Hil-
berg hefur skrifað. Sagnfræðinga
greinir hins vegar á um hversu marg-
ir létu lífið á þessum hræðilega stað.
Endanleg tala verður líklega aldrei
kunn, en sennilegast er að hún sé á
bilinu 1.2 milljónir manna til 1.6
milljónir manna. Að stærstum hluta
vom það gyðingar, en líka sígaunar,
sovéskir stríðsfangar, Pólverjar og
samkynhneigðir.
Dauðabúðirnar voru fleiri og ekki
síður hræðilegar en Auschwitz. Búð-
irnar í Treblinka, Majdanek, Sobi-
bor, Belzec og Chelmno em síður
þekktar, en nöfnin hljóma þó eins og
skelfilegar hótanir.
Auschwitz hafði hins vegar
nokkra sérstöðu, bæði vegna þess
hversu búðimar voru stórar og líka
vegna þess að þarna var í aðra rönd-
ina gríðarmikið þrælasamfélag sem
hafði mikla þýðingu fyrir stríðsvél
nasista.
I upphafi vom þarna herskálar
sem pólska stórskotaliðið hafði að
bækistöð. 1940 fyrirskipaði Heinrich
Himmler að þar skyldu geymdir
pólskir andspyrnumenn. Þriðja ríkið
hafði á sínum snæmm slynga og
kaldritjaða ijármálamenn sem áttuðu
sig smátt og smátt á þeirri gagnsemi
sem hægt væri að hafa af staðnum.
Auschwitz hafði upp frá því tví-
þættan tilgang; þetta voru útrým-
ingarbúðir þar ótal fómarlömb
voru flutt beint í opinn dauða, en
í aðra röndina var þetta tröllauk-
inn og ábatasamur vinnustaður
þar sem stórfyrirtæki á borð við
IG Farben og Siemens-Schuc-
kert höfðu miklar verksmiðjur.
Verkamönnunum þurfti ekki að
greiða nein laun og þegar þeir
vom aðframkomnir vom þeir
einfaldlega drepnir. Það gekk sú
saga að eina leiðin út úr Au-
schwitz væri upp um reykháfinn, en
það var ekki alveg sannleikanum
samkvæmt. Þama bjuggu tugþús-
undir manna lengi, jafnvel í mörg ár,
þræluðu og streittust við að halda
lífi.
Morð á stofnanamáli
Allt á þessum hræðilega stað fór
fram af gríðarlegri nákvæmni, að
maður segi ekki smámunasemi.
Skriffinnskan var gríðarleg, pappírar
vom stimplaðir í bak og fyrir, þjóð-
armorðið var framið á stofnanamáli.
Sagnfræðingurinn Walter Laqueur
skrifaði eitt sinn að helsti kostur
þessa stofnanamáls sé hversu hlut-
laust og sótthreinsað það sér. „Ur
skýrslunum berast engin hróp í
dauðans angist, engin rotnunarlykt,"
skrifaði hann. „Aktion T 4“ hét áætl-
unin um að drepa fólk með gasi, ein
útgáfa þess var „14 f 13“. Helsti
skipuleggjandi þjóðarmorðsins, Ad-
olf Eichmann, starfaði í Referat IV
B4 í Reichsicherheitshauptamt. Þar
var miðstöð nauðungarflutninga
gyðinga í útrýmingarbúðimar og þar
sannaði þessi sviplitli og samvisku-
sami skrifstofumaður skipulagshæfi-
leika sína.
Ríkisjárnbrautirnar þýsku fluttu t'
útrýmingarbúðir um 3 milljónir gyð-
inga og fengu greidd fargjöld fyrir
þetta fólk. Lestimar fóm ekki tómar
aftur í vesturátt, heldur vom þær
hlaðnar eigum fómarlambanna, föt-
um, persónulegum munum, jafnvel
hári. Þegar Rússar tóku búðirnar er
sagt að þeir hafi fundið sjö tonn af
hári sem ekki hafði enn verið flutt til
Þýskalands, föt í milljónatali, hauga
af skóm og gleraugum.
Þýsk fyrirtæki tóku þátt, af þessari
smásmygli og þessu sama stofnana-
máli sem var líkt og hannað til að
fela glæpinn, líka fyrir sjálfum
morðingjunum. Bruno Bettelheim,
frægur sálfræðingur sem sat um hríð
í Dachau og Buchenwald, nefnir
þessu til staðfestingar svör frá þýsk-
um fyrirtækjum sem vom beðin um
að gera tilboð í gasklefa, lík-
brennsluofna og tæki sem skyldi
nota við manndráp. Fjölskyldufyrir-
tæki í Erfurt svarar: „Okkur hefur
borist frá yður pöntun á fimm
brennsluofnum og fylgir því beiðni
um tvær rafknúnar lyftur til að flytja
lík...“ Frá fyrirtæki í Berlín kemur
svohljóðandi svar: „Við ábyrgjumst
að líkbrennsluofnarnir okkar em af-
kastamiklir og endingargóðir, enda
em þeir gerðir úr besta hráefni og af
óaðfinnanlegri verkkunnáttu okkar.“
Togast á um minninguna
Lengi hefur verið í gangi umræða,
heldur lftilmótleg, um það hver
„eigi“ Auschwitz. Sovétmenn héldu
því lengi fram að fjórar milljónir
hefðu verið myrtar í búðunum, þar af
geypilegur fjöldi sovéskra stríðs-
fanga. Sagnfræðingar vita með vissu
að það em miklar ýkjur. Pólsk
stjómvöld héldu Auschwitz á lofti
sem tákni um hetjulund kommúnista
og vildu fyrir alla muni halda því
fram að drjúgur hluti þeirra sem beið
bana í búðunum hafi verið Pólverjar.
Helst var varast að minnast ekki á
gyðinga. Nú þykjast sérfræðingar
nokkuð vissir um að þangað hafi
verið sendir um 150 þúsund Pólverj-
ar, þar af áttu um 75 þúsund ekki aft-
urkvæmt.
Það hefur verið þráttað um fjölda
gyðinga sem lét lífið í Auschwitz og
hvort þeirra skuli minnst ffemur en
annarra í minningasafninu sem þar
var sett upp á sjötta áratugnum. Þar
hafði sinn bás hver þjóð sem átti
þegna f búðunum og var básinn fyrir
gyðinga bara einn af mörgum. Búlg-
arir, bræðralagsríki pólskra komm-
únista í austurblokkinni, átti þar líka
sinn bás, þótt vitað væri ekki einn
einasti Búlgari hefði verið fluttur til
Auschwitz.
Gyðingum sámaði það einnig að
ekki var gerð nein tilraun til að beina
ferðafólki til Birkenau þar sem mest-
ur hluti manndrápanna fór þó frant.
Ur því hefur þó verið bætt og hafa
kanadískir gyðingar keypt sérstaka
rútu sem fiytur fólk til Birkenau.
Ekki þótti gyðingum síður illt þegar
sett var á laggirnar Karmelftaklaust-
ur í Auschwitz f lok sfðasta áratugar
og spunnust af því miklar deilur um
„forgangsröðina11 í búðunum.
Þrátt fyrir að þessar deilur skyggi
lítillega á opinberar minningarat-
hafnir í Auschwitz — en náttúrlega
ekki á þá minningarathöfn sem hver
getur haldið í hjarta sínu — hafa
menn þokast nær málamiðlun. Tekin
hefur verið niður tafla frá tíma
kommúnista þar sem stóð á tuttugu
tungumálum: „Hér voru fjórar millj-
ónir karla, kvenna og bama pyntaðar
og myrtar af stjóm Hitlers á ámnum
1940-1945.“ Hvergi var minnst á að
nítíu af hundraði þeirra sem létu lífið
vom gyðingar
f stað þessarar töflu hefur alþjóð-
leg nefnd sem nú fer með stjóm mála
f Auschwitz komist að samkomulagi
um nýtt orðalag og látið letra á nýja
töflu þessi orð sem em öllu nær
sannleikanum: „Megi þessi staður
þar sem nasistar myrtu eina og hálfa
milljón karla, kvenna og bama, að
mestum hluta gyðinga frá ýmsum
löndum Evrópu, að eilífu verða
mannkyninu óp örvæntingar og
vamaðar.“
eh/Byggt á Der Spiegel, L'Express,
Newsweek og Focus.
DAGAR ÞJÓÐARMORÐS
1933
30. janúar Adolf Hitler verður
kanslari Þýskalands.
1. apríl Forysta nasistaflokksins
skipar liðsmönnum sínum að snið-
ganga verslanir gyðinga og lög-
fræðinga og lækna af gyðingaætt-
um.
7. apríl Lög um „endurreisn emb-
ættismannakerfisins". Embættis-
mönnum sem „ekki eru af arískum
uppruna" skipað að fara á eftir-
laun.
1935
15. september „Lög til verndar
þýsku blóði" svipta þýska gyðinga
borgararéttindum. Upp frá því eru
hjónabönd milli gyðinga og Þjóð-
verja stranglega bönnuð.
1938
28. október Um 17 þúsund gyð-
ingum af pólskum ættum er vísað
aftur til Póllands.
9. nóvember Kristallsnóttin. Að
frumkvæði forystu nasistaflokksins
er ráðist gegn gyðingum hvar-
vetna í Þýskalandi og Austurríki.
Þeim er misþyrmt, þeir niðurlægð-
ir, og verslanir þeirra og fyrirtæki
eyðilögð.
1939
1. september Þjóðverjar ráðast
inn í Pólland. Síðari heimsstyrjöld-
in hefst.
21. september Reinhardt Heyd-
rich, foringi þýsku öryggislögregl-
unnar (SD) fyrirskipar að pólskum
gyðingum sem búa í dreifbýli skuli
safnað saman í borgum.
Október Fyrsta gettóið verður til í
Piotrków Trybunalski sunnan Lodz.
1. desember Frá þessum degi er
öllum gyðingum á hinu svokallaða
Almenna stjórnsvæði fyrirskipað
að ganga með borða með Davíðs-
stjörnu. Eignir þeirra skulu gerðar
upptækar og þeir skikkaðir i nauð-
ungarvinnu.
1940
Maí-nóvember Gettóinu í Lodz,
þar sem eru samankomnir 164
þúsund gyðingar, er lokað af frá
umheiminum. I gettóið i Varsjá
safnast 445 þúsund gyðingar. Á
þessu ári og því næsta látast rúm-
lega 54 þúsund gyðingar af hungri
og sjúkdómum í þessum tveimur
gettóum.
1941
22. júní Þjóðverjar ráðast inn í
Sovétríkin. í kjölfar hersveitanna
fara sérsveitir, „Einsatzgruppen",
undir forystu liðsforingja úr SD.
Sveitirnar hefjast kerfisbundið
handa við að myrða gyðinga á her-
teknum svæðum.
31. júlíÁ minnisblaði felur Göring
ríkismarskálkur, næstráðandi Hitl-
ers, Heydrich að gera ráðstafanirtil
að finna „endanlega lausn" á gyð-
ingavandamálinu í Evrópu. Þetta er
lykilplagg í sögunni, enda æðsta
skipun um gyðingamorðin sem
þekkt er.
3. september í Auschwitz eru
fangar í fyrsta sinn myrtir í gasklefa
með eitrinu Zyklon B.
15. september Öllum gyðingum í
Þýska ríkinu er skipað að ganga
með Davíðsstjörnu.
29. og 30. september Sérsveit C
safnar saman um 34 þúsund gyð-
ingum við Babi-Jar, gljúfur stutt frá
Kiev í Úkraínu. Fólkið er skotið og
því varpað í gljúfrið. Síðan er
sprengt yfir.
Júlí-desember Sérsveit A skýtur
til bana meira en 133 þúsund gyð-
inga í Litháen og Hvíta-Rússlandi.
Samkvæmt tölum sérsveitanna ná
þær að myrða um 535 þúsund gyð-
inga fram á vor 1942. Þessi aðferð
þykir samt ekki nógu árangursrík.
Október Þýskir gyðingar eru í
fyrsta sinn fluttir frá heimilum sín-
um og í gettóin í Riga, Minsk og
Lodz. Þeir sem ekki er pláss fyrir
eru skotnir.
Nóvember Sérsveit C gerir tilraun-
ir með gasbíla í Úkraínu. Inn í bil-
ana var hægt að koma allt að sextíu
manns sem síðan voru drepnir
með útblástursreyk þeirra.
Desember Gasbílar eru teknir í
notkun í Chelmno- einangrunar-
búðunum norðan við Lodz. Allt í
allt er talið að um 500 þúsund
manns hafi verið drepin í slíkum
bílum, en aðferðin þótti þó of sein-
leg.
1942
20. janúar Wannsee-fundurinn
haldinn í villu í Berlín. Þar leggja
Heydrich, Adolf Eichmann og emb-
ættismenn á ráðin um þjóðarmorð
á gyðingum. Þetta er ekki, eins og
oft er talið, upphafið að morðof-
sóknunum, en þarna er ákveðið
hversu víðtækar þær skuli vera.