Alþýðublaðið - 09.02.1995, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 09.02.1995, Qupperneq 1
Baráttan um 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins á Reykjanesi Minnihluti í Kópavogi gegn mér - segir Sigríður Jóhannesdóttir varaþingmaður. Valþór Hlöðversson segir Sigríði ekki njóta trausts * Kópavogsbúa og vill Kristínu A. Guðmundsdóttir, formann Sjúkraliðafélagsins í 2. sæti. „Ég geri fastlega ráð fyrir að skipa áfram 2. sæti framboðslistans og hef enga ástæðu til að ætla annað. Það er hins vegar hluti félagsmanna í Kópa- vogi sem er mér andsnúinn. Þetta á ekki við um félagsmenn almennt. Mér er sagt að þetta sé einkum fólk sem er ráðandi í stjóm félagsins og geti því látið á sér bera. En ég tel niig hafa breiðan stuðning í kjördæminu og óttast ekki niðurstöðu fundar kjördæmisráðs," sagði Sigríður Jó- hannesdóttir, varaþingmaður Al- þýðubandalagsins í Reykjaneskjör- dæmi, í samtali við Alþýðublaðiö. Búist er við hörðum átökum á fundi kjördæmisráðs Alþýðubanda- lagsins á Reykjanesi í kvöld þar sem tekist verður á um 2. sæti á fram- boðslista flokksins. Sigríður Jóhann- esdóttir í Kcllavi'k og varaþingmaður hlaut flestar tilnefningar í þetta sæti i forvali sem fram fór. En innan Al- þýðubandalagsfélagsins í Kópavogi er andstaða gegn Sigríði og þar vilja menn tefla fram Kristínu A. Guð- mundsdóttur í 2. sætið. Valþór Hlöðversson, bæjarfulltrúi Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi, neitar því að það sé minnihluti félagsmanna Meirihluti allsherjarnefndar um málefni umhverfisráðherra Engin ástæða til rannsóknar Meirihluti allsherjarnefndar Al- þingis telur enga ástæðu til skip- unar rannsóknarnefndar vegna embættisfærslu Össurar Skarp- héðinssonar umhverfisráðherra við flutning á embætti veiðistjóra til Akureyrar. A fundi allsherjarnefndar í gær var fjallað um tillögu Hjörleifs Guttormssonar um skipun rann- sóknarnefndar til að kanna emb- ættisfærslu umhverfisráðherra gagnvart starfsmönnum veiði- stjóra í tengslum við ákvörðun hans um flutning embættisins. Meirihluti allsherjarnefndar telur hvorki ástæðu til skipunar þeirrar rannsóknarnefndar sem tillagan gerir ráð fyrir né þeirrar rannsókn- ar á embættisfærslu unthverfis- ráðherra sem þar er mælt fyrir um og leggur til að tillagan verði felld. Undir álit meirihlutans skrifa Guðmundur Árni Stefánsson, Björn Bjarnason, Eyjólfur Kon- ráð Jónsson, Tómas Ingi Olrich og Ingi Björn Albertsson. Framsóknarmenn á Vestfjörðum Meiri líkur á sériista - segir Pétur Bjarnason varaþingmaður. Gunnlaugur M. Sigmundsson segir menn mega bjóða fram út allar koppagrundir. „Það em meiri líkur en minni á að boðinn verði fram sérlisti. Miklar umræður eru í gangi um ntálið og ljóst að áhugi margra beinist að sér- framboði. Málið er á góðri siglingu og endanleg ákvörðun liggur fyrir á næstunni," sagði Pétur Bjarnuson varaþingmaður Framsóknarflokks- ins á Vestfjörðum í samtali við Alþýðublaðið. Pétur sagði að ýmsir kæmu til greina á framboðslistann en hann vildi ekki gefa upp nein nöfn að sinni. Hins vegar legðu margir fast að sér að fara í framboð og málin ættu að skýrast á næstu dögum. Meðal stuðningsmanna Pétur Bjamasonar á Vesttjörðum em Guðni Ásmundsson sem átti sæti í stjórn Framsóknarfélagsins á Isafirði en hefur sagt sig úr flokknum. For- tnaður félagsins, Inga Ósk Jónas- dóttir, hefur lýst yfir stuðningi við Pétur. Þá hefur Hannes Friðriks- son kaupmaður á Bíldudal lýst yftr stuðningi við framboð Péturs. „Ég held að það haft verið átta framsóknarmenn sent skrifuðu á lista til'stuðnings Pétri. Þessi kaup- maður á Bíldudal sem hefur verið nefndur er yfirlýstur sjálfstæðismað- ur. Þettá er frjálst land og hvort menn úr ýmsum flokkum slá sér saman unt einhvem lista kemur mér ekki nokk- urn skapaðan hlut við,“ sagði Gunn- laugur M. Sigmundsson sem skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokks- ins á Vestfjörðum. Gunnlaugur bar sigurorð af Pétri í prófkjöri um 1. sætið. Gunnlaugur sagðist alls ekki hafa orðið var við neinn flótta frá Fram- sóknarflokknum á Vestfjörðum. Hvað varðaði stuðningsmenn Péturs kæmu alltaf upp sömu nöfnin og það þyrfti að fara á sjást eitthvað af nýju blóði ef þetta sérframboð ætti að eiga einhverja möguleika. „Hvort sem menn vilja bjóða fram kristinn lista eða ókristinn lista eða hvað þeir vilja gera út um allar koppagrundir er ekki mitt mál. Þetta fólk ætlar ekki að bjóða fram í nafni Framsóknar og þar nteð er þetta ekki frekar mitt mál en Einars Kristins Guðfinnssonar eða annarra,“ sagði Gunnlaugur M. Signtundsson. sem vilji Sigríði burt úr 2. sæti. „Af- staða Kópavogsbúa í þessu máli hef- ur byggst á samtölum við fjölda fólks og þá vil ég biðja menn að hafa í huga að við erum að tala um svæði þar sem fylgi Alþýðubandalagsins í kjördæminu er hvað traustast. Okkur finnst skipta máli að framboðslistinn njóti trausts og stuðnings Kópavogs- búa. Ég efast um að svo sé með þess- ari uppstillingu. Það hefur verið leit- að til ýmissa Kópavogsbúa um að taka sæti á listanum á eftir Sigríði en menn hafa ekki séð sér það fært. Ekki treyst sér tii að vinna með þess- um hætti. Ymsir hafa nefnt nafn Kristínar Á. Guðmundsdóttur í 2. sætið og ég held að mönnum lítist al- mennt vel á það. Hins vegar óska ég framboðslistanum alls hins besta og vona að menn nái að vinna upp gegn þessari óánægju á næstu tveimur mánuðum," sagði Valþór í samtali við blaðið. Meðal þess sem Sigríður Jóhann- esdóttir hefur verið gagnrýnd fyrir er að hún hafi lítt sinnt flokksstarfi og sé sjaldséður gestur á fundum Al- þýðubandalagsfélaga. Sigríður taldi þetta alrangt. „Ég er formaður fram- kvæmdastjórnar flokksins og veit ekki betur en ég hafi verið á öllum fundum í framkvæmdastjóm, mið- stjórn og öllum fundum í kjördæmis- ráði. Ég var á 63 fundum í Alþýðu- bandalaginu í Keflavík, Njarðvík og Höfnum á síðasta ári. Hins vegar er ég bara varaþingmaður og mæti því ekki á félagsfundi f Kópavogi nema mér sé boðið. En mér hefur ekki ver- ið boðið þangað. Hins vegar hef ég þegið boð félagsins í Hafnarfirði," sagði Sigríður. Hefur komið fram krafa um að þú víkir sæti fyrir Kristínu Á. Guðmundsdóttur? „Ekki nema frá henni sjálfri. Það er búið að samþykkja í uppstillinga- nefnd að ég verði í öðru sæti og list- inn verður borinn þannig fram. Ef Kristín vill hins vegar fara í kosn- ingu á fundi kjördæmisráðs þá gerir hún það bara. Hún hefur þá eflaust einhverja til að stinga upp á sér. En mér finnst þetta svolítið sérkennileg staða og nokkur dirfska af Kristínu," sagði Sigríður. Hún vildi ekki ræða viðbrögð sín við því að tapa fyrir Kristínu á fundinum í kvöld, ef til þess kæmi. Þjóðvaki á Norðurlandi eystra Listinn ekki tilbúinn „Það er ekki búið að sam- þykkja neinn lista hér en ég geri ráð fyrir að hann verði tilbúinn fljótlega. Það fór fram tilnefning- arumferð hér hjá Þjóðvaka en ekki hefur verið raðað í nein sæti,“ sagði Svanfríður Jónas- dóttir á Dalvík, varaformaður Þjóðvaka í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Svanfríður var spurð álits á þeim ummælum út- göngumanna af landsfundi Þjóð- vaka að þar hefðu verið stunduð ólýðræðisleg vinnubrögð. Hún tók ekki undir þá skoðun. „Þarna voru ekki stunduð ólýðræðisleg vinnubrögð og þá er ég bara að bera saman stjórn- málastörf sem ég þekki af fyrri reynslu. Ég veit ekki hvaða viömiðun þeir hafa sem tala svona," sagði Svanfríður. Hún var sem kunnugt er í Al- þýðubandalaginu áður og starf- aði þar meðal annars sem vara- formaður uni skeið. Lennon á Islandi! 18. janúar opnar á Kjarvalsstöðum sýning á verkum eftir friðarsinnann, blómabarnið, skáldið, Bítilinn og myndlistarmanninn John Lennon. Tónskáldið frá Liverpool hafði semsagt margt til brunns að bera, og þótti meira en liðtækur í myndlistinni. í gær voru Anna Margrét Bjarnadóttir og Gústav Óskarsson í óða önn að undirbúa sýninguna sem áreiðanlega á eftir að vekja mikla athygli. Alþvðublaðið í dag Svavar Gestsson er pólitískur flóttamaður Leiðari 2 Þjóðaríþróttin, handboltinn, er í kreppu Silfur Egils 2 Flokkur sem þorir meðan aðrir tvístíga Pallborð 3 Sævar Ciesielski ætlar að sanna sakleysi sitt Viðtal 4 og 5 Litli lávarðurinn, George Orson Welles Umfjöllun 6 og 7 Utanríkisráðherra Svíþjóðar um Evrópusambandið Viðtal 7

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.