Alþýðublaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 4
4
Vinningstölur
11. mars. 1995
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
H Saf 5 0 8.923.433
0| +4af 5 7 100.710
0 4af 5 171 7.110
E| 3af5 5.494 510
Aðaltölur:
7Y™
25 29 38
BONUSTALA:
Heildarupphæð þessa viku
kr. 13.646.153
UPPLÝSINGAR, SíttSVARI 91-601511
LUKKULfNA 991000-TEKTAVARP 451
Aðalfundur Olíufélagsins hf.
verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 1995
á Hótel Loftleiðum, þingsal 1-3,
og hefst fundurinn kl. 14.00
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv.14. gr.
samþykkta félagsins.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Breytingar á samþykktum til samræmis
við breytt ákvæði hlutafélagalaga nr. 2/1995.
4. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins
munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins,
hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á aðalskrifstofu félagsins Suðurlandsbraut 18,
3. hæð, frá og með 27. mars,
fram að hádegi fundardags.
Stjóm Olíufélagsins hf.
Olíufélagiðhf
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ð b u r ð
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995
Doktor Meinhard Hiif, prófessor við Hamborgarháskóla í Þýskalandi,
heldur fyrirlestra hjá ungum jafnaðarmönnum í Kópavogi og Útflutn-
ingsráði. Síðast kom hann hingað til lands árið 1966 og gekk þá yfir
þvert landið og lét heillast af hrikalegri náttúrufegurðinni
Hverfa smáríki eða
blómstra innan
Evrópusambandsins?
Meinhard Hilf: Staða smáríkja í Evrópu verður til umræðu hjá Félagi
ungra jafnaðarmanna í Kópavogi og hjá Útflutningsráði næstunni.
Hver er staða smáríkja á borð
við Lúxemborg innan Evrópu-
sambandsins? Eru þau gleypt
eða blómstra þau sem aldrei
fyrr? Ef þú hefiir áhuga á þessu
málefni þá er kominn hingað til
lands sá aðili sem hefur rannsak-
að þetta hvað mest, doktor
Meinhard Hilf, prófessor við
Hamborgarháskóla. Dagana 17.
og 18. mars næstkomandi mun
hann flytja fyrirlestra hér á landi
er nefnast „The Role of Small
States in the EC(U) e.g. Luxem-
burg“. Fyrirlestramir verða
haldnir hjá Útflutningsráði 17.
mars og Félagi ungra jafnaðar-
manna í Kópavogi 18. mars
næstkomandi.
Doktor Meinhard Hilf er 56
ára að aldri, forstöðumaður Evr-
ópusambandsréttardeildar Ham-
borgarháskóla og hefur að baki
yfir tuttugu ára reynslu og þekk-
ingu á Evrópusambandinu.
Hann stundaði laganám í Genf,
Múnchen og Hamborg. Með-
fram námi starfaði hann sem að-
stoðarmaður við rannsóknir hjá
Max-Planck stofnuninni í Hei-
delberg. Hann lauk doktorsprófi
frá Háskólanum í Heidelberg
1972 á sviði þjóðaréttar. Að há-
skólanámi loknu gerðist hann
aðstoðarmaður við þýska stjóm-
arskrárdómstólinn í Karlsmhe
auk þess sem hann var meðlimur
í lögfræðiþjónustu fram-
kvæmdastjómar Evrópusam-
bandsins, samtals um fimm ára
skeið. Hann var einnig rann-
sóknafélagi Max-Planck stofn-
unarinnar í Heidelberg fyrir er-
lendan opinberan rétt og þjóða-
rétt um þriggja ára skeið. Arið
1981 lauk hann „habilitatiorí‘
við Háskólann í Heidelberg á
sviði Evrópusambandsréttar og
þjóðaréttar og nefndist verkefni
hans „The Organizational
Structure ofthe European Commun-
ity“ („habilitation" er einhverskonar
viðbótarvísindaþjálfun manna með
doktorsgráðu fyrir menn sem stefna
á vísindastörf að lífsstarfi).
Á ámnum 1982 til 1992 var dokt-
or Hilf skipaður prófessor í Evrópu-
sambandsrétti og þjóðarétti við Há-
skólann í Bielefeld, Þýskalandi.
Frá 1982 hefur hann verið skipað-
ur prófessor á sömu réttarsviðum við
Hamborgarháskóla auk þess að vera
forstöðumaður Evrópusambands-
deildar sama skóla.
Doktor Hilf hefur verið gistipró-
fessor við fjöldamarga skóla og
stofnanir víða um heim og má nefna:
College of Europe, Bmgge; Europa
Institute, Amsterdam; Institut Uni-
versitaire Intemationale, Lúxem-
borg, Centre d’études intemationales
et européennes, Strassborg, School
of Law, University of Michigan,
Ann Arbor. Síðan 1988 hefur doktor
Hilf verið á skrá sem meðlimur ráðs
um lausn deilumála innan GATT.
Hann er meðlimur ýmissa vísindafé-
laga og sambanda á sviði Evrópu-
sambandsréttar og alþjóðaréttar svo-
sem Member of the Intemational
Committees of the Intemational Law
Association on Trade Law atul on
Regional Development. Hann er
einnig í ritvalsnefndum nokkurra
blaða svo sem Europearecht; Chahi-
ers de droit européen og Columbia
Journal ofEuropean Law.
Doktor Hilf hefúr birt yfir 80
lærðar lögvísindaritgerðir og bækur
á sviði þjóða- og Evrópusambands-
réttar í flestum af virtustu lögfræði-
tímaritum Evrópu og heimsins og er
einn virtasti Evrópusambandssér-
fræðingur samtímanns.
Árið 1966 kom Hilf til íslands, og
gekk þá þvert yfir landið, frá Akur-
eyri til Reykjavíkur Hann hreifst
mjög af náttúrufegurð landsins eink-
um fjallendinu sem hann gekk um á
leið sinni.
Fyrirlestra sína hjá Útflutnings-
ráði þann 17. mars og Félagi ungra
jafnaðarmanna í Kópavogi 18. mars
flytur Hilf á ensku. Fyrirlestur hans
mun eins og nafn hans bendir til
ijalla um stöðu smáríkja í Evrópu-
sambandinu og þá frá sjónarhomi og
reynslu Lúxemborgarríkis. Hann
mun einnig svara almennum spum-
ingum um Evrópusambandið eink-
um varðandi aðildammsóknir og
þróun sambandsins í austur.
Nánari upplýsingar um fyrirlestur-
inn hjá Útflutningsráði er unnt að fá
hjá skrifstofu ráðsins sími (91)
17272 (Andrés Pétursson) en Hall-
dór E. Sigurbjörnsson veitir upp-
lýsingar um fyrirlestur á vegum FÚJ
í Kópavogi í símum (91) 44700 og
40146. Doktor Hilf heldur opinn fýr-
irlestur á Sólon Islandus laugardag-
inn 18. mars klukkan 15:00. Þar mun
hann ásamt fleirum ræða stöðu smá-
ríkja í Evrópu.
Skattframtal einstaklinga
með sjálfstæðan atvinnurekstur
Skilafrestur rennur út
iann 15. mars
Síðasti skiladagur skattframtals einstaklinga sem höfðu með
höndum sjálfstæðan atvinnurekstur á árinu 1994 er 15. mars.
Skattframtalinu á að skila til skattstjóra í viðkomandi umdæmi.
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
Heiðraði slökkviliðið
á Keflavíkurflugvelli
Slökkviliðið á Keflavíkur-
flugvelli hefur fengið viður-
kenningu frá íslenskum stjóm-
völdum fyrir sérstaklega vel
unnin störf. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra afhenti Haraldi Stefáns-
syni slökkviliðsstjóra sérstakt
viðurkenningarskjal við hátíð-
lega athöfn á Keflavíkurflug-
velli.
„Saga slökkviliðsins ykkar
sýnir að þið eruð verðir þess
mikla trausts sem ykkur hefur
verið sýnt. Til viðbótar við ykk-
ar störf var ykkur falið árið
1975 að annast snjóruðning og
hálkuvamir á flugbrautum.
Ábyrgð ykkar felst í því að
tryggja sumarveður á flugbraut-
unum alla tólf mánuði ársins.
Tveimur ámm síðar tókuð þið
einnig að ykkur að ferma og af-
ferma herflutningavélar á
Keflavíkurflugvelli," sagði Jón
Baldvin Hannibalsson meðal annars
í ávarpi sínu. Við þetta tækifæri af-
henti utanríkisráðherra slökkviliðinu
ennfremur bréf sem undirrituð em af
Rannveigu Guðmundsdóttur fé-
lagsmálaráðherra og staðfesta full-
gildingu réttinda slökkviliðsmanna á
Keflavíkurflugvelli. í máli utanríkis-
ráðherra kom fram að sú góða þjálf-
un sem slökkviliðsmennimir hafa
„Góð störf
verða seint full-
þökkuð," sagði
Jón Baldvin
Hannibalsson
utanríkisráð-
herra er hann
afhenti Haraldi
Stefánssyni
slökkviliðs-
stjóra á Kefla-
víkurflugvelli
viðurkenningu
stjórnvalda.
fengið hafi leitt til þess að þeir hafi
einnig hlotið viðurkenningu sem
fullgildir slökkviliðsmenn í Banda-
ríkjunum.
Jón Baldvin Hannibalsson afhenti
einnig Stanley Bryant flotaforingja
og yfirmanni vamarliðsins 400 þús-
und krónur til vamarliðsins sem
framlag íslenskra yfirvalda til skóg-
ræktar á vamarsvæðunum.