Alþýðublaðið - 03.02.1995, Side 6

Alþýðublaðið - 03.02.1995, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995 RAÐAUGLYSINGAR HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR Rekendur gisti- og veitingahúsa í Reykjavik Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ákveðið að framfylgja ákvæðum 9. gr. reglug. nr. 149/1990 (heilbrigðisreglugerð) og 3. gr. reglug. nr. 522/1994 um matvælaeftirlit og holl- ustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla um veit- ingu á starfsleyfi fyrir gisti- og veitingahús þótt sú starf- semi sem þar fer fram sé einnig háð starfsleyfi lögreglu- stjóra. Umsækjendur um rekstur gisti- og veitingahúsa þurfa eftir- leiðis að sækja um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar á sér- stökum eyðublöðum sem fást hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík að Drápuhlíð 14, þar sem nánari upplýsingar eru veittar. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Umsókn um styrki til atvinnumála kvenna 1995 Á árinu 1995 hefur félagsmálaráðuneytið til ráðstöfunar 20 milljónir króna sem eru ætlaðar til atvinnuátaks meðal kvenna. Við ráðstöfun fjárins er einkum tekið mið af þróun- arverkefnum og námskeiðum, sem þykja Ifkleg til að fjölga atvinnutækifærum kvenna á viðkomandi atvinnusvæði. Þau atvinnusvæði þar sem atvinnuleysi kvenna hefur farið vaxandi eða er varanlegt koma sérstaklega til álita við ráð- stöfun fjárveitinga. Við skiptingu fjárins munu eftirfarandi atriði höfð til hliðsjónar. 1. Ekki verða veittir beinir stofn- og rekstrarstyrkir til ein- stakra fyrirtækja nema sérstakar ástæður mæli með því. 2. Verkefnin skulu vera vel skilgreind og fyrir liggja fram- kvæmda- og kostnaðaráætlun. 3. Tekið er mið af framlagi heimamanna til þess verkefnis sem sótt er um. 4. Verkefnið skal koma sem flestum konum að notum. 5. Að öðru jöfnu skal fjármögnun af hálfu ríkisins ekki nema meir en 50% af kostnaði við verkefnið. Umsóknareyðublöð fást í félagsmálaráðuneytinu, Hafnar- húsinu v/Tryggvagötu, s. 560 9100 og hjá atvinnu- og iðn- ráðgjöfum á landsbyggðinni. Umsóknarfrestur er til 20. mars nk. og áskilur ráðuneytið sér rétt til að hafna öllum umsóknum sem berast eftir þann tíma. Félagsmálaráðuneytið. Varnarliðið/Laust starf Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða fram- kvæmdastjóra/sýningarstjóra til starfa við kvikmyndahús varnarliðsins. Umsækjendur hafi reynslu af stjórnunarstörfum og séu sýningarmenn með réttindi. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist. Umsóknum skal skilað á ensku. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Njarðvík, sími 92-11973, eigi síðar en 12. febrúar 1995. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækj- endur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást einnig á sama stað. ALÞYÐUFLOKKURINN ALÞÝÐUFLOKKURINN Á AUSTURLANDI Opnir fundir Jafnaðarmenn á Austurlandi boða til opinna funda í kjör- dæminu með Gunnlaugi Stefánssyni alþingismanni frá Heydölum og Hermanni Níelssyni varaþingmanni frá Eg- ilsstöðum. Opnir fundir: Borgarfjörður-föstudagur 3. febrúar klukkan 20:30 í Fjarðarborg. Höfn í Hornafirði - mánudagur 6. febrúar klukkan 20:30 í Hótel Höfn. Allir eru hjartanlega velkomnir! Jafnaðarmenn á Austurlandi. Að stofna hreyfingu Flokkakerfið er úrelt bæði hvað varðar stefnu og vinnubrögð. Flokksvélar sem berja niður alla andstöðu, alla fijálsa hugsun og allt frumkvæði frá fólkinu í flokknum em úreltar. Kannski má taka undir orð Stmonar Peres að stjómmála- menn séu úreltir. Þetta lýsir sér í van- trausti á stjómmálamönnum og flokkum. Fólkið finnur að flokksvél- amar vinna ekki ■hhmmbh fyrir það, heldur sjálfar sig og því starfa fáir í flokk- um utan þeir sem vilja komast inn í vélamar og njóta góðs af því. Þetta er helsta ástæðan fyrir sundmngu svo- nefndra félagshyggjumanna og um leið meginorsök stærstu vandamál- anna. Stjórnun og stefnumótun í samfélaginu er að mestu orðin rú- tínuvinna æfðra manna. Þegar Jó- hanna Sigurðardóttir gerði uppreisn og gekk út úr ríkisstjóm og Alþýðu- flokki, fylltist fólkið bjartsýni og taldi að ný leið væri að opnast fyrir það til að hafa áhrif. Kannanir sýndu 25% til 30% stuðning við Jóhönnu og pólitíska hreyfingu undir hennar Pallborðið ■áMMlik Jón frá rwsnp Pálmholti skrifar wXæii forystu. Þetta var skýr vísbending um vilja fólksins, trú þess á Jóhönnu og álit þess á stjómmálaflokkunum. Þegar stofnun hreyfingar loks var ákveðin og skrifstofa opnuð, kom margt áhugasamt fólk til þátttöku. Þetta fólk varð fljótt fyrir vonbrigð- um. Upp var kominn þröngur hópur fólks að mestu úr öðmm flokkum og hafði sjálfur tekið sér öll völd í wmmmmmmm—mmm hreyfingu scm ekki var búið að stofna, og flutt með sér þau vinnubrögð sem hann kunni. Ört fækkaði í málefna- hópnum, því fólk- ið gafst upp. Und- irritaður ákvað þó að bíða landsfund- ar og reyna til þrautar að ná sam- stöðu. Það tókst ekki. Starfið á lands- fundinum minnti um of á fréttir af fundum í Alþýðubandalaginu. Það er eðlilegt að á fyrsta landsfund nýrrar hreyfingar komi fólk með hugmynd- ir sínar og viðhorf og þá er fundarins að ræða málin og ná samstöðu um meginstefhu. Þetta var ekki gert á íýrsta landsfundi Þjóðvaka og því breyttist vakan í svefn. Einstreng- ingslegur valdahópur barði niður „Það er eðlilegt að á fyrsta landsfund nýrrar hreyfingar komi fólk með hugmyndir sínar og viðhorf og þá er fundarins að ræða málin og ná sam- stöðu um meginstefnu. Þetta var ekki gert á fyrsta landsfundi Þjóðvaka og því breyttist vakan í svefn. Einstrengingslegur valdahópur barði niður umræður og afgreiðslu. Til dæmis vildu þeir vísa öllum tillögum til stjórn- ar og ráða svo sjálfir hverjir sitja í þeirri stjórn. Þannig stofna menn ekki nýja hreyfingu. Hreyfingu fólksins verður ekki stjórnað ofan frá." umræður og afgreiðslu. Til dæmis Flreyfingu fólksins verður ekki vildu þeir vísa öllum tillögum til stjómað ofan frá. stjómar og ráða svo sjálfir hvetjir _____________________________________ sitja í þeirri stjóm. Þannig stofna Höfundur er skáld og formaður menn ekki nýja hreyfingu. Leigjendasamtakanna Minning t Grétar Ingimundarson Fregnin um andlát Grétars Ingi- mundarsonar kom ekki á óvart. Flann hafði átt við vanheilsu að stríða um skeið. Engu að síður koma slíkar fregnir manni alltaf með nokkmm hætti að óvömm, enda þótt Ijóst sé að til þeirra loka dragi sem öllum er búin. Grétar Ingimundarson var borinn og barnfæddur Borgnesingur, einn þeirra sex ötulu sona sem hjónin, Ingimundur Einarsson og Margrét Guðmundsdóttir, lögðu Borgamesi til og átt hafa sinn dtjúga þátt í upp- byggingu blómlegs bæjarlífs. Þegar sá sem þetta ritar fór að eiga erindi í Borgames vegna framboðs- máia Alþýðuflokksins I Vestur- landskjördæmi á ámnum 1977 til 1978, hófust kynni okkar Grétars. Marga stund ræddum við saman á vistlegu heimili hans og Ingigerðar Jónsdóttur konu hans, sem vom samhent í stuðningi sfnum við rétt- lætishugsjónir jafnaðarstefnunnar. Það átti Grétar reyndar ekki langt að sækja, því faðir hans var einn af stofnendum fýrsta verkalýðsfélags- ins í Borgamesi og þar í framvarða- sveit um langt skeið. Það er ekki ofsagt að Grétar Ingi- mundarson hafi verið jafnaðarmaður af lífi og sál, því það var hann sann- arlega. Hann var vakinn og sofinn yfir velferð Alþýðuflokksins og tók nærri sér þegar honum fannst ómak- lega að flokknum og forystu hans vegið. Þegar kosningar vom annars vegar dró hann hvergi af sér og var þá vissulega betri en enginn. I að- draganda einna kosninga höfðum við Gunnar Már Kristófersson, sem þá skipaði annað sæti framboðslist- ans í kjördæminu, bækistöð á jarð- hæðinni hjá þeim Ingu að Böðvars- götu 1. Þar var ekkert talið eftir. „- Minnstu ekki á það, elskan mín,“ sagði hann ef við vomm eitthvað að malda í móinn að of mikið væri íýrir okkur haft, „elskan mín“, var gjam- an orðtak hans við þá sem honum stóð ekki alveg á sama um. Síðastliðið sumar heimsótti ég Grétar í Borgames. Þá tókum við töm á landsmálunum, en áhuginn og eldmóðurinn var allur á sínum stað þótt lfkamlega getan til pólitískra starfa væri ekki sem áður. Grétar Ingimundarson lagði gjörva hönd á margt um ævina og lauk miklu dagsverki, þótt hann væri héðan kvaddur á sextugasta og fýrsta aldursári og ætti enn mörgu ólokið. Þegar leiðir okkar lágu saman var hann yfirmaður bifreiðaverkstæðis Kaupfélags Borgfirðinga. Síðar stýrði hann verkfræði Ræktunarsam- bandsins og loks stóð hann fyrir því nýmæli sem var saltfiskverkun í Borgamesi. Þótt síðastnefnda fyrirtækið gengi að lokum ekki eins og til var ætlast var þar ekki um að kenna atorku- skorti stjómandans heldur komu þar aðrir hlutir til. Grétar var víkingur til verka sem lét sér enga erfiðleika vaxa í augum. Sem yfirmaður var hann stoð og stytta sinna manna og óþreytandi að leita leiða til að greiða götu þeirra sem lent höfðu í erfið- leikum eða áttu í útistöðum við kerf- ið. Þeir em margir sem eiga honum þakkarskuld að gjalda. I Borgamesi sakna ég nú vinar í stað. Þar verður tómlegra um að fara en áður var. Að leiðarlokum lifir minningin um góðan dreng, sem ekki aðeins studdi hugsjónir jafnað- arstefnunnar, heldur líka lifði eftir þeim, sem er öllum sjaldgæfara. Við Eygló sendur Ingu og bömum þeirra þremur og þeirra fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Grétars Ingi- mundarsonar. Eiður Guðnason. Mannlífsmolar Fólki gefinn kostur á að bora í tennur Opið hús tannlæknadeildar Há- skóla Islands verður í Læknagarði við Vatnsmýrarveg á sunnudaginn frá klukkan 13:30 til 17:00. Allir eru velkomnir og gestir fá að kynnast starfsemi og tækjakosti deildarinnar og kynnast námsbraut aðstoðarfólks tannlækna. Einnig er boðið uppá ókeypis tannskoðun og ókeypis ráð- gjöf um tannheilsu. Gestir fá enn- fremur að kynnast íslenskum rann- sóknum í tannlækningum og síðast en ekki sfst: Fólk fær að borá í tenn- ur! Harri Lidsle, einleikari á tónleikum Sinfóníunnar. Tónleikar Sinfóníunnar fyrir ungt fólk Sinfóníuhljómsveit fslands heldur árlega tónleika sína fyrir ungt fólk á morgun, laugardag, Idukkan 20:00, í Háskólabíói. Til leiks með hljóm- sveitinni hefur verið fenginn finnski túbuleikarinn Harri Lidsle. Hann mun leika einleik í verkunum Göngulag fílsungans eftir Henry Mancini og Czardas eftir Monti. Lidsle hóf að læra á básúnu níu ára gamall níu ára gamall, en sneri sér að túbunni 13 ára gamall. Hann hefur komið víða fram sem einleikari. Auk áðumefndra verka em á efnisskrá tónleikanna þáttur úr 5. sinfóníu Be- ethovens, tónlist úr kvikmyndum einsog Júrqgarðinum eftir John Williams, Bleika Pardusnum og James Bond eftir Henry Mancini. Hljómsveitarstjóri er Osmo Vánskii, en kynnir er hinn þekkti Sykurmoli, Smekkleysumaður, umböðsmaður, reddari og alt-muligt-mand, sjálfur Einar Örn Benediktsson. Nemendur Heiðars Ástvaldssonar selja plötur , Nemendur í Dansskóla Heiðars Astvaldssonar munu á næstunni selja í Kolaportinu mikið plötusafn sem Heiðar hefur gefið til styrktar Blackpool-fórum skólans. í safni þessu - sem telur mörg hundruð plötur - eru meðal annars margar ónotaðar plötur á borð 20 stykki af salsa-plötum sem Heiðar keypti í New York og nokkrar Victor Syl- vester-plötur. í safninu em að sjálf- sögðu plötur með öllum helstu dans- hljómsveitum síðari ára; Joe Loss, Edmundo Ross, Hugo Strauss, Bela Sanders og fleiri. Allar helstu diskó- plötumar em í safninu og einnig allar plötur Bítlanna. Blackpool-farar Heiðars Ástvalds- sonar með plóturnar. Brautskráning kandídata við Háskóla Islands Brautskráning kandídata við Há- skóla íslands fer fram í Háskólabíói á morgun, laugardag, klukkan 14:00. Að lokinni setningu syngja Marta Guðrún Felixdóttir og Felix Bergsson lög úr West Side Story eft- ir Leonard Bernstein. Því næst ávarpar Sveinbjörn Björnsson há- skólarektor kandídata og ræðir mál- efni Háskólans. Aðalefni ræðunnar að þessu sinni verður skýrsla þróun- amefndar og stefna í upplýsingamál- um. Eftir að deildarforsetar hafa síð- an afhent prófskírteini syngur Há- skólakórinn undir stjóm Hákons Leifssonar. Að því loknu verður há- tíð slitið. „Ný aðföng II" í Listasafni opnar á morgun Listasafn íslands opnar á morgun, laugardag, sýninguna Ný aðföng II. Þetta er í annað sinn sem formleg opnun og kynning er á hluta þeirra verka sem keypt eða gefin hafa verið til Listasafnsins frá því það flutti á Fríkirkjuveg 7 árið 1988. Eftirtaldir listamenn eiga verk á sýningunni: Björg Þorsteinsdóttir, Bragi As- geirsson, Brynja Baldursdóttir, Daði Guðbjörnsson, Eggert Pét- ursson, Einar Garibaldi Eiríksson, Erla Þórarinsdóttir, Georg Guðni Hauksson, Guðjón Ketilsson, Guðmundur Benediktsson, Guð- rún Kristjánsdóttir, Halldór Ás- geirsson, Helga Magnúsdóttir, Húbert Nói, Jóhannes Jóhannes- son, Jón Axel Björnsson, Kristján Davíðsson, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Magnús Kjartans- son, Margrét Magnúsdóttir, Páll Guðmundsson, Ráðhildur Inga- dóttir, Sigrid Valtingojer, Sigurð- ur Árni Sigurðsson, Sigurður Ör- lygsson, Svava Björnsdóttir, Þor- gerður Sigurðardóttir, Þorbjörg Pálsdóttir, Þórður Hall og Jón Óskar. Sýningin er ópin daglega klukkan 12:00 til 18:00. Henni lýkur 19. mars. Skjaldarglíma Ármanns í Kennaraháskólanum Áttugasta og þriðja Skjaldarglíma Ármanns verður glímd í Iþróttahúsi Kennaraháskólans við Háteigsveg á morgun og byrjar leikurinn klukkan 19. Að þessu sinni eru skráðir átta keppendur úr tveimur félögum, Glímufélaginu Ármanni og KR. Drengjaglíma Ármanns verður einnig glímd á morgun í tengslum við Skjaldarglímuna. Þátttakendur em fimm Ármenningar á aldrinum 11 til 13 ára. Aðgangur er ókeypis á bæði mótin.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.