Alþýðublaðið - 01.02.1995, Síða 8

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Síða 8
Haraldur Sumarliðason og lög um undirboðs- og jöfnunar- tolla o.fl. Þannig að mitt mat er það að Sig- hvatur hafi staðið sig mjög vel sem iðnaðarráðherra og tekið á málum sem lengi höfðu verið látin óhreyfð. Eg held að það megi líka þakka ágætu starfsfólki í iðnaðarráðuneyt- inu fyrir hversu vel hefur gengið í þessum málum því Sighvatur kemur inn í þetta mjög skyndilega. Arang- urinn sem náðst hefur undanfarið sýnir það að ráðuneytið hefur yfir góðu starfsfólki að ráða. Enn skortir þó mikið upp á það að iðnaðurinn hafi sama vægi og landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn. Það er þá bara næstu verkefni hjá Sighvati og fleir- um. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjórí Skipasmíða- stöðvarinnar hf. „Mér finnst Sighvatur hafa staðið sig mjög vel. Mér er til efs að fyrir- tæki eins og Skipasmíðastöðin sem var gjaldþrota sl. sumar hefði komist eins rösklega í gang og hún gerði á þessu ári hefði gjaldþrotið átt sér stað fyrir fjómm ámm síðan. Við héma urðum í erfiðleikum okkar varir við mjög jákvæðan anda frá iðnaðar- ráðuneytinu, stuðningurinnn var ekki í formi peninga heldur skiln- ings. Að þessu leyti hefur Sighvatur staðið sig súpervel þvf á meðan hann hefur setið við stjómvölinn hefur iðnaðarráðuneytið í fyrsta sinn sýnt skilning á máiefnum skipasmíða- bransans." Sigurður Marínósson, Mónu. „Ég ætla að gefa Sighvati gott prik og ég ætla ekki að lemja hann með því. Eftir að Sighvatur tók við í ráðu- neytinu var loks farið að taka á hlut- unum.“ Haraldur Sumarliðason, formaður Samtaka iðnað- arins: „Sighvatur hefur staðið sig aldeil- is prýðilega vel. Mér finnst hann vera mikill vinnuþjarkur sem sýnt hefur mikinn áhuga á þeim mála- flokki sem undir hann heyrir. Einnig hefur hann lagt sig í líma við að kynnast fyrirtækjunum sjálfum og því sem þau em að glíma við. Það hafa ekki allir iðnaðarráðherrar gert. Þótt að ýmislegt hafi ekki gengið eftir eins og við vonuðumst til þá hefur Sighvatur í mörgum málum reynt að leiða mál til betri vega sem skipta iðnaðinn mestu máli. Með góðri samvisku gef ég Sighvati mjög góða einkunn." Örn Friðriksson, Samiðn. „Sighvati Björgvinssyni tókst að setja sig inn í málefni iðnaðarins á ótrúlega skömmum tíma. Hann hafði góð samskipti við fulltrúa samtaka fyrirtækja og launþega. Einnig hefur hann heimsótt mikið af fyrirtækjum og verið duglegur í því að kynna sér málefni þeirra. Eg held að það sé al- menn skoðun manna að Sighvatur hafi þor til að taka ákvarðanir. Hann hefur náð að ýta áfram í ríkisstjóm og víðar ýmsum málum sem snúa að iðnaðinum og legið hafa í iáginu í mörg ár. Á síðasta ári tókst honum Sigurður Marínósson, t.d. að jafna verulega samkeppnis- stöðu í skipaiðnaðinum með því t.d. Örn Friðriksson að fá fram samþykki í ríkisstjóm um jöfnunaraðstoð við skipaiðnaðinn, Sigurður Jónsson fjármagn til markaðs- og þróunar- verkefua og síðan vom settar reglur Hvemig hefur Sighvatur Björgvins- son staðið sig sem iðnaðarráðherra? Kunnir aðilar úr iðnaðinum sitia fvrir svörum Bætt afkoma íslensks skipaiðnaðar Á umliðnum ámm hefur skipaiðnaðurinn átt við erfiða rekstrarstöðu að glíma, sem m.a. má rekja til erlendra ríkisstyrkja í greininni. Við þessar aðstæður og í kjölfar skýrslu nefndar um verkefnastöðu skipaiðnaðarins og umijöllunar nefndar um fjárhagsstöðu greinarinnar, samþykkti ríkisstjómin í janúar 1994 tillögu SighvaLs Björgvinssonar, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, um sérstakar að- gerðir til handa skipaiðnaðinum. Þessar að- gerðir sem lýst er hér á efúr hafa bætt stöðu þessa mikilvæga iðnaðar, sem vonandi sér fram á heilbrigðari rekstrarskilyrði í ífamtíð- inni. Jöfnunaraðstoð Einn meginþáttur þessara aðgerða var að veita jöfhunaraðstoð í skipaiðnaði og var á ár- inu 1994 varið 60 milljónum kr. til þeirra að- gerða. Tilgangur aðgerðarinnar var að jafna samkeppnisstöðu íslensks skipaiðnaðar vegna erlendra ríkisstyrkja í þeirri grein og var jöfnunaraðstoðin veitt til stærri endur- bóta- og viðhaldsverkefna í fiskiskipum. fðn- aðarráðuneytið fékk Iðnlánasjóð til að annast framkvæmd jöfnunaraðstoðarinnar og urðu fyrirtæki að sækja um aðstoð þangað. Árang- urinn hefur verið metinn af sérstakri nefnd og niðurstaða hennar var sú að jöfnunaraðgerð- imar hefðu virkað í meginatriðum eins og til var ætlast, þ.e. til þess að jafna samkeppnis- stöðu íslensks skipaiðnaðar vegna erlendra ríkisstyrkja. Aðgerðimar virðast einnig hafa bætt afkomu fyrirtækja og dregið úr þeim samdrætti og erfiðleikum sem ríkt hafa í skipaiðnaði. Ráðgjafaverkefni I öðm lagi var ákveðið að veita stuðning við ráðgjafavinnu í skipaiðnaði. Verkefnið fólst í því að iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið tók þátt í kostnaði vegna ráðgjafarvinnu sem unnin var í skipaiðnaði vegna hagræðingar og endurskipulagningar við einstök fyrirtæki og innan greinarinnar í heild. Aðstoð vegna ráð- gjafarvinnu við endurskipulagningu og hag- ræðingu virðist hafa haft jákvæð áhrif innan skipaiðnaðarins og orðið til að örva fyrirtæki innan greinarinnar til aukinnar vinnu á sviði hagræðingar, skv. niðurstöðu skýrslu sem kynnt var nýlega um árangur þessa verkefnis o.fl. verkefna í skipaiðnaði á árinu 1994. Skipaiðnaður '94 í þriðja lagi var ákveðið að veita stuðning við vöruþróunar- og markaðsverkefni í skipa- iðnaði. Verkefnið miðaði að því að aðstoða fyrirtæki við að takast á við ný viðfangsefni í markaðs- og vömþróun. Tólf fyrirtæki tóku þátt í verkefninu og fengu ákveðna styrki til þessara verkefna. Árangurinn er þegar farinn að koma í ljós, þar sem tvö viðfangsefnanna era farin að skila sölutekjum til viðkomandi fyrirtækja, þó að verkefnið sé enn ekki búið. Þessi árangur sýnir glöggt hvað vömþróunar- og markaðsverkefni geta verið þýðingarmik- il, sökum jress hversu fljótt þau skila hagnýt- um árangri. Þess skal getið að ráðuneyúð fékk Iðntæknistofnun Islands til að stýra framkvæmd verkefnisins í samstarfi við fyrir- tækin sem styrki hlutu. Lánamál í fjórða lagi var ákveðið að iðnaðar- og viðskiptaráðherra og sjávarútvegsráðherra skyldu beita sér fyrir samráði við hagsmuna- samtök um að útboð fæm fram innanlands vegna verkefna sem mögulegt væri að vinna hér á landi. í kjölfar viðræðna þessara ráð- herra samþykkú stjóm Fiskveiðasjóðs eftir- farandi lánareglur: 1. Umsækjendur um lán vegna nýsmíði og meiriháttar endurbóta á fiskiskipum erlendis skulu sýna fram á að þeir hafi leitað tilboða hjá innlendum skipa- smíðastöðvum. 2. Lán vegna meiriháttar end- urbóta á fiskiskipum innanlands samþykkt eftir 31. mars 1994 verði afborgunarlaus íyrstu tvö árin. 3. Lánshlutfall vegna meiri háttar endurbóta á fiskiskipum innanlands var hækkað úr 65% í 70%. 4. Lánstími vegna meiri háttar endurbóta á fiskiskipum innan- lands var lengdur úr 8 til 12 ámm í 10 -14 ár. Þess skal einnig getið að Útflutningslánasjóð- ur, sem er í eigu og umsjón Iðnlánasjóðs, hef- ur lánað gegn bankatryggingu til ýrrússa verkefna, þ.m.t. í skipaiðnaði. Afkastageta ekki aukin I fimmta lagi samþykkti ríkisstjómin að beita sér fyrir því að afkastageta í skipasmíða- iðnaði yrði ekki aukin, að svo stöddu, með opinbemm framlögum. Auk áðumefndra aðgerða, hefur einnig verið unnið að eftirfarandi aðgerðum í skipa- iðnaði á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins á árinu 1994. Nefnd um undirboðs- og jöfnunartolla I kjölfar viðræðna iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og fjármálaráðherra var lögum um undirboðs- og jöfnunartolla breytt á þann veg að þau ná einnig til þjónustuverkefna og þar með til verkefna í skipaiðnaði. Á gmndvelli þeirra laga lögðu Samtök iðnaðarins og Sam- iðn fram kæra vegna ríkisstyrkja til erlendra aðila í skipasmíði, s.s. Noregi og Póllandi. Skipaiðnaðarnefnd Á vegum iðnaðarráðuneytisins er starfandi svokölluð „Skipaiðnaðamefnd" sem fjallar um ýmis verkefni á sviði skipaiðnaðar og tengdrar starfsemi. Nefndin hefur unnið að ýmsum málum í skipaiðnaði, m.a. að því að banni við löndun- um erlendra fiskiskipa yrði aflétt á sínum tíma og styrkt var átak vegna fræðslu um málmsuðu fyrir skömmu. Nú er unnið að ákveðnum verkefnum, m.a. er varða skipa- og málmiðnað, fiskimjölsverksmiðjur og loðnuskip. Vettvangur Starfandi er samstarfsnefnd, sem ber nefn- ið „Vettvangur" iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis, sjávarútvegsráðuneytis, menntamála- ráðuneytis, Samtaka iðnaðarins, LÍÚ og Samtaka fiskvinnslustöðva. Nefndin vinnur að stuðningi við vömþróun er tengist almennt verkefnum sem tengjast beint bæði iðnaði og sjávarútvegi. Stuðningur við skipaiðnað á árinu 1995 Loks hefur tTkisstjómin nú ákveðið að veita styrki til nýsmíða og endurbóta á skip- um á árinu 1995 í samræmi við útfærslu Evr- ópusambandsins á 7. tilskipun þess. Þetta merkir í fyrsta lagi að nýsmíði skipa yfir 100 BRL en að verðmæti undir I0 millj. ECU (eða um 850 m.kr.) verður styrkt um 4,5%. Þegar um er að ræða verðmætari nýsmíði verða ekki veittir styrkir, en á hinn bóginn verður samkeppnisstaða íslensks skipaiðnað- ar við skipaiðnað á EES-svæðinu tryggð með því að heimilt er að krefjast þess í viðkom- andi tilfellum, að felldir verði niður styrkir til erlendra samkeppnisaðila. I öðm lagi verða veittir 4,5% styrkir til endurbóta á skipum yf- ir 1000 BRL. Aðrir styrkir em ekki heimilir samkvæmt fyrrgreindri tilskipun.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.