Alþýðublaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRÚAR 1995 Petri Sakari: Aöalgesta- stjórnandi Sinfóníunnar stjórnar annað kvöld. Sjávarmyndir... Sinfóníuhljómsveit Islands heldur tónleika í Háskólabíói ann- að kvöld klukkan 20:00 og á efn- isskránni eru fjórar sjávarmyndir úr óperunni Peter Grimes eftir Ben jamin Britten, Sjávannyndir eftir Edward Elgar og Sinfónía númer 6, „Pathetic“ eftir Pjotr Tsjækofskíj. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari (aðalgestastjórn- andi Sinfóníunn- ar) og einsöngvari er Rannveig Fríða Bragadótt- ir. Hún fær nú tækifæri til að syngja eitt af sín- um eftirlætisverk- um, Sjávarmyndir eftir Elgar. Þetta er ljóðaflokkur sem hann samdi fyrir kontraaltó og hljómsveit við Ijóð fimm skálda á árunum 1897 til 1899. Eitt ljóð- anna er eftir eigin- konu skáldsins, C. Alice Elgar. Síð- an Rannveig Fríða lauk námi við Tónlistarháskól- ann í Vtn árið 1989 hefur hún starfað við nokkur af þekktari óperu- húsum Evrópu, meðal annars Vín- aróperuna. Þar hefur hún sungið undir stjóm jöfra á borð við Herbert von Karajan, Claudio Abbado og Sir George Solti. Rannveig Fríða kemur nú fram f fjórða skipti sem einsöngv- ari með Sinfóníhljómsveitinni. Verkið eftir Benjamin Britten sem flutt verður á tónleikunum á þá forsögu, að hann ákvað árið 1939 að flýja til Bandaríkjanna ffá Bret- landi vegna yfirvofandi stríðs- hættu og þess tómlætis sem Bretar sýndu verkum hans. Vestan hafs dvaldi hann í tvö ár og samdi þá mörg af sínum bestu verkum. Pat- hetic samdi Tsjækofskij árið 1893 og hinn þunglyndislegi tónn verksins varð kveikjan að orðrómi um að hann hefði hugsað það sem sinn svanasöng og ætlaði að því loknu að fremja sjálfsvíg... Jass í hádeginu A Háskólatónleikum í Norræna húsinu í dag leikur Tríó Björns Thoroddsen ásamt Agli Olafs- syni. Tónleikamir taka hálfa klukkustund og hefjast klukkan 12:30. Á dagskránni er„latin“jass með sterkum íslenskum áhrif- um... Rannveig Friða Braga- dóttir, syngur eftirlætisverk sitt með Sinfóníunni. La Traviata í pínulitlu óperuhúsi Verdi árið 1986. Málverk eftir Giovanni Boldini. „...uppfærslur íslensku óperunnar verða aldrei á heimsmælikvarða. Samt hafa forráðamenn hennar í raun alla burði til að geta sett upp óperusýningar sem gæfu frægum óperuhúsum erlendis ekkert eftir...Það er bara sjálft húsið sem er ömurIegt...En flestir virtust samt hafa skemmt sér konunglega, fagnaðarlætin voru gífurleg.“ La Traviata - hin afvegaleidda - ópera í þremur þáttum eftir Francesco Maria Piave, byggð á leikriti Alexander Dumas yngri. Tónlist: Giuseppe Verdi. Hljómsveitarstjóri: Robin Stepleton. Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir. Aðalhiutverk: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson. Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson. Búningar: Hulda Kristín Magnúsdóttir. Lýsing: Jóhann B. Pálmason. Dansar: Nanna Ólafsdóttir. Sýningarstjóri: Kristín S. Kristjánsdóttir. Kórstjóri: Garðar Cortes. Æfingastjórar: Iwona Jagla og Sharon Richards. Kór og Hljómsveit íslensku óperunnar. Það er synd hve húsakynni ís- lensku ópemnnar em slæm. Hljóm- burðurinn er afleitur, því enduróm- urinner nánast eng- inn. í þokkabót er sviðið allt of lítið, sem gerir það að verkum að íburðar- miklar ópemr eins og La Traviata eftir Verdi fá ekki að njóta sín sem skyldi. Sömuleiðis er hljómsveitar- gryfjan á stærð við fataskáp og þar rúmast allt of fáir hljóðfæraleikarar. Tónlistarflutningurinn úr skápnum er auðvitað ósköp rýr, og er afleið- ingin sú að uppfærslur íslensku ópemnnar verða aldrei á heimsmæli- kvarða. Samt hafa forráðamenn hennar í raun alla burði til að geta sett upp óperusýningar sem gæfu frægum ópemhúsum erlendis ekkert eftir. Islendingar eiga nefnilega marga frábæra söngvara, og hér er líka Ijöldinn allur af prýðilegum hljóðfæraleikumm. Það er bara sjálft húsið sem er ömurlegt. Síðastliðið föstudagskvöld var La Traviata eftir Verdi fmmsýnd. Mið- að við öll þrengslin var eiginlega furðulegt hve vel tókst til. Söngvar- amir stóðu sig með miklum ágætum og má segja að þau Sigrún Hjálm- týsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason og Bergþór Pálsson hafi unnið leik- sigur með þessari sýningu. Eða svo maður bregði fyrir sig gömlu óþol- andi kvikmyndagagnrýnenda- klisjunni: Þau fóm á kostum! Að vísu virtust þau dálítið taugaóstyrk fyrst, en komust fljótt á flug, og hélt þá ekkert aftur af þeim. Sigrún Hjálmtýsdóttir var stór- kostleg sem hin óhamingjusama Ví- óletta, unga yfirstéttargleðikonan sem deyr úr tæringu í lok ópemnnar. Ólafur Ámi Bjamason var einnig frábær í hlutverki Alfredos, sem elskhugi Víólettu. Hann hefur mikla og hljómfagra rödd og á vafalaust eftir að ná langt á erlendri gmndu. Sömuleiðis geislaði af Bergþóri Pálssyni sem föður Alfredos, hann er bæði hinn besti söngvari og ágætur leikari, enda fyrir löngu búinn að sanna sig fyrir landanum. Aðrir söngvarar stóðu sig lfka prýðilega, sem og kór íslensku ópemnnar, enda undir stjórn hins eina sanna Garðars Cortes. Leikstjómin var í höndum Bríetar Héðinsdóttur og hefur hún unnið verk sitt vel. Sýningin var í jafnvægi; söngvaramir léku sannfærandi án þess að vera tilgerðarlegir, og vom mörg atriðin áhrifarík og dramatísk eins og við átti. Þó verð ég að gagn- rýna eitt, en það var senan þar sem Víóletta er ein á sviðinu. Hún syngur einsöng, en af og til á rödd Alfredos - Ólafs Árna Bjamasonar - að hljóma í fjarska. í flestum uppfærslum stendur Alfredo þá venjulega bak- sviðs og syngur hann þaðan. En á fmmsýningunni síðastliðið föstu- dagskvöld var hann í anddyri ópem- hússins, fyrir aftan áheyrendasalinn og söng á bak við lokaðar dyr. Ein- hvem veginn virkaði þetta hjákát- lega; það var eins og flækingur af götunni hefði allt í einu álpast inn um fremri dyr hússins, og eftir að hafa legið á hleri drykklanga stund tæki sjálfur lagið, bara til að vera „með“. Það gerði hann af öllum lífs- og sál- arkröftum, enda nötraði allt og skalf þó hann syngi bara að hurðabaki. Robin Stepleton stjómaði hljóm- sveitinni og gerði það ágætlega, enda tónlistarflutningurinn yfirleitt mjög góður. Að vfsu var fýrsti þáttur óper- unnar dálítið daufur og bragðlaus, en menn sóttu svo í sig veðrið eftir því sem á leið. Leikmyndin var í höndum Sigur- jóns Jóhannssonar og var hún mjög falleg. Siguijóni tókst að skapa rétta andrúmsloftið, og er það ekkert smá- ræðis afrek þegar sviðið er svona lít- ið. Einnig vom búningamir smekk- legir, en það var Hulda Kristín Magnúsdóttir sem sá um þá. Dans- amir voru líka glæsilegir undir stjóm Nönnu Ólafsdóttur. Ég get því ekki annað en mælt með þessari sýningu. Þegar á heild- ina er litið er hún góð, þrátt fyrir óþægileg sæti sem fara ömgglega ekki vel með bakveikt fólk. Og einn- ig þrátt fyrir að það var alltof heitt í salnum á frumsýningunni, sem gerði það að verkum að margir áheyrenda höfðu ekki við að þurrka af sér svit- ann. En flestir virtust samt hafa skemmt sér konunglega, fagnaðar- lætin vom gífurleg, og stóð fólk sér- staklega upp fyrir Sigrúnu Hjálmtýs- dóttur. Þó á engan annan sé hallað má segja að hún hafi verið stjama kvöldsins. Það kemur svo sem ekki á óvart, því hún er ein af okkar bestu söngkonum. Tónlist Jónas Sen 'íÁ- ** skrifar ALÞYÐUFLOKKURINN KJÖRDÆMISRÁÐ ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI Fundur í Gaflinum Kjördæmisráö Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi heldur fund í Gaflinum, Hafnarfirði, fimmtudaginn 16. febrúar, klukkan 17:00. Dacjskrá: 1. Akvörðun um uppstillingu á framboðslista til alþingiskosninga. 2. Önnur mál. Formaður. §ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM Kosningamiðstöðin Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á ísafirði. Fyrst um sinn verður hún opin allan daginn, alla daga. Kosningastjóri er Gísli Hjartarson sem jafnframt er ritstjóri Skutuls, málgagns jafnaðarmanna í kjördæm- inu. Sími skrifstofunnar er 94-5348 og myndsendir er 94-5346. Farsímanúmer kosningastjóra er 985-39748 og heimasími hans er 94-3948. Jafnaðarmenn á Vestfjörðum. Sólstafir - norræna menningarhátíðin * Brúðuleikhúsið SYTKYTfrá Finnlandi býður uppá sýningu í 600 lítra vatnsleik- húsi: Juha Laukkanen leikari og Arto Ollikainen tæknimaður voru við öllu bún- ir í gærdag, skömmu fyrir sýningu i Möguleikhúsinu við Hlemm. A-mynd: E.ól. Brúðuleikhúsið SYTKYT frá Finnlandi verður með tvær sýningar, Vatnsleik og Sögu úr Múmíndalnum, fyrir böm á aldrinum 2 til 6 ára á Sól- stöfúm - norrænu menningarhátíð- inni sem hófst síðastliðinn laugardag. Stofnandi SYTKYT er Juha Laukk- anen sem hefur rekið það frá árinu 1985 og ferðast með sýningar sínar um allan heim og nú Islands. Hann var á síðasta ári tilnefndur sérstakur sendifúlltrúi Bamahjálpar SÞ. Fyrstu þrjár sýningar SYTKYT á Vatnsleik vom í Reykjavík í gær og Múnn'nálf- amir verða sýndir í borginni f dag. Á fimmtudag og föstudag verður leik- húsið með sýningar á Akureyri og á laugardag og sunnudag á ísafirði. Vatnsleikur er afar óvenjuleg sýn- ing sem segir frá hinu leyndardóms- fulla lífi á hafsbotni. Áhorfendur ere boðnir velkomnir í haftjaldið. Fyrst hlusta þeir á tónlist hafsins og spjalla saman um sjávardýrin. Hávaði frá fiskibát treflar samræðumar og í ljós- unum frá bátnum sést allt í einu kista sem liggur á hafsbotni. Juha rifjar upp sögu sem amma hans sagði honum um stóra kistu á hafsbotni. Svo vill sjávarmóðirin segja söguna af íbúa kistunnar og þá hefst sagan í 600 lítra vatnsbúri SYTKYT brúðuleikhússins þar sem vaknar líf af ljósum, tónlist og vatnsleikbrúðum. Saga úr Múmín- dalnum gerist þegar dalurinn er að vakna af vetrardvala. Fyrsti vorfugl- inn vekur Múmínmömmu. Það sem íyrsta sem liggur fyrir er vorhrein- geming og Múmínmamma þvær þvottinn í ánni milli þess sem hún reynir að vekja Múmfnpabba svo hann geti hengt þvottinn á snúrena. Innan skamms hefst mikill eltinga- leikur sem bæði leikendur og áhorf- endur taka þált í. Allar upplýsingar um sýningamar veita Möguleikhúsið í síma 562 2669, Ingólfur Ármannsson í síma 96- 27245 og Geirþrúður Charlesdóttir í síma 94-3733. Fávitinn hjá MR Kvikmyndin Fávitinn sem gerð var í Moskvu eftir samnefndri sögu Fjodor Dostojevskí var sýnd í bíósal MÍR Vatnsstíg 10 íýrir troðfullu húsi síðast liðinn sunnudag. Myndin verður endur- sýnd annað kvöld, fimmtudags- kvöld klukkan 20:00. Myndin er með íslenskum texta. Aðgangur er ókeypis... Sýning Sigurbjöms Undanfama tvo mánuði hefur Sigurbjörn Jónsson sýnt stór málverk í Galleríi Regnbogans við Hverfisgötu. Vegna mikils áhuga gesta hefur verið ákveðið að framlengja sýninguna til 22. mars... „Addicted“ Sólgin („Addicted") er yfir- skriftin á samsýningu fjögurra norrænna myndlistannanna sem opnuð verður f Nýlistarsafninu næstkomandi laugardag klukkan 16:00. Anders Boqvist, Maria Lindberg og Peter Iiagdahl eru fulltrúar Svíþjóðar, en Ann Krist- in Lislegaard kemur frá Dan- mörku. Sýningin er liður í Sólstöf- um - norrænu menningarhátíðinni - og er samvinna þriggja sýning- arhúsa, það er Nýlistasafnsins í Reykjavík, Slunkaríkis á Isafirði og Listasafnsins á Akureyri. Myndlistarmennimir tjórir sýna í Nýlistasafninu, Peter Hagdahl opnar aðra sýningu í Slunkaríki miðvikudaginn 22. febrúar og Ann Kristin Lislegaard opnar þriðju sýninguna í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 25. febrú- ar. Allir þátttakendur í Sólgin vinna að verkum sem sýna óvænta og skilyrðislausa afstöðu til mis- munandi greina, tæki og efnis. Einfaldar blýantsteikningar ere jafn sjálfsagður hlutur og límmið- ar, myndbandsverk allt eins möguleg og kúluspil... Stofngjöfsýnd Málverkið Um vetur frá 1887 eftir Georg Emil Libert. Sýningu Listasafns Islands á stofngjöf þess lýkur á sunnudag- inn. A sýningunni er úrval margra góðra verka eftir norræna listmál- ara, aðallega danska, frá síðari hluta 19. aldar og má þar nefna málverk listmálaranna Anna Ancher og Peter Severin Kroy- er. Þessi gjöf hefur ekki verið sýnd síðan 1974... Vigdís forseti á Akureyri Það verður hátíð í leikhúsinu á Akureyri um helgina því Vigdís Finnboga- dóttir forseti verður gestur á báðum leik- ritunum sem LA sýnir um þessar mund- ir. Á laugar- dag fer for- setinn að sjá O v œ n t a heimsókn eftir J.B. vigdís: Bregður sér Priestley í í leikhús hjá LA á 1 e i k S t j Ó r n Akureyri um næstu H a 11 m a r s he,9'- Sigurðssonar og á sunnudaginn sér hún A svörtum fjöðrum eftir Erling Sigurðsson í leikstjóm Þráins Karlssonar. Sýningar á báðum þessum verkum hafa hlotið ágæta dóma og fer nú hver að verða síðastur að bregða sér í leikhúsið því sýningum fækkar ört...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.