Alþýðublaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 Kjartan Emil Sigurðsson, nýkjörinn stjórnarformaður hins sjálfstæða stúdentafyrirtækis Hástoðar, er bjartsýnn á gott gengi Vaxtarbnoddurínn felstímarkaðs- nannsóknum hérá landi og eríendis Stúdentum gefast með Hástoð fjöl- breytileg tækifæri til að nýta og reyna á menntun sína og afla sér dýrmætrar starfsreynslu sem annars fengist ekki. Fyrsta og stærsta verkefni stjórnarfor- manns verður að kynna fyrirtækið bet- ur; ekki meðal fyrirtækja og stofnana heldur meðal stúdenta. Kjartan Emil Sigurðsson, var nýverið kjörinn stjórnarformaður stúdentafyrirtækisins Hástoðar. Hann er sjálfur nemi í stjórnmála- fræði og sagnfræði við Háskóla Is- lands og stefnir á að ljúka námi á þessu ári. Alþýðublaðið ræddi í gærdag við Kjartan Emil um þetta framtakssama fyrirtæki stúd- enta. Hvað er Hástoð? „Þetta er fyrirtæki stúdenta við Háskóla Islands; sjálfstætt starfandi - og alfarið rekið af stúdentum. Því mörg tækifæri til að reyna sig á vinnumarkaðnum og æski- legt væri. Þetta var upphaf- lega hugmyndin: Að veita stúdentum praktíska reynslu." Og þetta hefur gefist vel? „Já, það hefur verið tölu- verður áhugi á starfsemi Há- stoðar og ágæt eftirspurn eftir þjónustunni sem við veitum. Þetta er alhliða fyrirtæki sem tekur að sér allt á milli himins og jarðar. Þar mætti nefna markaðsrannsóknir hér á Is- landi, þýðingaverkefni, skipulagsverkefni á bóka- söfnum, smíði á gagnagrunn- um og fleira. Björtustu von- irnar núna eru síðan bundnar við markaðsrannsóknir á er- lendri grundu í samvinnu við sambærileg fyrirtæki í Þýska- landi, Frakklandi, á Norður- löndunum og víðar í Evrópu. Þar er allsstaðar svona fyrir- tæki að finna. Hugmyndin er áð fara í auknum mæli útí markaðsrannsóknir í Evrópu fyrir íslensk útflutningsfyrir- tæki. Nú þegar liggur fyrir eitt slíkt verkefni í Noregi." Eru margir sem vinna við verkefni Hástoðar? „Það er venjuleg stjórn fyr- irtækisins, síðan virkar þetta þannig að við fáum verk- stjóra í hvert verkefni; veljum gott fólk úr einhverju sviði sem hentar í viðkomandi verkefni. Það eru stúdentar úti í deildunum sem fá þau verkefni er inná borð stjóm- arinnar koma. Þetta getur ver- ið umtalsverður fjöldi þegar fram í sækir.“ Eru stúdentum borguð laun fyrir vikið? „Já, þetta eru launuð verk- efni og greitt fyrir í samræmi við tekjur sem af þeim fást. Eg vil taka það sérstaklega fram, að við erum ekki á neinum styrkjum. Alveg óháð.“ Nefndu mér fleiri dæmi um verkefni og starfs- reynslu sem stúdentar hafa fengið í gegnum Hástoð? „Til dæmis hafa þjóðfræði- nemar - sem ekki fá nú mörg tækifæri á vinnumarkaði - verið að vinna við að búa til stríðsminjasafn á Reyðar- firði. A næstunni er vonast til, að því verkefni verði haldið áfram og þjóðfræðinemar og jafnvel fleiri nemendur fái vinnu við það. Þama er um að ræða verkefni sem kostar hundruð þúsunda - kannski milljónir. Þannig er ljóst hvemig Hástoð getur verið atvinnuskapandi. Maður hefði ekki haldið að óreyndu að þjóðfræðinemar gætu nýtt menntun sína á þennan hátt. Þetta verkefni kemur til með að taka nokkur ár í vinnslu." Ertu skipaður eða kjör- MALÞING um menningarmál í Reykjavík Dagskrá: 10:00 Skráning þátttakenda. 10:15 Setning málþings: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 10:20 Arbæjarsafn: Margrét Hallgrímsdóttir. 10:30 Borgarbókasafn Reykjavxkur: Þórdís Þorvaldsdóttir. 10:40 Borgarleikhúsið: Sigurður Hróarsson. 10:50 Gerðuberg: Elísabet B. Þórisdótdr. 11:00 Kjarvalsstaðir: Gunnar Kvaran. 11:10 Kaffihlé. 11:20 Listahátíð í Reykjavík: Þórunn Sigurðardóttir. 11:30 Söfn - miðlun menningar: Ragnhildur Vigfúsdóttir. 11:40 Hlutverk fjölmiðla: Jón Ásgeir Sigurðsson. 11:50 Menningarmálanefnd Reykjavíkur: Guðrún Jónsdóttir. 12:00 Matarhlé. 13:00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir — frummælendur sitja fyrir svörum. 15:00 Málþinginu siitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005 fyrir 17. febrúar. Þátttökugjald (hádegisverður og kaffi) er kr. 1000. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til síðara málþings um menningarmál í Reykjavík. Þar verður fjallað um list- og menningarmiðlun í borginni. Á fyrra málþinginu, sem haldið var 14. janúar sl., var fjallað um hagsmuni og aðstöðu listamanna í Reykjavík. Seinna málþingið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 18. febrúar 1995 og er öllum opið. Skrifstofa borgarstjóra var komið á fót í gegnum stúdenta- pólitíkina, en fyrirtækið starfar hinsvegar algjörlega sjálfstætt frá Háskólanum." Var fyrirtækinu þá komið á stofn til að vera atvinnuskapandi tæki fyrir stúdenta á erfiðum tímum? „Já, bæði það, en ef til vill fyrst og fremst til að gefa stúdentum tækifæri á dýrmætri starfsreynslu sem þeir annars fengju kannski ekki. Menn eru mikið fastir í þessu fræðilega í skólanum, á kafi í bók- íinnm r\cr fó \/i!1 pkVi oine Kjartan Emil: Stúdentum gefast dýrmæt tækifæri á að nýta menntun sína og fá starfsreynslu með starfrækslu stúdentafyrirtækisins Hástoðar. A-mynd: E.ÓI. inn sem stjórnarformaður? „Eg var kosinn, en afgangurinn af stjórninni er valinn af fram- kvæmdastjórn. Þetta eru átta önnur embætti sem ráðið er í.“ Hvar varstu kosinn? „A aðalfundi Hástoðar sem allir 5000 nemendur Háskólans hafa rétt til að sitja.“ Afar lýðræðislegt... „Já, það er eitt það besta við þetta.“ En var aðalfundurinn svona fjölmennur? „Nei, því miður. Mætingin var afar léleg." Hvcrt verður þitt fyrsta verk- efni? „Það tengist í sjálfu sér þessari slöku mætingu á aðalfund fyrirtæk- isins; nefnilega kynning á störfum þess innan Háskólans. Það verður eiginlega stærsta verkefni mitt sem formanns stjórnar. Eg hef trú á því, að ef stúdentar verði betur meðvit- aðir um tilvist þessa ágæta fyrir- tækis þá muni þeir sjálfir - með tengslum sfnum og samböndum - koma með aukin verkefni inní það. Sannast sagna hefur þetta að mestu leyti mistekist hingað til. Kynning- armálinu hefur allavega ekki verið sinnt af nægilegri kostgæfni. Það er náttúrlega hið versta að svona margir nemendur við Háskólann skuli ekki vita af tilvist fyrirtækis- ins. Hástoð er að mínum dómi kjör- ið tækifæri fyrir stúdenta til að nýta menntun sína og sanna fyrir sjálf- um sér til hversu dýrmæt þekking þeirra er.“ Hvernig taka fyrirtæki og stofnanir í mál ykkar þegar þið kynnið fyrir þeim starfsemina? „Alveg sérstaklega vel. Þeim hefur öllum fundist þetta gríðarlega gott mál og snjallt. Frumkvæði og nýsköpun unga fólksins er alltaf já- kvæð og sýnir líf og kjark. Við höf- um ekki yfir neinu að kvarta í þeim efnum. Fyrirtæki og stofnanir hafa líka séð, að þetta opnar nýja mögu- leika fyrir til að vinna verkefni á hagkvæman á sem áður var ekki fýsilegt að fara í. Þannig er komið í dag, að við þurfum ekki alltaf að fara og sækja verkefnin heldur ber- ast þau okkur. Við höfum núorðið mjög góð sambönd við fyrirtæki á borð við okkar um allan heim, ekki bara í Evrópu heldur ýmsum lönd- um Suður- Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum. Við höfum þannig nokkra yfirburði á þessu erlenda markaðsrannsóknasviði hér á landi. Það er altént mitt mat og margra annarra sem vita af þeim möguleik- um sem fyrir hendi eru.“ Hafðirðu eitthvað komið ná- lægt starfsemi Hástoðar áður en þú varst kjörinn stjórnarformað- ur? „Nei, stefnan hefur enda verið tekin á að koma með nýtt og ferskt blóð inní þetta. Ég vissi varla hvað Hástoð var - ekki frekar en aðrir stúdentar. Og ég kem ekki þama inn sem fulltrúi einhverrar blokkar innan stúdentapólitíkurinnar. Ég hafði einfaldlega áhuga á þessu og gaf kost á mér. Var kjörinn og ætla nú að sýna hvað í mér býr.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.