Alþýðublaðið - 07.02.1995, Side 6

Alþýðublaðið - 07.02.1995, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 gegn litasjónvarpi! Framsóknar- menn allra flokka óttast fátt jafnmik- ið og breytingar - enda hafa þeir ask- lok fyrir himin. Þannig mætti lengi telja. Hér stendur ekki steinn yftr steini. Sjald- an hefur verið kveðið annað eins öf- ugmælasafn. Nú vita allir sem vilja vita að EES-samningurinn reyndist sjávarútveginum - og þar með lands- byggðinni - lyftistöng; að EES- samningurinn knýr nú þann efna- hagsbata sem hartkeyrðir launþegar á Islandi gera sér vonir um að dugi til að jafna lífskjörin, eftir langt erfið- leikatímabil. Og nú er EES-saming- urinn orðinn helsta haldreipi þeirra sem vilja reka sama gamla falska hræðsluáróðurinn gegn aðild íslands að Evrópusambandinu. Öðru vísi mér áður brá! Er ekki mál að linni? Hversu oft þarf að sanna að þessir menn hafa rangt fyrir sér, til þess að því sé trú- að? Alveg eins og að þeir höfðu rangt fyrir sér þegar þeir fóru ham- förum gegn aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu; þeir höfðu rangt fyrir sér í andstöðunni við varnar- samninginn við Bandaríkin; þeir höfðu rangt fyrir sér í andófi sínu gegn stóriðjunni; þeir höfðu rangt fyrir sér í hræðsluáróðri sínum gegn aðild okkar að EFTA. Ætla menn að taka mark á þeim nú, þegar þeir upp- hefja sama gamla sönginn, setja á sömu slitnu plötuna, til þess að upp- hefja sjálfa sig sem sjálfstæðishetj- ur? Sjá menn ekki sem er að þetta eru bara gamlir uppvakningar frá liðinni tíð. Þeirra leiðir leiða til lakari h'fs- kjara. Árangur á erfidum tímum Þótt þessi upptalning sé engan veginn tæmandi gefur hún vísbend- ingu um að við jafnaðarmenn höfum ekki setið auðum höndum í ríkis- Rússafiskur heldur uppi vinnu hjá Tanga hf., segir í málgagni framsókn- armanna á Austur- landi. Það er ótrú- legt en satt að við þurftum að beita hörku til að knýja fram lagabreyting- ar, sem heimiluðu landanir úr erlend- um fiskiskipum. stjómum síðastliðin átta ár. Við leggjum því verk okkar óhikað undir dóm kjósenda og bjóðum þeim að gera samanburð við aðra stjórn- málaflokka, sem setið hafa í ríkis- stjóm lengur eða skemur á sama tímabili. Ráðherralið Alþýðuflokks- ins, við Rannveig, Sighvatur og Öss- ur emm samhentur hópur og fram- sækinn; liðsheild sem leikur saman. En hvað er að segja um árangur ríkisstjómarinnar nú þegar kjörtíma- bilinu er að ljúka? „Hver hefði trúað þvífyrir nokkr- um órum, þegar verðlag, laun og gengisfellingar æddu dfram í hruna- dansi og enginn maður nennti að ómaka sig við að leggja á minnið, hvað vörur og þjónusta kostuðu á Is- landi, að Island œtti eftir að fyrir- myttdarríki lágrar veröbólgu. Stað- reyndin er sú að hér hefúr nánast verið unnið efnahagslegt kraftaverk”. Sá sem talar svo spámannlega er viðskipta- og iðnaðarráðherra, Sig- hvatur Björgvinsson, sem kallaður hefur verið eimreiðarstjóri í vaxta- lækkunarlestinni. Og vissulega er þetta meiri árang- ur en bjartsýnustu menn hefðu þorað að spá fyrir um fyrir fáum ámm síð- an: Verðbólgan er því sem næst horf- in. Gengið er stöðugt. Samkeppnis- staða útflutnings- og samkeppnis- greina er betri en nokkm sinni. Framfærslukostnaður heimilanna lækkar milli ára í fyrsta sinn í lýð- veldissögunni. Verðlag á matvæl- um hefur farið lækkandi. Viðskipta- jöfnuður við útlönd er hagstæður þrjú ár í röð. Þar með hefur loksins tekist að stöðva erlenda skulda- söfnun þjóðarbúsins, þótt ríkissjóð- ur sé enn rekinn með halla og safni því skuldum. Þjóðin er hætt að lifa um efni fram. Vextir hafa lækkað vemlega. Greiðslubyrði skuldugra heimila og fyrirtækja minnkar sem svarar að minnsta kosti átta milljörð- um í auknu ráðstöfunarfé á ári. Sjáv- arútvegurinn er byijaður að greiða niður skuldir. Almennt fara skuldir fyrirtækja minnkandi og afkoma batnandi. Það gefur fyrirheit um nýj- ar fjárfestingar, ný störf - minnk- andi atvinnuleysi. Hagvöxtur er tekinn að glæðast á ný á þessu ári og hinu síðasta, eftir sjö ára sam- drátt og hnignun. Um leið og óvissu um kjarasamninga verður eytt mun atvinnulífið taka nýjan fjörkipp. Efnahagsbatinn byggist hvorki á töfrabrögðum né skyndilausnum. Við emm ein- faldlega að uppskera ávöxt erfið- isins á undanfömum áram. Efna- hagsbatinn er árangur skynsam- legrar hagstjómar undanfarandi ára sem gerir okkur nú kleift að færa okkur í nyt bata í heimsbú- skapnum. En það væm ýkjur að segja að hér hafi stjómvöld staðið ein að verki. Verkalýðshreyfingin á íslandi, samtök atvinnurekenda og stjómvöld hafa orðið ásátt um að hverfa af braut falskra lífs- kjara; verðbólgu, gengisfellinga og skuldasöfnunar. Þessir aðilar tóku höndum saman um að koma þess í stað á efnahagsleg- um stöðugleika. Verkalýðs- hreyfingin á ekki síst þakkir skildar fyrir sinn þátt í þessum árangri. Og við skulum ekki gleyma því að gífurlegar framfarir hafa orðið í menntun og þjálfun starfsfólks; tækniframfarir hafa orðið miklar; nýjar aðferðir við framleiðslu, vömþróun og mark- aðssetningu hafa mtt sér til rúms. Brýnasta verkefni íslenskrar hagstjómar er að varðveita þenn- an torfengna stöðugleika og byggja á honum nýtt framfara- skeið. Til þess að það takist þurf- um við að leysa sambúðar- vanda iðnaðar- og þjónust- greina annars vegar og sjávar- útvegsins hins vegar, með því að taka upp veiðileyfagjald fyrir aðgang að auðlindum sjávar. Þannig leggjum við gmnn að hagvaxtarstefnu, sem byggir á gróskumikilli starfsemi allra at- vinnugreina í opnu samkeppnis- þjóðfélagi, með þátttöku erlends áhættufjármagns, með vaxandi útflutning að meginmarkmiði. Við þurfum að skapa 8.600 ný störf fram til aldamóta fyrir ungt og vel menntað fólk sem sækir út á vinnumarkaðinn. Það tekst okkur því aðeins að við varð- veitum stöðugleikann. Það ger- ist ekki nema við skjótum fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf. Það tekst ekki ef við látum hrekja okkur af réttri leið inn í ófæmr víxlhækkanaverðbólgu verðlags og launa, gengisfell- inga og efnahagskollhnísa. Þess vegna er brýnna en Húsnæðisstofnun ríkisins auglýsir hér með til umsóknar LÁN 0G STYRKI til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði, skv. heimild í lögum nr. 97/1993 Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Við mat á verkefnum sem berast verður haft að leiðarljósi að þau stuðli að: ■ Framþróun í byggingariðnaði og/eða tengdum atvinnugreinum. ■ Aukinni framleiðni í byggingarstarfsemi. K Lækkandi byggjngarkostnaði. ■ Betri húsakosti. K Aukinni þekkingu á húsnæðis- og byggingarmálum. K Tryggari ogbetri veðum fyrir fasteignaveðlánum. K Almennum framförum við íbúðarbyggingar, bæði í hönnun, framkvæmdum og rekstri. K Endurbótum á eldri húsakosti. Athugið: Ekki verða veitt lán eða styrkir til verkefna sem miða að innflutningi eða sölu á erlendum byggingarvörum, né heldur sölu á byggingarvarningi hérlendis. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að fá hjá Húsnaeðisstofnun ríkisins og Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. cSg HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • Sl«l: 569 6900 (Itl. 8-l6) BRÉFASlMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER (uton 91-svæðisins): 800 69 69 Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið með stjórn landbúnaðar- mála. Alþýðuflokkurinn á því enga sök á því, hvernig komið er kjörum bænda. Alþýðuflokkurinn er ekki óvinur bænda, heldur þess úrelta kerfis, sem leggur þá í fjötra ofstjórnar. Um menn sem eiga að þvílíka „vini“ og bændur, má segja, að þeir þarfnast ekki óvina! stöfunar til kjarabóta - lífskjarajöfn- unar, ef við viljum, á þessu ári. Þá hefur verið tekið tillit til skiptingar þjóðarframleiðslu milli launþega og Ijárfestingar og arðs af fjármagni og árlegrar fjölgunar á vinnumarkaði um 2000 manns. Það er því svigrúm til kjara- bóta. En það er einfalt reiknings- dæmi að verði þessum kaupauka dreift í sama hlutfalli til allra laun- þega verður kauphækkunin ekki meiri en 3-3,5%. Vegna tengsla komi fram í áföngum á samnings- tímanum. Launahækkunin verði fóst krónutala. Þeir sem hafa laun undir 90.000 krónum á mánuði fái sérstaka viðbótarhækkun. Þessi aðferð mun draga úr launamun. Þetta er leiðin til lífskjarajöfnunar í kjarasamn- ingum. Þessa leið til að tryggja raunvem- legan kaupauka án verðbólgu má styrkja enn frekar með sérstökum aðgerðum að frumkvæði ríkisvalds- ins til lækkunar framfærsluvísi- nokkm sinni fyrr að ná kjarasamn- ingum sem byggja á hvom tveggja: Réttlæti og raunsæi. Það væri ófyr- irgefanlegt glapræði ef okkur henti það í kjarasamningum að falla í freistni fyrir skmmi og yfirboðum og sætum svo eftir með óbragð í munni, falskar vonir og svikin loforð. Fari allt á versta veg mun það taka okkur mörg ár að ná skipinu á réttan kjöl á ný. Látum því ekki þvflíkt slys henda okkur. Jöfnun lífskjara Það er segin saga að þegar illa hef- ur árað til sjávarins hafa rfldsstjómir á Islandi þóst tilneyddar að fella gengið. Þar með hefur kapphlaupið við vindmyllumar hafist. Víxlhækk- anir verðlags og launa hafa skipst á. Að Iokum hefur verðbólgan orðið óviðráðanleg. Kauphækkanir hafa verið í svikinni mynt. Þeir sem ævin- lega hafa tapað í þessu stríði við vindmyllumar em launþegar. Það er einsdæmi í okkar hagsögu að þetta skuli ekki hafa endurtekið sig, þrátt fyrir þorskbrest og lang- varðandi samdráttarskeið. Atvinnu- lífið hefur komist klakklaust í gegn- um þrengingamar. Það hefur farið í „megmnarkúr" og er við betri heilsu eftir en áður. Það er betur í stakk bú- ið að hefja nýtt framfaraskeið en áð- ur. Þeir sem til þekkja f íslensku at- vinnulífi sjá hvarvetna batamerki. EES-samningurinn hefur verkað sem vítamínsprauta á íslenskan sjáv- arútveg. Við emm að vinna verð- mætari vöm úr minni afla. Sam- keppnisstaða útfiutnings- og sam- keppnisgreina hefur ekki verið betri í annan tíma. Sjávarútvegsfyrirtækin greiða niður skuldir. Það er umtals- verð veltuaukning hjá iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum. Matvælaiðn- aðurinn er í sókn. Með dyggum stuðningi iðnaðarráðherra hafa skipasmíðar og viðgerðir rétt úr kútnum. Útflutningur iðnaðarvara er meiri en veltuaukningin segir til um. Útflutningsverðmæti iðnaðarins á síðastliðnu ári jókst um 30%. Vaxt- argreinar eins og til dæmis fram- leiðsla á rafeindavogum og há- tæknibúnaði fyrir fiskiveiðar og vinnslu er í stórsókn. íslenskur iðn- aður hefur aukið markaðshlutdeild sína innanlands. Þeir sem til þekkja á vinnustöðum mæta hvarvetna já- kvæðu hugarfari og vaxandi bjartsýni. Efnahagsbatinn er staðreynd. Þjóðartekjumar jukust um 2% árið 1994. Nú er spáð allt að 3% hagvexti á yfirstandandi ári. Hvað þýðir þetta? Þetta þýðir að við höfum að minnsta kosti 10 milljarða til ráð- launa og lánskjara þýðir það kaup- máttarauka um 1 %. Það er naumast í nokkm samræmi við væntingar þeirra, sem lægstu launin hafa. Þetta er því ekki rétta leiðin. Lækkun framfærslukostnaður í áramótagrein í Morgunblaðinu reifaði ég hugmyndir okkar jafnaðar- manna um það, hvemig nýta megi efnahagsbatann til kjarajöfnunar. Þær hugmyndir vom í sama anda og síðar hafa verið settar fram innan verkalýðshreyfingarinnar. Skynsamlegt er að launahækkanir tölu. Þar koma ýmsar leiðir til álita: ★ Opnun fyrir tollfrjálsan inn- flutning á kjúklingum og ef til vill eggjum. Ein slík ódýr afurð mundi hafa mikil áhrif á verðlagningu ann- arra kjötafurða og lœkka verð matar- körfunnar í heild sinni. ★ Ein leið væri sú að heimila lág- marksinnflutning og ríkjandi mark- aðsaðgang fyrir unnin matvæli á lág- um tollum. Það mundi örva sam- keppni, þótt í litlum mæli væri og bæta kjör neytenda. ★ Þess er að vænta að forystu- menn launþegasamtakanna beiti sér af alefli gegn áformum landbúnaðar- En hvers vegna liggur okkur á að taka af skarið núna í ESB-málinu? Svarið er þetta: Allar EFTA-þjóðirnar hafa sótt um aðild að ESB. Þrjár þeirra, Finnland, Svíþjóð og Austurríki eru þegar orðnir aðilar, en Norðmenn felldu aðild í þjóðaratkvæða- greiðslu. íslendingar verða að ákveða sjálfir framtíð sína; það gera Norðmenn ekki fyrir okkur.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.