Alþýðublaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995
E r I e n d
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
h r i n
Hlýnandi loftslag jarðar og viðvaranir jöklafræðinga
Bráðnun sjöunda
meginlancisins
þriðju hlutar þeirrar íshellu eru nú
bráðnaðir í sjóinn. Breskir vísinda-
menn spáðu því þegar árið 1991,
þegar bráðnun Wordie-hellunnar
varð ljós, að fleiri íshellur myndu
fylgja í kjölfarið. Vísindamenn vör-
uðu á þeim tíma við því að þetta bæri
merki „alvarlegrarhlýnunará Suður-
skautslandinu." Nú hafa gmnsemdir
þeirra verið stáðfestar.
„Það leikur lítil vafi á því að allt
þetta er tengt loftslagsbreytingum,"
sagði Vaughan í síðustu viku. „Þegar
við sögðum að upplausn Wordie ís-
hellunnar væri afleiðing hlýnunar á
svæðinu, vom margir sem mótmæltu
Hendið landabréfabókunum,
teiknið kortin upp á nýtt, því sjöunda
meginland jarðar, Suðurskautsland-
ið, tekur nú breytingum í kjölfar
hlýnandi veðurfars. Isfleki á stærð
við Reykjanes, sem brotnaði úr Suð-
urskautsísnum í síðustu viku, er bara
ein vísbending af mörgum um
hættulega þróun á hinu foma Terra
Incognita. Þrjár miklar íshellur hafa
bráðnað á síðustu ámm, sumarið á
Suðurskautslandinu hefur lengst
vemlega, heljarmikill jökull bráðnar
í haftð þrisvar sinnum hraðar en
menn héldu og hlutar hins hvíta
meginlands grænka af grasi og
blómum sem skjóta rótum allsstaðar
sem þeim verður við komið.
Vísindamenn halda því ffam að
það sé lítill vaft á þvf að þetta bendi
til loftslagsbreytinga jarðarinnar. í
annað skiptið á innan við áratug gefa
breytingar á Suðurskautslandinu í
inga,“ segir doktor David Vaughan
í Bresku Suðurskautsnefndinni, en
hann uppgötvaði gatið á ósonlaginu
ofan við Suðurheimsskautið árið
1985. Vaughan var fyrstur til að taka
eftir þessum síðustu breytinguin á
Suðurskautslandinu. Hann var að
rannsaka gervitunglamyndir þegar
hann tók eftir því að fshellan á Prins
Gústavs-sundi og norðurhluti
Larsen-íshellunnar, sem höfðu litið
alveg eðlilega út í janúar, vom að
molna niður. Einnig tók hann eftir
því að risavaxinn ísjaki hafði losnað
frá miðbiki Larsen-fshellunnar.
Hann hafði þegar í stað samband við
rannsóknastöðina í Rothera á Suður-
skautslandinu og tjáði þeirn hvað
hann hafði séð. Vísindamennirnir
flugu þá þegar yftr umrætt svæði og
gátu staðfest frá fyrstu hendi að þetta
væri allt satt og rétt.“Ég var forviða
að sjá þessar gríðarlegu og nýlegu
„Hendið landabréfabókunum, teiknið
kortin upp á nýtt, því sjöunda megin-
land jarðar, Suðurskautslandið, tekur nú
breytingum í kjölfar hlýnandi veðurfars.
ísfleki á stærð við Reykjanes, sem
brotnaði úr Suðurskautsísnum í síðustu
viku, er bara ein vísbending af mörgum
um hættulega þróun á hinu forna
Terra Incognita."
skyn að vænta megi Itrikalegra við-
burða í umhverfismálum jarðar.
Þessar breytingar senda spennuhroll
niður bak hins alþjóðlega vísinda-
samfélags, en því tilheyra nær allir
íbúar Suðurskautslandsins. „Þetta
era spennandi tímar fyrir jöklafræð-
breytingar út um llugvélarglugg-
ann,“ sagði landfræðingurinn Mike
Thompson í samtali frá Suður-
skautslandinu í síðustu viku, „Ég hef
aldrei séð neitt þessu líkt á 25 ára
ferli mínum hér suður frá.“
Það sem var „fréttnæmast“ af
Eftir því sem ísinn á Suðurskautslandinu bráðnar og hvíta meginlandið graenkar með útbreiðslu plantna,
þeim mun meira sannfærandi verður spáin um hlýnandi veðurfar jarðar.
þessum breytingum, hinn risavaxni
fsjaki, var í rauninni hvað minnst
markvert af þessum breytingum.
Risastórir „ísjakar" hafa alltaf brotn-
að úr suðurskautsísnum með annað
slagið. Árið 1986 brotnaði ísjaki á
stærð við Vestfirði af Filchner-ís-
hellunni, og bar með sér þrjár bæki-
stöðvar manna á haf út áður en hann
brotnaði í þrennt. En upplausn heilu
íshellnanna er mun eftirtektarverð-
ara. „Það hefur ávallt verið litið á
þær sem varanleg fyrirbæri," segir
Vaughan. „Þær em á öllum kortum."
Prins Gústav-íshellan, sem var á
stærð við Mýrdalsjökul, hefur nánast
alveg horfið á síðustu vikum. Hún er
skýrð eftir norskum krónprins frá því
um aldamöt, tengdi James Ross-eyju
við meginlandið og var þangað til
nýlega í alfaraleið sleðaferða. Nú er í
fyrsta skipti hægt að sigla umhverfis
eyjuna frá því þetta svæði var upp-
götvað. Upplausn Prins Gústav og
norðurhluta Larsen fylgir í kjölfar
upplausnar Wordie-íshellunnar sem
er á vesturströnd skagans sem geng-
ur út úr Suðurskautslandinu. Tveir
því, en í dag er erfitt að sjá neina aðra
skýringu.“
Doktor Vaughan og starfsbræður
hans geta nú reiknað út það hitastig
sem fær íshellur til að bráðna - en
það er meðalhitinn mínus 9 gráður á
celsíus. Meðalhitinn á skaganum
hefur hækkað um 2,5 gráður á síð-
ustu 40 ámm og ef fer sem horfir, þá
verða íshellumar Wilkins og Georg
VI næstu fómarlömb.
Rannsóknir sýna að sumarið á
Wilkins íshellunni, en það er tíminn
sem ísinn bráðnar á, hefur lengst úr
60 dögum í 90 á síðasta áratug. Svip-
aðrar þróunar hefur orðið vart ann-
arsstaðar á skaganum. Meginlandið
er einnig farið að blómstra í kjölfar
örrar útbreiðslu [reitra tveggja
plöntutegunda á Suðurskautslandinu
sem bera blóm. Utbreiðsla Colo-
banthus quietensis hefúr sexfaldast
síðan 1964 og Desclmmpsia Ant-
arctica er orðin 25 sinnum algengari
en hún var þá. Nýjar og áður óþekkt-
ar tegundir á Suðurskautslandinu em
famar að birtast í jarðvegi sem áður
var jöklum hulinn.
Sú upplausn tshellna sem þegar
hefur átt sér stað, gæti verið fyrirboði
hlýnandi loftslags jarðar, en hún
mun ekki valda hækkandi yfirborði
sjávar. ísinn hefur hingað til flotið á
vatni og þar af leiðandi haft sín áhrif
á hafið. Ástæða er hins vegar til þess
að óttast það að bráðnun þeirra greiði
fýrir för landíssins á haf út.
Tæpum þrettán hundmð kílómetr-
um vestur af skaganum bráðnar nú
Pine eyju jökullinn miklu hraðar í
hafið en menn héldu. I staðinn fyrir
sexhundmð metra á ári, eins og áður
var talið, sýna nýlegar gervitungla-
myndir þrisvar sinnum meiri bráðn-
un en það.
Hér áður fyrr töldu vísindamenn
að Suðurskautslandið tæki til sín
meiri raka en það gæfi frá sér, að
minna magn íss bráðnaði en sem
næmi rúmmáli snævar sem félli þar
árlega, en hann nemur um tveimur
milljónum fermetra. Þeir reiknuðu
það út að þetta héldi jafnvægi sjávar-
málsins. En þessir útreikningar
byggðu á því sem menn vita nú að
vom ranghugntyndir um bráðnun
jökla, sem byggðar voru á vitlausu
mati á Pine eyju jöklinum. Nýjar
mælingar benda til þess að megin-
landið safni alls engum raka.
„Það er auðvelt að færa rök íyrir
því að ísinn á Suðurskautinu muni
valda hækkandi sjávarmáli," segir
doktor Adrian Jenkins sem hefur
rannsakað jökulinn.
Þau gögn sem safnast hafa hingað
til benda til þess að það hlýni hraðar
á Suðurskautslandinu en annarsstað-
ar á jörðinni - sem er nákvæmlega
það sem vísindamenn sem spáðu
hlýnandi veðurfari sögðu að myndi
gerast. Ef þeir halda áfram að hafa
rétt fyrir sér, em útlfnur Suðurskauts-
landsins einungis þær fyrstu af
mörgum sem kortagerðarmenn
verða í framtíðinni að breyta.
Byggt á Independent/ mám
Ungir jafnaðarmenn í Svíþjóð
„Sjálfsvald" er lausn á vanmætti
„Við búum við atvinnuleysi og viðvarandi fjárlagahalla. í þessum efn-
um höfum við stórvirki að vinna. En lausn þessara vandamála er eng-
inn tilgangur í sjálfum sér," segir Karl Petter Thorwaldsson, formaður
Sambands ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð.
Undanfarið hafa samtök ungra
jafnaðarmanna kynnt til sögunnar í
íslenskum stjórnmálum hugtak, sem
þeir kalla sjálfsvald. Hafa forvígis-
ntenn hreyfingarinnar ritað blaða-
greinar um þetta hugtak og sett það í
kosningastefnuskrá sína. En það er
ekki bara hér á landi sem sjálfsvald-
ið er ofarlega í hugum ungra jafnað-
armanna. Hér á eftir fer viðtal við
Karl-Petter Thorwaldsson, for-
mann SSU, sænskra samtaka ungra
jafnaðannanna, sem birtist í sænska
blaðinu Dagens Nyheter fyrir
skemmstu. Þar gerir Thorwaldsson -
í viðtali við Göran Eriksson blaða-
mann - grein fyrir þýðingu sjálfs-
valdsins í stjómmálum.
Hvemig er hægt að spara í ríkis-
geiranum og jafnframt auka á sama
tíma áhrif fólks á sitt eigið líf? Karl-
Petter Thorwaldsson getur leyst það
vandamál með einni skýrri aðferð,
án þess að ganga til liðs við borgara-
legu öflin.
Þegar formaður SSU útskýrir sína
pólitík, dansar hann á hinni slöku
línu sem aðskilur blokkimar tvær.
Ástæðan er sú að þegar ungir jafnað-
armenn í dag greina samfélagið, hitta
þeir fyrir sama vandamál og borg-
araflokkarnir: einstaklingamir hafa
of lítil áhrif.
„Manneskjumar finna til vanmátt-
ar gagnvart samfélaginu. Hvað er
hægt að gera við því? Jú, menn þurfa
að fá tækifæri til að hafa meiri áhrif á
sitt eigið líf.“
Þetta er sameiginleg vandamála-
greining tíunda áratugarins - og
ungra stjómmálamanna - sam-
kvæmt Karl-Petter Thorwaldsson.
Hann hefur eytt síðustu fimm ámm,
en á þeim tíma hefur hann gengt for-
mannsembætli SSU, í baráttu fyrir
frelsishugmyndum sínum innan þess
flokks sem hefur setið undir árásum
frá hægri fyrir að hafa svipt almenn-
ing frelsi sínu.
Hann hefur þurfl að greiða þessa
baráttu sína dýru pólitísku verði. Á
flokksþingi Jafnaðarmannaflokksins
árið 1993 bmtust út gríðarleg fagn-
aðarlæti meðal flokksþingsfulltrúa,
þegar vinstrisinninn Göran Greider
kallaði hann „gangandi náttúmham-
farir“ og „borgaralegan siðapredik-
ara frá síðustu aldamótum."
„Þetta var nú ekki alveg á þessa
leið,“ segir Karl-Petter. „Fólkið
klappaði mest þegar hann sagði að
ég sækti ntinn frama í leiðaraskrif
hægripressunnar."
Það getur verið ámóta erfitt að fá
hrós frá andstæðingunum og andbyr
frá eigin liðsmönnum. Hann viður-
kennir að það haft verið þungur fýrir
hann róðurinn eftir flokksþingið.
Sem dæmi má nefna síðasta sumar,
þegar hann í miðri kosningabaráttu
lýsti því yílr að spamaðarráðstafanir
jafnaðarmanna væm ekki til staðar.
Það væri bara gamli söngurinn um
skattahækkanir og annað ámóta úr
sér gengið kjaftæði.
Spamaður í ríkisgeiranum, eða
réttara sagt virðing fyrir íjármunum
skattgreiðenda og meira vald til ein-
staklinganna, er hin umdeilda stefna
Karl-Petter og SSU í hnotskum. Það
sem kann að hafa bjargað honum
hingað til er hversu alþýðlegur hann
er. Kálle, eins og hann er kallaður,
hefur unnið í verksmiðju, talar smá-
lenska mállýsku og á þann hátt að
fólkið skilur. í tveggja tíma viðtali
nefnir hann ekki Olof Palme á nafn,
en því oftar Tage Erlander og Per-
Albin Hansson.
„Það er spennandi að skoða breyt-
ingamar sem urðu á sjöunda ára-
tugnum þegar pólitíkin fór úr þvf
hlutverki að skapa einstaklingunum
skilyrði til betra lífs og yfir á þá línu
Tage Erlanders að það væri hlutverk
stjómmálamanna að skapa einstak-
lingunum betra h'f.
Undir stjóm Karl-Petter Thorw-
aldssons hefur SSU íylgt eldri stefn-
unni að málum. Markmið hans sem
formanns hefur verið það að sam-
bandið kæmi sér upp heildarsýn og
yrði pólitískt gildandi. Flokkurinn
sigldi hér áður fyrr áfram undir slag-
orðinu „meira handa öllum" og SSU
sigldi í kjölfarinu eins og smátrilla
hrópandi „ennþá meira handa öll-
um.“
Lausn Karl-Petter og SSU hefur
hlotið nafnið sjálfsvald, sem er hug-
tak sem hefur ekki ennþá náð að
fesla sig í sessi í umræðunni utan
sambandsins. 1 krafti sjálfsvaldsins á
fólk að fá vald yfir sínu eigin lífi og í
því felst einnig talsvert svigrúm fyrir
spamað í opinberam rekstri, sem í
dag er hin helgasta kú Jafnaðar-
mannaflokksins.
„Fólk finnur fyrir vanmætti sínunt
gagnvart vinnuveitendum, skriffinn-
um og stjómmálamönnum." Sjálfs-
valdinu verður ekki komið á með
miðstýringu stjómmálamanna.
„Einn af kostum þess er sá að um
sjálfsvaldið er ekki hægt að setja
nein lög.“ Thorwaldsson lýsir þessu
sem byltingu neðan frá, þar sem
launþegar fá vald yfir störfum sín-
um, foreldrar, böm og starfsfólk fá
vald yfir skólunum og dagheimilun-
um, leiguliðar yfir þeim íbúðum sem
þeirleigja.
Sem dæmi um sjálfsvald nefnir
hann verkefni, sem er í gangi hjá
sænska fyrirtækinu ABB í Vasterás,
þar sem starfsmennimir hafa fengið
umtalsvert meira að segja um vinnu-
tíma sinn og starf og hefur fram-
leiðnin aukist umtalsvert. Þetta hefúr
komist á með samningi vinnuveit-
andans og starfsmannanna sjálfra.
Annað dæmi er í Sundsvall, þar sem
skólamir em reknir af foreldrum og
starfsmönnum. „Þetta snýst allt um
bein áhrif á það hvemig þeir pening-
ar sem úr er að spila em notaðir og
hvemig menn skipuleggja sitt starfs-
umhverfi, ekki unt nefndir skipaðar
ofan frá af stjómmálamönnum, eða
endalaus lagaboð og bönn.
Fyrir Thorwaldsson snýst þetta
um það að Jafnaðarmannaflokkurinn
verði á ný afl sem fólkið í landinu
geti átt samskipti við. Stjómmála-
menn og skriffinnar em of langt frá
fólkinu, hin stjómmálalega samræða
á sér ekki stað lengur, samborgarinn
er orðinn andborgari.
Fólk verður að fá á ný í hendur
stjómartaumana fyrir sínu eigin lífi.
Hann dreymir um nútímavætt af-
brigði af þjóðarheimilinu, en það er
hugtak sem hann óttast að hægri
menn geri að sínu.
Karl-Petter Thorwaldsson vill
meina að þetta sé framtíðarsýnin
sem vantar í jafnaðarstefnuna og að
rnenn mgli saman tilganginum og
meðulunum í núverandi efnahags-
ástandi.
,Jafnaðarmenn þekkja vandantál-
in í dag. Við búunt við atvinnuleysi
og viðvarandi fjárlagahalla. I þess-
um efnum höfum við stórvirki að
vinna. En lausn þessara vandamála
er enginn tilgangur í sjálfum sér.
Mér finnst jafnaðarmenn eyða of litl-
urn tíma í að ræða hver framtíðarsýn
þeirra er. I raun hvað það sé sem við
eiginlega viljum."
Byggt á Dagens Nyheter / mám
„"Fólk finnur fyrir vanmætti sínum
gagnvart vinnuveitendum, skriffinnum
og stjórnmálamönnum." Sjálfsvaldinu
verður ekki komið á með miðstýringu
stjórnmálamanna. „Einn af kostum þess
er sá að um sjálfsvaldið er ekki hægt að
setja nein lög." Thorwaldsson lýsir
þessu sem byltingu neðan frá, þar sem
launþegar fá vald yfir störfum sínum,
foreldrar, börn og starfsfólk fá vald yfir
skólunum og dagheimilunum, leiguliðar
yfir þeim íbúðum sem þeir leigja."