Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 1
Erjur framsóknarmanna á Vestfjörðum halda áfram Jafngildir úrsögn úr Framsóknarflokknum - segir Guðmundur Bjarnason, varaformaður um sérframboð Péturs Bjarnasonar, en Pétur segist enn vera í flokknum. „Samkvæmt flokkslögum er þetta skýrt og greinilegt. Þar segir: Fari flokksmaður í firamboð til Alþingis fyrir annan stjómmálaflokk eða stjómmálasamtök, jafngildir það úr- sögn úr Framsóknarflokknum,“ sagði Guðmundur Bjarnason, varaformaður Framsóknarflokksins, urn sérffamboð Péturs Bjarnason- ar, varaþingmanns flokksins, á Vest- fjörðum, í samtali við Alþýðublaðið í gær. í samtali við blaðið kvaðst Pétur hinsvegar enn vera í Framsóknar- flokknum. „Ég tel mig ekki vinna gegn hagsmunum Framsóknar- flokksins með þessu framboði, held- ur er ég að vinna samkvæmt hans stefnu. Ég hef því ekki sagt mig úr flokknum og reikna ekki með að gera það neitt á næstunni," sagði Pét- ur. Guðmundur sagði að það tíðkaðist ekki í Framsóknarflokknum að reka menn úr flokknum, en í þessum efn- um væru flokkslög skýr. Pétur hefði sjálfur sagt skilið við Framsóknar- flokkinn, hvað sem síðar yrði. Guð- mundur útilokaði ekki að leiðir kynnu að liggja saman á ný síðar meir, og vitnaði í því sambandi til sérframboðs Stefáns Valgeirssonar á Norðurlandi eystra 1987. Þeir framsóknarmenn sem þá studdu Stefán hefðu flestir snúið aftur til flokksins. Persónulega kvaðst Guðmundur telja óeðlilegt að Pétur væri áffam í Framsóknarflokknum, þarsem hann byði sig ffam fyrir önnur stjómmála- samtök sem kepptu við flokkinn um fylgi kjósenda. Pétur sagði á hinn bóginn að „mildilega hefði verið tekið á þessu hliðarspori, og ég held að menn telji það liggja nokkuð samsíða Fram- sóknarflokknum. Meðan svo er sé ég ekki ástæðu til að segja mig úr Fram- sóknarflokknum." Ekki náðist í Pét- ur til þess að bera undir hann um- mæli Guðmundar, og hin tilvitnuðu flokkslög. Verkfallsnefnd kennara á þönum í leit að verkfallsbrotum Börn mega ekki vera í íþróttasölum - á þeim tíma sem skólarnir hafa haft þá á leigu, segir Sigrún Ágústsdóttir, formaður verkfallsnefndar. Reynt að hafa hemil á starfsemi félagsmiðstöðva útá landsbyggðinni. „Við erum ekki í vafa um að ef farið er í þá sali íþróttahúsa sem skólamir eru með á leigu og á þeim tímum sem þeir hafa haft afnot af þeim þá er það algjörlega óheimilt þótt engin kennsla fari fram,“ sagði Sigrún Agústsdóttir, formaður verkfallsnefndar kennara, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Verkfallsverðir vom í gær að kanna hvar fæm fram möguleg verk- fallsbrot. í nokkmm iþróttahúsum hefur verið komið á eins konar tómstunda- og leikjastarfi til að hafa ofan fyrir bömum á skólaaldri meðan foreldr- amir em í vinnu. „Verkfallsverðir munu heimsækja íþróttahúsin og fá nákvæmt yfírlit yf- ir það hvaða starf þar fer fram, í hvaða sölum og á hvaða tímum. Þeg- ar þetta yfirlit liggur fyrir munum við fara í að stöðva þá starfsemi þar sem um verkfallsbrot er að ræða. Það hafa líka borist fréttir utan af landi um að verið sé að auka við starfsemi félagsmiðstöðva vegna verkfallsins. Slíkt dregur tvfmælalaust úr áhrifum Þjóðvaki á Norður- l^ndi vestra Ofærð tefur listann „Það átti að leggja framboðslist- ann fram til undirskriftar á sunnu- daginn en það náðist ekki sökum óveðurs og ófærðar. En listinn er tilbúinn og verður lagður fram um leið og menn komast til fundar sem vonandi verður á morgun, þriðjudag," sagði Sveinn Allan Morthens á Sauðárkróki í samtali við Alþýðublaðið í gær. Þjóðvaki hafði auglýst fundi í Norðurlandskjördæmi vestra um síðustu helgi og þá átti jafnframt að leggja fram ffamboðslista í kjördæminu. Aflýsa varð túndar- höldum vegna óveðurs. Þjóðvaki hefur lagt fram framboðslista í tveimur kjördæmum, Norðurlandi eystra og á Reykjanesi. Katrín Theodórsdóttir, fiamkvæmda- stjóri Þjóðvaka, sagði í samtali við blaðið að vinnu við framboðslista í öðrum kjördæmum rniðaði vel og þess skammt að bíða að þeir yrðu lagðir fram. Sigrún Ágústsdóttir, formaður verkfallsnefndar kennara, ásamt kollegum sínum í gær: „Verkfallsverðir munu heimsækja íþróttahúsin og fá nákvæmt yfirlit yfir það hvaða starf þar fer fram, í hvaða sölum og á hvaða tím- um. Þegar þetta yfirlit liggur fyrir munum við fara í að stöðva þá starfsemi þar sem um verkfallsbrot er að ræða," Sagði Sigrún. A-mynd: E.Ól. verkfallsins og okkur er í mun að ar nánar,“ sagði Sigrún. gangi vítt og breytt og síðan yrði tek- reyna að stoppa allt slíkt starf. Þetta Hún sagði að dagurinn færi í það in ákvörðun um hvaða starfsemi yrði eru óljósar fréttir sem verða kannað- að kanna hvaða starfsemi væri 1 reynt að stöðva. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi vestra „Get ekki annað en veríð bjartsýnn" - segir Jón F. Hjartarson skólameistari sem skipar 1. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í kjördæminu. „Staða Alþýðuflokksins fer óðum batnandi og þær efasemdir sem mað- ur hafði um hana uppúr áramótum hafa nú breyst í bjartsýni. Ég held, að ef við hér kjördæminu byggjum sókn okkar á því fylgi sem flokkur- inn hlaut í sveitarstjómarkosningun- um, þá eigum við mikla möguleika á að ná inn manni. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi vestra missti þingmann sinn naumlega síðast og það þrátt fyrir að hafa nokkuð bætt við sig fylgi; eða um 1,5%,“ segir Jón F. Hjartarson, skólastjóri Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki, í samtali við Alþýðubiaðið í dag. Hann skipar 1. sæti framboðs- lista Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra. „Mig minnir að það hafi ekki munað nema nokkrum tugum at- kvæða á að við kæmum Jóni Sæmundi Sigurjónssyni inn. Ég veit til þess, að margt fólk sem ekki kaus Alþýðuflokkinn sfðast mun gera það nú og mér sýnist einnig að við ættum að halda okkar fylgi. Mið- að við þetta, get ég ekki annað en verið bjartsýnn,“ segir Jón. - Sjá viðtal við Jón F. Hjartar- son á blaðsíðu 7. Jón F. Hjartarson: Staða Alþýðu- flokksins fer óðum batnandi og þær efasemdir sem maður hafði um hana uppúr áramótum hafa nú breyst í bjartsýni. Mótmælaseta framhaldsskólanema undir forystu MH-inga „Meira að segja einn Verslingury/ - var í mótmælasetu í fjármála- ráðuneytinu, sagði einn setumanna í gær „Við teljum að vegna sinnuleysis á málefnum kennara beri ríkisstjóm Islands fulla ábyrgð á verkfallinu og því ófremdarástandi sem myndast hefur meðal gmnn- og framhalds- skólanema. Við krefjumst þess að ríkisstjómin verði við kröfum HÍK og KÍ,“ segir í yfirlýsingu ífá FSKÚRF, sem stendur fyrir Fulltrúa stuðningsmanna kennara úr röðum framhaldsskólanema, en í gær efndi hópur framhaldsskólanema til mót- mælasetu í fjármálaráðuneytinu til að leggja áherslu á stuðning sinn við málstað kennara í verkfalli KÍ og HÍK. Alþýðublaðið átti um síðdegið í gær, spjall við þau Hjördísi Þóru Þorgeirsdóttur, Tuma Trausta- son, Má Örlygsson og Stefán Inga Stefánsson, en þau eru öll nemar f Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þegar okkur bar að garði vom eitt- hvað á milli 40 til 50 nemar í anddyri ráðuneytisins. Þau sögðust hafa verið í ráðuneyt- inu ffá því klukkan ellefu um morg- uninn og vissu ekki á þeirri stundu hvað þau yrðu þar lengi. „Það er fullt af fólki til í að gista", sagði Már. Hjördís dró úr og sagði að þess gerð- ist vart þörf, þar sem þau væru nú búin að koma málstað sínum all rækilega til skila. „Það hafa allir fjöl- miðlamir komið og þá er takmarkinu náð,“ sagði hún. Stefán sagði starfsfólk ráðuneytis- ins hafa verið hálfsmeyk við þau í fyrstu, en nú væri það búið að venj- ast þeim og sjá að það væri ekkert að óttast. „Þetta em jákvæð mótmæli," sagði Stefán. Fjöldamargir höfðu tekið námsbækumar með sér og sátu við lestur. Aðrir gripu í spil. Aðspurð um hvort þetta væm allt MH-ingar, játtu þau því að upptök mótmælanna væri að finna í þeim skóla. En vissu- lega væm fulltrúar á staðnum frá flestum stærri framhaldsskólum landsins. „Hér er meira að segja einn Verslingur,“ sagði Tumi að lokum. í gær efndi hópur framhaldsskóla- nema til mótmælasetu í fjármála- ráðuneytinu til að leggja áherslu á stuðning sinn við málstað kennara í verkfalii KÍ og HÍK: „Þetta eru já- kvæð mótmæli og ráðuneytisfólk- ið hefur ekkert að óttast," sagði talsmaöur úr röðum nemenda. A-myndir: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.