Alþýðublaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.03.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 14. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Island fyrir Islendinga // Pallborðið // Nú er kosningabaráttan hafin og héðan í frá verður ekkert gefið eftir. Alþýðuflokkurinn er í sókn, enda annað ekki hægt eítir gengi síðustu missera. Flokkurinn hefur sýnt það áður að hann kann vel við sig í kosn- ingabaráttu og á því fulla möguleika á því að ná því kjörfylgi 8. apríl sem hann hafði í síðustu kosningum. Og það er mikilvægt að hann nái því. Mikilvægt fyrir ís- lenska þjóð og framtíð íslenskrar æsku. Ég hef í þessu blaði tíundað áður mikilvægi þess að Islendingar verði fullgildir þátttakendur í sam- runaþróuninni í Evrópu að það fer vafalaust að verða leiðigjamt fyrir trygga lesendur Al- þýðublaðsins. En það hefur sjaldan verið mikilvægara en einmitt nú. Sjálfstæðisflokknum virðist vera að takast að drepa umræðunni um mál- ið á dreif og valda þannig óbætanleg- um skaða á samningsaðstöðu íslend- inga þegar (ekki ef) þeir loks sækja um aðild að Evrópusambandinu. Þá munum við hugsanlega standa frammi fyrir því að Malta og Kýpur, smáþjóðir á þröskuldi Evrópusam- bandsaðildar, verði búnar að semja sig nánast áhrifalausar inn í sam- bandið, því þær vilja inn, hvað sem það kostar. Þá þýðir lítið fyrir okkur að krefjast framkvæmdastjóra og neitunarvalds í okkar aðildarviðræð- um. Þá stöndum við ffammi fyrir þeim orðna hlut að vera endanlega dottnir í dvergríkjakategoríuna. Það verður verk Sjálfstæðis- flokksins, sem ekki þorði að standa uppi í hárinu á formanni sínum sem var í óða önn að láta erlendar auglýs- ingastofur hanna á sig ,Jandsföður- ímynd“ og vildi ekki gára vatnið. Það verður verk laumuevrópusinn- ans Halldórs Asgrímssonar, sem ekki þorði að taka Evrópuslaginn inni í eigin flokki þegar á hólminn var komið, þorði ekki einu sinni að greiða atkvæði með Evrópska efria- hagssvæðinu, þó hugur hans stæði til þess. Þar braut hann sinn þing- mannseið og gekk gegn eigin sann- færingu. Það þýðir ekki að ásaka aðra, þar sem ekki er hægt að ætlast til þess að Alþýðubandalagið breyti út af þeirri venju sinni að vera á móti góðum mál- um og þá sérstak- lega þegar þau snerta samstarf við lýðræðisríki. Öðru máli gegnir þegar tala á um einræðisseggi og fjöldamorðingja í Austur-Evrópu, mannréttindabijóta og últra- ftjálshyggjuríkisstjómir í Suðaustur- Asíu. Þá er talað fjálglega um al- þjóðlega samvinnu á þeim bænum. Það vill svo til að Evrópumálin koma inn á alla málaflokka „inn- lenda.“ Svo er það að í flestum til- fellum þegar menn vilja gera eitt- hvað betur í pólitískum efhum, þá inniber það meiri pening til einhvers, eða þá að menn skipuleggja sig til að geta komið meiru í verk fyrir sama eða minni pening. Evrópusambandið hefur skilað öllum aðildarþjóðum sínum verulegum fjárhagslegum ávinningi, beinhörðu gulli og silfri. Þá er ekki minnst á hinn menningar- lega ávinning sem felst í svo nánu samstarfi ólíkra þjóða og einstak- linga. En þar erum við kannski komin að kjama málsins. Kannski óttumst við Islendingar einfaldlega útlendinga. Ungur framámaður í Alþýðubanda- laginu lýsti á dögunum fyrir mér hvemig hann, sem hefur verið ötull þátttakandi í alþjóðasamstarfi á ýms- um vettvangi, hefði ævinlega verið troðinn í svaðið fyrir þær sakir einar „A fundi á Suðurlandi á dögunum, sem sjónvarpað var beint af Stöð 2, lýsti Guðni Ágústsson, fyrsti maður á lista Fram- sóknarflokksins þar í kjördæminu, yfir, allnokkuð í anda krúnurakaðra erlendra fótboltabullna, að honum finndist að „ísland ætti að vera fyrir íslendinga," þegar hann var spurður út í afstöðu sína til flóttamanna og nýbúa á íslandi." að vera íslendingur. Að tilheyra svo fámennri þjóð. Það var að heyra á máli hans að þessi reynsla væri þess valdandi að hann efaðist stórlega um gildi þess að vera með í slíku samstarfi, sem Evrópu- sambandið væri. A fúndi á Suður- landi á dögunum, sem sjónvarpað var beint af Stöð 2, lýsti Guðni Ag- ústsson, fyrsti maður á lista Fram- sóknarflokksins þar í kjördæminu, yfir - allnokkuð í anda krúnurakaðra erlendra fótboltabullna - að honum finndist að „Island ætti að vera fyrir Islendinga," þegar hann var spurður út í afstöðu sína til flóttamanna og nýbúa á íslandi. Ungir jafnaðarmenn lögðu, á fúndi í Háskóla íslands tveim dögum síðar, spumingu fyrir Halldór Ás- grímsson formann Framsóknar- flokksins varðandi þetta tilsvar Guðna og hvort hann væri sammála þessari yfirlýsingu. Hann kvaðst vera það á þeirri forsendu að þeir sem hingað kæmu til dvalar væru ís- lendingar. Samkvæmt þeirri lógík formanns Framsóknarflokksins, hlýtur systir mín, sem búsett hefur verið í Svíþjóð frá árinu 1976 að vera Svíi, þó hún ku vera komin út af Agli Skallagrímssyni í báðar ættir. Höfundur er heimspekinemi og skipar 4. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík. “FarSide" eftir Gary Larson. Alaugardaginn efndu há- skólastúdentar til fjöl- menns fundar í Háskólabíói með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Frammistaða Fridriks Sophussonar fjármálaráð- herra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins þótti ekki líkleg til að afla flokkn- um margra atkvæða. Hann varði af hörku allar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar gagn- vart námsmönnum á yfir- standandi kjörtímabili og sá ekki nokkra ástæðu til að slaka á klónni þrátt fyrir „Hann hefur verið sleginn aftanfrá, ekki spurning . og við fyrstu athugun, og þá miða ég við banasárið, myndi ég segja að morðvopnið sé einhverskonar þungur og ávalur hlutur." batnandi tíð. Dagur Egg- ertsson einn vaskasti for- ystumaður stúdenta spurði Friðrik í þaula um lánamál stúdenta. Friðrikfór undan í flæmingi en klykkti út með því að segja við Dag: Þú skilur þetta þegar þú verðurfullorðinn. Þetta vakti skiljanlega litla lukku hjá stúdentum, enda sjald- gæft að stjórnmálamenn geri sig bera að svo ömur- legri fyrirlitningu á „hæst- virtum kjósendum"... Annað tilsvar úr kosningabarátt- unni. Ögmundur Jón- asson er nú sem óðast að tileinka sér nýtt hlut- verk í lífinu, og fer mik- inn sem frambjóðandi Alþýðubandalagsins. Um helgina var hann að boða orðið í Kringlunni ásamt fleiri alþýðubandalags- mönnum. Hann vék sér meðal annars að manni sem hélt á litlu barni í fang- inu. Ögmundur klappaði snáðanum og sagði kump- ánlega við manninn: Þessi á að erfa landið. Pabbinn lét sér fátt um blíðuhót frambjóðandans finna, sneri uppá sig og sagði: Já, og skuldirnar líka! Þarmeð lauk samtalinu... Oddviti Þjóðvaka á Reykjanesi, Ágúst Einarsson prófessor, hefur uppá síðkastið skrifað nokkrar vandlætingafullar greinar um spillingu í stjórnmálum. í DV í gær réðst hann til að mynda harkalega gegn Ól- afi Ragnari Gríms- syni. Þegar Ólafur Ragnar var fjármála- ráðherra keypti hann, sem frægt er orðið, verðlítinn gagnagrunn af þrotabúi Svarts á hvítu fyrir metfé. ÁrásirÁgústs á Ólaf Ragn- ar vegna þessa máls eru mjög kynlegar í Ijósi þess að aðstoðarmaður Ólafs Ragnars í fjármálaráðu- neytinu er nú 3. maður á lista Þjóðvaka í Reykjavík... Bíó bíó dagsins fslenskir bíómógúlar segja gjaman að þeir séu ávallt með það nýjasta og besta á boðstólum. Svo er ekki ef miðað við lista sem birúst nýverið í kvikmyndatímaritinu Premiere. Þar eru teknar saman stjömugjafir 15 helstu krítíkera í USA árið 1994 og myndunum raðað í sæti út frá sam- tölunni. Meðal krítíkerana má meira að segja finna glópinn Maltin hjá Entertainment Tonight sem er hafð- ur í hávegum hérlendis. Á topp tíu listanum hefur meirihlutinn ekki verið sýndur hér en það má alltaf segja eins og Friðrik Þór, og bíó- eigendur taka undir þegar krítíkerar era óþægir, að það sé lítt að marka þennan þjóðflokk. 1. Hoop Dreams 2. Pulp Fiction 3. Quiz Show 4. Ed Wood 5. Red 6. Little Women 7. Eat Drink Man Woman 8. Heavenly Creatures 9. The Madness of King George 10. Thirty-Two Short Films about Glenn Gould Fimm á förnum vec Hvað heitir varaformaður Framsóknarflokksins? (Rétt svar: Guðmundur Bjarnason.) Elín Gissurardóttir, matráðs- kona: Ég veit það ekki. Ómar S. Helgason, nemi: Ég hef ekki hugmynd um það. Marzilía Ingvarsdóttir, hús- móðir: Ég man ekki hver kom í staðinn fyrir Halldór. Margrét Björnsdóttir, þjónn: Það er hann Finnur lngólfsson. Elín Kristjánsdóttir, nemi: Ég man það ekki... Heyrðu, jú annars. Það er hann Guðmundur Bjamason. V i t i m e n n Ha, 16. sætið, guð minn góður. Nú ertu að grín- ast, shit. Ég veit ekki hvað ég á að segja. Deborah Dagbjört Blyden þolfimi- kennari sem sett var á framboðslista Þjóðvaka í Reykjavík að henni for- spurðri. Mánudagspósturinn í gær. Bifreiðatjón í umferðinni kostar mikið fé: Milljón á klukkustund. Fyrirsögn í DV í gær. Hitt þarf augsýnilega ekki að deila um að félagshyggja eða sósíalísk hugmyndafræði hefur að einhverju marki verið leidd til öndvegis við stjóm Reykjavíkur- borgar. Leiðari Guðmundar Magnússonar f DV í gær. Framsóknarmenn hafna alfarið inngöngu í Evr- ópusambandið, bæði nú og í náinni framtíð. Tíminn á laugardaginn. Ég hef aldrei drepið mann, ég hef aldrei nauðgað konu, ég hef aldrei stolið eða logið, en ég hef gert margt annað. Steingrímur St. Th. Sigurðsson málari. Tíminn á laugardag. í ljósi stjórnmála vetrar- ins er raunar merkilegt, að rúmlega helmingur kjósenda skuli þegar hafa gert upp hug sinn og valið milli keimlíkra kjósenda. Leiðari Jónasar Kristjánssonar í DV á laugardaginn. V e r öId ísa Thomas Alva Edison tilheyrir þokkalega stómm hópi snillinga sem vom algjörir slúbbertar í skóla. (Albert Einstein, Isac Newton og Louis Pasteur em þrír aðrir sem mætti nefna í því sambandi.) Móðir Edisons, sem sjálf var kennslukona, varð svo yfir sig hneyksluð þegar hún sá einkunnimar sem Tommi litli kom með heim úr skólanum að hún tók hann þaðan og kenndi honum sjálf. Isaac Asimov's Book ofFacts

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.