Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 Norðurlandaráðsþing æskunnar í Reykjavík Þar hrttast Um næstu helgi fer fram í tengsl- um við Norðurlandaráðsþingið hér í Reykjavík, Norðurlandaráðsþing æskunnar (UNR). í tengslum við það er búist við 50 erlendum ungmenn- um hingað til lands. Gylfi Þór Gíslason er formaður Æskulýðs- sambands Islands, sem ber hitann og þungann af undirbúningi þingsins. Alþýðublaðið spurði Gylfa hvað færi þarna fram: „Þetta er í 25. skiptið sem Norður- landaráðsþing æskunnar er haldið. A því koma saman fulltrúar ungliða- hreyfinga allra stjómmálaflokka á Norðurlöndum og ræða um afmörk- uð málefni og álykta um þau. I ár verður rætt um Evrópumál, jafnrétt- ismál og umhverfismál. Á þessum þingum hafa oft mynd- ast tengsl á milli stjómmálamanna framtíðarinnar. Mér skilst til dæmis að Davíð Oddsson og Carl Bildt hafi hist í fyrsta skiptið á slíku þingi." Hvernig tengist þetta þing Norðurlandaráðsþinginu sjálfu? „Þeir sem sitja UNR em áheymar- fulltrúar á Norðurlandaráðsþinginu sjálfu. Sú hefð hefur myndast að einn fulltrúi af UNR ávarpar Norður- landaráðsþingið og kynnir ályktanir þess. Fulltrúamir sitja einnig þing- flokksfundi sinna flokkahópa. Mörg málefni sem bryddað hefur verið uppá á UNR hafa verið tekin upp af Norðurlandaráði fáeinum ámm síð- ar.“ Flokkahópa segirðu. Er þetta endalaus fiokkapólitík? „Skiptingin er í ijórar flokksdeild- ir. Þar em jafnaðarmenn stærstir. Þetta er fjórflokkurinn eins og við þekkjum hann héðan af Islandi. Auk jafnaðarmanna em íhaldsmenn, mið- flokkarnir og vinstri sósíalistar. Síð- an em innanum aðrir flokkar sem ekki tilheyra neinum blokkum, eins og græningjar og Kvennalistinn. Stundum gerist það að málefnin ganga þvert á flokkahópana og skipt- ast þá fremur eftir löndum. Það verð- ur forvitnilegt að fylgjast með Evr- ópuumræðunni í þetta skiptið og sjá hvemig hún skiptist niður eftir mis- munandi aðstöðu ríkjanna." Nú eru miðflokkarnir á Norður- löndum afar misjafnir. Allt frá hægfara bændaflokkum og út í frjálslynda umbótaflokka. Hvern- ig geta þeir tilheyrt sama hópi? „Nú er ég ekki innanbúðar hjá þeim, þannig að ég veit ekki hvemig þeir gera út um sín mál.“ Það hlýtur að vera óhemju dýrt að fá koma öllum þessum þátttak- endum á staðinn. Hverjir borga brúsann? „Það gerir norræna ráðherra- nefndin. Hún sækir tjármagn í hina digm sjóði Norðurlandaráðs." Hvað leggjum við Islendingar hlutfallslega í þá sjóði? „Það er eitthvað á milli eitt og tvö prósent. En við fáum þá upphæð margfalt til baka.“ Nú stefnir allt í að það skelli á verkföll á þeim tíma sem þingið stendur yfir og samgöngur til og frá landinu lamist. Er beygur í ykkur skipuleggjendum þingsins út af því? „Við munum reyna að stytta þátt- takendum stundimar ef til þess kem- Gylfi Þ. Gíslason, formaður ÆSÍ: Á Norðurlandaráðsþingum æskunnar hafa oft myndast tengsl á milli stjórnmálamanna framtíðarinnar. Mér skilst til dæmis að Davíð Oddsson og Carl Bildt hafi hist í fyrsta skiptið á slíku þingi. A-mynd: E.ÓI. ur að þeir festist hér á landi. Annars ast hér á eigin kostnað, þvf okkar er hætt við þvf að þeir þurfi að dvelj- sjóðir verða þurrausnir." Svar til Karls Th. Birgissonar Um samansúrraðar svívirðingar Karl, Eg hef alið manninn á Indlandi síðustu vikur og verið fjarri góðu gamni í svartasta skammdeginu. Eg var farinn af landinu áður en sfðasta grein þín til mín birtist í Alþýðublað- inu og missti ég því af henni, þar til fyrir fáeinum dögum að maður nokkur spurði mig hvers vegna ég hefði ekki svarað grein þinni: Kmmmi brotlendir. Eftir að hafa útvegað mér greinina var mér ljóst að hún er síðasta inn- legg þitt í þær leiðréttingar sem við höfum verið að vinna að á þeim mis- skilningi sem kom upp í kollinum á þér eftir að þú skimaðir bókina „Krummi", og að þetta innlegg kall- ar á enn frekari leiðréttingar. I þessari grein gerirðu því skóna að ég sé sár út í þig fyrir að fjalla um útlit minn og vísar þá til lýsingar á mér um „Iitla feita leikstjórann". Hér er misskilningur á ferðinni. Ég hef aldrei orðið sár út í þá sem láta stað- reyndimar tala. Og þessi lýsing þín á mér er staðreynd sem enginn myndi mótmæla ef útlit minn er skoðað ná- kvæmlega. Ég er lítill og ég er í góðum holdum, auk þess að vera leikstjóri. Ég er svona af guði gerður. Á þessum staðreyndum hef- ur þú vakið rétti- lega athygli og þeim staðreynd- um verður vart hnekkt. Tæki ég hins vegar upp á því að kalla þig hrópyrð- um eins og „andlegt örverpi“ eða „siðferðislegan afturkreisting" þá liti málið öðru vísi út. Ég efast um að guð hafi gert þér þvílík skelmis- stykki og ef ég færi að fullyrða, um andlegt útlit þitt, og hefði uppi óhroða býst ég við að þér sámaði réttilega enda ekki um áþreifanlegar staðreyndir að ræða. Það væm „sam- ansúrraðar svívirðingar“. Á þessu er töluverður munum og býst ég við að við séum sammála um það. í framhaldi af hugarburði þín- um um sárindin segir þú orðrétt: „I ljósi þessa undraðist ég að lesa í bókinni ummæli þín um. nafngreinda konu, pólitískan andstæðing þinn, sem em ekkert annað en saman- súnaðar svívirðingar um útlit henn- ar.“ Ekki er mér ljóst hvaða texta þú hefur skimað og komist að svo selektivri niðurstöðu. Ég veit aðeins um eina lýsingu í bókinni á konu sem er trúlega pólitískum andstæð- ingur minn. Sú er Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. Að vísu hefur frést að Ásta sé stöðugt að dúkka upp á fundum hjá hinum og þessum flokk- um eftir að henni var vísað út í prófkjöri Framsóknarflokksins, þannig að ég veit ekki hvort hún er endilega pólitískur andstæðingur lengur. Kannski dúkkar hún næst upp hjá Hvöt. Framsóknarhugar- far leitar að hæstbjóðanda. En það er ekkert nýtt, það hefur alltaf ver- ið meira framboð af Ástu en eftir- spum. Ásta var með mér í árgangi í MR og var þá í tygjum við vini mína. Um hana segir í bókinni: „Það gerðist fátt í útvarpsráði án þess að Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir ryki með það í Tímann sem stórfrétt. Flestar þessar fréttir Ástu voru þannig tilkomnar að hún lét bóka eitthvað eftir sér í fundargerð, að fundi loknum „trúði hún blaðamönnum fyrir“ því sem gerst hafði á honum og reyndi að slá sig til riddara í aug- um afturhaldsins í von um pólit- fskan frama. En ég tók þetta ekki nærri mér. Ég hef þekkt Ástu frá því við vorum í skóla og kannast við þessa ófullnægju; þá þótti hún snoppufríð stelpa. Eg hef tekið eft- ir. því með fólk að eftir því sem það eldist er eins og innri maður þess komi fram í andlitinu. Ásta Ragnheiður hefur breyst með ár- unum.“ Ég á erfitt með að lesa sammansúrraðar svívirðingar um útlit Ástu út úr þessum texta. Þetta eru kaldar staðreyndir sem lífið réttir okkur og ég býst við að ef þú skoðaðir Ástu nákvæmlega yrð- irðu mér sammála. En kannski er ég að geta mér til um rangan texta og þú skimað einhvem annan texta sem mér hefur sést yfir. Þætti vænt um að frétta af því. Annars er margt skrýtið í þess- ari bók. Og ekki verður textinn um Svavar Gestsson minna skrýtinn í Aðalfundur 1995 Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöföa 9. Reykjavík, föstudaginn í 24. febrúar 1995 og hefst kl. 16.00. ( Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um hlutafélög, 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins !munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. \ Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Pallborðið Hrafn Gunnlaugsson M skrifar ZsWA Karl og Krummi enn á ferð Krummi brotlendir ■ frá Karli Th. Birgissyni Knnnmi ndnn: Hvcrs eiga lesendur Alþýðuhlað.r- Ins uð gjaldn? Á milli jcíía og nýárs birtist hér f blðöinu ritdómur minn um ájprta bót ykknr Áma Þórarins- conar og síðnn hcfunlu ekki linnl Lít- um. Fyrst mcð athugasemd um áminningarbréf sem mét sást yflr, en rcyndist samt ckki vera lil þrátl fyrir allt Qaðrafokið. Og aftur í blaðinu í gær urn brdf þiti til Lúövðu Geirs- sonar, formanns Blaftamannafébgs- ins. vegna döms yíir Siguiði Á. Friö- þjófssyni (þá ritttjóra Helgarblaðs- Ins), sem þú hcldur að ég hafi ekki lesið. af þvf að ég sagði f niðurlagi rildóms míns. að þú lcfðir stcfm Vlkublaðinu lýrir munnsöfnuð. Það SCgir þúuðsé .unixskilningor'*. Hvurs konar bull cr þotta cigin Jega? Auðviiað las ég þetta bréf þitt uf úhuga - eins og flcst annað f bók- inni - cn það kcmur málinu ekki við frckar en önnur bréf f þessari bók. Ef þó liefðir meira cn skimað niöurbg ritdóms míns sæirðú að hann var ekki um málatcrli þín gcgn Helgar- blaðinu, hckKir Vikublaðinu. Helg- arbkiðið kom Irvcrgi við sftau. Þcss vegna skiptir ekki máli hvursu mörg bréf Jjú birtir um málafcrii þín gcgn Hclgarblaðinu; það kemur ummcl- um mfnum um Vikubloðið nákvxm- lega ckkert við. Illgjamir myndu náttúrlcga scgja að kxmmál þfn vxru oröin svo mörg að ekki sc lifandis leið fyrir nokkum mann að Itenda á þcim rciður. ckki cinu sinni sjáifan þig - en auðvitað dettur mér ekki f hug að hakta þv( fram. Þú cn svosum ekki einn um að gera ekki greinannun á HcIgarWað- imi og Vikublaðinu - er þetta ekki alh sama kommapakkid hvort eð er? Ég reikna mcð tið ksendur AI- þýðublaðsins fari að verða þreyttir á þessum hártoguoum, c« sjálfum þór til upprifjunar þykir mér nauósynlegt að benda á efb'rfarandi lykilstað- reyndin W stefndir Vikublaðinu vegna nfu ummxla. Þar af voru þrcnn óvcnju- rxiinn skætingur. svo vægt sé orðaö, sitthvað um áhuga þinn (og Baldurs Hcrtnannssonar) á raaigs lags subbu- og dónaskap. Hinar áviióing- amar voru að mínu mati bamagælur iaigaO yK) btton mia. Hana Yciflur ckki cndurtckinn hér, en áhugasamir geta flcu upp á bls. 322-327 í bók- inni ykkar Ama. Fyrir þctia þurfli Vikublaðið að pungu úl um þijU hundruð þósuiKkun, auk cigin máls- kosmaðar. í Ijósi þessa undraðist ég að Icsa I bókinni mnmxli þfn um nafngreinda konu, pólilískan andstcðing þinn. scm cru ckkcn annað cn samansúr- raðar svívirðingar um útlh hennar. Það þótti mér ckki bara ósmckklegl Og lágkúndegL heidur fjandi ósvfflð af manni seoi sjálfúr hafði stcfot fá- txku vlkubJaði fyrir viðlíka dóna- skap. Sú var merkingin i bak við niðurlag mitt, sctninguna um .Jitla, feila leikstjórann" sem tekfi sig þcss umknminn að gcra rxtið grín aö út- litl fólks, CO léti dæma umsvifalaust aöra í fjirsektir fýrir viðlíka muon- söfnuð. Kannskc týndisi merldngin vcgna þessa skrautfcga orðalags, cn mér þótti það fyllilcga f samratmi við lilcfnið. En að lokum. Krummi rainn: hvurslogs ógnarhvumpni er þetta í þér? Það er reyndar nokkuð uni liðið áfflau tiL aknfiidi henn.m rikkffl. nn Enn kljást KaH oj Karl skim - frá Hrafni Gunnlaugssy \h „Mlg fer að gruna við að vera í skam taka því að standa SjáJfum finnst mér Alþýöublaðinu ekk leggjum þær undir sérstaklega þar sei duglegir við að fra „í þessari grein gerirðu því skóna að ég sé sár út í þig fyrir að fjalla um útlit minn og vísar þá til lýsingar á mér um „litla feita leikstjórann“. Hér er misskilningur á ferð- inni. Ég hef aldrei orðið sár út í þá sem láta staðreyndirnar tala. Og þessi lýsing þín á mér er staðreynd sem enginn myndi mótmæla ef útlit minn er skoðað ná- kvæmlega. Ég er lítill og ég er í góðum holdum, auk þess að vera leikstjóri. Ég er svona af guði gerður.“ ljósi þess sem nú er að gerast, ekki síst vegna þess að hann lýsti því yfir andaktugur í útvarpsþætti um daginn að eftir innrásina í Tékkó 1968 hefði hann alltaf hallmælt alræðisöflum Austur-Evrópu. I grein í bókinni er lítill kafli sem ber heitið: „Lofsöng- urinn um Ceausesku** sem er svo hljóðandi. „Upp í hugann kemur grein sem Svavar skrifaði í Þjóðviljann þann 14. október 1970 til dýrðar Ceau- sesku, alræðisherra í Rúmeníu. Svavar hafði fyrr á því ári verið for- maður sendinefndar Alþýðubanda- lagsins sem fór til Rúmeníu í boði Rússneska kommúnistaflokksins. í þessari grein ber Svavar mikið lof á þennan „fyrrverandi smala í fjöllum Vailasíu" eins og hann kallar Ceau- sesku á sinn ljóðræna hátt. í grein- inni er síðan farið fögmm orðum um hve ástsæll Ceausesku sé af rúm- ensku þjóðinni og hversu miklar vonir menn bindi við að þessi farsæli foringi nái saman í einn hóp á ný hinni alþjóðlegu verkalýðshreyf- ingu. Nokkmm ámm síðar hafði rúmenska þjóðin tekið þennan far- sæla foringja af lífi og afhjúpað hann sem einn skelfilegasta glæpamann aldarinnar. Mann sem hafði kúgað, myrt og stjórnað af meiri grimmd en jafnvel Stalín sjálfur. Er furða þótt tillaga þeirra Össurs og Hrafns kæmi fram á fundi miðstjómar Alþýðu- bandalagsins? (Ath. Tillaga um að Alþýðubandalagið gerði upp fortíð sína og Svavar barðist gegn). Er furða þótt Svavar vilji ekki hreyfa við fortíðinni? Hvernig skyldi sú for- tíð líta út ef hún yrði skoðuð ofan í kjölinn?" Enn fleiri skrýtnar greinar eftir Svavar má finna í tímaritinu Rétti eftir 1968 sem ekki verða tíundaðar að sinni. Ég gerði einu sinni mynd um kaupfélag sem fór á hausinn: Fram- sóknarmenn skrifuðu þá fjandann ráðalausan til að sanna að kaupfélag gæti ekki farið á hausinn. Nú er sjálft Sambandið farið á hausinn. Indverj- ar segja: Ef þú hengir upp ramma leitar myndin inn í hann. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Gluggað í frægustu Harmsögu œvi minn „Á síðustu ámm hafa ýmsir menn látið í ljós við mig furðu sína varð- andi þá staðreynd, að ég hefi orðið draumórum og auðnuleysi að bráð.“ Á þessum orðum hefst frásögn Jóhannesar Birkilands í Hannsögu œvi minnar, sem út kom í Reykjavík í fjórum heftum á ámnum 1945 og 1946. Ævisaga Jóhannesar á ekki sinn líka í íslenskum bókmenntum. Ástæðan er einföld: Enginn Islend- ingur hefur skrifað jafn vægðarlausa skýrslu um sjálfan sig. Játningabæk- ur vorra daga blikna í samanburði, enda dregur Birkiland alls ekkert undan. Á einum stað kemst hann svo að orði: „Bersögli varðandi sjálfan mig í þessari harmsögu minni sýnir alfullkomna einlægni og ótakmark- aða sannleiksást. Munu slíks engin dæmi. Þetta er einstætt fyrirbæri í bókmenntum heimsins." Jóhannes Birkiiand fæddist 10. ágúst 1886, „að stórbýli á syðri hluta Skagafjarðarsýslu, austan Héraðs- vatna“, einsog hann orðar það sjálf- ur. Ævisaga hans er meðal annars einstök vegna þess, að hann nafn- greinir engan sem við söguna kemur, ekki einu sinni foreldra sína! Enda er Birkiland sjálfur og endalausar raun- ir hans þungamiðja ffásagnarinnar, svo úr verður einskonar Jobsbók ís- lenskra bókmennta. Jóhannes Birkiland var ágætur stílisti, en það sem öðm fremur setur svip á sögu hans er beiskja og eftir- sjá. Húmorinn er þó aldrei mjög langt undan - þótt einatt sé um að ræða gallsvart háð og sjálfsfyrirlitn- ingu. Jóhannes Birkiland kann að hafa verið auðnulaus, en hæfileika- laus var hann sannarlega ekki. Og Harmsaga ævi minnar er löngu orðin „költ“ - og þegar fram í sækir verður hún áreiðanlega sígild. Við gluggum í þetta makalausa rit. I foreldrahúsum Munu þau hafa búið saman um það bil átján ár, og er ég ávöxtur þeirrar samveru eftir tveggja ára dvöl móður minnar á heimili föður míns, að þvt er ég bezt veit. Kann ég hvor- ugu þeirra þakkir fyrir þetta. Rak hann eftir fólki sínu svo, að það þorði naumast að ganga öma sinna. Víst er, að móðir mín var óham- ingjusöm í sambúð með honum. Ég hygg, að móðir mín hafi ráðið því frekar en faðir minn, að hún hafði mig á brjósti, unz ég var á þriðja aldursári. Frá því að ég man fyrst eftir mér naut ég engrar móðurblíðu. Þótt faðir minn hefði átt heima á öðrum hnetti, var óhugsanlegt, að hann hefði getað verið fjariægari

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.