Alþýðublaðið - 21.02.1995, Síða 5

Alþýðublaðið - 21.02.1995, Síða 5
f ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 jsjálfsævisögu aldarinnar, rar, eftir Jóhannes Birkiland mér, hvað snerti skilning á ástandi mínu, sem alltaf fór versnandi. Aldrei var mér kennt að sitja hest, eins og manni sómdi. Mér var bók- staflega aldrei kennt neitt af foður mínum! Ég bara elti hann á röndum, eins og drepið hefir verið á, megnið af tímanum líkt og tryggur hundur, ekki eins og ég væri sonur hans (sjálfstæð mannvera)! Glötunarbrautin Síðasta þrepið niður að gjárbarmi æfilangrar glötunar var stigið á degi fermingarinnar. Tveir vinnumenn voru á heimilinu svo siðspilltir, að háski getur talizt gagnvart hrifnæmu bami. Breytni annars þeirra var svo svívirðileg, að lýsing á slíku er alls ekki prenthæf. Hvað framferði hins áhrærir, þá vænti ég þess, að koma megi þannig orðum að því, að ekki stórhneykslan- legt þyki. Hann nauðgaði mér milli tveggja þúfna. Sveitamenningin Brennivín var mjög um hönd haft en tóbak þó enn meira, því að notkun þess var frá morgni til kvölds alla daga. Þeir sem tuggðu tóbak, spýttu á gólfið, og það gat að líta stórar hlussur af tóbakshrákum „skreyta" gólfið allt, á öllum tímum sólar- hringsins. Þegar menn lágu útaf í rúmum sínum tuggðu þeir hvaða ákafast og spýttu í samræmi við það. Voru þeir ekki venjulega að hafa fyr- ir því að lyfta höfðunum frá koddun- um, hvað þá rísa upp í rúmunum, heldur réði þá hending ein, hvort hrákinn lenti í hvert sinn á einhveij- um, er leið átti eftir gólfinu einmitt í það sinni, eða á rúmunum eða veggnum hinum megin eða á gólf- inu. Frá því að ég fyrst man eftir mér að kalla, var ég ekki látinn þvo mér innan klæða, og leið svo langt fram yfir tvítugsaldur, að ég gerði þetta aldrei. Áiögin Þrjár ekkjur dvöldu að stórbýli föður míns um hríð. Tveimur þeirra stríddi ég og kvaldi þær á marga lund, brigzlaði þeim um örbirgð og eymd og þar fram eftir götunum. Hvorug þeirra var greind. Þær „lögðu á mig“, samkvæmt þeirra eigin orðum, að ég yrði ógæfumaður alla æfi, yrði ennfremur að endur- minnast með kvalræði, hvílíka vonzku ég hefði auðsýnt þeim. Minna mátti það ekki kosta! Lesefnid Á árunum frá fimmtán til átján ára aldurs las ég allar ástasögur, sem ég gat náð til. I blöðum, sem bárust að þessu ólánsheimili, var fjöldi af hríf- andi ástasögum neðanmáls. Menntabrautin Dag nokkum að haustlagi - var ég þá meir en átján ára að aldri - til- kynnti faðir minn, að nú ætti skóla- nám mitt að heijast. En það var ekki sóknarpresturinn í sveitinni, er átti að verða kennarinn, heldur geðbilaður prestur, búsettur skammt frá sjó, nokkm norðar en í miðri sýslunni. Það getur enginn vafi á því leikið, að faðir minn fór þannig að þessu af spamaðarástæðum. Ég óttaðist, að ég myndi falla við inntökuprófið í Menntaskólann. Hræðslan við þetta óx hröðum skref- um, er nær því dró, og meðan á því stóð, var ég sem í leiðslu, þmnginn ofboðslegum ótta, skjálfandi á bein- unum... Ég fór þessa eftirminnilegu för til höfuðstaðarins með gömlum dalli fram og aftur, og mun hún hafa tekið hálfan mánuð og tvo eða þrjá daga betur. Aldrei hafði ég hægðir allan þann tíma, enda neytti ég að kalla einskis - „svalt heilu hungr- inu“. Bakkus Mér þykir ekki ósennilegt, að fað- ir minn hafi boðið mér að bragða brennivín, næstum í vöggu. En mér nægði ekki á sínum tíma að reykja tóbak af monti, ég varð líka að drekka mig blindfullan af monti til þess að komast upp á hæsta frægðartindinn! Um 4 ára skeið fór ég á fyllirí sjálfum mér „til dýrðar!" - Miklu síðar þreif ég í hálmstrá of- drykkjunnar vegna óbærilegs and- legs sársauka og misþyrminga minna hreinu tilfinninga! I Vesturheimi Á hinn löngu ferð yfir meira en helming af Canada var ég ærið þrunginn kvíða. Ég óskaði þess öllu fremur, að sú ferð tæki aldrei enda. Á jámbrautarlestinni frá Quebeck til Winnipeg reyndi strákur frá Sauð- árkróki að varpa mér út úr henni, er hún rann áfram með fullum hraða. Mér tókst með naumindum að sleppa úr þeim lífsháska. Hann gerð- ist síðar hermaður og hefir ef til vill orðið manndrápari á vígvöllunum í Heimsstyijöldinni fyrri, en um það veit ég ekki, þvf að mér er ókunnugt um það, hvort hann drakk sig úr her- þjónustu eins og sumir léku sér að, eða ekki. Já, hví skyldi ég ekki geta orðið forseti Bandaríkjanna? Hver gat sagt um það, á hvaða leið ég var? Ef til vill kynnu Bandaríkjamenn að meta mína „miklu hæfileika" og gæti þá svo farið, að þeir lyftu mér upp í veldisstól þjóðarinnar! Raunar hafði maður nokkur fallið þrisvar við for- setakjör, þrátt fyrir mælsku sína, en það kom ti! af því, að hann var Demókrati. Ég ætlaði að verða Repúblikani. Skömmu eftir að ég fór að ganga í bamaskóla [í Bandaríkjunum, þá var Jóhannes 24 ára] og fyrr er getið, lenti ég í dýrlegu og allt of fágætu fyrir mig - æfintýri í sambandi við ekkju, 32 ára að aldri, er ég hafði raunar ekkert kynnzt að kalla. í hjónabandi hafði henni orðið nokk- urra bama auðið. Var það elzta, drengur, um það bil á fermingaraldri. Talið er, að hún hafi „f fyllingu tím- ans“ alið ntér son. Ég var með öllu kjarklaus (einurðarlaus) í þessu tilliti eins og bæði fyrr og síðar. En ég þurfti á alls engum kjarki - alls engri einurð - að halda, því að hún auð- veldaði mér allar framkvæmdir, er nauðsynlegar vom til þess, að þetta gæti tekizt. Djörfung hennar og ágæta frumkvæði á ég það að þakka, að ég var orðinn faðir, að því er full- yrt var og sannað þótti, um það bil 25 ára að aldri. Ekki gat ég talizt kom- ungur, þegar þessi góða kona opnaði mér leið til lífsins. En bindindi, hvað þetta snerti, yfir tuttugu og átta ára skeið þar á eftir hefir reynzt ærið óhollt og heilsuspillandi! Þó að einhver eða einhverjir hefðu haft holdleg samskipti af ekkjunni unt svipað leyti og ég, er það engin sönnun gegn því, að ég sé faðir drengs þess, er hún gekk með og ól. í allmargar vikur eftir að vetur gekk í garð, flæktist ég gangandi um byggðina í mittisdjúpum snjó og frosthörkum, hálfkalinn á höndum og fótum, innkulsa stundum dag frá degi, þar eð yfirfrakka átti ég engan og fötin, sem ég bar, vom snjáð og slitin, þunn og ærið skjóllítil. I þunnum og lélegum jakkafötum varð ég oft að híma kvöld eftir kvöld á einhveiju götuhomi - í frosti, sem gat orðið allt að eða yfir 40 stig á Celcius - þar sem mest líkindi vom til þess, í það og það skipti, að ein- hvem bæri að, er óhætt væri að biðja um nokkur cent fyrir næturgistingu. Landslög bönnuðu betl. Ég hélt ótrauður áfram á glötunar- brautinni í ríki letidraumanna! Tók ég að safna áskrifendum meðal Vest- ur- íslendinga (Vancouver að skáld- sögu, er ég enn hafði alls ekki samið. Af því leiðinlega, er ég varð að sæta í Vesturheimi vegna löður- mennsku minnar, er lögregluþjóns- starf mitt það, sem get minnzt með mestum viðbjóði. Þó stóð það bara einn dag. Ógurlegasta yfirsjónin Það var ógurleg yfirsjón af Islend- ingum að gefa mér ekki kost á því að veita stóm verzlunar- eða iðnfyrir- tæki forstöðu. Islendingar hafa misst af því tækifæri að vita með hvílíkum ágætum ég hefði getað framkvæmt ábyrgðarmikil störf. í stað forstjóra er ég mesta olnbogabam þessarar stórauðugu þjóðar. Ef... Aleinn hefi stundum flutt ræður, sem vom svo þmngnar mælsku, að vakið hefðu furðu og aðdáun, hefði nokkur hlýtt á þær. I viðurvist ann- arra hefir mér vafizt tunga um tönn sakir feimni. Uppeldid Ég hefi að vísu ekki orðið brjál- semi að bráð, en sálarlíf mitt hefir orðið fyrir tmflun í bemsku og æsku - sérhvert þróunar- og þroskastig farið forgörðum vegna skakks upp- eldis. Þjáningin Ég hefi þjáðst andlega næstum alla mína æfi. Ég hefi þjáðst af ótta, af sjálfsásökunum, af eftirsjá hins liðna, af ástarþrá og söknuði. Frá því ég var fjömtíu og íjögurra ára, unz ég var orðinn íjömtíu og átta ára að aldri - ljögur ár samfleytt - var ég á valdi algerrar örvæntingar, vegna þess að ást minni, hreinni, heil- brigðri, heilsteyptri, var hræðilega misboðið. Ég var féflettur, pfndur og kvalinn. Ameríski draumurinn I Los Angeles var ég strandaður í rúm tvö ár. Það, sem dró mig þang- að, vom draumórar um að verða „filmstjama". Svipaðir draumórar höfðu dregið þúsundir manna og kvenna þangað. Lentu flestar þessar manneskjur í eymd og volæði. Ástarógæfan Að því rak að ég stóð á mikilvæg- ustu vegamótum allrar minnar ævi. Ég skildi þetta þó ekki, enda hefði þá ella betur farið! 17 ára stúlka, ómenntuð en góð, var það síðasta tækifæri, sem mér hefur hlotnazt, til þess að geta notið æskuástar í hjónabandi. En það virðist - og hefur oft virzt - svo sem uppeldið hafi lagt vitsmuni mfna í dróma næstum æfilangt! Af því að ég missti mína eigin œsku með öllu, hef ég eðlilega þráð ást ungrar stúlku í hjúskap, sameiningu sálar og líkama ungrar stúlku og mín, en hef ekki kunnað að velja rétt, sem gerði gœfumuninn! Samtímis því, sem ég átti kost á ást umget- innar ungrar stúlku, tók ég að dá álíka unga stúlku, greinda að vísu (og það einmitt glapti mér sýn og orsakaði það, að ég fór villur veg- ar), en meingallaða, skakkt feðr- aða, falska og undirförula. Fjársjódurinn Þegar ég kom aftur frá Vestur- heimi var ég með í fórum mínum fjölda af handritum, sem átti að heita að væru samin á ensku - og voru það að vísu að nafninu til! Svo mikið mat ég þetta rusl (fá fullgerð handrit, flest brot), að ég leigði stórt hólf í neðan- jarðar-hvelfingum Landsbanka Is- lands um átta ára skeið. 1944 Við, ég og eiginkona mín, greidd- um atkvæði gegn sambandsslitum og stofnun lýðveldis á Islandi (áttum 2 atkvæði af 8 slíkum f allri sýsl- unni), ekki af því að okkur stæði ekki alveg á sama um það, hvort íslend- ingar stofnuðu lýðveldi „handa sér“ eða ekki, heldur sem mótmæli af okkar hálfu gegn lýðveldisstofnun- inni. Hin hatada gröf Sú hætta er yfirvofandi, að harð- stjórinn mikli, Nikotin konungur, verði mér mjög brátt að bana, vegna ofnautnar reyktóbaks 22 ár æfi minnar og ofnautnar neftóbaks, er ég nota sem munntóbak, síðustu 13 árin af lífi mínu, nú að telja. Hann knýr mig áfram á helgöngunni miklu! Þess vegna má gera ráð fyrir því, að —^ það geti orðið hann, sem hrekur ntig löngu fyrir aldur ffarn ofan í (af mér sjálfum) hataða íslenzka gröf! 7/ FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA v Adalfundur Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna verður haldinn laugardaginn 25. febrúar 1995, kl. 13:30, að Suðurlands- braut 30, 4. hæð. (1) Kl. 13:00 hefstfundur með netagerðarmönnum þar sem reikningar Nótar verða afgreiddir. (2) Aðalfundur Félags járniðnaðarmanna hefst kl. 13:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingar á reglugerðum sjóða. Samningarnir. Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni milli kl. 15:00 og 18:00 fimmtudag 23. og föstudag 24. febrúar nk. Kaffiveitingar. Mætið stundvíslega. Stjórnin. Aðaltölur: Vinningstölur VINNINGAR FJÖLDI VINNiNGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n 2 2.442.850 3 +4af5 123.590 ES4afs 115 7.410 H 3af 5 4.339 450 f

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.