Alþýðublaðið - 09.02.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 09.02.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 MMUBLMIID 20868. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Flótti Svavars í sjónvarpsþættinum „í nafni sósíalisrnans“ voru í fyrsta sinn dregin fram í dagsljósið skjöl um tengsl íslenskra sósíalista og Stasi, hinnar illræmdu leyniþjónustu Austur- Þýskalands. Með- al annars voru færðar sönnur á, að Guðmundur Agústsson var njósnari Stasi á námsárum sínum í Berlín. Síðar var Guðmund- ur um langt skeið áhrifamikill bakvið tjöldin í Alþýðubandalag- inu. I þættinum var ennfremur birt efni úr skjölum sem vörðuðu aðra íslendinga, meðal annars Hjörleif Guttormsson. Mesta at- hygli vekur hinsvegar sú staðreynd að skjölum um Svavar Gestsson var eytt 25. júní 1989. Útskýringar Svavars vekja miklu fleiri og áleitnari spumingar en þær svara. Það er grátbroslegt þegar Svavar Gestsson lýsir yfir því að hann hafi að lokum „flúið“ frá Austur-Þýskalandi kommúnism- ans. Þór Whitehead sagnfræðingur segir þannig í samtali við Alþýðublaðið í gær: „Þegar maður uppgötvar að Svavar Gests- son hefur verið pólitískur flóttamaður á íslandi í öll þessi ár þá sýnist manni að ýmislegt sé ósagt.“ Þetta eru orð að sönnu. Al- þýðubandalagið, sem Svavar stýrði í átta ár, hefur aldrei gert upp við fortíð sína. Áhrifamiklir foringjar Alþýðubandalagsins og forvera þess vom í nánum tengslum við einræðisríki komm- únismans í Austur-Evrópu í marga áratugi. Svavar Gestsson var krónprins gömlu kommanna í Sósíalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu sem alla tíð vom reknir áfram af blindri hollustu í garð þeirra glæpamanna sem héldu þjóðum Austur-Evrópu í helgreipum. Svavar Gestsson er „hugmyndafræðilegur erfingi Einars 01geirssonar“, svo notuð séu orð Þórs Whitehead. Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur segir í Alþýðublaðinu í gær að tengsl íslenskra sósíalista við kommúnistaflokka Aust- ur-Evrópu verði seint rifjuð öll upp. Hann segir ennfremur: „Þagnarbandalagið um þessa menn er sterkt því að það nær inn í borgaraflokkana á íslandi. Þeir halda yfír þeim hlífískildi.“ Það er mál til komið að rjúfa þagnarbandalagið. íslenskir með- reiðarsveinar kommúnismans eiga að gera hreint fyrir sínum dymm. Formaður Alþýðubandalagsins heldur því fram að flokkur sinn sé jafnaðarmannaflokkur. Það er mikil fírra, að minnsta kosti meðan flokkur hans losar sig ekki við líkin í lest- inni. Svavar Gestsson er oddviti Alþýðubandalagsins í Reykjavík. Hann hefur aldrei afneitað sósíalismanum; heldur jafnan staðið dyggan vörð um hina sögulegu arfleifð sem honum var fólgin. Hann hefur aldrei fengist til að fordæma hin miklu og nánu tengsl sem vom milli íslenskra sósíalistaforingja og einræðis- ríkjanna í austri. Þvert á móti: Svavar Gestsson hefur jafnan bmgðist ókvæða við ef einhver hefur krafíst umræðu innan flokksins um þessi mál. Svavar Gestsson er ómarktækur stjóm- málamaður; fulltrúi þeirra stjómmálakenninga sem búið er að aka á öskuhauga sögunnar. Saga hans um „flóttann“ frá Austur- Þýskalandi er ekkert annað en ósvífin lygaþvæla - og gróf móðgun við þá ótöldu sem létu lífíð þegar þeir reyndu að flýja ógnarstjóm kommúnismans. í öðmm skilningi er hinsvegar rétt að kalla Svavar Gestsson pólitískan flóttamann: Enginn íslenskur stjómmálamaður er á eins hröðum flótta undan fortíð sinni. Þjóðaríþrótt í kreppu I grein sem birtist í DV stuttu fyrir helgina stóð að nteðan heimsmeist- arakeppninni í handbolta stendur í vor hafi um átta þúsund gistinætur verið pantaðar á íslenskum hótelum. Það geri um tvö þúsund hótelgesti. Svo er reyndar sleginn vamagli. Þess er getið að í þessari tölu beri þó „að hafa í huga að ekki em allir að koma hingað samhliða keppninni". Eg er lengi búinn að spá því, ég held alveg síðan 1986, að ekki nokk- ur maður hafi áhuga á að koma til ís- lands og horfa á heimsmeistaramól í handbolta. Gæli ekki hugsast að ekki einn einasti af ferðamönnunum sem hefur bókað hótelherbergi í Reykja- vík ætli að horfa á handbolta. Að þeir ætli allir að fara á Gullfoss og Geysi og Mývatn og að þeir hafi kannski aldrei heyrt minnst á íþróttina hand- bolta. Silfur Egils Fyrir mörgum ámm kom ég til Es- sen, mikillar iðnaðarborgar í Ruhr-héraði í Þýskalandi. Þangað var mér boðið ásamt hópi blaða- manna frá ýmsum þjóðum; við heimsóttum smáhöll Kmpp-fjöl- skyldunnar, þar hafði Adolf Hitler verið kær gestur; það var farið með okkur niður í djúpa námu og á fallegt minjasafn um iðnbyltinguna; um kvöldið var okkur boðið í einhvers konar æskulýðsmiðstöð. Eg sat með hópi ungra borgarbúa, kannski var ég á þriðja glasi og ég sagði eitthvað á þessa leið: „Hann Alfreð er nú ansi góður!“ Essenbúar horfðu á mig í fomndran, þeir komu af fjöllum, þeir höfðu aldrei heyrt minnst á neinn Alfreð - að minnsta kosti ekki Alfreð Gísiason sem ég vissi að var nýorðinn meistari alls Þýskalands í handbolta með kappliði Essenborgar. Þetta var afar kurteist fólk, þetta var nánast opinber heim- sókn og það horfði á mig með skiln- ingsríku augnaráði þess sem sér góð- an gest verða sér til skammar; ég var ekki til í að gefast upp en það var sama hvað ég reyndi - enginn vissi hver Alfreð var, enginn hafði hug- mynd um að lið borgarinnar væri Þýskalandsmeistari í handbolta og raunar hafði varla neinn heyrt minnst á þessa dularfullu íþrótt heldur. Og var þó bæjarfélagið þeirra frekar smátt og hafði kannski ekki af mik- illi íþróttafrægð að státa. Hins vegar hef ég sjaldan hitt Þjóðverja sem ekki þekkir Sigur- vinsson. s Islendingar hafa á seinni ámm eignast fjóra óvini sem þeim þykja vemlega vandaðir. Því eins og Oscar Wilde sagði skiptir litlu máli hverjir vinir manns em, en maður á að vanda valið á óvinum sínum. Ekki „Þess vegna fannst Lanc líklega illt að horfa upp á þegar íslend- ingar urðu sér úti um stuðning þriðja heims þjóða í Afríku og Asíu og notuðu hann til að fá að halda keppnina í vor...Erwin Lanc og hans menn höfðu hins vegar talið skynsamlegast að heimsmeistarakeppnin yrði til dæmis haldin á Spáni, í Þýska- landi eða Frakklandi; semsagt meðal stórþjóðar þar sem væri tryggt að hún týndist ekki alveg og þar með íþróttin sjálf.“ einu sinni Jan Henri T. Olsen, sjávar- útvegsráðherra Noregs, hefur náð þessari stöðu. Hann vekur ekki upp nógu heitar tilfinningar. Öðm gegnir um Paul Watson sem storkaði þjóð- inni í hvalamálinu og Florencio Campomanes sem notaði bolabrögð til að koma Friðriki Ólafssyni úr for- mannsstóli hjá Fide; en heitastar til- finningar hafa þó vakið tveir menn sem báðir em frömuðir í handbolta- hreyfingu heimsins. Við höfum skömm á Svíanum Kurt Wadmark fyrir að hafa dæmt Víking úr Evrópukeppni fyrir þær ómerkilegu sakir að hafa stolið jóla- tré og brotið rúðu. Og Erwin Lanc, formaður Al- þjóðahandboltasambandsins, er út- hrópaður hér sem versta fól. Hann er tortryggður fyrir að hafa alla tíð setið um að taka heimsmeistaramót- ið í handbolta af Islendingum. Og náttúrlega af annarlegum hvöt- um. Nú viil svo til að ég kannast dálft- ið við Lanc þennan. Eg hef meira að segja verið látinn taka í höndina á honum einhverju sinni þegar ég kom til Austurríkis og var að skrifa grein um Waldheim-málið. Lanc var ein- hverju sinni dómsmálaráðherra og góður samstarfsmaður kratahöfð- ingjans Bruno Kreisky; allt sem ég hef frétt um hann bendir til þess að hann sé hinn mætasti jafnaðarmaður. Af einhverjum ástæðum lenti ég óvart á póstlista hjá austurrískum samtökum sem leggja flóttafólki og þeldökkum innflytjendum lið. I fréttabréfi samtakanna sem mér berst annað veifið má oft lesa nafn Erwin Lanc og er hans þá getið að góðu einu. Þetta er semsé þarfasti karl. En Lanc hefur semsé áhuga á þessari einkennilegu íþrótt, handbolta. Hann vill líklega veg hennar sem mestan, þrátt fyrir að hún eigi erfitt uppdráttar og afar fáir hafi áhuga. Eg get ímyndað mér að þetta sé vanþakklátt hlutverk og hálf vonlaust. Enda hefur Lanc ekki haft erindi sem erfiði. íþróttin er óvin- sælli en fyrr, ef eitthvað er; enginn verður frægur eða vinsæll fyrir að iðka hana (nema kannski á Islandi) - tækifærin til að baða sig í kastbjörm- um frægðarinnar eru fá og stopul. Þess vegna fannst Lanc líklega illt að horfa upp á þegar Islendingar urðu sér úti um stuðning þriðja heims þjóða í Afríku og Asíu og not- uðu hann til að fá að halda keppnina í vor. Erwin Lanc og hans menn höfðu hins vegar talið skynsamlegast að heimsmeistarakeppnin yrði til dæm- is haldin á Spáni, í Þýskalandi eða Frakklandi; semsagt meðal stórþjóð- ar þar sem væri tryggt að hún týndist ekki alveg og þar með íþróttin sjálf. Flest bendir til þess að afar lítið verði sjónvarpað frá keppninni til útlanda og þótt sjálfsagt verði íjallað vel og vandlega um mótið í Mogganum fæst hann ekki víðar í útlöndum en á járnbrautarstöðinni í Kaupmanna- höfn. að er kannski til marks um sann- færingarkraftinn sem Islendingar leggja í þessa keppni - og kannski í íþróttina sjálfa - að við skulum ætla að halda hana í tuttugu og fimm ára gömlu íþróttahúsi sem raunar var aldrei neitt sérlega reisulegt. Er furða þótt Erwin Lanc hafi ýmsar efa- semdir þegar svona margt bendir til þess að við trúum ekki á þetta fyrir- tæki heldur; eða það hafa allavega ekki síðustu ríkisstjómir gert, ekki Alþingi, ekki borgarstjóm Reykja- víkur, ekki nágrannabyggðarlögin - og varla heldur handboltafrömuðirn- ir sem maður fær varla séð að geti orðið öllu mæðulegri. Annars er mér raunar alveg sama. Fyrir mína parta hefði mátt halda keppnina í Kópavogi, á Raufarhöfn eða kannski í heimahúsi í Grindavík. Einhvem tíma spiluðu íslendingar og Bandaríkjamenn landsleik í hand- bolta í New York og hann fór fram í íbúð í blokk. Það er með eftirminni- legri leikjum. Sjálfsagt er þetta þjóðaríþrótt, sem þýðir að restin af þjóðinni stundar hana. Við í Vesturbænum iðkum nefnilega ekki handbolta að marki. Við emm léleg í handbolta og vinn- unt aldrei neitt. Við látum aðra um það og emm stolt af því. Okkar þjóð- aríþrótt er fótbolti, hann er okkar ær og kýr, þólt við vinnum raunar ekki sérlega oft. Við þurfum þess heldur ekki; það er alveg nóg fyrir okkur að vera KRingar. Innst inni finn ég enga löngun til að KR verði íslandsmeist- ari í handbolta og helst ekki í körfu- bolta heldur. Mér finnst það næstum ekki koma okkur við. Svoleiðis eig- um við helst að láta eftir öðmm íþróttafélögum sem ég man ekki hvað heita í svipinn. Dagatal 9. febrúar Atburdir dagsins 1881 Rússneska stórskáldið og nautnaseggurinn Dostojevskí deyr, sextugur að aldri. 1958 Leikrit Samuels Becketts, Endatafl, bannað í Lundúnum vegna guðlasts. 1959 Togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst við Nýfundnaland og honum 30 manna áhöfn. 1964 Bítlaæðið grípur um sig í Bandaríkjunum: 73 milljón- ir horfa á sjónvarpsþátt með piltun- um frá Liverpool. 1984 Bankaræn- ingi með lambhúshettu lætur greipar sópa f Iðnaðarbankanum í Breið- holti. Málið er óupplýst. Afmælisbörn dagsins Tryggvi Þórhallsson formaður Framsóknarflokksins og forsætisráð- herra, 1889. Carole King bandarísk- ur lagahöfundur, 1941. Mia Farrow bandarísk leikkona, fyrmm spúsa WoodyAllen, 1945. Annálsbrot dagsins Útileguþjófur, Guðmundur Snorra- son að nafni, var hengdur í Borgar- firði. Kvefsótt gekk mikil um haust- ið, dó í henni strjálfólk. Ölfusvatnsannáll, 1757. Ord dagsins Ævin verður eins og snuð eða svikin vara þeim, sem ekki góður guð gefur meðhjálpara. Þuriður Ámadóttir í Garði. Málsháttur dagsins Aumur er sá sem enginn hnjóðar í. Vígamadur dagsins Hann lét það aldrei aftra sér, aldrei draga úr einu sínu orði, þótt von væri hinnar skæðustu örvadrífu. Ekki svo að skilja, að hann fyndi ekkert til skeytanna. Til þess var lundin of við- kvæm. En samt hafði hann vafalaust eins konar yndi af baráttunni. Hann var „ömm glaður" eins og Artemis. Einar H. Kvaran um Bjöm Jónsson ritstjóra ísafoldar og annan ráðherra íslands. Lokaord dagsins Of margir vindlar í kvöld, býst ég við. Hinstu orð bandaríska blaðaútgefandans Winfields Scotts (1786-1866). Skák dagsins Nú efnum við til sannkallaðrar flug- eldasýningar með fómum á báða bóga. Ermenkov hefur hvítt og á leik gegn Sagalicik. Báðir em þeir farsælir meistarar, ekki í fremstu röð kannski en eiga sínar góðu stundir í félagsskap snilldarinnar. Semsagt; Hvað gerir hvftur? 1. Hf4!! Bg2+ 2. Kxg2 Rel+ Hvítur virðist vera að missa tökin en það er nú öðm nær. 3. Kfl Rxc2 4. Re5+! Kh8 5. Rg6+! og svartur gafst upp. Ef Dxg6 kemur Hxf8+ og hvítur vinnur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.