Alþýðublaðið - 07.03.1995, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Finnska skáldkonan Leena Lander segir að lútherstrú hafi komið inn hjá okkur Norðurlandabúum nagandi
sektarkennd þar sem enga aflausn sé að finna. Stefán Hrafn Hagalín ræddi við Leenu um nýju bókina,
„Heimili dökku fiðrildanna“, og tilurð hennar, ferilinn, fjölmiðlana og fjölskylduna, en mest spurði hann þó um
skuggahliðar Finnlands: sambýlið við Rússa, þunglyndið
og drykkjuna, kynþáttahatrið og glæpina - og yfirhöfuð alla
þessa neikvæðu hluti sem almenningur kvartar um að
fjölmiðlar fjalli of mikið um, en les síðan upp til agna...
//
Finnlandi
býr óhamina
* I ■ r
- en Finnar og aðrir Norður- II111^1
landabúar hafa reyndar náð svo LI y JV y m ,
jusom
langt á þróunarbrautinni, að
þeir eru farnir að njóta sektarkenndarinn-
ar og fá ákveðna fullnægju með því að
vera óhamingjusamir, segir Leena Lander.
Finnska skáldkonan Leena Land-
er er töfrandi kona, stórgáfuð, marg-
fróð og gullfalleg, en umfram allt ann-
að er hún skemmtileg. Það er því ekki
að undra, að hún er á allra vörum í
bókmenntaumræðunni á erlendri
grundu og hér heima eftir að Forlagið
gaf nýverið út sjöundu bók hennar,
Heimili dökkufiðrildanna, og Borgar-
leikhúsið tók leikgerð verksins til sýn-
ingar. Flún er gift, móðir þriggja bama
og býr að öllu jöfnu ásamt íjölskyldu
sinni í gömlu timburhúsi þrjátíu kíló-
metra fyrir utan Turku í Finnlandi.
Leena er cand.mag. í finnsku og bók-
menntum, er margverðlaunuð fyrir
bækur sínar - sérstaklega þá sem nú er
komin út á íslandi - og hefur skrifað
skáldsögur, greinar og handrit fyrir
dagblöð, leikhús, útvarp og sjónvarp.
Heimili dökku fiðrildanna fjallar um
verkfræðinginn Juhani Johansson sem
stendur á tímamótum í líftnu og lítur
við það tækifæri yfir farinn veg. Frá 9
ára aldri og fram á unglingsár dvaldist
Juhani á upptökuheimili fyrir drengi
þar sem forstöðumaðurinn Sebaót
stjómaði með harðri hendi. Árin á
Eynni marka Juhani fyrir lífstíð, en
einnig hafa umsvif forstöðumannsins
- og drengjanna sem lúta hans stjóm -
ófyrirséð áhrif á fólkið á Eynni og um-
hverfið: áhrif sem ekki verða aftur
tekin. Á bókarkápu segir: „Nóttin er
stund hins illa, þá þrífst það líf á Eynni
sem ekki þolir dagsljósið: pyntingar
eiga sér stað í svefnsal drengjanna;
elskendur eiga forboðna fundi; lítið
bam gengur í svefni niður að sjó;
morð er framið. Allt á þetta sér stað að
næturlagi á Eyjunni þar sem drengim-
ir vinna einsog þrælar meðan dagsins
nýtur. En hversvegna verða vængir
fiðrildanna ekki hvftir heldur dökkir
þegar þau skríða úr púpum sínum.“
Það var Stefán Hrafn Hagalín sem
ræddi við Leenu Lander um síðustu
helgi þarsem hún dvaldi á Hótel Holti.
Þú hefur búið í Dyflinni á íriandi
undanfarna flmm mánuði. Er það
rétt skilið að þú hafir flúið Finn-
land?
, Já, ég átti mjög erfitt með að þola
ágengni fmnskra fjölmiðla og vildi
ekki fyrir nokkra muni láta fjölskyldu
mína ganga f gegnum þennan fjöl-
miðlasirkus. Spumingaflóðið var
endalaust og tugir blaðamanna komu í
heimsókn og vildu fá að vita hvort
Heimili dökku fiðrildanna væri byggð
á fjölskyldu minni og atburðum sem
gerðust á æskuárunum. Spumingamar
vom hræðilega nærgöngular. Mér
finnst auðveldara að svara spuming-
um ykkar blaðamanna á erlendri
gmndu. Hitt er of mikið návígi. Eg á
viðkvæma fjölskyldu sem þolir ekki
svona mikla athygli og einnig er ég
foreldri sem vill vemda böm sín gagn-
vart slíku álagi. Nú vil ég hinsvegar
fara aftur til Finnlands, það er að
koma vor og það er mfn eftirlætisárs-
tíð. Eftir hvíldina í Dyflinni - þessa
gjörbreytingu á umhverfi - er ég
reiðubúin til að fást við fárið sem fylg-
ir útgáfunni.“
Þú býrð á afskekktum stað við
hafið í gömlu timburhúsi og þegar
fjölskyldan er farin til vinnu og
skóla er eini félagsskapurinn
draugar á háalofti þínu og söguper-
sónurnar. Kyrrlátt líf?
, Já, ég lifi á mjög kyrrlátan hátt og
stundum er einangmnin svo mikil að
ég er nærri sturlun. Ég er samtsem áð-
ur þannig gerð, að ég get verið mán-
uðum saman án þess að hitta nokkum
utan fjölskyldunnar, en það er þegar
ég er í töm að klára nýja bók. Það er
rólegi tíminn frarnað þeim mánuðum
sem er mér þyngstur í skauti. Stund-
um fyllist ég öfundsýki í garð eigi-
manns míns, fjölskyldu og vina því
þau geta öll umgengist annað fólk;
venjulegt fólk. Eina fólkið sem ég hitti
em sögupersónur mínar - og draug-
amir á háaloftinu. Fólk heldur að ég sé
svolítið biluð þegar ég segi frá því, að
ég rífst við sögupersónumar og rök-
ræði, hlæ með þeim og græt og þær
láti mig vita ef þeim finnst að breyti
þurfi ákveðnum hlutum í sögunni. En
svona er nú vinnan mín og sú vinnu-
aðferð sem ég hef tamið mér. Tveir
síðustu mánuðimir em alltaf ákafastir
eða þannig. Þá hef ég stundum reynt
að hvfla mig á sögupersónunum með
því að fara í göngutúr eða horfa á góða
kvikmynd eða fá mér einsog eitt
viskýglas eða tvö; allt til að ná smá
fjarlægð á skrifin. En þetta mistekst í
hvert einasta skipti því mér tekst ekki
að gleyma sögunni lengur en tvo tíma.
Eftir að hafa klárað bók skil ég síðan
við þessar sögupersónur mínar og
uppgötva í hvert skipti, að það er til
annar heimur og fleira fólk en nánasta
fjölskylda manns. Ég held það sé afar
nauðsynlegt fyrir rithöfunda og lista-
menn yfirhöfuð, að ferðast og upp-
götva nýja staði, nýjar tilfinningar, því
þannig safna menn í reynslubanka og
hvílast á sínu daglega umhverfi. Rit-
höfundar geta líka unnið hvar sem er
og í dag er tölva og sfmtæki allt sem
þarf til að vera í sambandi við alla
heimskringluna."
Viðhefurðu einhverjar siðavenj-
ur til að undirbúa þig fyrir skriftir
uppá hvern dag; kveikirðu á kerti,
færðu þér smáiúr eða ferðu í Iangan
göngutúr og horfir í hafið?
„Rithöfundar em uppátækjasamir í
þessu sambandi. Ég verð til dæmis að
hafa tónlist í kringum mig á meðan ég
skrifa. Það er algjör nauðsyn, en fer
eftir stemmningunni hvemig sú tónlist
er; allt frá ítalskri ópemtónlist og uppí
nútímadægurlög á borð við Gary
Moore - tónlistarmann sem er hálf-
gerður þungarokkari. Heimili dökku
fiðrildanna gerist að mestu leyti á
fimmta og sjötta áratugnum og því
hlustaði ég á tónlist þess tíma á meðan
ég var að skrifa hana. Að morgni dags
sendi ég alla fjölskylduna út; í vinnu,
skóla og dagheimili og fæ mér síðan
enn einn kaffibollann til, kveiki á
geislaspilaranum og byija. Þegar ég er
að undirbúa mig fyrir að skrifa bók
sæki ég mikið bókasöfn og aðra
gagnabanka - fer jafnvel í dómshús
eða á lögreglustöðvar; hvað sem ég
get til að viða að mér eins miklum
upplýsingum og mögulegt er. Ég legg
mikið uppúr vandlegum undirbúningi
fyrir bókarskrif og geri hvað sem í
mínu valdi stendur til að setja mig inní
þá hluti sem ég ætla að fjalla um.
Gömul dagblöð, sendibréf og dag-
bækur eru vanabundnir hlutir sem ég
sanka að mér. En það er eitt sem ég
sakna sérstaklega frá yngri árum: lest-
urinn. Ég var vön að lesa ofboðslega
mikið, en nú hef ég eiginlega ekki af-
gangsorku í það. Frekar horfi ég á
góðar kvikmyndir og svindla þannig:
horfi á kvikmyndagerð bókar sem
maður væri tvær vikur að lesa, en er
búið að minnka niður í tvær klukku-
stundir í kvikmyndagerðinni. Þetta er
reglulega leiðinleg þróun þvt' bækur
gefa manni svo mikið á meðan kvik-
ntyndimar gera lítið annað en að ræna
mann ímyndunaraflinu þrátt fyrir að
hvfldin sem verður á stormasömum
hugsanagangi sé stundum kærkom-
in.“
Þú ritaðir afþreyingarbók-
menntir í upphafi ferils þíns, en
braust síðan útúr því fari og hélst á
mið „alvarlegra bókmennta“. Lít-
urðu þannig á málin, að nú sértu
komin á æðra stig - ef svo má kom-
ast að orði?
„Það tók mig fimm ár að þróast firá
afþreyingarbókunum yfir í þær alvar-
legri. Svarið við spumingunni er þvert
nei. Alls ekki. Það er ákaflega erfitt að
skrifa vandaðar afþreyingarbók-
menntir og ég þurfti engu minna að
hafa fyrir þeim heldur en bókunum
sem ég skrifa í dag. Ég hef þaraðauki
aldrei lagst svo lágt að einfalda mál
mitt og þessháttar til að þjóna ein-
hveijum vafasömum kröfum. Vanda-
málin sem fylgja þessum tveimur
greinum bókmenntafræðinnar em afar
ólík. Bækumar sem ég skrifa í dag em
persónulegri og hjarta mitt er oft og
tíðum blæðandi und eftir erfiða glímu.
Þetta er erfiðisvinna sem maður verð-
ur að vera heill og óskiptur í.“
Nú hefur nálægðin við rússneska
björninn lengi litað aiit félags- og
menningariíf í Finnlandi; þið hafið
þurft að umgangast þennan ná-
granna af varfærni, genguð ekki í
Nató og svo framvegis. Því hefur
verið fleygt að „rússneska ógnin“
hafi skapað bælda og þungiynda
þjóð. Hvað finnst þér?
„Ég er fullkomlega sammála þessu.
Það er mikil angist sem virðist búa í
öllum Finnum. I Finnlandi býr óham-
ingjusöm þjóð. Ég held hinsvegar að
Finnar hafi ekki velt þessu svo mikið
fyrir sér á meðan landamærin til Rúss-
lands vom lokuð. Nú hafa þau verið
opnuð, og mikil vandamál hafa skap-
ast: fólk lifir í stöðugum ótta. í Finn-
landi er sprottin upp valdamikil rúss-
nesk mafía. Eiturlytjavandamál hefur
fylgt í kjölfar þeirra og allskonar
ófögnuður. Meðal annars skipulagt
vændi - sem sumum kann að vísu að
finnast ágætt. Fyrir tíu árum gat mað-
ur skilið reiðhjól eftir ólæst við vegar-
brúnina, haft bflinn ólæstan og enginn
læsti útidymm sínum fæm þeir í burtu
í skamman tíma. Hvað varðar þung-
lyndið sem býr í Finnum þá held ég að
það hafi aukist til muna eftir að landa-
mærin vom opnuð og við kynntumst
þessari ljótu hlið á rússnesku þjóðinni;
glæpimir og allt það.“
Getur verið að Norðuriandabúar
séu kannski lyndisþungir að eðlis-
fari og Finnar séu þeirra bara
þyngstir?
,Já, ég held að það sé rétt greining
og má sennilega fýrst og fremst rekja
til langra, dimmra og erfiðra vetra og
mikilla sveiflna í tfðafari. Einnig spil-
ar trúin hér stóra mllu þó að Norður-
landabúar nútímans séu kannski ekki
mjög trúaðir. Hugsanagangur okkar er
undir miklum áhrifum frá Marteini
Lúther; lútherstrúin innrætir fólki
nagandi sektarkennd vegna alls þess
sem maður hefur eða hefur ekki gert.
Og það er enga aflausn að fá, fólk
gengur einfaldlega um með sitt sam-
viskubit alla ævi. I löndum kaþólskrar
trúar - til að mynda írlandi - er fólk
afturámóti afar hamingjusamt og sátt
við lífið og tilvemna. Það röltir sér
bara útí kirkju og fær aflausn synda
sinna gegn smá bænasöngli. Norður-
landabúar em uppfullir af alheims-
angist: ég hef ekki verið góður, ég hef
ekki afrekað nóg, ég hugsa ljótt og
þessháttar. Þetta er sértækt vandamál
landa þar sem mótmælendatrúin ríkir:
óhamingjan vegna samviskubitsins.
Finnar og aðrir Norðurlandabúar hafa
reyndar náð svo langt á þróunarbraut-
inni að þeir em famir að njóta sektar-
kenndarinnar og fá ákveðna fullnægju
með því að vera óhamingjusamir.
Fýlusvipurinn þýðir eiginlega að við-
komandi Finni er ánægður. Þetta er
glögglega hægt að sjá þegar Finnar
drekka: þeir mæla ekki orð frá vöruni
heldur drekka bai'a útí eitt á mjög
skjótan og áhrifaríkan hátt. Finnar
eiga afar erfitt með að skemmta sér og
gráta stöðugt eftir að vera búnir að fá
sér neðan í því. Irar drekka ömgglega
jafnmikið og Finnar, en þar er and-
rúmsloftið allt annað og þeir em ávallt
í góðu skapi. Ég finn þetta í sjálfri
mér; eftir að hafa setið langa og
dimma vetrarmánuði fyrir framan
tölvuna mína á ég átakanlega erfitt
með að hugsa um fallega hluti og vera
hamingjusöm. Norðurlandaþjóðimar
em síðan ólíkar innbyrðis því Finnar
og Islendingar sýnast ekki velta sér
uppúr öllunt vandamál á milli himins
og jarðar einsog til dæmis Svíar með
félagslegu vandamálin sín gera. Finn-
ar og Islendingar taka hlutunum ein-
sog þeir koma fyrir og sætta sig við
ríkjandi aðstæður. Ég vona samt að
mér hafi tekist að bijótast útúr þessum
Norðurlandadróma og finnska ofur-
þunglyndi í bókum mínum með því
að skilja alltaf eftir nokkra von fyrir
söguhetjumar. Þær eiga möguleika."
Mig iangar að spyrja þig um ljót-
an hlut sem ég heyrði um æskuslóð-
ir þínar í bænum Turku. Er það
rétt að það sé talsvert um kynþátta-
hatur þar og reyndar í öllu Finn-
landi?
„Það er sjaldan blakað við fólki ef
það kemur frá Norðurlöndunum, en ef
þú ert litaður eða á einhvem hátt frarn-
andlegur í útliti þá lendurðu auðveld-
lega í vondum málum. Þetta hefur
auðvitað helst að gera með hversu lit-
aðir innflytjendur em sjaldgæfir. Fólk
er hrætt við þá hluti sem það þekkir
ekki. Finnsk stjómmál em afar ljand-
samleg innflytjendum og flóttamönn-
um - hvaðan sem þeir koma. Við-
kvæðið er alltaf það sama: við getum
ekki séð af fjármunum í þetta, við eig-
um nóg með okkur sjálf, þetta skapar
einungis vandamál, þau mundu aldrei
passa hér innf þjóðfélagið og annað
svona heimskuhjal. Fordómar spretta
síðan auðveldlega útfrá litlu samneyti
við fólk af öðmm þjóðemum. Hins-
vegar em ekki nema tíu prósent til
vandræða - einsog venjulega. Þetta
em gjaman atvinnuleysingjar sem fela
sig fyrir eigin vandamálum með því
að níðast á öðm fólki. Það hafa verið
sorglega mörg tilfelli í Finnlandi þar-
sem litað fólk hefur verið beitt grófu
ofbeldi og mér finnst að þar sé helst
stjómmálamönnunum og stefnumót-
un þeirra um að kenna. Ástandið hef-
ur versnað stórlega á síðustu ámm.
Finnland er afar lokað land og það
Norðurlandanna sem minnst hefur
gert í þessum ntálum. Auðvitað gef-
um við töluvert af fjármunum í safn-
anir og annað slíkt - lútherska sam-
viskubitið og allt það - en við viljum
ekkert samneyti. Samfélagið er alltof
lokað. Dapurlegt."
Hvernig er annars þessi heima-
borg þín, Turku?
„Á sumrin er Turku einsog Paradís;
þar er hægt að gera allt á milli himins
og jarðar: menningarhátíðir, fundir,
ráðstefnur, útimarkaðir og þessháttar.
En yfir vetrartímann er ekkert um að
vera og borgin er steindauð. Mér hef-
ur því liðið ógurlega vel í Dyflinni
sem á sér líf vetur, sumar vor og
haust.“
Attur að bókaskrifum. Var það
náttúrulegur valkostur fyrir þig að
skrifa bækur. Eitthvað sem þú
stefndir að frá bamsaldri?
„Ég var alin upp til átta ára aldurs á
betmnarhæli fyrir afbrotaunglinga
sem staðsett var I finnska sketjagarð-
inum - skammt fyrir utan Turku. Það
var faðir minn sem stýrði hælinu allt
þar til móður minni tókst að sannfæra
hann um að flytja aftur uppá megin-
landið. Þrátt fyrir nálægðina við
Turku var hælið afar lokað samfélag
og einangrað og því ekki mikið við að
vera - sérstaklega ekki á vetrufn. Lest-
ur bóka varð því mitt aðaláhugamál
og ekki skemmdi fyrir að á hælinu var
ágætt bókasafn með frábæm úrvali.
Ég og systir mín sátum dimma vetrar-
daga og lásum okkur hálfbiindar. Þeg-
ar við höfðum lesið hveija einustu bók
í safninu hófum við sjálfar að skrifa
sögur; framboð og eftirspum, skil-
urðu. Vitaskuld vom þetta bamalegar
sögurog bjánalegar, en þama mátti sjá
vísi í mér að því sem koma skyldi.
Dagbækur hélt ég ennfremur; mjög ít-
arlegar. Þessi endalausu skiif mín ollu
því, að ég varð afar slæmur skólanem-
andi og faðir ntinn varð æfur af
bræði."
Er það ekki rétt, að faðir þinn
hefur ekki Iesið eina einustu bók
þína?
,Jú. Hann hefur ekki gert það.
Hann les bara staðreyndabækur og
þvemeitar að lesa það sem ég skrifa.
Ég olli honum miklu vonbrigðum;
fyrst með námsferlinum framanaf og
síðan með því að velja rithöfundar-
starfið. Ég var fimmtán ára gömul
þegar hann barði hnefanum í borðið
og sagði mig verða að velja annað-
hvort bækumar eða skólann. Eftir að
hafa átt hræðilegt rifrildi við hann tók
ég mig til og fleygði hveiju einasta
bréfsnifsi sem ég hafði skrifað - öllum
bókunum og dagbókunum - í ruslið.
Ég gekk meira að segja svo langt að
brenna bókasafnsskírteinið mitt.
Móðir mfn var mun hófsamari og ró-
legri yfir öllu saman - og hún les allt
sem ég skrifa. Hún er afar trúuð og
lætur misklíðar þessa heims ekki
koma sér úr jafnvægi Eftir þessa at-
burði varð ég sannkallaður fyrirmynd-
amemandi og fékk hæstu einkunnir í
öllum fögum. Ég veit það svosem
ekki fyrir víst, en ég held að faðir
minn sé mér enn reiður fyrir að taka
þá stefnu í lífinu sem ég tók. Þetta rifr-
ildi okkar og afleiðingar þess urðu síð-
an valdur að því, að ég breytti um
stefnu í skrifum mínum. Þannig var að
móðir mín heimsótti mig fyrir þremur
ámm á 35 ára afmæli rnínu og færði
mér að gjöf allar sögumar og dagbæk-
umar sem ég hafði hent sem bam.
Ótrúleg stund. Ég fór að lesa þetta efni
og fékk þá hugmyndina að Heimili
dökku tiðrildanna er gerist á stað sem
þeim sem ég aldist upp á. Reyndar var
það þannig að í fyrstu fannst mér fátt
fallegt í þessu; ég minntist di-engjanna
á hælinu sem grétu eftir móður sinni
um nótt og ofbeldissinnuðum gæslu-
mönnunum. En eftir því sem ég las
lengra minntist ég einnig indælla
stunda á borð við þær sem komu upp í
samskiptum okkar systranna við
drengina. Þeir komu ávallt vel ffarn
við okkur og af þeim stafaði lítil ógn.
Við hreinlega vissum ekki betur. Því
er síðan ekki að leyna að forstöðu-
maður hælisins í bókinni er byggður á
föður mínum; hann er mjög sérstakur
maður. Viðtökur við Heimili dökku
fiðrildanna hafa verið ágætar - mjög
góðar að flestu leyti. Annað bindi
þessarar bókar er nýútkomið í Finn-
landi og ég hef byijað á þriðja bind-
inu. Ymsir - sérílagi karlmenn - hafa
talað um að svartur húmor einkenni
verk mín og það gleður mig að hann
hefur náð í gegn, en ég á von á því að
þriðja bindið verði léttara; bjartara og
fyllra af von. Finnst þér ekki annars
skrýtið að konur skuli ekki sjá þennan
húmór?"