Alþýðublaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
S k o ð a n i r
Kvótakerfið og Vestfirðir
Mesti örlagavaldur vestfirskra
byggða er án efa fiskveiðistjómun
síðustu ára. Kvótakerfið, eins og það
hefur verið framkvæmt síðustu árin,
hefur komið langharðast niður á
Vestfirðingum. A því leikur enginn
vafi. Forsenda þess, að Vestfjörðum
takist að rífa sig upp úr núverandi
lægð, er að þeir fái leiðréttingu sinna
mála. I það minnsta verðum við
Vestfirðingar að fá
að sitja við sama
borð og aðrir
landsmenn hvað
veiðamar varðar.
En það höfum við
ekki gert, eftir að
kvótakerfið kom til
sögunnar. Afleið-
ingamar þekkja all-
ir Vestfirðingar.
Alþýðuflokkur-
inn hefur sett fram ákveðnar hug-
myndir um nýja sjávarútvegsstefnu,
þar sem hann vill gjörbreyta núver-
andi stjómun.
Sú stefna, sem nú er framkvæmd
hefur bmgðist, og er svo hrópandi
ósanngjöm, að til upplausnar horfir í
þjóðfélaginu. Þrátt fyrir ákvæði í
lögum um að auðlindir sjávar séu
sameign þjóðarinnar er í reynd að
skapast séreign örfárra aðila á afla-
heimildum, og þar með eignarréttur
á stærstu auðlind þjóðarinnar. Afla-
heimildir em seldar, keyptar og veð-
settar á sama hátt og um löglega eign
væri að ræða.
Alþýðuflokkurinn vill tryggja
stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, og
jafnvel banna veiðar stórra togara á
gmnnslóð, meðan verið er að byggja
upp fiskistofnana á ný. Jafnframt
teljum við nauðsynlegt að breyta
kerfinu þannig, að tryggt sé að eng-
inn hvati sé tii þess að henda verð-
minni fiski á hafi úti.
Við höfum einir flokka sett fram
þá skoðun, að koma beri á gjaldtöku
fyrir afnot af auðlindinni. Afgjaldið
viljum við nota til að standa straum
Pallborðið |
pr*s Ægir
r- Hafberg
skrifar
af nauðsynlegri hagræðingu innan
sjávarútvegsins; meðal annars nota
það til að kosta tilraunaveiðar á nýj-
um tegundum, ekki síst á djúpmið-
um. Einnig kemur tii greina að veita
því til að efla þróun nýrra afurða úr
sjávarútvegi.
Við alþýðuflokksmenn ítrekum þá
afstöðu að komið verði á veiðigjaldi
fyrir afnot af auðlindinni í áföngum,
og teljum að far-
sæi ieið sé, að
með stækkun
fiskistofnanna
verði viðbótar-
kvóta úthlutað
gegn gjaldi. Sú
siðspilling er
óþolandi, sem
viðgengist hefur
um langa hríð, að
einstaklingar
braski með sameign þjóðarinnar og
hafi tekjur af sölu eða leigu veiði-
heimilda, sem þeim voru afhentar án
endurgjalds.
Með tilkomu kvótakerfisins urðu
til verðmæti, sem fólust í því að tak-
mörkuðum heimildum var úthlutað
til að veiða úr sameiginlegum fiski-
stofnum þjóðarinnar. Þessar heim-
ildir em verðmæti, sem þjóðin öll á
að njóta afrakstursins af.
Öllum má vera ljóst, að við núver-
andi kerfi er einfaldlega ekki hægt að
una lengur. I því braska menn með
kvóta, kaupa hann og selja, án þess
að hafa í upphafi þarft sjálfir að
greiða einn einasta eyri fyrir. í dag er
staðan þannig, að útgerðin greiðir nú
þegar hátt veiðigjald vegna innbyrð-
is viðskipta með kvóta. Afraksturinn
af þessum viðskiptum lendir í vasa
örfárra sægreifa í stað þjóðarinnar,
sem er þó hinn raunverulegi eigandi
verðmætanna.
Ég lúllyrði það, að með kvótakerf-
inu er búið að afhenda þessum örfá-
menna hópi útvaldra milljarða verð-
mæú, sem þeim ber enginn
réttur til. Þetta er mesta eignatil-
„Ég fullyrði það, að með kvótakerfinu er búið að afhenda þessum
örfámenna hópi útvaldra milljarða verðmæti, sem þeim ber enginn
réttur til. Þetta er mesta eignatilfærsla í sögu lands og þjóðar."
færsla í sögu lands og þjóðar.
Þessu verður að breyta. Það má
ekki gerast, að þjóðin sé svipt gríðar-
legum verðmætum; bátaflotinn nán-
ast rústaður, til þess að sægreifamir
maki krókinn. I það minnsta geta
Vestfirðingar ekki unað þessu kerfi
lengur.
Höfundur er sparisjóðsstjóri á Flateyri,
og skipar annað sæti á lista
Alþýðuflokksins á Vestfjörðum.
„Er þetta Jakob bóndi? Já, ehemm... Mig langaði bara til
að láta þig vita að hlöðudyrnar þínar eru opnar. He! He!"
Framkvæmdastjórar
stjórnmálaflokkanna
hafa fundað talsvert um
auglýsingamál vegna kosn-
ingabaráttunnar, og leitað
samstöðu til að stilla til-
kostnaði í hóf. Einkum hafa
sjálfstæðismenn reynt að
fá aðra flokka til að tak-
marka auglýsingarnar. Þeir
virðast núna hafa ákveðið
að vera ekkert að spara við
sig og eru byrjaðir á mikilli
auglýsingaherferð. í Morg-
unbladinu í gær voru þrjár
stórar og rándýrar auglýs-
ingar: Ein
heilsíða um
fundaherferð
Davíðs
Oddssonar,
önnur um
stefnu flokks-
ins í Reykja-
neskjördæmi
og auk þess
flennistór aug-
lýsing um
fund Davíðs
og Þorsteins
Pálssonar á
Hvolsvelli. Auglýsingar í
Mogganum kosta sitt, og
sú tíð er víst liðin að Sjálf-
stæðisflokkurinn þurfi lítið
eða ekkert að borga. Sam-
kvæmt auglýsingatöxtum
Moggans kosta þessar
þrjár auglýsingar vel yfir
800 þúsund krónur. Svona
eru nú sjálfstæðismennirn-
ir duglegir að spara...
Margt listamannshjartað
slær örar þessa daga, enda
eru úthlutunarnefndir
launasjóðanna að Ijúka
störfum. Rithöfundum
berst þannig
um þessar
mundir bréf
frá stjórn
launasjóðs-
ins, þarsem
þeir fá að vita
hvort þeir eru
í hópi hinna
útvöldu þetta
árið. Miklar
deilur hafa
staðið um
launasjóðinn í
vetur og ekki
er að efa að sú verður
raunin núna líka, þegar
gert verður opinbert hverjir
fá laun - og hverjir ekki...
Þjóðvaka tókst loksins að
koma saman lista á
Austurlandi - Jóhönnu
Sigurðardóttur til mikils
hugarléttis - og er Snorri
Styrkársson í efsta sæti,
einsog Alþýðubladid hafði
náttúrlega löngu séð fyrir.
Lítil stemmning er hinsveg-
ar í kringum Þjóðvaka
þarna eystra og flokksfor-
ystan í Reykjavík gerir ekki
ráð fyrir mikilli uppskeru...
Útþrá dagsins
Útþrá íslenskra námsmanna
hefur frá upphafi vega verið
með miklum ólíkindum og spek-
ingar hafa jafnlengi sagt, að
hvati þessarar löngunar sé ekki
einungis ævintýravonin heldur
kannski fremur samhengið við
gæði þess náms sem boðið er
uppá hér á Iandi. Samband ís-
lenskra námsmanna erlendis
hefur nú sent Alþýðublaðinu
yfirlit yfir félaga sína á útlenskri
grundu:
Austurríki 13, Bandítríkin 599,
Belgía 11, Danmörk418, England
148, Finnland 24, Frakkland 71,
Grikkland 1, Holland 48, Japan 3,
Kanada 36, Kína 1, Mexíkó 2,
Norður-írland 2, Noregur 149,
Pólland 2, írska lýðveldið 1, Rúss-
land 5, Þýskaland 217, Skotland
55, Spánn 21, Israel 1, Astralía 9,
Suður-Afríka 1, Svíþjóð 153,
Sviss 10, Ítalía 50, Tékkland 7,
Ungvetjaland 2, Wales 4.
Samtals eru þetta 2079 ís-
lenskir námsmenn eða tæpt 1 %
þjóðarinnar sem valið hafa sér
útlönd sem námsstað - ýmissa
hluta vegna.
Þuríður Friðriksdóttir, fram-
kvæmdastjóri: KA vinnur auðvit-
að í fimm leikjum og Alfreð verður
nær dauða en lífi af þreytu.
Sandra Sveinsdóttir, þjónn:
KA vinnur. Þeir eru svo sterkir um
þessar mundir.
Berglind Þórólfsdóttir, banka-
maður; Valur vinnur í fjórum eða
fimm leikjum. En þeir munu svo
sannarlega þurfa að hafa fyrir því.
Nína Jónsdóttir, bankamaður:
Valur vinnur þetta með yfirburðum.
Oddlaug Árnadóttir, nemi: Ég
held með KA fyrst Víkingar ern
fallnir útúr myndinni.
V i t i m e n n
o
Unga kynslóðin
fítnar fljótt.
Fyrirsögn í Mogganum í gær.
Með fráleitum
fullyrðingum og hreinum
ósannindum hefur
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir sett sig á bekk með
þeim stjórnmálamönnum
sem stunda lágkúruieg
vinnubrögð.
Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins. Mogginn í gær.
Ótrúleg lágkúra.
Fyrirsögn á grein Árna Sigfússonar
um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.
Mogginn í gær.
Kosningabaráttan hefur
farið hægt af stað.
Þótt aðeins hálf fjórða
vika sé til kosninga, er
lítill stjórnmálasvipur á
samfélaginu. Frambjóð-
endur hafa um fátt að
tala, af því þeir hafa fátt
til málanna að leggja
annað en margtuggnar
klisjur úr fyrri kosning-
um og frá fyrri
áratugum.
Jónas Kristjánsson, leiðari DV í gær.
Demi Moore er ekki bara
falleg: Bæði vel gefin og
hæfileikarík.
DV í gær.
Ella alein í ellinni.
Fyrirsögn í DV í gær
um Ellu Fitzgerald.
Óstaðfestar heimildir
segja að þegar skálað var
í kampavíni eftir athöfn-
ina, hafi einn gestanna
litið yfir meyjahópinn og
sagt: „If tits could kill,
I’m dead.“
Kynleg umfjöllun í spegli Tímans
í gær um brúðkaup hinnar göfugu
Pamelu Anderson og þungarokkarans
ófrýnilega, Tommy Lee.
Parið dreypti á kokteii á meðan
klerkur las yfir þeim.
Það sköpuðust nokkrar umræður ár-
ið 1912 um hvort veita ætti Thomas
Alva Edison og rafmagnsverkfræð-
ingnum Nikola Tesla Nóbelsverð-
launin sameiginlega. Báðir verð-
skulduðu heiðurinn fyllilega, en
Tesla stóð sjálfur í veginum. Tesla
fyrirleit Edison nefnilega af öllu
hjarta og trúði því staðfastlega að
hann hefði hlunnfarið sig afar illi-
lega í viðskiptum. Hin háæruverð-
uga Nóbelsverðlaunanefnd reyndi
hvað hún gat til að sannfæra sérvitr-
inginn um að hætta þessum þvætt-
ingi, en Tesla gaf sig hvergi þannig
að á endanum gafst nefndin upp á
deilunum og afhenti sænskum vís-
indamanni Nóbelinn það árið. Sá
þótti vitaskuld ólíkt ómerkilegri vís-
indamaður en þeir tveir fyimefndu
og nokkrar athugasemdir vom gerð-
ar við valið, en þá var hinsvegar
komið að nefndinni að standa fast á
sínu. Og hún gerði það svikalaust.
Byggt á Isaac Asimov's
Book of Facts.