Alþýðublaðið - 09.03.1995, Side 4

Alþýðublaðið - 09.03.1995, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 „Hin austfirska Anna Frank": Halldóra Malin Pétursdóttir, 13 ára. Anna María Einarsdóttir, annar skipu- leggjenda Menningardaga á Egilsstöðum Dagskráin í höndum heimafólks „Það hefur verið mikil yfirferð hjá okkur á þessum Menningardögum og ýmsar uppákomur. Við tókum þá stefnu að vera ekki með aðkeypt efni að þessu sinni, eins og víð höfum verið með á fyrri Menningardögum og er það því allt heimafólk sem nú leggur okkur til efniviðinn í dag- skrána," sagði Anna María Einars- dóttir, annar skipuleggjandi Menn- ingardaga á Egilsstöðum, í samtali við Alþýðublaðið. „Myndlistarsýningin er í höndum Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs og erum við með myndir eftir þá sem hafa sótt námskeið hjá félaginu, sem og reyndari listamenn af svæðinu. Við vorum með uppákomu í félags- miðstöðinni héma, sem við kölluð- um listahátíð bama. Hún var í umsjá grunnskólanema. Upphaflega ætluð- um við að hafa menntaskólann inni í þessum pakka, en sökum kennara- verkfallsins þá raskaðist það. Við emm með á dagskránni ýmis nýmæli svo sem dorgveiði í gegnum ís á Lagarfljóti. Það hefur ekki verið gert í manna minnum. Menn hafa verið að dorga í gegnum ís á vötnum hér upp um allt, en það er eins og engum haft áður dottið í hug að reyna þetta hér. Það er með þetta eins og svo margt að menn nota ekki það sem liggur þeim næst. Leikfélag Fljótsdalshéraðs fmm- sýnir næsta laugardag Dagbók Önnu Frank, í leikstjóm Guðjóns Sig- valdasonar. Svo er fyrirhugað að vera með kappreiðar á ís um helgina í samvinnu við hestamannafélagið. Við vitum ekki enn hvort af því verður, því það fer eftir veðri og ástandi íssins. Einnig má nefna tón- iistardaga í tengslum við hátíðina og margt fleira. Þetta er í íjórða sinn sem Menn- ingardagar em haldnir á Egilsstöð- um. Við byijuðum á sinum tíma þeg- ar leikfélagið fmmsýndi Don Kíkóta, fyrst allra leikfélaga á landinu. Okk- ur fannst að slíkur viðburður ætti það skilið að mikið væri úr honum gert og fluttum við því hingað austur Pál Eyjólfsson gítarleikara og erlendan flamengódansara með honum. Upp- úr þeirri uppákomu spunnust svo þessir menningardagar. Síðan þá hefur umfang þeirra aukist jafnt og þétt. Við viljum sýna hér sé ekki bara mikið um að vera á sumrin heldur líka á vetmm. Hér er góð aðstaða til Lagarfljótsormurinn hefur nóg við að vera þessa dagana því nú standa yfir Menningardagar á Egilsstöðum fjórða árið í röð. Dagskrá Menningardaganna er afar fjölbreytt og Magnús Árni Magnússon sló því á þráðinn til þriggja að- ila á Egilsstöðum sem tengjast Menningardögunum og spurði þá um hátíðina og þeirra þátt í henni. Þessir aðilar eru Anna María Einarsdóttir sem er annar skipuleggjenda Menningardaganna, Signý Ormarsdóttir fatahönnuð- ur, en hún hefur sýnt hönnun sýna á dögunum við góðan orðstír og Guðjón Sigvaldason leikstjóri, sem leikstýrir Leikfélagi Fljótsdalshéraðs í uppsetn- ingu þess á Dagbók Önnu Frank sem verður frumsýnd á laugardaginn kemur í Hótel Valaskjálf. Það er gott hljóð í mönnum á Egilsstöðum. menningarstarfsemi af ýmsu tagi. Þessar hátíðir hafa verið vel sóttar af heimamönnum og nágrönnum Egilsstaða, en veðurfar og færð vill oft koma í veg fyrir að gestir komi víðar af. Við höldum okkar striki og vonum að þessi hefð sé komin til að vera,“ sagði Anna María að lokum. Signý Ormarsdóttir fatahönnuður sýnir blandað- an fatnað; vortískuna Hef haft nóg að gera „Við emm að sýna hér á Menn- ingardögum blandaðan fatnað. Þetta er vortískan. Fatnaðurinn er mikið úr silfri með plastáferð, einnig notum við létt efni, svo sem siffon. Svo sýndum við brúðarkjól úr argensa. ekki má gleyma því sem unnið er úr roði basti og leðri, en hingað til hef ég mikið verið að vinna föt úr hrein- dýraskinni," sagði Signý Ormars- dóttir fatahönnuður í samtali við Al- þýðublaðið. „Það hefur verið talsvert spurt um fötin, þó við höfum ekkert auglýst, þannig að mér sýnast sölumálin lofa góðu. Annars er ég nýflutt til íslands frá Danmörku þar sem ég var við nám. Eg tók svo til við kennslu þar úti þegar ég lauk náminu og vann við fatahönnun. Hér hef ég haldið námskeið í fata- hönnun. Framlag mitt til Menningar- daganna var í formi tískusýningar, sem var í tengslum við fegurðarsam- keppni Austurlands. Hún gerði feykilukku. Eg er ættuð frá Egilsstöðum, en hef ekki búið hér síðan í bamæsku. Því er ekki að neita að það eru við- brigði að flytja hingað í snjóinn úr veðurfarinu t Danmörku. Það sem háir mér helst hér er að ég hef ekki fengið húsnæði sem hentar mér und- ir vinnu mína og sölustarfsemi. Ann- ars held ég að það sé ekkert verra að koma sér á framfæri héðan heldur en í Reykjavík. Austurlandið er stórt svæði og án þess að ég hafí auglýst nokkuð hef ég haft nóg að gera. Við munum starfa saman að þessu, ég og Halla systir mín. Hún er nú að ljúka námi í klæðskurði Reykjavík en kemur hingað með haustinu. Ég hef fulla trú á því að þetta gangi hjá okk- ur systrunum," sagði Signý að lok- um. Anna Frank og Dussel, sem leikinn er af Jóni Gunnari Axelssyni. M»nd: hs Halla klæðskeri og Signý fatahönnuður Ormarsdætur, með sýnishorn af fatnaði þeím sem þær hafa gert og sýnt á Menningardögum á Egilsstöðum. Fötunum klæðast austfirsk hreystimenni og bera sig karlmannlega. Guðjón Sigvaldason leikstjóri stjórnar uppfærslu á Dagbók Önnu Frank Pólitíkin er annarskon- ar leikhús „Leikfélagið ákvað að setja upp Dagbók Önnu Frank, þar eð það hafði sett upp gleðileiki undanfarin ár og langaði til að takast á við alvar- legri verkefni. Þetta er spennandi leikrit. Einnig eru í ár fimmtíu ár frá stríðslokum og því vel við hæfi að rifja upp þar hörmungar sem dundu á fólki þá. Boðskapur verksins á vissu- lega erindi til samtímans, eins og dæmin sanna,“ sagði Guðjón Sig- valdason, leikstjóri Dagbókar Önn- urFrank, í samtali við Alþýðublaðið. „Hin austfirska Anna Frank er 13 ára gömul stúlka, Halldóra Malín Pétusdóttir. Hún stendur sig með mikilli prýði. Þrátt fyrir hinn alvar- lega undirtón verksins er í því spenna og gleði, léttleiki og vonin um betri heim og betra líf. Áhugaleikfélög hafa gífurlegt menningarlegt gildi fyrir bæjarfélög eins og Egilsstaði. Leikfélögin leggja til ákveðna menningu og skemmtun sem nauðsynleg er til að Guðjón Sigvaldason leikstjóri: Leikhúsið á að vera gagnrýnið. létta mönnum lífið í skammdeginu og því miður of litið framboð er af. Ég hef starfað töluvert fyrir leik- hús hér á Austurlandi undanfarin ár. Leikfélagið hér hafði dálítið óvenju- legan hátt á vali sínu á leikstjóra fýr- ir Önnu Frank. Þau völdu verkið og fengu síðan tvo leikstjóra til að skila inn til þeirra skriflegum hugmynd- um að uppsetningu verksins. þeim leist vel á mína hugmynd og því var ég ráðinn. Ég er ekki alveg ókunnugur Leik- félagi Fljótsdalshéraðs, þar sem ég setti upp Kardimommubœinn hér fyrir tveimur árum. Ég er menntaður leikari en hef starfað við leikstjóm undanfarin átta ár. Þeim tíma hef ég að miklum hluta eitt úú á landi. Mér finnst að leikhúsið eigi að vera gagnrýnið á samfélagið og sýna það í spéspegli. Pólitikin er bara ann- arskonar leikhús. Dagbók Önnu Frank fjallar um kynþáttakúgun, hömlur á tjáningarfrelsi og mannhat- ur. Við munum sýna í mánuð. Að- staðan er nokkuð góð hjá okkur hér í Hótel Valaskjálf. Þetta er fjölnota hús. Því verða allir í húsinu að taka tillit hver til annars,“ sagði Guðjón að lokum. Menning í návígi við LagarfIjótso r m i n n

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.