Alþýðublaðið - 02.02.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 02.02.1995, Síða 5
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Stalín: Þegar skjalasöfn voru opnuð fannst plagg sem sannaði að hann hafði fyrirskipað morðin í Katynskógi. Jeltsín: Sjálfur var hann í miðstjórn Kommúnistaflokksins og hefur engan áhuga á að Ijúka upp leyndardómum hennar. Leyniþjónustan grípur í taumana Skjöl í rússneskum söfnum hafa tilhneigingu til að hverfa áður en nokkur nær að lesa þau, en stundum eiga þau líka til að birtast þar sem þeirra var síst vænst. Stephen Mor- ris, sagnfræðingur sem starfar við viðamiklar rannsóknir á kalda stn'ð- inu á vegum Woodrow Wilson- stofnunarinnar, var að vinna á skjala- safni í Moskvu þegar hann rakst óvænt á plagg sem hann átti síst von á að finna. Þetta var rússnesk þýðing á víet- nömsku skjali frá 1972, skýrslu sem háttsettur hershöfðingi hafði sent miðstjóm víetnamska kommúnista- flokksins. Þar stóð að þetta ár hefðu Víetnamar haft í haldi næstum 700 fleiri bandanska stnðsfanga en áður var talið. Þýddi þetta að þeir hefðu verið teknir af lífi eða að þeir væm ennþá lifandi, einhvers staðar í Víet- nam? Fréttimar vom birtar, það varð mikið tjaðrafok í Bandaríkjunum. Samkvæmt frásögn Morris komust sumir sagnfræðingar að þeirri niður- stöðu að skjalið væri marktækt, aðrir sögðu að það væri falsað. Gmnur leikur á að þvf hafi verið komið þarna fyrir til að klekkja á þessurn miklu rannsóknum á kalda stríðinu og til að fá ástæðu til að loka skjala- söfnum enn á ný. Að minnsta kosti er vitað að rúss- neska leyniþjónustan þurfti ekki frekari átyllu til að vfsa erlendum fræðimönnum úr safninu. Forstjóri þess var rekinn fyrir að selja útlend- ingum leyniskjöl. Kannski verður aldrei uppvíst hvort þama sé að finna fleiri skjöl sem hægt er að nota til að sannreyna gildi þessara upplýsinga; eitt vandamálið við að nota skjalasafn sem er einkavætt til hálfs og ekki aðgengilegt nema fáum er hversu erfitt er að vita hvað er ekta og hvað ekki. Fjöldamordingjar ganga lausir í flestum öðmm löndum myndi þetta varla vera til baga. En hinar lokuðu skjalageymslur Sovétríkj- anna em eðlisólíkar lokuðum skjala- hirslum breskra stjómvalda. Þar er ekki einungis að finna sögur um bresti kóngafólks eða klúður emb- ættismanna sem gætu komið lifend- um í bobba, heldur gögn af því tagi sem eitt sinn voru notuð til að sækja til saka stríðsglæpamenn í Þýska- landi: hveijir gáfu skipanir um manndráp og fjöldamorð, hverjir skipulögðu hvaða fangabúðir og hveijir sáu um að reka þær allt frá þriðja áratug aldarinnar og fram á þann níunda. Glæpamenn af þeirri tegundinni sem er reglulega sótt til saka á Vesturlöndum fyrir glæpi á nasistatímanum - fjöldamorðingjar eins og Klaus Barbie, Ivan grimmi og fangaverðir í útrýmingarbúðum - slíkir menn ganga enn lausir í Rúss- landi. Nöfn þeirra em ekki kunn al- menningi og verða það líkast til aldrei. Af þeim sökum er vert að gefa þvf gaum að skjalasöfnin eru einna helst pólitískt hitamál fyrir stjórnmála- flokk Vladimirs Zhírínovskíjs. Hann er sérstaklega viðkvæmur fyrir því að „ríkisleyndarmá!" leki ekki til útlendinga og hefur meira að segja mótmælt samningi stjómvalda við Hoover- stofnunina. Stefna stjórnar- innar er miklu tvíræðari: Margt hefur þegar verið birt og meira á án efa eft- ir að h'ta dagsins ljós, en á því em ákveðin takmörk og máski er ekki erfitt að skilja ástæðuna fyrir því. Fólkið sem nú stjómar Rússlandi er flestallt fyrrnrn kommúnistar - sjálf- ur Jeltsín forseti var í miðstjóminni - sem hlýtur að vera haldbær skýring á því hvers vegna öllum skjölum sem snerta fyrri miðstjórnir er haldið leyndum. Fólkinu sem stjómar Rúss- landi er greinilega ekki um það gefið að halda uppi einhverjum umræðum um það hvemig Rússar hegðuðu sér í fortíðinni - annars legði það sig varla í líma við að halda skjalasafni KGB harðlæstu. Yfirvöld hafa semsagt dregið upp vindubnína og það hefur ýmsar hlið- arverkanir. Lev Rozgon, höfundur endurminningabókar úr gúlaginu sem hefur selst í melupplagi, segir: „Allir sem em komnir yfir fimmtugt eiga ættingja sem voru í búðunum. Allir Rússar vita hvað gerðist þar.“ En hvar em þá minnismerkin? Hvað er gert til að auðsýna fómarlömbun- um virðingu? Rozgon telur að þessi vöntun á minnismerkjum sé engin tilviljun: „Ríkið hér hefur í raun aldrei viðurkennt þátttöku sína í þjóðarmorði. Þjóðverjum var bein- línis þröngvað til að þekkja atburði fortíðarinnar en það hefur aldrei gerst hérna.“ Stendur heima. Það er óhugsandi að sjá að þýsk stjómvöld myndu reyna að koma í veg fyrir birtingu skjala frá nasistatímanum eða víkja sér undan því að lögsækja stríðsglæpamenn. En í Rússlandi hafa ekki verið nein Niimberg-réttar- höld, og ef marka má af því hvemig skjölum er haldið vandlega leyndum munu slíkréttarhöld sennilega aldrei fara fram. Grátid yfir Lenín í stað þess að slíta sig frá fortíð- inni hefur rússneska ríkið tekið til bragðs að gæta hennar enn vandleg- ar enn áður. Rússar em á nýjan leik famir að líta á sjálfa sig sem flekk- laus fómarlömb utanaðkomandi afla, en ekki þjóðina sem hneppti hálfa Evrópu í ánauð. Eða eins og Zhírínovskíj segir: „Hvers vegna héldu sovéskar hersveitir inn í Prag 9. maí 1945? Hvers vegna úthelltu milljónir blóði sínu? Nú móðga þeir okkur. Hvað um herinn okkar og aldraða borgara sem börðust í stríð- inu? Nú er hrækt á þetta fólk.“ Gam- aldags heimsvaldastefna með sovét- sniði þykir núorðið ekkert óeðlileg í Moskvu, og líka meðal fólks sem er ekki áhangendur Zhírínovskíjs; það er eins og stór hluti hinnar ríkjandi stéttar hafi steingleymt hverjar hafa áður orðið afleiðingar slíkra heims- valdaóra. Raunar er stefna Jeltsíns forseta í Tsjetsjníu í fullkomnu sam- ræmi við það hvemig hann vakir yf- ir skjalasafni forsetaembættisins; hún er enn eitt merki um það hversu stjórn hans er orðin nærsýn á fortíð- ina. Staðreyndin er sú að fólk gleymir rnjög fljótt. Það tekur upp gamla ósiði ef minni þess er ekki haldið við. Þetta er kannski torskilið fyrir almenning á Vesturlöndum, enda bjuggum við ekki í sjötíu ár undir al- ræðisstjóm sem útbreiddi sögufals- anir í hverju einasta dagblaði, hveiju einasta riti, hverri einustu skólabók og hveiju einasta uppflettiríti; við eigum í erfiðleikum með að gera okkur í hugarlund hversu vandasamt það er að breyta hugmyndum fólks um fortíðina. Þessar hugmyndir eru að miklu leyti mótaðar af blaðamönnum og stjórnmálamönnum, en skjalasöfn geta líka verið til mikils gagns séu þau notuð af vandvirkni. Til dæmis er sagt að Volkogonov hershöfðingi, uppháhaldssagnfræðingur Jeltsíns, hafi grátið þegar hann fór fyrst að lesa sér til í skjalasafni Leníns. Hann komst að því að Lenín, sem hann hafði dáð allt sitt líf, var maður sem beitti sér fyrir því að rússneskir menntamenn vom myrtir og sendir í útlegð, maður sem sá ekkert athuga- vert við fjöldamorð, maður sem átti nána stuðningsmenn sem hugleiddu að myrða svokallaða óvini fólksins með gasi - löngu fyrir tíma Hitlers. Fyrr en slíkar staðreyndir em al- mannavitneskja, lyrr en fleira fólk fyllist óhug yfir sögunum sem skelfdu hershöfðingjann, mun eftir- sjá Rússa eftir fortíðinni - eftirsjá eftir tíma þegar mynd Leníns hékk á hverjum vegg - halda áfram að magnast og verða háskalegri. -eh lía reynir á vinskap Rússa og Þjóðverja Þungaviktarmenn: Stríðið í Tétsjeníu reynir á samband Helmut Kohl og Bóris Jeltsin. mannréttindabrotum og geðþótta- beitingu hervalds. Utanríkisráðherra Þýskalands, Klaus Kinkel, hefur varað við því að ljárfestingar Þjóð- verja yrðu afturkallaðar, svo og allur Ijárstuðningur þeirra. Vamarmála- ráðherrann Volker Ríihe sagði á dögunum að „hann byggist ekki við“ hinum rússneska starfsbróður sínum á öryggismálaráðstefnu í Múnchen í febrúar. Þessi orð þýða á mannamáli að hann biðjist undan nærvem hans. Dagblaðið Nezavisimaya Gazeta í Moskvu sagði í leiðara að „það væri langt síðan slíkar yfirlýsingar hefðu verið upjri um Rússa á alþjóðavett- vangi. A tungutaki diplómata væri þetta hið sama og að segja Rússum að fara úl helvítis." Formáli þess að hætt var við að bjóða Rússum á öryggismálaráð- stefnuna var harkaleg árás vamar- málaráðherrans Gratsjovs tveimur dögum áður á Sergei Kovaljov sem er baráttumaður fyrir mannréttindum og hefur verið einn af hörðustu and- stæðingum stríðsins i' Tétsjeníu heima fyrir. „ Óásættanlegt kjaftbrúk" kolleganna Gratsjov kallaði Kovaljov „óvin fólksins“ í sjónvarpsræðu og Sergei Jusjenkov, formaður varnarmála- . nefndar þingsins, kallaði Kovaljov „viðbjóðslega litla halakörtu." Á meðan þessir tveir hlógu af sér ásak- anir vamarmálaráðherrans, hafði Rúhe það um orðbragð kollega sinna að segja að þama væri á ferðinni „óásættanlegt kjaftbrúk." Þjóðveijar em ósáttir við að hafa ekki getað komið í veg lyrir hörm- ungamar í Tétsjeníu, þrátt fyrir að þeim og Evrópusambandinu hefði átt að vera það í lófa lagið. Hver sem hin efnahagslega þróun kann að verða í Rússlandi, þá er það víst að viðskipti þess við Vesturlönd em allt að því einhliða. Rússland þarf miklu meira á viðskiptum við Evrópu að halda en öfugt. Spumingin um fjárstuðning er jafnvel enn meira aðkallandi. Rúss- nesku fjárlögin, sem þessa dagana em að skríða í gegnum þingið, gera ráð fyrir erlendum lánum upp á 12 milljarða bandaríkjadala. Þá hafa reikningamir fyrir Tétsjem'ustríðið ekki verið gerðir upp enn, en það hef- ur hingað til kostað um 200 milljónir dala. Sérfræðingar segja að Rússland hljóti að hrekjast út í óðaverðbólgu ef peningamir koma ekki. Dúdajev nýr Saddam í hugum Rússa Þrátt fyrir það þá virðist sem Vest- urlönd hafi einsett sér að láta staðar numið við stóm orðin. Það að ætla sér að fresta gildistöku efnahagssam- staifssamnings Evrópusambandsins og Rússlands eða að tefja fyrir inn- göngu Rússa í Evrópuráðið er hugs- anlega áfall fyrir virðingu Rússlands á alþjóðavettvangi, en ekki mikið meira en það. Slíkar „refsingar“ munu ekki draga Jeltsfn að samningaborði með Dzhokar Dúdajev forseta Tétsjeníu, sem hefur öðlast ámóta sess í hugum Rússa og Saddam Hussein í augum Bandaríkjamanna. í rauninni er þeim einungis fagnað af hálfu harðlínu- manna í ríkisstjóm Jeltsín, sem finnst að Rússar hafi nú þegar allt of mikil samskipti við Vesturlönd. Þegar allt kemur til alls þá má segja að eina leiðin, fyrir hina nýbök- uðu vini Rússa á Vesturlöndum, til að fá þá til að breyta um stefnu í málefn- um Tétsjeníu, sé að stöðva alla Ijár- hagsaðstoð til Rússa eða jafnvel að beita þá viðskiptaþvingunum, en þessu þora þeir ekki. Jeltsín, eina von lýdrædisins? „Við viljum ekki spilla öllu því sem áunnist hefur f samskiptum þjóð- anna,“ sagði Douglas Hurd utanrík- isráðherra Breta og undir þetta tók viðskiptaráðherra Þjóðverja Gii- nther Rexrodt er hann sagði að við- skiptaþvinganir „væm ekki valkost- ur.“ Ástæðan er einföld. Menn líta enn á Jeltsín sem þann eina sem geti tryggt lýðræði í Rússlandi, á svipað- an hátt og Mikhail Gorbatsjov fyrir fimm ámm síðan. Ef aðstoð við Rússa verður hætt mun ringulreiðin sem fylgir því steypa Jeltsín af stóli og einhver annar mun ólýðræðislegri náungi myndi komast til valda, er sagt. Og ef einhver leyfir sér að efast um þessa kenningu er bent á þing- kosningamar í desember 1993 og tuttugu-og-fjögur prósentin sem þjóðemissinninn og æsingamaðurinn Vladimír Sjírínovsky fékk þá. Þessi röksemd er álitin svo sjálf- gefin að frekari vangaveltur séu ekki til neins. Né heldur virðast þeir sem halda þessu fram taka mótsagna- kenndar stjómvaldsaðgerðir Jeltsín síðustu mánuða með í reikninginn. Kannski ættu þessir hinir sömu að taka til athugunar hvort að stefna þeirra gagnvart Rússum hefur orðið til þess að þróunin í Rússlandi hafi orðið í lýðræðisátt. Það er vel hugs- anlegt að það að hætta ljárstuðningi við Rússa nú gæti orðið til þess að knýja Jeltsín inn i herbúðir umbóta- sinna á ný. Vesturlönd borga slátrunina Það að koma rússneskum kjósend- um í skilning um kostnað árásarinnar á Tétsjeníu gæti jafnframt gefið mál- stað umbótasinna byr undir báða vængi. Þetta er töluverð áhætta, en hún er þess virði í ljósi þess að eins og staðan er í dag þá standa Vesturlönd undir slátmnum Rússa í Tétsjeníu. Evrópskir leiðtogar óska þess sjálf- sagt í laumi að Dúdajev gefist upp og leyfi Rússuni að „koma á reglu á ný,“ svo þeir geti haldið áfram að velta vöngum yfir fyrrum Júgóslavíu. En það er of seint því Tétsjenar ætla að halda áfrant að beijast. Það ætti að valda Kohl heilabrotum næst þegar hann sest að mátarborðinu með Jeltsín. The European / mám

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.