Alþýðublaðið - 15.02.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 15.02.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Tengsl alþýðubandalagsmanna og fyrrum einræðisríkja Austur-Evrópu Alþýðubandalagið er fast í f jötrum kalda stríðsins - segir Björn Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþing- Harðar deilur urðu á Alhingi á við höfum eldað grátt silfur saman, fiSimíuttBÍðtötíaiVÍðs!tííjffl/^ °g hann á Þjóð- israðherra var til umíjöllunar. í ræðu sinni vék Björn Bjarnason, formað- ur utanríkismálanefndar þingsins, að sjónvarpsþættinum I nafni sósíal- ismans þarsem sýnt var fram á náin tengsl alþýðubandalagsmanna og Stasi - leynilögreglu Austur-Þýska- lands. Bjöm lagði áherslu á, að Al- þýðubandalagið hefði enn ekki gert upp við fortíð sína og ekki væm öll kurl komin til grafar í þeim efnum. Allir helstu foringjar Alþýðubanda- lagsins réðust af hörku gegn Bimi, og þannig lét Olafur Ragnar Grímsson þau orð falla, að ræða Bjöms bæri vott um „sjúklegt hugar- far“. I kjölfar þessara umræðna á Al- þingi hefur mjög verið um málið fjallað í ijölmiðlum. Bjöm Bjama- son er viðmælandi Alþýðublaðsins í dag. Alþýðubandalagsmenn halda því fram að verið sé að vekja upp löngu dauða drauga úr kalda stríðinu með þessum umræðum núna. Hvert er þitt álit á því? „Mitt álit á því er, að þessar um- ræður hljóti að fara fram hér á landi einsog hvarvetna annarsstaðar þar- sem koma fram upplýsingar sem sýna að sé ástæða til að brjóta til mergjar þátttöku manna í stjómmál- um á þeim forsendum sem lýst er í skjölum sem fyrir liggja. Þau sýna að alþýðubandalagsmenn fóm til Aust- ur-Þýskalands og vom þar á vegum kommúnistaflokks Austur-Þýska- lands og Alþýðubandalagsins til að ræða aðferðir, í því skyni að hafa áhrif hér á framvindu stjómmála. Hvarvetna þarsem þetta hefur legið fyrir með þessum hætti hafa menn rætt það á pólitískum vettvangi. Ég sé litla ástæðu til að kenna þetta við kalda stríðið, þarsem ég tel að því sé lokið og að þetta sé frekar eðlilegt uppgjör sem rnenn ganga í gegnum innan flokka og milli flokka á forsendum þeirra upplýsinga sem fyrir liggja." viljanum, og tekið margar rimmur um þessi mál. Það kemur mér þægi- lega á óvart að hann lýsir sér núna sem pólitískum flóttamanni frá Aust- ur-Þýskalandi. Ég hef hingað til ekki getað skilið neitt af því sem hann hefur sagt um þróun mála þar, eða annarsstaðar fyrir austan tjald. þann- ig að hann hefði verið pólitískur flóttamaður þaðan.“ Annar skilningur á lýðræði I útvarpsþætti núna á sunnu- daginn sagði Svavar að málflutn- ingur væri „fyrir neðan allar hell- ur“. Jafnframt sagði hann um þig: „Mér fannst hann skjúta sig útúr forystulínu Sjálfstæðisflokksins með þessu ofstæki sem heltók hann þarna í ræðustóli.“ Ertu bú- inn að skjóta þig útúr forystulínu Sjálfstæðisflokksins? „Sem betur fer er nú málum þann- ig háttað í Sjálfstæðisflokknum, að það eru ekki forystumenn Alþýðu- bandalagsins eða fyrrverandi for- menn þess flokks, sem ákveða hverj- ir eru þar í forystulínu. Þetta orðalag allt og þessi upphlaup í Svavari sýna náttúrlega að þessir menn em smit- aðir af einhveijum ranghugmyndum um stjómmál. Hann heldur að hann geti hlutast til um málefni Sjálfstæð- isflokksins, og það var einmitt útá þetta sem nám þeirra gekk í Austur- Þýskalandi: Að lýðræðisreglur væm tæki fyrir stjómmálamenn til að beita, fremur en reglur sem þeir ættu að fara eftir. Þetta tal allt um Sjálf- stæðisflokkinn og mig skiptir engu máli þegar það kemur frá Svavari, og ég skil nú ekki hversvegna hann ætti að hafa einhverjar sérstakar áhyggjur af þessu.“ Mönnum finnst skipta máli hvar Svavar var Finnst þér að komið hafi fram viðhlítandi skýringar á því, hvers- vegna skjölin um Svavar „Ég hef nú svo lengi fylgst með Svavari Gestssyni í stjórnmálum, og við höfum eldað grátt silfur saman, ég á Morgun- blaðinu og hann á Þjóðviljanum, og tekið margar rimmur um þessi mál. Það kemur mér þægilega á óvart að hann lýsir sér núna sem pólitískum flóttamanni frá Austur-Þýskalandi.“ Pólitískur flóttamaður frá Austur-Þýskalandi Svavar Gestsson segist ekkert hafa að fela, og hann liafi raunar flúið Austur-Þýskaland. Hvað flnnst þér um þá söguskýringu hans? ,Já, ég var nú mjög undrandi þeg- ar Svavar Gestsson greip til þess ráðs í þingumræðunum að ráðast á mig fyrir að brigsla sér um landráð af því ég hefði talað um Stasi-tengsl hans. Þetta var algjörlega úr lausu lofiti gripið. Ég talaði aldrei um Stasi- tengsl Svavars Gestssonar, og sagði raunar í þinginu að ég gæti ekki talað um hans tengsl við Stasi af því það fyndust engin gögn um þau efni, en hinsvegar lægi fyrir að það hefðu verið til gögn en þeim var eytt. Þann- ig að ég get ekkert fullyrt um þetta og gerði það ekki. Ég átta mig ekki á því hversvegna hann kaus að gera sig að þessu fómarlambi algjörlega að ástæðulausu. Ég hef nú svo lengi fylgst með Svavari Gestssyni í stjómmálum, og voru fjarlægð úr hirslum Stasi 25. júní 1989. „Nei. Sé þetta rétt, sem fram kom í sjónvarpsþættinum, að skjölin haft verið fjarlægð og þeim eytt sunnu- daginn 25. júní 1989, þá er málið þannig vaxið að mér finnst ekki komnar fram viðhlítandi skýringar á því.“ Þegar blaðamaður DV spurði Svavar, hvar hann hefði verið þennan tiltekna dag, svaraði hann því engu. Finnst þér að Svavar þurfl að gera hreint fyrir sínum dyrum? „Ég heyrði nú Svavar svara þess- um spumingum, las þetta í DV og heyrði svör hans í útvarpsþættinum. Mér finnst ekkert óeðlilegt að fjöl- miðlamenn haft áhuga á þessu. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér að stjóm- málamenn séu spurðir urn hvar þeir vom á tilteknum dögum, ef það skiptir máli í pólitísku samhengi. Það er alveg augljóst af þeim um- ræðum sem orðið hafa um þetta mál, að menn telja það skipta máli hvar „í innanlandsmálum veit raunverulega enginn hvað alþýðubandalags- menn eru að tala um. Þeir kenna stefnu sína við út- flutning og siðbót. Mér finnst nú að flokkur sem vill leggja höfuðáherslu á siðbót, eigi að taka það sem siðbótarverkefni númer eitt að gera hreint fyrir sínum dyrum.“ Svavar var. Hann verður að bregðast við því, ég get ekki sett mig í þá stöðu að dæma um það. En það er ekkert nýmæli að menn velti slíku fyrir sér. Oft hafa menn til dæmis vakið athygli á því, í umræðum um æviferil kommúnistaforingja, að þar séu oft gloppur. Fræg er deila, sem stóð í ntörg ár í Frakklandi, um Mar- chais fyrrverandi formann franska kommúnistaflokksins, og snerist um það hvar hann hefði verið á ákveðnu tímabili í síðari heimsstyrjöld. Menn voru með ýmsar getgátur um það, og ég veit ekki hvort það upplýstist að fullu. Það er alls ekkert nýmæli, að menn velti fyrir sér hvar stjómmála- menn vom einstaka daga.“ Ólafur Ragnar fer oft yfir strikið Mörgum kom á óvart að Olafur Ragnar Grímsson skyldi blanda sér í umræðuna með svo afdrátt- arlausunt hætti, þarsem hann á ekki sögulegar rætur í hreyfingu sósíalista. Hann viðhafði um þína ræðu, að hún væri til marks um „sjúklegt hugarfar“. Hvað viltu segja um málflutning Ófafs Ragn- ars? „Ólafur Ragnar er því marki brenndur í svona umræðum, að hann fer æði oft yfir strikið. Það hefúr gerst nokkmm sinnum þegar ég hef fylgst með honum í sölum Alþingis, að hann hefur gengið of langt. Ég tel, að þegar menn ganga of langt í yfir- lýsingum og óvirðingarorðum um andstæðingana, sé það ekki til marks um góðan máistað. Það kom mér ekki á óvart að Ólafur Ragnar færi að hnýta í mig ónotum, enda í samræmi við það sem áður hefur gerst. Hinsvegar kom mér almennt á óvart, hvað alþýðubandalagsmenn bmgðust illa við ummælum mínum í umræðunum. Ég setti málið í sam- hengi við uppgjör almennt, við þann vanda sem menn standa frammi fyrir í Evrópu og tengist hmni kommún- ismans. Ég átti ekki von á því, að all- ar umræðumar um skýrslu utanríkis- ráðherra yrðu þessu marki brenndar og alþýðubandalagsmennimir teldu sér hag af því að hefja sinn vanda uppí eitthvað æðra veldi. En Ólafur Ragnar gaf tóninn því hann talaði næstur á eftir mér. Hann hafði 30 mínútur til umráða og 25 af þeim fóm í útlistanir á þessum málum. Síðan flutti hann aðra ræðu í 15 mín- útur, þarsem hann virtist frekar tala sem stjómmálafræðingur um vanda Björn Bjarnason: Ef það er einhver flokkur á Alþingi sem er fastur í fjötrum kalda stríðsins, að því er stefnu og skoðanir varðar, þá er það Alþýðubandalagið. flokka í þessu samhengi. Mér þóttist þessi málflutningur allur mjög ein- kennilegur, og ekki til þess fallinn að sannfæra neinn um að Alþýðubanda- lagið haft í raun gert hreint fyrir sín- um dymm.“ Reynt að þagga niður í umræðunni Finnst þér þessi harkalegu við- brögð Ólafs Ragnars benda til þess, að hann óttist að eitthvað í fortíð Afþýðubandalagsins þoli ekki dagsins ljós? „Mér finnst þessi harkalegu við- brögð benda til þess að þeir vilji kaf- færa þá menn sem impra á þessu, og líka fæla aðra frá því að taka málið upp. Það hefur alltaf verið taktík þessara manna. Þú þekkir það sjálf- ur. f umræðunum las Ólafur Ragnar úr grein sem hann skrifaði 31. des- ember 1989 þarsem hann gerði upp við lenínismann, og þar taldi hann að Alþýðubandalagið hefði gert hreint fyrir sínum dymm. Ég minnti á það, að nokkmm mánuðum síðar hefðuð þið, nokkrir félagar í flokknum, yftr- gefrð Alþýðubandalagið af því að þið tölduð að málin hefðu ekki verið gerð upp. Ég man vel eftir þessu, og þeim orðum sem þá féllu. Það var al- veg augljóst að menn töldu þá að þessi grein Ólafs Ragnars dygði ekki. Þið vomð nokkuð margir, áhrifamenn í Alþýðubandalaginu, sem fómð einmitt af þessum sök- um.“ Dr. Þór Whitehead hefur upp- lýst í viðtali við Alþýðublaðið, að skömmu fyrir fall Berlínarmúrs- ins var heilu vagnhlössunum af leyniskjölum Stasi ekið til Moskvu. Er ekki nauðsynlegt að fá leyfi til að rannsaka þessi skjöl? , Jú, ég tel að það hljóti að vera. Ég veit ekki hvort það þarf sérstakt leyft. Það getur hver sem er fengið að rannsaka skjölin, og það em meira að segja aðilar í Moskvu sem bjóðast til að rannsaka svona skjöl, ef um er beðið. Ég tel að þetta sé spuming um framtak frekar en nokkuð annað.“ Eðlilegt að fjalla um málið á Alþingi Hver finnst þér að ætti að eiga frumkvæði að slíku. Nú er nokkuð ljóst að það kemur að minnsta kosti ekki frá Alþýðubandalaginu. „Það kemur ömgglega ekki það- an. Ég veit nú ekki hvort það á að koma frá pólitískum flokkum eða ríkisvaldinu. Þetta er fremur á sviði ffæðimanna eða atorkusamra blaða- manna. Mér fmnst til dæmis að Jón Ólafsson fréttamaður haft staðið sig mjög vel við að afla slíkra upplýs- inga.“ Hvert finnst þér að sé eðlilegt framhald af þeirri umræðu sem stóð yfir á Alþingi á fimmtudaginn og hefur geisað í fjöfmiðlum? „Ég veit ekki hvort nokkm sinni fæst botn í þetta þannig að allir séu við það sáttir. Einsog alltaf, þegar svona mál koma upp, em einhveijir sem telja að of langt sé gengið. Það er eðlilegt þetta komi ungu fólki, sem ekki þekkir til þessara mála, í opna skjöldu. En þeir sem verið hafa þátttakendur í þessu um langt árabil og þekkja til, telja eðlilegt og sjálf- sagt að fjalla um þessi mál einsog önnur sem upp koma. Það er ein- kennilegt þegar menn setja upp vandlætingarsvip yfrr því að það sé fjaliað um stjómmál í sölum Alþing- is. Það er einsog menn gleymi því að þetta er þó aðal stjómmálavettvang- ur þjóðarinnar. Á Alþingi á ekki bara að ræða um tölur og útreikninga eða einhver tæknileg atriði. Þar verður lfka að ræða unt stjómmál í víðara samhengi. Þessar umræður hafa núkið gildi til þess að hreinsa and- rúmsloftið. Ég bíð enn eftir því að Alþýðubandalagið geri þetta upp, með þeim hætti sem sómasamlegt er. Það er rétt sem utanríkisráðherra sagði við umræðumar, að við emm að fjalla um flokk sem hefur ekki breytt um stefnu, til dæmis í utanrík- ismálum, frá því á tímum kalda stríðsins. Ef það er einhver flokkur á Alþingi sem er fastur í fjötrum kalda stríðsins, að því er stefnu og skoðan- ir varðar, þá er það Alþýðubandalag- ið. Þetta liggur alveg ljóst fyrir. Að vísu hefur Olafur Ragnar reynt að gera tilraunir til að breyta þessu eitt- hvað. í innanlandsmálum veit raun- vemlega enginn hvað alþýðubanda- lagsmenn em að tala um. Þeir kenna stefnu sína við útflutning og siðbót. Mér fínnst nú að flokkur sem vill leggja höfuðáherslu á siðbót, eigi að taka það sem siðbótarverkefni númer eitt að gera hreint fyrir sínum dyr- um.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.