Alþýðublaðið - 07.03.1995, Side 1
Halldór Hermannsson skipstjóri á Isafirði lýsir yfir eindregnum stuðningi við Alþýðuflokkinn
Læt ekki Davíð kúga
mig í Evrópumálunum
- segir Halldór og kveðst ekki trúa öðru en að kjósendur vilji láta kanna
hvaða samningum er hægt að ná við ESB. „Ég er viss um að helmingur
Sjálfstæðisflokksins er sömu skoðunar og Alþýðuflokkurinn í þessu máli.
Hinn helmingurinn eru framsóknarmenn.“
„Ég lýsti yfir eindregnum stuðn- læt ekki kúga mig til að kjósa Sjálf- flokksins á Isafirði á sunnudaginn og
ingi mínum við Alþýðuflokkinn og stæðisflokkinn sem neitar því að gafþáyfirlýsingu aðhann styddi Al-
Sighvat Björgvinsson á fundi sem málið sé á dagskrá," sagði Halldór þýðuflokkinn en ekki sinn gamla
hér var haldinn. Þetta er eini flokkur- Hermannsson skipstjóri á ísafirði í flokk, Sjálfstæðisflokkinn, við þing-
inn sem leggur áherslu á Evrópumál- samtali við Alþýðublaðið í gær. kosningamar í apríl.
in sem er stærsta kosningamálið. Ég Halldór stóð upp á fundi Alþýðu- „Það ríður á að gera Alþýðuflokk-
inn sterkan í kosningunum til þess að
viðræður um aðild að Evrópusam-
bandinu verði teknar upp.
Ég trúi ekki öðm en að ungt fólk
og aðrir kjósendur vilji láta kanna
hvaða samningum við náunt við
ESB. Alþýðuflokkurinn verður að
komast aftur í ríkisstjóm til þess að
geta sett það skilyrði að Evrópumál-
in verði rædd.
Ég er viss um að helmingur Sjálf-
stæðisflokksins er sömu skoðunar og
Alþýðuflokkurinn í þessu máli. Hinn
helmingurinn em framsóknarmenn.
Þjóðemissinninn Davíð Oddsson
hefur gengið svo hart fram í því að
bæla niður umræðuna um ESB að
engu tali tekur.
Þessar kosningar snúast um það
hvort við viljunt halda hér uppi nú-
tímaþjóðfélagi eðaekki," sagði Hall-
dór Hermannsson.
Sjá viðtal á blaðsíðu 7.
Glæpur
Alþýðu-
blaðsins
„Getur verið að glæpur Al-
þýðublaðs-
ins felist í
því að hafa
flutt fregnir,
tíðindi og
frásagnir
sem eru ein-
faldlega
Merði Áma-
syni ekki að
skapi? Þá er hann hérmeð boð-
inn velkominn í hóp með ýms-
um valinkunnum máttarstólp-
um þjóðfélagsins."
- skrifar Hrafn Jökuisson í
Einsog gengur á blaðsíðu 2.
Höfudpaurar slá á létta strengi Það fór á vel á með þeim Tim Wirth aðstoðarutanríkisráðherra
Bandaríkjanna, Elizabeth Dowdeswell forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu Þjóðanna og Össuri Skarphéð-
inssyni umhverfisráðherra i gær við upphaf stórrar alþjóðlegrar ráðstefnu um varnir gegn mengun hafsins frá
landsstöðvum. A-mynd: E.ÓI.
Alþjóðleg ráðstefna um varnir gegn mengun hafsins
Frumkvæði íslendinga þakkað
Össur Skarphéðinsson: Takmörkun þrávirkra lífrænna efna er helsta
markmið íslendinga í stríðinu gegn mengun hafsins.
„Þessi ráðstefna fer mjög vel af
stað,“ sagði Össur Skarphéðinsson
umhverfisráðherra í samtali við Al-
þýðublaðið í gær. „Tim Wirth, að-
stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, sem fer með alþjóðleg meng-
unarmál í stjóm Clintons, gaf yfir-
lýsingu í ræðu sinni, sem styrkir
mjög baráttu okkar Islendinga fyrir
takmörkun á losun þrávirkra líf-
rænna efna, sem gætu í framtíðinni
haft afar óheillavænleg áhrif á lífríki
hafsins á norðurhjaran-
um.“ Alls eru um 200
gestir frá unt 70 löndum á
alþjóðlegri umhverfisráð-
stefnu um vamir gegn
mengun hafsins, sem
hófst í gær á Hótel Loft-
leiðum og mun standa út
vikuna. Fundargestir, sem
Alþýðubiaðið ræddi við,
kváðu frumkvæði Islend-
inga að takmörkun þrá-
virku mengunarvaldanna
mjög jákvætt, • og töldu
flestir að öflugur stuðn-
ingur Bandaríkjamanna
við það hefði komið
nokkuð á óvart. „íslend-
ingar hafa greinilega unn-
ið heimavinnuna sína,“
var viðkvæði manna.
Tillagan, sem er flutt af
Norðurlöndunum sam-
eiginlega að frumkvæði
Islendinga, verður tekin
til endanlegrar afgreiðslu á ráðstefnu
í Washington, sem Umhverfisstofn-
un SÞ (UNEP) heldur í nóvember
næstkomandi. Össur sagði því að
miklu skipti hvemig undirtektir yrðu
við hana á ráðstefnunni sem nú
stendur yfir í Reykjavík. „Þetta hefur
síðustu árin verið helsta takmark
okkar í umhverfismálum á alþjóð-
lega vísu, og við höfum hvar sem við
höfum getað komið þessum sjónar-
miðum á framfæri. Nú virðist loksins
sem jarðvegurinn sé orðinn frjór fyr-
ir frekari aðgerðir."
Elizabeth Dowdeswell. forstjóri
UNEP, tók í ávarpi sínu undir nauð-
syn þess að herða róðurinn gegn los-
un mengandi efna frá landsstöðvum,
og lofaði því að á stofnun hennar
myndi gera baráttuna gegn losun þrá-
virkra efna að áhersluatriði í starfi
hennar næstu árin.
Nánar verður fjallað um ráðstefn-
una í Alþýðublaðinu á morgun.
sérstakar morgunferðir
kl. 7:35 og 8:35
TR/£tó .
^innuna
*
Ofriður magnast enn innan Þjóðvaka á Suðurlandi
Allt þetta mál
ein svikamylla
- segir Þorkell Steinar Ellertsson sem varð undir í atkvæðagreiðslu um
1. sæti. Fylgismenn hans ætla ekki að taka úrslitunum þegjandi og munu
vinna gegn framboðslistanum.
,Við teljum allt þetta mál slíka og segir að ef þetta framboð eigi að
svikamyllu og endemi að ekki verði
látið kyrrt liggja. Það er eindreginn
vilji þessa hóps sem telur um 70
manns, eða um helming skráðra fé-
lagsmanna á Suðurlandi, að þessu
verði ekki tekið þegjandi. Það er
hægt að grípa til ýmissa aðgerða og
ákvarðanir verða teknar á næstu
dögum um framhaldið,“ sagði Þor-
kell Steinar Ellertsson bóndi á Ár-
móti í samtali við Alþýðublaðið.
Urslit í almennri atkvæðagreiðslu
Suðurlandsdeildar Þjóðvaka um
skipan efstu sæta framboðslistans
urðu þau að Þorsteinn Hjartarson
fékk 81 atkvæði í I. sæti en Þorkell
Steinar 61. Ragnheiður Jónasdótt-
ir fékk 89 atkvæði í 2. sætið en Elín
Magnúsdóttir 43. í 3. sæti er
Hreiðar Hermannsson. Unnar
Þór Böðvarsson sem starfar fyrir
Þjóðvaka á Suðurlandi sagði í sam-
tali við blaðið að þetta væru afger-
andi og bindandi úrslit. Gengið yrði
frá endanlegri skipan listans í dag
eða á rnorgun.
Þorkell Steinar telur þessi úrslit
ekki fengin með heiðarlegum hætti
standa beri að vinna gegn því. Hann
sagði sérframboð hafa borið á góma
en hins vegar væri injög naumur
tími til stefnu.
„Sem dæmi um vinnubrögðin má
nefna að á félagsfundinn komu 45
manns í fylgdarliði Þorsteins Hjart-
arsonar og síðan var félagaskránni
lokað. Þessi hópur hefur aldrei
kornið nálægt Þjóðvaka fyrr eða
síðar og var bara smalað á fundinn í
einum tilgangi. Öðrum varekki gef-
ið tækifæri til að rnæta þessu á
nokkum hátt. Allur málabúnaður og
atburðarás sýnir að það hefur ekki
verið staðið heiðarlega að þessum
framboðsmálum. Þetta er ekki bara
mitt álit heldur flestra þeirra sem
hafa unnið hér með Þjóðvaka frá
byrjun ef undan er skilin meirihluti
stjómar Suðurlandsdeildar eins og
hún er skipuð í dag,“ sagði Þorkell
Steinar.
Hann sagði ekki hægt að líða það
að þjóðmálahreyfing sem boðaði
lýðræðisleg vinnubrögð, heiðar-
leika og grasrótarstarf, eins og Jó-
hanna Sigurðardóttir hefði gert í
upphafi, traðkaði á öllum þessum
meginatriðum með andstyggilegum
og furðulegum hætti á vfxl. Það
væri mikilvægt að láta vita af þessu
háttalagi svo almenningi væri ljóst
við kjörborðið hvað raunvemlega
stæði til boða.
„Tilnefningamar sem gerðar vom
á sínum tfma gáfu raunsæja mynd af
vilja félagsmanna Þjóðvaka. Síðan
var þeim úrslitum snúið upp á fjand-
ann sjálfan og einhvetjir aðrir ætla
að ráðskast með afla hluti. Við get-
um gripið til margra ráða en hitt er
annað hvort menn hafi geð í sér til
að fara til dæntis dómstólaleiðina
sem lögmenn segja mér að sé fær en
afar seinvirk. En þetta er borðleggj-
andi dómsmál ef út í það yrði farið.
Ég nefni sem dæmi kjördæmisfund-
inn sem boðaður var með tæplega
sólarhrings fyrirvara símleiðis. Við
vitum um að minnsta kosti 12
manns sent aldrei fengu þessi boð.
Öll þessi vinnubrögð eru með þeim
hætti að við munurn koma saman á
næstunni og ákveða til hvaða gagn-
aðgerða verður gripið," sagði Þor-
kell Steinar Ellertsson.