Alþýðublaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 * Harka færist í baráttu nemenda við Háskóla Islands vegna kosninga til Stúdentaráðs og Háskólaráðs „Kosningarnar snúast ekki um persónu Dags B. Eggertssonar' - segir Heimir Örn Herbertsson, oddviti Vöku. „Ég er mjög undrandi á því að formaður Stúdentaráðs skuli saka okkur Vökumenn um óheiðarleg vinnubrögð og að hann skuli ekki kynna sér málin betur en þetta.“ Húsbréf „Ég verð að lýsa undrun minni á því að Dagur B. Eggertsson, for- maður Stúdentaráðs og oddviti Röskvumanna, skuli sjá sig knúinn til að grípa til þessara árása á Vöku og væna okkur um annarlegar ástæð- ur fyrir því að einn kjördagur sé val- inn frekar en annar. Það eru náttúr- lega stór tfðindi bara útaf fyrir sig. Öll þau rök sem Dagur nefnir fyrir því að frekar ætti að kjósa 23. febrú- ar en 28. eru röng,“ sagði Heimir Örn Herbertsson, oddviti Vöku, í samtali við Alþýðublaðið. Tilefni þessara ummæla Heimis eru þau orð Dags B. í blaðinu síðastliðinn fimmtudag, að fulltrúar „annarra afla“ (Vöku) í kjörstjórn hefðu ákveðið kjördag kosninga í Háskól- anum í trássi við vilja deildarfélaga og án tillits til hagsmuna nemenda. Alþýðublaðið spurði Heimi Öm hvaða rök Dags væm röng. „Þetta er alltsaman rangt hjá honum. I fyrsta lagi snúast kosningar til Stúdenta- og Háskólaráða ekki um persónu Dags B. Eggertsson eða um hvað hann hyggst gera í framtíðinni, þótt hann kunni að halda það. Akvarðanir sem lúta að þessum kosningum - á borð við ákvörðun um kjördag - eru ein- göngu teknar að vandlega athuguðu máli. Þama snerist málið um að finna sem heppilegastan kjördag. Það eru fleiri rök varðandi þá ákvörðun heldur en hvenær fólk er í skólanum. Staða málsins í dag er ná- kvæmlega sú, að eftir fyrsta fund kjörstjómar - þegar 28. febrúar var valinn sem kjördagur- þá fara berast kvartanir um það, að þessi dagur sé ekki nægilega góður. Menn höfðu efasemdir og einhvetjir formenn deildarfélaga gerðu athugasemdir þar að lútandi.“ Gerðu margir formenn deildar- félaga athugasemdir við 28. febrú- ar? „Ég er ekki klár á því hvort þeir gerðu allir athugasemdir strax, en einhvetjir gerðu það. Ég veit til dæmis til þess, að sálfræði- og lækn- isfræðideildin gerðu athugasemdir við kjördaginn. Annar fundur kjör- stjómar var þá haldinn - ef ég man þetta rétt - þar sem staðið var við íýiTÍ ákvörðun. Þriðji fundur kjör- stjómar er síðan boðaður með mjög skömmum fyrirvara um helgina týrir viku og þar er reynt að þröngva fram þeirri ákvörðun að breyta kjördegi til 23. febrúar. Það tekst og er gert án þess að það hafi verið kannað á nokkum hátt hvort kvartanir um 28. febrúar sem kjördag ættu við rök að styðjast. Fundurinn var boðaður með það skömmunt fyrirvara að hann var ekki fullmannaður og fúlltrúar þeirra deilda sem áður höfðu sætt sig við 28. febrúar sem kjördag vom ekki allir á fundinum. Éngu að síður vai‘ þessi ákvörðun um 23. febrúar tekin. Þá strax var einnig tekin ákvörðun um að haida annan fund á mánudegi og þá hafði málið verið rannsakað. Niðurstaðan var sú, að vegna tilfær- inga á kúrsum mun þing Norður- landaráðs sem haldið er í Háskóla- bíói ekki þýða neina röskun á kennslu sem þar fer fram. Tilkynn- ingar um þessa staðreynd hafa verið hengdar um allan Háskóla Islands. Kosið verður 28. febrúar." Heimir, þetta er í mótsögn við það sem Dagur sagði í viðtalinu við Alþýðublaðið. Þar kvað hann mikla röskun verða á kennslu vegna þingsins og að kjördagur hefði verið ákveðinn 28. febrúar í trássi við vilja deildarfélaganna fimm. „Þetta er rangt hjá honum og al- gjört upphlaup sem ég hef trú á að hann sjái nú eftir. Ég er mjög undr- andi á því að fonnaður Stúdentaráðs skuli saka okkur Vökumenn um óheiðarleg vinnubrögð og að hann skuli ekki kynna sér málin betur en þetta.“ Hvað segirðu um þau ummæli Dags, að það sé nýmæli að fulltrú- ar í kjörstjórn líti ekki á sig sem fulltrúa deildarfélaga heldur ein- hverra annarra afla. Hvaða öfl er hann að tala um? „Ég geri ráð fyrir því, að formaður Stúdentaráðs sé þarna að vísa til þess að það eru fýlkingamar sem velja þessa fulltrúa. Vökumenn velja að þessu sinni fulltrúa í meirihluta kjör- stjómar, en Röskvumenn tilnefna í minnihlutann. Á móti kemur að þeir fá formanninn." Voru þetta þá ekki átök hreyf- inga einsog Dagur sagði? „Nei. Auðvitað neita ég því. Menn verða að átta sig á því, að það hafa ávallt verið þung rök þegar menn eru að velja kjördag, að reyna hafa kosn- ingabaráttuna eins langa og mögu- legt er. Það skiptir sérstaklega miklu máli þegar hún er svo stutt sem raun ber vitni um, eða tvær til þrjár vikur. Það kom okkur því mjög spánskt ^SaSki Heimir Örn Herbertsson: Öll þau rök sem Dagur nefnir fyrir því að frekar ætti að kjósa 23. febrúar en 28. eru röng. Ef Dagur er að tala um annarlegar hvatir hjá fylkingunum á það að minnsta kosti ekki VÍð Okkur í VÖku. A-mynd: E.ÓI. Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1989 1. flokki 1990 2. flokki 1990 2. flokki 1991 3. flokki 1992 2. flokki 1993 Innlausnardagur 15. febrúar 1995. 1. flokkur 1989: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 845.616 kr. 84.562 kr. 8.456 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: 500.000 kr. 50.000 kr. 5.000 kr. Innlausnarverð: 746.575 kr. 74.658 kr. 7.466 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.480.696 kr. 148.070 kr. 14.807 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.376.342 kr. 137.634 kr. 13.763 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.073.826 kr. 1.214.765 kr. 121.477 kr. 12.148 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.603.538 kr. 1.120.708 kr. 112.071 kr. 11.207 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS [ ] HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKIAVÍK • SlMI 69 69 00 fyrir sjónir þegar Röskvumenn vildu skyndilega hafa kjördag 21. eða 22. febrúar. Það er augljóst að stutt kosn- ingabarátta er ríkjandi meirihluta í hag. Slík er kosningabarátta er síður málefnaleg og stúdentar hafa ekki tækifæri þannig til að leggja skyn- samlegt mat á stöðu fýlkinganna. Þeir hagsmunir sem við Vökumenn viljum vemda með því að hafa kjör- daginn 28. febrúar eru ekki hags- munir okkar heldur stúdenta í heild. Ef Dagur er að tala um annarlegar hvatir þá á það að minnsta kosti ekki við okkur í Vöku.“ Dagur B. Eggertsson, oddviti Röskvu og formaður Stúdentaráðs ÆT Vaka bertti ofbeldi í kjörstjórn // og valtaði yfir vilja mjög stórra deilda í Háskóianum til að þjóna eigin hagsmunum. Alþýðublaðið hafði samband við Dag B. Eggertsson, oddvita Röskvu og formann Stúdentaráðs, og spurði hann um þau ummæli Heimis Arn- ar Herbertssonar, oddvita Vöku, að kosningarnar væru famar að snú- ast um persónu Dags. „Ég held að kosningabarátta Röskvu hati aldrei snúist um persón- ur. En mér heyrist nú að sú sé raunin hjá Vöku. Maður hefur verið að heyra slag- orð ættuð frá Vöku einsog Nú er lag, knésetjum Dag! og Dagur að kvöldi kominn! Ég veit nú ekki hvort ég nenni að kommentera á þetta. Ég held að umræðan eigi ekki að snúast um hluti á borð við þessa og vísa þessum ummælum hans öllum til föðurhúsanna. Það sem eftir stendur hinsvegar þegar öll kurl em komin til grafar, er að Vaka beitti ofbeldi í kjörstjóm og valtaði yfir vilja mjög stórra deilda í Dagur B. Eggertsson: Eg lýsi enn og aftur furðu á þessum vinnu- brögðum. A-mynd: E.ÓI. Háskólanum til að þjóna eigin hags- munum. Ég veit ekki nákvæmlega hvers vegna, en það hlýtur að vera þeirra að svara því. Það er algjöriega án fordæmis að menn velji ekki kjör- dag þegar sem flestir háskólanema geta kosið og ég lýsi enn og aftur furðu á þessum vinnubrögðum. Þetta verður ekki Vöku til ffam- dráttar og ekki stúdentapólitíkinni lil álitsauka. Það er nú kannski það sem ég hef mestar áhyggjur af. Ég er hræddur við að þessi vinnubrögð Vöku verði til þess að einhveijir dragi ályktanir um stúdentapólitík- ina útfrá þeint. Stúdentapólitikin á þetta ekki skilið og þetta viðhorf höf- um við verið að beijast við að breyta á þessu starfsári. Það er ákaflega sorglegt ef einhverjir ætla verða til þess að eyðileggja það starf í einu lagi með persónulegu skítkasti og ósanngjömum vinnubrögðum," sagði Dagur. ASKRIFEN Vegna góðra undi • >f / f § n I •• c við aeknrendaeofnun mUBLMD -SMWK FRAMÚK til aekrifendaleike! Á nasstu fjórum víkum verða dregin útdr nöfn áskrifenda blaðsins vikulega. Oreqin verða dt 2 nöfn í hverju kjördasmi og nöfn hinna heppnu bírtast í Aiþýðublaðinu á miðvikudögum og föstudögum. 'yrstú vinningshafarnir eru úr Reykjaneskjördæmi: Einar Long (Kópavogsbraut 91 - 200 Kópavogi) og Sigurður Gunnarsson (ðtaðarvör 10 - 240 Grindavík). Vinningarnír eru gjafabréf á vöruúttekt ISkátMðimi 20 OOO - að upphasð kronur•\s\s\s9 áskrifendur - nýir sem gamlir - eru í pottinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.