Alþýðublaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 8
/w<;*a>C4«>yö Það var hugsunin að baki nýju kjarasamningunum að þær kauphækkanir, sem um var samið, yrði ekki Velt Út í Verðlagið. Ef swo færi yrðu nýju samningarnir lausir um næstu áramót og hinn margumtalaði stöðugleiki þar með runninn út í sandinn. Það er því magnþrungin áskorun Dagsbrúnar til allra þeirra, sem selja vöru og þjónustu að velta ekki launahækkunum út í verðlagið með því að hækka verð á vörum og þjónustu. Þá skorar Dagsbrún ekki síður á ríki og sveitarfélög að hækka ekki sína þjónustu, svo sem síma, orkukostnað o.fl. Þá varar félagið banka og aðrar peningastofnanir við því að hækka vexti og þjónustugjöld. Kjarasamningar Dagsbrúnar voru gerðir í trausti þess að kauphækkunum yrði ekki velt út í verðlagið. Það var meginhugsunin að baki samninganna. Félagið skorar á félagsmenn sína að láta skrifstofu Dagsbrúnar vita, verði þeir varir við hækkanir og biður þá að hafa sérstaka gát á hverskonar tryggingagjöldum. Yfir 100 atvinnulausir Dagsbrúnarmenn fá ekki greiddar atvinnuleysisbætur, því þeir hafa unnið sem gerviverktakar hjá fyrirtækjum eða í svartri vinnu. Dagsbrún hvetur alla, sem fá vitneskju um svarta atvinnustarfsemi, að tilkynna það til embættis skattrannsóknastjóra. Svört atvinnustarfsemi er baggi á samfélagi og einstaklingum. Ef svört atvinnustarfsemi verður upprætt, verður hægt að lækka þá ofurþungu skattbyrði, sem hvílir á almennu launafólki. Dagsbrún mun hiklaust tilkynna embætti skattrannsóknastjóra um þau fyrirtæki sem stunda svarta atvinnustarfsemi. Leggjum samfélagi okkar lið gegn skattsvikum Verkamannafélagið Dagsbrún

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.