Alþýðublaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 S k o ð a n MÞYIIIIBIfÐID 20887. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Morgunblaðið snoppungar Þorstein Morgunblaðið snoppungaði Þorstein Pálsson sjávarútvegs- ráðherra með eftirminnilegum hætti í Reykjavtkurbréfi á sunnudaginn. Tilefnið voru „óskiljanleg sjónarmið“ - svo not- uð séu orð Morgunblaðsins - sem Þorsteinn lét falla í nýlegum umræðum á Alþingi um þá tillögu ríkisstjómarinnar að eignar- réttur þjóðarinnar á fiskimiðunum verði festur í stjómarskrá. Einhvemveginn tókst Þorsteini að túlka tillöguna svo, að með henni væri verið að „styrkja með alveg ótvíræðum hætti stöðu gildandi fiskveiðistjómunarlaga." Um þessa furðulegu röksemdafærslu segir Morgunblaðið: „Hvað á ráðherrann við?! Hvemig í ósköpunum getur það orð- ið til þess að styrkja í sessi lög, sem fela f sér mestu gjöf allrar Islandssögunnar til nokkurra einstaklinga að festa eignarrétt þjóðarinnar að auðlindinni f stjómarskrá? Þorsteinn Pálsson getur ekki verið þekktur fyrir málflutning af þessu tagi.“ Morgunblaðið sýnir þá háttprýði að iáta einsog furðulegur málflutningur Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegsmálum komi á óvart. Þessi sjónarmið ráðherrans em þó enganveginn ný af nál- inni: Þorsteinn er dyggasti varðgæslumaður hins úrelta kerfis. í fjögurra ára ráðherratíð hefur hann vakinn og sofinn gætt hags- muna örfárra sægreifa og kvótakónga sem smámsaman em að sölsa undir sig helstu auðlind íslensku þjóðarinnar. í Alþýðublaðinu á föstudaginn tjáðu nokkrir sjómenn sig um sjávarútvegsstefnu Þorsteins Palssonar. Einn þeirra, Garðar Berg, hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Þessi stefna, ef stefnu skyldi kalla, er fyrir sægreifana og Stjána í LÍU.“ Sigurð- ur Sæmundsson spurði einfaldlega: „Hvaða stefna er það núna?“ og Höskuldur Ragnarsson sagði: „Ef fram fer sem horf- ir mun ég ekki bera titilinn sjómaður lengi." Þetta era nöturleg- ar staðreyndir um hina svokölluðu sjávarútvegsstefnu Þorsteins Pálssonar. Loforð eða hótanir? Kosningabarátta Framsóknarflokks miðar öll að því, að sann- færa fólk um að Halldór Ásgrímsson sé ekki minni landsfaðir en Steingrímur Hermannsson, og að hagsmunum þjóðarinnar sé best borgið með Halldór í stjómarráðinu. Þegar farið er ofan í kjölinn á kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins hljóta hinsvegar að vakna óþægilegar minningar um það langa tíma- bil óráðsíu og stefnuleysis sem var einkenni á löngum valda- tíma flokksins eftir 1971. Framsóknarmenn ætla að gera allt í senn: Eyða íjárlagahall- anum, uppræta atvinnuleysi, lækka skatta, auka þjónustu ríkis- ins á öllum sviðum, stórefla velferðarkerfið og skapa þúsundir nýrra starfa. Á löngum loforðalista Framsóknar er á hinn bóg- inn ekki að finna stafkrók um það, hvemig þeir ætla að fjár- magna þá allsherjar veislu sem þeir hyggjast bjóða þjóðinni til. Þess er heldur engin von: Stórfelld kosningaloforð Framsóknar em álíka áreiðanlegir pappírar og innistæðulausar ávísanir. Kosningaloforð Framsóknar em því fremur hótanir í garð al- mennings en fyrirheit um betri tíð. „Þessa skoðun hefur Davíð Oddsson haft um skeið - á heilanum. Hann heldur þvf stöðugt fram, seint og snemma og við öll tækifæri, að aðildarumsókn sé út í Hróa, en getur þó ekki slitið sig frá umræðunni. Þjóðin getur þessvegna ekki dregið nema eina ályktun af málinu: Það sem sjálfum forsætisráðherra er jafnan efst í huga hlýtur að skipta talsverðu máli!" Flettiskiltið í stjórnarráðinu Þegar forsætisráðherra opnaði formlega kosningabaráttu Sjálfstæð- isflokksins með huggulegu rabbi í höfuðstöðvunum, þá var það helst fréttnæmt að hann teldi aðild íslands að Evrópusambandinu ekki á dag- skrá. Það var að minnsta kostí eitt af Rökstólar fáu sem fjölmiðlum þótti í frásögur færandi af skemmtíspjalli hans yfir sjálfstæðismönnum. Þessa skoðun hefur Davíð Odds- son haft um skeið - á heilanum. Hann heldur því stöðugt ífam, seint og snemma og við öll tækifæri, að aðild- arumsókn sé út í Hróa, en getur þó ekki slitið sig ífá umræðunni. Þjóðin getur þessvegna ekki dregið nema eina ályktun af málinu: Það sem sjálf- um forsætisráðherra er jafnan efst í huga hlýtur að skipta talsverðu máli! I gíslingu Meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi því, að iátið verði á það reyna með að- ildarumsókn, hvemig samningum er hægt að ná við Evrópusambandið. Meirihlutí sjálfstæðismanna í Reykja- vík vill það einnig. I því felst vandi efsta manns á lista flokks- ins í Reykjavík, Davíðs Oddssonar. Hann þorir ekki að fylgja meirihluta flokksmanna í eigin kjör- dæmi. Hann þorir ekki að gera það sem oddvitar flokksins í atvinnumál- um vilja: Láta reyna á umsókn. Hann er gfsl þeirra sem láta óttann við ffam- tíðina ráða afstöðu sinni; varðgæslu- manna úrelts landbúnaðarkerfis sem vinnur gegn hagsmunum bændanna. Að hætti strútsins Það bíður næstu ríkisstjómar, hver sem hún verður, að móta afstöðu til Evrópu fyrir hönd Islands. Þar liggja Iangstærstu markaðir okkar, og hags- munir okkar á þeim krefjast þess ein- faldlega að menn taki afstöðu. Þetta setur íslensku stjómmálaflokkanna í vanda: þeir em tilneyddir tíl að hafa stefnu í málinu. Strúturinn stíngur höfðinu í sand- inn þegar hann óttast það sem hann sér á vegi sínurn. Þessa fuglategund hefur nú forsætisráðherra tekið sér til fyrirmyndar. I hvert skipti sem Evr- ópusambandið ber á góma er Davíð samstundis kominn ofan í kjallara og þaðan berast hálfkæfð ópin: Ekki á dagskrá, ekki á dagskrá! Stefnuleysið auglýst Fyrir Alþýðuflolddnn em þetta heppileg viðbrögð. I hvert sinn sem forsætísráðherra opnar munninn um Evrópusambandið og klifar á því að aðild sé ekki á dagskrá fyrren ein- hvemtíma á næstu öld, þá er hann um leið að auglýsa það fyrir fylgismönn- um innan Sjálfstæðisflokksins að hann hefur ekki stefnu eða skoðun á málinu. Áróðursmeistari Alþýðu- flokksins Alþýðuflokkurinn er lítill flokkur og ekki með líkt því eins dijúgar fjár- hirslur og Sjálfstæðisflokkurinn. Af naumu fé sínu hafa jafnaðarmenn kostað nokkm til að kaupa auglýsing- ar á flettískiltum í Reykjavík, þarsem stefnan er auglýst. En Alþýðuflokkur- inn þarf líka á öllum ókeypis auglýs- ingum að halda. Þessvegna em al- þýðuflokksmenn þakklátir forsætís- ráðherra fyrir að hafa tekið að sér að vera einskonar lifandi flettiskilti í stjómarráðinu fyrir stefnu Alþýðu- flokksins gagnvart Evrópu. í því hlutverki gagnast Davíð jafn- aðarstefnunni vel. D a atal 14. mars Atburðir dagsins 1492 Spænsku konungshjónin, ísa- bella og Ferdinand, skipa 150 þús- und gyðingum að hypja sig frá Spáni. 1883 Karl Marx, helsti hugs- uður kommúnismans, deyr í Lund- únum. 1911 Kristján Jónsson verður þriðji ráðherra íslands. 1932 George Eastman, hönnuður Kodak-mynda- vélanna, ffemur sjálfsmorð. 1950 Ríkisstjóm Steingríms Steinþórsson- ar, þingmanns Framsóknar, tók við völdum. Afmælisbörn dagsins Viktor Emmanuel II fyrsti konung- ur sameinaðrar Italíu, 1820. Albert Einstein þýskur eðlisfræðingur, 1879. Michael Caine breskur leik- ari, 1933. Annálsbrot dagsins Færeyiskur stúdent, Nicolaus Mohr, innkom með Höfðaskipi á Reykjar- fjörð til að forvitnast um porcelíns- jörð f Kollafirði, blýant í Siglufírði, brennistein við Mývatn og leiijörð í Múlasýslu. Hann fann porcelínsjörð í Strandasýslu, en á blýantinn í Siglufirði íeizt honum ekki. Gisti hann hjá kaupmanni Lynge á Akur- eyri um veturinn. Ketilsstaðaannáll, 1780. Lokaorð dagsins Hypjaðu þig burt, kona. Lokaorð em fyrir fífl sem þykjast ekki hafa þusað nóg! Hinstu orð Karls Marx sem dó þennan dag fyrir 112 árum: Hjúkrunarkona hafði spurt hvort hann hefði einhver skilaboð til heimsins. Hleypidómur dagsins Eg er sú fyrsta, sem náttúran dæmdi tíl þess að uppskera hina beisku ávexti gamalla, rótgróinna hleypi- dóma gegn litteræmm dömum. Torfhildur Hólm rithöfundur. Málsháttur dagsins Ekki komast allir upp á krambúðar- loftið. Orð dagsins Þó að lánið verði valt, vina slitni böndin. Við skulum komast yfir allt, inn í draumalöndin. Herdís Andrésdóttir. Skák dagsins Endalok skákar dagsins em skraut- leg í meira lagi, þótt taflmennskan standist ekki ítmstu kröfur um vís- indalega nákvæmni. Hvítu mönnun- um stýrir lítt kunnur meistari sem ber mikið nafn: J.AJ. van Mil. Hann á leik gegn Reinderman og vinnur nú ömggan sigur með dyggri aðstoð andstæðingsins. cbcdofgh £ Æ % JL 1 1 A A át A % *■ A A iA A w A k aS fe Q 1. Db4I? Ekki besti leikurinn en áhrifin em ótvíræð. 1. ... Dc6?? 2. Dxf8+ Hxf8 3. Re7 mát! -j. uvxsp Npr

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.