Alþýðublaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 f M e n n i n g Viðtal um viðtöl?! Jakob Bjarnar Grétarsson tók viðtal við viðtalarann Baldur Bragason sem vill ekki grilla viðmælendur sína. Hann segir um sjálfan sig „Maður er ekki einhver móralskur hákarí " Baldur Bragason athugar hvort segulbandstækið virki ekki eftir gott viðtal. AmVndEói. Baldur Bragason hefur verið aberandi í bæjarlífinu að undanfömu en líklega er hann þekktastur fyrir viðtöl sín sem em mjög sérstök. Hann er 25 ára og kom heim í fyrra- sumar eftir að hafa verið t Los Ange- les þar sem hann var við ljósmynda- nám. Hann varð svo frægur að kom- ast í starfsnám hjá herraritinu Play- boy, „mikil vinna og lítil laun,“ segir Baldur en hann var þar í tvo mánuði hjá öðmm af aðalljósmyndurum tímaritsins á Vesturströndinni. „Hann heitir Arnie Frietag og hlýt- ur að vera kominn undan einhveijum nasistaforingjum - erfiðasti maður sem ég hef unnið með á ævinni.“ Baldur lenti í sérkennilegu atviki þegar hann var með ljósmyndasýn- ingu fyrr í vetur undir yfirskriftinni „Nekt“. Þá tók dónakall upp á því að hringja í stúlkur víða um bæ, kynna sig sem starfsmann hans, og vildi fá að hitta þær. En það var ekki ætlunin að ræða við Baldur um Playboy eða dónakalla þó freistandi sé heldur um viðtöl. „Karakterviðtöl," segir Baldur um það hvers konar tegundir viðtala hann aðhyllist. „Sem ljósmyndari reyni ég að búa til portrett með orð- um sem vinna saman með myndinni og öfugt.“ Baldur nýtur þess sem viðtalari að vera jafnframt ljósmyndari. Hann er ómyrkur í máli þegar talið berst að stöðu íslenskra viðtala. „Hér ríkir óttaleg stöðnun. Það er inn á milli sem maður sér einhveijar tilraunir til að brjóta sig út úr ramm- anum en það er bara svo á íslandi að það má ekki gera neitt nýtt. Það em allir voðalega hræddir við það hvort sem það em auglýsingar, ljósmynd- un eða blaðamennska. Með blöðum eins og Helgarpóstinum, Pressunni, Eintaki og Morgunpóstinum kom þessi „investergate reporterstíir það er að grilla grey viðmælandann þannig að hann muni forðast blaða- manninn það sem eftir er í næturh'f- inu. Ég hef nú haft það að leiðarljósi að fólk sem ég ræði við geti sest nið- ur með mér eftir á og fengið sér í glas - ég vil að þetta fólk sé vinir rnínir áffarn eftir að viðtalið birtist. Það vantar oft þetta gamla góða að aðgát skal höfð í nærvem sálar. Fólk lætur oft ýmislegt út úr sér í hita samtalsins sem betur má kyrrt liggja og þá finnst mér að maður eigi hafa þá sið- gæðislegu ábyrgðarkennd, þó að maður sé með sönnun á teipi þess efnis að fólk hafi sagt þetta, að oft sé betra að láta kyrrt liggja. Ég hef fengið símtal frá fólki dag- inn eftir sem hefur sagt við mig: „Heyrðu Baldur minn. Þetta sem ég sagði í gær- kvöldi..., værirðu ekki til í að slípa það aðeins til.“ Mér finnst það ekkert nerna sjálf- sagt.“ Það kemur enginn upp í huga Baldurs þegar hann er beðinn um að nefna þann Is- lending sem stendur fremstur í þvi að taka viðtöl né heldur að hann kannist við það að eiga einhverjar fyrirmyndir. Hann segir að það hafi fýrst og fremst verið brennandi áhugi á fólki sem rak hann út í þessa starfsgrein, „hálfgerð eigin- hagsmunastaifsemi," og hann ítrekar það þegar hann er spurður hvað góður viðtalari þurfi að hafa til bmnns að bera. „Það er að vera opinn fyrst og fremst og hafa virkilegan áhuga á manneskjunni sem hann er að taka viðtal við. Þetta má ekki bara vera djobb. Hann þarf að hafa húmor og það þarf að myndast „rapport" á milli þannig að manneskjan hafi gaman af því að láta taka viðtal við sig. Umræðuefnið þarf að vekja áhuga - ekki sömu mjatlspurningarnar aftur og aftur. Síðan er það allra mikilvægasta sem er að læra að halda kjafti. Tala ekki of mikið. Það er oft sem ég hef fengið mín skemmtílegustu svör þegar að ég hef komið fram með spurningu, henm er svarað svona! og síðan segi ég ekkert í smá stund og þá kem- ur oft meira „interestíng“ út úr spumingunni heldur en ella. Fyrst þegar ég byijaði á þessu var mikil rannsókn gerð og bakgrunnur persóna skoðaður og skrifaður niður hundrað orða spumingalistí. Ég gafst upp á því eftír annað viðtalið mitt. Yfir höfuð fer ég bara, sest nið- ur, mynda mér engar fyrirffam hug- rnyndir um hvað ég ætla að tala um og spila þetta algjörlega eftir eyr- anu.“ Baldur leggur ekkert sérstaklega mikið upp úr staðnum þar sem hann hittir viðmælendur sína. vil hitta fólk á frekar „nutral" stað. Ég hef bæði farið inn á heimili fólks og tvisvar hefur einhver koniið heim til mín og yfir höfuð kveiki ég ekki á segulbandstækinu fyrr en ég er búinn að rabba um daginn og veg- inn í svona hálftíma. Kynnumst hvort öðm örlitíð. Suma þessara að- ila þekki ég í gegnum bransann eða er málkunnugur þeim. En þegar við setjumst niður þá náttúmlega setur viðmælandinn ósjálfrátt upp vöm. Maður þarf að mjatla hann aðeins niður svo að fólk sjái að maður er ekki einhver móralskur hákarl." Já, verðurðu var við að fólk sé mjög vart um sig og treysti þér ekki? „Það em margir sem em mjög opnir en þeir hafa vanalega ekki gert þetta áður. En það er mikið um að þessir þjóðfrægu aðilar sem ég tala við hafi lent í rangtúlkunum og að það sem þeir segja sé slitið úr samhengi og að þeir séu mis- skildir - þeir em mjög varir um sig. Það tíðkast til dærnis hjá Playboy, sem er með einhver vönduðustu viðtöl sem þekkj- ast, að leyfa fólki ekki að rit- skoða sjálft sig. En það hefur aðeins komið tvisvar íyrir hér heima að fólk hefur ekki farið fram á að lesa viðtölin mín yfir. Ég hef ekki viljað leyfa fólki að endurorða eða fegra sitt mál heldur kýs frekar að fólk komi til dyranna eins og það er klætt og allar slettur og orðatiltæki haldi sér - ég er ekkert að fegra það fyrir fólk.“ Baldur segist vera um tvo tíma að jafnaði að vinna viðtöl en á því sé allur gangur. Hann hefur lent í því að klára þriggja tíma spólu og nokkra tíma til í kjaftatöm við viðmælanda. Þegar hann vinnur viðtöl hlustar hann á segulbandstækið og vél- ritar það upp og breytír aldrei röðinni í samtalinu. Hann nefn- ir tvo menn sem eftirminnileg- ustu viðmælendur sína. „Manuel Colsi', franski þjónninn á Cafe París. Það var afskaplega skemmtilegt viðtal. Og Baltasar Kormákur. Það sem gerði þau viðtöl var ijöl- breytni og innsýn í eitthvað nýtt. Balti sýndi á sér nýja hlið og ég var búinn að mynda mér ákveðna skoðun á manninum og hann gjörbylti henni.“ Baldur segist ekki lengur taugaveiklaður þegar hann hittir viðmælendur. „Ekki lengur. Ég var það fyrst. Feiminn og stressaður og hélt að ég væri að gera mig að fífli. Hvort ég mætti þegja í smá stund. Ef ég var ekki með spuminguna alveg á nippinu - hvort ég væri að eyða tíma þessa fræga fólks. En núna geng ég inn í þetta sem jafningi. Maður hefur kynnst því að fólk sem baðar sig í sviðsljósinu er bara manneskjur eins og ég og þú og þeg- ar maður sest niður með þeim í eld- húsi heima hjá þeim eða á kaffihúsi einhvers staðar þá skín það í gegn. Og maður er alveg hættur að vera taugaveiklaður. Það er helst að ég sé taugaveiklaður núna þegar verið er að taka viðtal við mig. Eg passa mig rosalega.“ Listvænt um næstu helgi • • Örninn Örvar • Einar Már • Helgi Þorgils • Sokolov • Matur, drykkur... Leiklist Árni Pétur Guð- jónsson, leikari: „Eg ætla að sjá Loft- hrædda örninn hann Örvar í Þjóðleikhús- inu. Þar leikur kollegi minn Björn Ingi sem ég er að vinna með núna og sá sem setur sýninguna upp er ansi flottur Svíi sem kom með einleikinn Hamlet og sýndi í Borgar- leikhúsinu fyrir nokkru. Eg held að þetta sé mjög góð sýning fyrir börn svona frá sex ára upp í hundrað og sex ára. Ég er að verða fertugur þann- ig að þetta er akkúrat fyrir mig." Myndlist Aðalsteinn Ingólfs- son, listfræðingur: „Ég er alveg ákveðinn í því að skoða sýningu Helga Þorgils Frið- jónssonar í Nýlista- safninu mjög gaumgæfilega. Helgi er einn sterkasti persónuleikinn í mynd- listyngri manna." Tónlist Jónas Sen, píanó- leikari: „Ég hugsa að ég fari á tónleikana í (slensku óperunni með rússneska píanó- leikaranum Grigory Sokolov. Fyrir því eru tvær ástæður: Hann ku vera frábær píanóleikari - ég hef aldrei heyrt í honum enda hefur hann ekki spilað mikið á Vesturlönd- um. Hin ástæðan er sú að ég er sjálfur að fara að gera geisladisk og hann er með eitt verkanna á efnisskránni, Kreisleriana eftir Schumann, en það verður einnig á disknum mínum. Þetta er skal hpre fyrir mig." Bóklist Silja Aðalsteins- dóttir, oand mag: „Ég er eiginlega, bæði mér til gagns og gamans, að lesa allan Einar Má. Ég er að undirbúa mig fyrir meiriháttar viðtal sem ég ætla að taka við hann fyrir TímaritMáls og Menningarþannig að ég er að rifja upp bækurnar og sjá út allskonar mynstur til að spyrja hann útí." Bíólist Emilíana Torrini, söngkona: „Mig lang- ar til þess að sjá þessa matarmynd (Matur, drykkur, maöur, kona) í Stjörnubíói. Ég hef ógeðslega gam- an að svoleiðis myndum. Ég sá einu sinni í sjónvarpinu mynd sem var bara um mat og maður verður alveg trylltur og fer strax að elda sér ein- hverja tíu rétta máltíð." Tllgangur lífsins eftir Mugg Magnússon Tilgangur lífsins er að fúlla í kramið. Engum líkar við þann scm sker sig úr fjöldanum. I>eUa vissi Leonard Zelig manna best cn liann gckk rcyndar full langt í því fyrir minn smekk. Nú á að kjósa ungt fólk á þing af því að það er ungt. Nú á að kjósa konur á þing af því að þær eru konur. Þetta finnst mér alveg sjálfsagt mál enda eiga al- þingismcnn að vera þverskurður þjóðarinnar. Ég vil í raun ganga enn lcngra í þessum efnum. Mér finnst alþingismenn full grcindir-almenn- ingur verður að gcta fundið sig betur í þeim. Því segi ég að þeir sem eru í framboði ættu að hafa þá sóma- kcnnd til að bcra að leita til sálfræð- ings (þeim veitir ekki af bissnisnum) og taka greindarpróf. Ef greindin er of mikil nú eða of lítil þá ættu þeir hinir siimu að draga sig til hlés. Það hcld ég. Hvor er flottari, Hilmar eða Ingvar? Nú standa yfir æfingar á Litla sviði Þjóðleikhússins á leikritinu Femardo Krapp sendir bréf í leik- stjóm Maríu Kristjánsdóttir út- varpsleikhússstjóra. Það verður fyrsta verkefni Litla sviðsins á næsta leikári, frumsýnt næsta haust. Leik- ritið er eftir þýskt leikskáld að nafni Dorst sem er mikið í tísku núna. Leikritið byggir á spænskri smásögu sem skrifuð var uppúr aldamótum. Bréfið sem Fem- ardo - leikinn af Ingvari E. Sig- urðssyni - skrifar er bónorðsbréf til spúsu nokkurrar sem Halldóra Björnsdóttir leikur. Hún er undir hælnum á föður sínum sem túlkaður er af Jóhanni Sigurð- arsyni. Karlinn er blankur og vill selja stelpuna og Femardo mætir til leiks og borgar skuldir og virðist vera ákjósanlegur tengdasonur. Hængurinn er sá að verðandi brúður lítur ekki sömu augum á málið. Til að skapa hinn klassíska þríhyrning kemur Hilmar Jónsson fram á sjón- arsviðið í hlutverki glæsilegs greifa... Radíusbræður túra Það em ekki bara hljómsveitar- töffarar sem gera sitt besla til að halda sveitalubbanum á spariskón- um. Dónagrínaramir Steinn Ar- mann Magnús- son og Davíð Þór Jónsson. öðm nafni Radíusbræð- ur, em með mik- inn leiðangur í bí- gerð. Þeir hyggjast fara hringinn og troða upp með dagskrá sína á krám og í félagsheimilum víðs vegar um landið. Til þessa hafa þeir svo til eingöngu verið með Radíuskvöld í Reykjavík og nágrenni en nú gefst landsbyggðarfólki semsagt tækifæri til að berja þá félaga augum á sviði en þeir em vísast þekktastir fyrir stutta leikþætti í Dagsljósi. Túrinn hefst um miðjan maí og stendur í mánuð... Dræm aðsókn á Kabarett Söngleikurinn Kabarett sem er á dagskrá Borgarleikhússins hefur valdið nokkmm vonbrigðum meðal þeirra sem halda um budduna og stúlkurnar í miðasölu leikhússins hafa átt náðuga daga. Sýningin hlaut misjafna dóma gagnrýnenda en þeir sem til þekkja segja að sýningin hafi slípast vemlega tíl og verði betri og betri. Og það væri í raun synd að missa af stjömuleik þeirra Eddu Heiðrúnar Bachmann og Ingvars E. Sig- urðssonar í aðalhlutverkunum en engar líkur em til þess að stykkið verði tekið upp á næsta leikári... Jón Stefánsson er kosmópólitanskur, rauðhærður Suðurnesjamaður. Hann á Ijóð Q|^QB3DŒBD99 vikunnar. Jón er fæddur 17. desember 1963 og hefur gefið út þrjár Ijóðabækur. Þetta hér er glænýtt úr smiðju skáldsins. Sorgmæddi hermaðurinn í birtingu héldum við tíu saman í leit að vatni. Þegar sólin var í hádegisstað, benti einn okkar á staðinn þar sem faðir hans hafði sýnt honum hreiður og fortíðin kom til okkar eins og lurðulegt ævintýri. Skömmu síðar fundurn við vatn, fyllmrn fötumar og snénim til baka. Eg var farinn að ftnna til í öxlunum þegar við mættum sorgmædda hermanninum. Hann lagði þung vopnin frá sér, gekk til okkar og sleit útlimina hvem af öðmm af félögum mínum, sönglandi: „Elskar mig, elskar mig ekki“. Þetta var ekki auðvelt verk og því kom vatnið sér vel. f

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.