Alþýðublaðið - 03.02.1995, Síða 2

Alþýðublaðið - 03.02.1995, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 MMIIBIIBID 20865. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk S Island og Evrópusambandið Stjómmálaflokkum ber að hafa framtíðarsýn og áræði til að fylgja henni. Umdeildasta mál dagsins em tengsl íslands við Evrópusambandið. Af þeim ræðst framvinda og þróun íslensks atvinnulífs á næstu árum. f afstöðunni til þess mikilvæga máls speglast því framtíðarsýn íslensku flokkanna. Afstaða Alþýðuflokksins er skýr: Hann telur að það eigi að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu til að kanna hvaða kjör em í boði. Þessi afstaða jafnaðarmanna bygg- ist á framtíðarsýn þeirra fýrir ísland. Alþýðuflokkurinn telur einfaldlega, að það þjóni hagsmunum almennings að tengjast Evrópu, svo fremi ákveðnum skilyrðum sé fullnægt. Hann ger- ir sér fullkomna grein fyrir því, að sú afstaða kann að vera lítt til vinsælda fallin. En flokkurinn lítur á það sem skyldu að fylgja sannfæringu sinni um það hvað er íslandi fyrir bestu, - en hleypur ekki á eftir því sem kann að vera efsta á baugi svokall- aðs almenningsálits á hveijum tíma. Aðra íslenska stjómmálaflokka skortir þessa framtíðarsýn. Þeir óttast almenningsálitið, og þora ekki að móta sér afstöðu til tengsla íslands og Evrópu. Þess í stað reyna þeir að skjóta sér á bak við staðhæfmgar um að málið sé ekki á dagskrá. Slík við- horf em fráleit, og endurspegla ábyrgðarleysi. ísland stendur á krossgötum; lok kalda stríðsins og innganga frændþjóða í Evr- ópusambandið hafa veikt meginstoðir íslenskrar utanríkis- stefnu, sem hafa verið norrænt samstarf og Atlantshafsbanda- lagið. Þjóðin er því í vissri einangrunarhættu, og ákvörðun um að sækja ekki um aðild, eða viljaleysi til að ræða hugsanlega aðild er afdrifarík ákvörðun, sem þarfnast sérstaks rökstuðn- ings. Hann hefur hins vegar ekki komið fram hjá viðkomandi flokkum. Næstum 70 af hundraði af útflutningi þjóðarinnar fer til landa Evrópusambandsins. Samkeppnisstaða okkar á þessum mikil- væga markaði getur haft úrslitaáhrif á þróun íslensks efnahags- og atvinnulífs. í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu fylgdi fullur markaðsaðgangur fyrir sjávarafurðir, og þar með aukin fullvinnsla sjávarfangs innanlands. Það þýðir meiri virðisauka og atvinnu í landinu. Aðild myndi leiða til aukinna erlendra íjárfestinga, aukins stöðugleika og meiri hagvaxtar. Kaupmátt- ur launa myndi aukast stórlega þegar frá fyrsta degi aðildar, enda myndi hún lækka verð á matvælum um 35 til 40 af hundr- aði. Kjör sérhverrar íjögurra manna fjölskyldu myndi því þeg- ar í stað batna að meðaltali um sem svarar 84 þúsund krónum á ári. Til lengri tíma myndu þó kjörin batna enn frekar, enda hef- ur aðild að Evrópusambandinu í öllum tilvikum haft jákvæð áhrif á efnahag nýrra aðildarríkja. Einungis umsókn leiðir í ljós, hvaða kjör bjóðast. Engin önn- ur aðferð er til þess. í samningum um aðild yrði þjóðin að sam- einast um að tryggja áfrarn forræði hennar yfír auðlindum sín- um í hafinu. Til að taka af tvímæli í þessu efni leggur Alþýðu- flokkurinn tdl, að sameign þjóðarinnar verði bundin í stjómar- skrá. Það er ennfremur brýnt að menn geri sér grein fyrir, að umsókn um aðild og endanleg ákvörðun em tvær, aðskildar ákvarðanir. Þegar umsókn liggur fyrir, samningum er lokið, þá fyrst er ljóst hvað er í boði, og þá er það þjóðarinnar sjálfrar að taka milliliðalaust ákvörðun um aðildina í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þetta er framtíðarsýn íslenskra jafnaðarmanna í því máli, sem óhjákvæmilega verður efst á baugi þjóðmálanna á næstu ámm. Lárviðarskáldið Einar Már Þegar ég heyrði tíðindin á þriðju- daginn datt mér í hug dálítil vísa. Ég fór með hana fyrir alla sem ég hitti. Flestir sögðu: Umhu, já, jújú - eða eitthvað í þeim dúr. Ég held að þeim hafi fundist hún ágæt. Svo hitti ég hagyrðing í boði og hann upplýsti mig um að þetta væri aldýr odd- henda. Sjálfur hafði ég haldið að þetta væru gagaraljóð. Svona var hún: Einar Kára keikur stár, krýndur lárvið Einar Már. Allt þeim gár svo gott í ár - Gunnar Smárifellir tár. Einar Kárason kemur þessu svo sem ekkert við. Hann er þama fyrst og fremst rímsins vegna, þetta er ma- hnar-rím. En það er samt langt síðan ég tók eítir þvt að nöfnin þeirra nafn- anna rímaog það er sennilega þess vegna sem fólk er alltaf að spyrða þá saman. Hið Vikupiltar dönskuskotna máifar er líka rímsins vegna; þó er hægt að veija það með því að þeir hafa báðir komið út á norðurlöndum og þar hefur þeim báðum vegnað vel. Bókmenntafólk á norðurlöndum hefur almennt ekki sömu áhyggjur af kyni rithöfunda og háskólaborgarar hér - og því er yfir- leitt sama þótt menn séu úr vogun- um. Vogamir- Gunnar Smári er þama fyrst og ffemst rímsins vegna. Hins vegar er tilvalið að hía svolítið á hann vegna þess að honum er svo óskaplega uppsigað við þessa menn af því þeir em úr vogunum og héngu í Teitsjoppu áður en hún varð stekk- ur. Þetta er gaman fyrir Einar Má - þetta er gaman fyrir alla þá sem unna skáldsögum því enginn rithöfundur hefur af sömu alvöru og ástríðu og hann haldið á lofti anda skáldsög- unnar í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Allt sem hann gerir er gegnsýrt þessum anda. Þegar hann tekur til máls um hvaðeina er hann innblásinn þessum anda. Anda skáldskaparins: þessum prakkara- lega, bamalega anda. Þessum skáld- drengja- anda. Þetta er gaman vegna þess að Ein- ar Már hefur gengið í t' gegnum allt það sem hent getur einn rithöfund hjá þessu þjóðarkríli. Hann hóf feril- inn á því að gefa út tvær ljóðabækur og varð fyrstur til að blanda Dylan og Bowie saman við Rimbaud, Daðason og Jóhannes úr Kötlum, og í þessum leðurjakka tókst honum að pranga þessum kvemm inn á hvem einasta mann sem varð reikað út á götu sumarið 1980. Og fleimm: ég heyrði einhvem tímann þá sögu að hann hefði verið kominn inn í svefn- herbergið hjá bláókunnum manni og farinn að selja honum ljóðabók. Hann seldi bækumar eins og hann hafði selt Neista áður. Fullkomlega sannfærður um að þetta ætti erindi við hvem einasta mann. Fullkom- lega sannfærður um að hann væri gegnsýrður anda skáldskaparins. Svo fékk hann verðlaun hjá AB fyrir Riddara hringstigans, þessa fmmlegu blöndu af spekimálum og prakkarastrikum sem sögð var í spá- mannsstfl fimm ára manns eða fimmhundmð ára: þetta var einmitt Bókin sem hefur að geyma bemsku- minningar höfundar úr vogunum - bókin sem Súsanna heldur að við Einar Kárason séum alltaf að skrifa og Gunnar Smári heldur að Þórarinn Eldjám og Pétur Gunnarsson séu alltaf að skrifa. Fólk sem las hins vegar bókina tók henni fagnandi, sem og þeirri næstu, Vængjasláttur í þakrennum enda var sú bók enn spá- mannslegri, sögumaður enn meira fimm ára og fimmhundmð ára - hún var gegnsýrð anda skáldskaparins. Þriðja bókin um vogana var einn langur eftir- máli, nóaflóð lík- jlBl, Guðmundur ir ' Andri Thorsson |fcx 1 skrifar inga, og þannig drekkti Einar vogun- um sem sagnaheimi svo að þeir hafa ekki átt afturkvæmt í íslenskar bók- menntir. Og nú fór Einar Már að verða fyrir barðinu á háskólafólki sem var nýkomið til starfa og þurfti verðug árásarefni. Hann var sakaður um tvennt einkum: að vera karlkyns og að skrifa sem slíkur. Næstu tvær bækur hans vom enda svolítið reik- ular að manni fannst, höfundurinn virtist ekki jafn fullkomlega sann- færður um erindin og fyrr, hann þreifaði fyrir sér um stfl, virtist vera að aga sig, jafnvel svo mjög að í Rauðum dögum þekkir maður hann varla. I þeirri bók fer hann næst ein- hvers konar normalstfl, hinar slitnu málsgreinar em horfnar, andköfin og spenningurinn; Atómstöðin verður honum ekki innblástur heldur þvæl- ist fyrir honum, ástarsagan virðist vera til að fullnægja formsatriðum, anekdótumar streyma ekki fijálsar og óhindraðar eftir eigin lögmálum, ná ekki að tengjast, ná ekki að lifna. Samt. held ég að bókin hafi ekki verið jafn vond og Kolla segir. Og ég held að honum hafi verið úthúðað af full mikilli gleði og áfergju af þeim sem áður höfðu sakað hann um vfta- vert kynferði og birtingarmyndir þess. Hún er annars svolítið merkileg þessi íslenska bókmenntaumræða - hún er svo heiftúðug. Islendingar virðast enn hafa svo mikla trú á mætti skáldskapar. Það er engu lík- ara en fram fari barátta upp á líf og dauða um heilabú þjóðarinnar. Mál- um sé enn þannig háttað að skáldið geti sagt þjóðinni hvemig hún skuli hugsa, bursta tennur, byggja hús, þvo þvott. Það hlýtur að vera þess vegna sem femínístar og hægri menn em svo hatrammir. Þetta er nefnilega síðasta fólkið sem álítur að það sé hlutverk skáldskaparins að innræta öðm fólki skoðanir. Þegar Jóhann Hjálmarsson var að skrifa um Engla alheimsins í Morg- gaman fyrir alla þá sem unna skáldsögum því enginn rithöfundur hefur af sömu al- vöru og ástríðu og hann haldið á lofti anda skáldsögunnar í öllu sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Allt sem hann gerir er gegnsýrt þessum anda. Þegar hann tek- ur til máls um hvaðeina er hann innblás- inn þessum anda. Anda skáldskaparins: þessum prakkaralega, barnalega anda. Þessum skálddrengja-anda.“ unblaðið var hann vissulega að reyna að finna eitthvað fallegt til að segja um bókina. Hann komst að vísu ekki á sama flugið í hrósinu og þegar hann skrifar um Matthías sem hann líkti í síðasta dómi sínum við höfund Völuspár, en þó var hann fremur já- kvæður. Eða járænn eins og Jóna Rúna Kvaran kallar það. Eitt af því sem hann fann bókinni til gildis var að hún væri engin „drengjabók". Ég held að honum hafi skotist þar. Ég held að þetta sé einmitt drengjabók. Og að í því sé ekki síst gildi hennar fólgið, að vera um það hvemig það er að vera ungur dréngur nú á dög- um. Krýndur lárvið Einar Már. Til hamingju. Þetta er gaman. Ekki síst vegna þess að nú er ísinn brotinn. Þau em þtjú á palli: Thor, Fríða og Einar Már, og á eftir koma öll hin. Næst fær Vigdís þau fyrir Granda- veg 7. Svo fær Þorsteinn frá Hamri þau, svo Einar Kára, svo Steinunn, svo og svo og svo. Og svo fáum við Jón frá Pálmholti þau saman árið 2018. Dagatal 3, febrúar Atburðir dagsins 1468 Johann Gutenberg, faðir prent- listarinnar, deyr örsnauður og um- komulaus. 1931 216 manns farast í jarðskjálfta á Nýja-Sjálandi. 1944 Hótel ísland, stærsta timburhús í Reykjavík, brennur til kaldra kola. 1969 Boris Karloff deyr; kvik- myndaleikari sem sérhæfði sig í ffankensteinum og ómennum. Afmælisbörn dagsins Felix Mendelssohn þýskt tónskáld, 1809. Gertrude Stein bandarískur rithöfundur og Parísarbóhem, 1874. James Michener bandarískur met- söluhöfundur, 1907. Annálsbrot dagsins Um sumarið á alþingi varð bráð- kvaddur í lögréttunni Eiríkur Sig- valdason, lögréttumaður fyrir austan. Var sagt, hann hefði hart talað móti einni galdrakonu. Grímsstaðaannáll, 1661. Málsháttur dagsins Nú er Máríuveður í Kjós. Máríuveður: blíðviðri. Framtíð gærdagsins Sá, sem stöðugt horfir inn í fortíðina, á ekki skilið að eiga ffamu'ð til að horfa inn í. Oscar Wilde. Lof dagsins Tryggvi Þórhallsson átti fáa and- stæðinga innan Alþýðuflokksins. Hann jafnaði oft deilur og var hvers manns hugljúfi. Að mínu viti fór saman í fari hans brennandi áhugi fyrir bændastéttinni og góður skiln- ingur á þörfum verkamanna. Stefán Jóhann Stefánsson, Minningar I. Orð dagsins Hugfast sveinar hafi það, helzt á leynifundum, ýmsa greinir á um, hvað orðin meina stundum. Skák dagsins Austur í Rússlandi, og reyndar víðar, er margur sterkur skákmaður sem ber nafnið Ivanov. Einn þeirra sem ekki er sérlega hátt skrifaður er V.I. Ivanov, en sá glaðlyndi gaur kann ýmislegt fyrir sér. í skák dagsins hef- ur hann hvítt og á leikinn gegn hin- um væmkæra Sivoho. Hvíta drottn- ingin er uppivöðslusöm í svörtu her- búðunum en riddarinn á g5 stendur í uppnámi. Sá góði guðsmaður lifði hinsvegar til loka skákarinnar: Iv- anov sér nú til þess að Sivoho fær um annað að hugsa. Spurt er: Hvað gerir hvítur? í annan stað er örlítil vísbending: b7-reiturinn gegnir lyk- ilhlutverki. 1. Bxe6!l Bxe6 2. Hxe6! fxe6 3. Hxb7!! Þama lá hundurinn grafinn! 3. ... Dxb7 4. Dh8+ Ke7 5. Dxg7+ Kd6 6. Re4+ Kd5 7. Dxb7 Ke4 8. Dxc6 KI5 9. cxd4 Hér var Sivaho búinn að fá nóg af skák og teygði sig í vodkaflöskuna sem. hann hefur jafnan innan seilingar.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.