Alþýðublaðið - 15.03.1995, Blaðsíða 8
* -r . A^'% Sí * * .. **»
\WRE VF/iZ/ flíiwllirDT Klilll WXUFÍffl
4 - 8 farþega og hjólastólabílar 4 - 8 farþega og hjólastólabílar
5 88 55 22 xITjx TIIU DTjTITITTI 5 88 55 22
Miðvikudagur 15. mars 1995 42. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Tekjufall sauðfjárbænda var 26% milli áranna 1992 og 1993. Fulltrúar á Búnaðarþingi segja bændur í sjálfheldu í sveitunum
Bændur eru á
heliarþrom
Afyrsta Búnaðarþingi sameinaðra bændasamtaka sem stendur
yfir á Hótel Sögu hefur komið fram að hagur sauðfjárbænda hef-
ur versnaðtil mikilla muna. Tekjufall þeirra milli áranna 1992 og
1993 er 26% eða úr 981 þúsund krónum niður í 726 þúsund.
Launagreiðslugeta sauðfjárbúa á ársverk árið 1993 var komið
niður í 191 þúsund krónur. Launagreiðslugeta kúabúa var hins
vegar 663.000 krónur á ári. Sæmundur Guðvinsson ræddi í gær-
dag við nokkra bændursem eru fulltrúará Búnaðarþinginu um
þær ógöngur sem sauðfjárbændur eru komnir í.
Búið að kippa hluta launanna í burtu
Dæmi sem
gengur ekki upp
- segir Álfhildur Ólafsdóttir bóndi í Engihlíð.
„Slæma atkomu sauðfjárbænda má
fyrst og fremst rekja til þess að það er
búið að kippa í burtu hluta af launun-
um en megnið af vinnunni stendur
eftir. Það er búið að skerða fram-
leiðsluheimildir svo gífurlega. Það
má segja að maður sem hafði heimild
til að selja kjöt af hundrað lömbum
fyrir nokkrum árum er kominn niður í
40 til 50 lömb. Eftir stendur hins veg-
ar litlu minni fastakostnaður," sagði
Álfhildur Ólafsdóttir bóndi á Engi-
hlíð í Vopnafirði.
Álfhildur býr félagsbúi með blönd-
uðum búskap þar sem er bæði fé og
loðdýr. Hún kvartar ekki undan af-
komu minkaræktarinnar en segir
stöðu sauðfjárræktar afleita.
„Þar erum við að tala um dæmi
sem gengur ekki upp. Það hafa sárafá-
ir sauðijárbændur hætt búskap vegna
þess að menn hafa ekki haft að neinu
að hverfa. Samhliða þessum sam-
drætti í ffamleiðsluheimildum hefúr
ekki verið staðið við fyrirheitin sem
gefin vom í búvörusamningnum um
að finna önnur viðfangsefni fyrir þetta
fólk. Von manna var sú að gróft
reiknað mundi annar hver sauðljár-
bóndi hætta og fá önnur störf í stað-
inn. Hinir hefðu þá eitthvað sem þeir
gætu lifað af,“ sagði Álfhildur.
Hún benti á að það væri ekki síður
atvinnuleysi í sveitum en í þéttbýli.
Atvinnuleysið í sveitum væri hins
vegar ekki skráð enda hefði réttur
bænda til atvinnuleysisbóta reynst
enginn eða alla vega mjög lítill þótt
þeir hefðu greitt sín tryggingagjöld.
Geta bændur þá hvorki lifað af
sauðfjárbúskap né hætt honum?
„Það má segja að stór hluti sauð-
fjárbænda hafi lent í þeirri stöðu.
Hver vill kaupa jörð sem hann hefur
engin not af? Hver vill kaupa Vífilfell
ef ekki má selja kók?“
Hvernig á að bregðast við þess-
um vanda?
„Það er alveg klárt að það er ekkert
eitt til ráða. Það versta sem menn
gerðu væri að einblína á einhveija
eina lausn til að breyta þessu. Sauð-
fjárræktin er auðvitað bara hluti af ís-
lenskum landbúnaði og sem betur fer
gengur betur í mjólkurframleiðslunni.
Við megum ekki líta svo á að þetta sé
eitt hörmungaástand. Það þarf margt
að koma til úrbóta. Við verðum að
horfast í augu við neyslubreytinguna
sem á auðvitað stóran þátt í þessum
Áifhildur: Hver vill kaupa Vífilfell
ef ekki má selja kók? A-mynd: E.ÓI.
samdrætti í framleiðslunni. Að ein-
hverju leyú er hægt að hamla gegn
henni og eðlilegt að þeir sem fram-
leiða lambakjöt reyni að halda sinni
vöm áffam í neyslu eins og aðrir
framleiðendur matvæla.
Við verðum hins vegar að horfast í
augu við það að innanlandsmarkaður-
inn er h'úll. Ef íslenskir bændur eiga
að geta framleitt eitthvað umtalsvert
af lambakjöú verða þeir lika að reyna
að flytja út kjöt. Menn em feimnir við
að tala um opinberan stuðning við út-
flutning því þetta var slíkt bannorð
um tíma. En menn em að uppgötva
það að þetta viðgengst í stómm súl
hjá öðmm þjóðum en héma sitja
menn eftir í súpunni."
En hvernig gengur með loðdýr-
in?
„Ég er búin að vera með loðdýrabú
í tfu ár og það gengur bærilega. Það
em minkar sem ég er með og það má
segja að verðlækkunin á skinnum hafi
komið seinna þar en í refnum. Hins
vegar höfum við ekki enn fengið þá
hækkun sem síðan er orðin á refa-
skinnum. Verð á minkaskinnum er of
lágt núna en ég hef trú á að þessi
framleiðsla eigi góða ffamúð fyrir sér.
Þó að skinnaframleiðsla hafi mætt
andstöðu sem kunnugt er þá er þetta
náttúmleg framleiðsla. Ég er þeirrar
skoðunar að við séum alltaf að færast
nær því að fólk meti það meira.
Hræðsla fólks við alls konar gerviefni
er alltaf að aukast og fasti markaður-
inn fyrir skinn er stór,“ sagði Alfhild-
ur Ólafsdóttir.
Bændur ganga á eignir og safna skuldum
Bændur í sjálfheldu
Alltof margir að
framleiða
- segir Einar J. Gíslason bóndi á Syðra-Skörðugili.
,A1ér er það óskiljanlegt hvemig
þeir sem em eingöngu með sauðljár-
bú geti lifað af þessu. Enda ganga þeir
á eignir sínar og safna skuldum. Það
er margt samverkandi sem veldur
þessu en þessi síminnkandi fram-
leiðsluheimild gerir þessa grein mjög
óhagkvæma," sagði Einar J. Gísla-
son bóndi á Syðra- Skörðugili í
Skagafirði.
Fjárstofn Einars var skorinn niður
fyrir allnokkrum ámm vegna riðu-
veiki en hann er kominn á stað með
sauðljárrækt á nýjan leik. Auk þess er
hann með loðdýrabú og hrossarækt
og segir að loðdýrabúið hafi komið
best út í fyrra vegna verðhækkunar á
skinnum.
„Stuðningur við að markaðssetja
lambakjöt erlendis var tekinn af okk-
ur um leið og útflutningsbætumar. En
þær vom auðvitað ekkert annað en
duldar atvinnuleysisbætur. Svo þegar
við fáum ekki lengur útflutningsbæt-
ur kemur atvinnuleysið í ljós. Við
sölu á fullvirðisréttinum náðist heldur
ekki sú fækkun í stéttinni sem reiknað
var með og það em alltof margir sem
em að framleiða þetta sem má frarn-
leiða. Menn fæm í stómm stíl úr
sveiúnni ef þeir hefðu að einhveiju
öðm að hverfa. En það er ekki nema
almenn launavinna sem kannski væri
hægt að fá og margir bændur famir að
fúllorðnast Það er þá illskárra að
hanga þama og éta upp eignimar. Og
þetta ástand verður til þess að það er
engin endumýjun í stétúnni," sagði
Einar.
Til hvaða ráða á að grípa?
„Ég held að það sé lágmarksstuðn-
ingur við sauðljárbændur að bein-
greiðslur, sem vom upphaflega mið-
aðar við 8.100 tonna ffamleiðslu,
haldist óbreyttar. Að auki þurfum við
að losna við birgðimar. Við emm
komnir með kjötbirgðir sem em
1.600 tonn. Ef settar væm eitt hundr-
að krónur á kíló til þeirra sem næðu
besta verði erlendis ætti það að skila
okkur um 250 krónum á kíló, en við
fáum engar beingreiðslur út á um-
framframleiðsluna."
En þessi birgðasöfnun átti ekki
að eiga sér stað?
„Það er rétt. Þegar rikið tók við var
það skilyrt að birgðimar fæm niður í
500 tonn og umframbirgðir áttu að
fara úr landi. En þær fóm aldrei úr
landi. Þetta fór allt á innanlandsmark-
Einar: Núverandi fyrirkomulag er
framleiðsluhvetjandi. A- mynd: E.ÓI.
að og keypt af kjötvinnslum og stór-
mörkuðum. Þama var bara sópað
undir teppið. Svo var verið að éta
þetta fram eftir lyrsta verðlagsárinu.
Þama byijaði strax vandi sem hefur
verið að hlaða á sig síðan. Að hluta til
er þetta uppsafnaður vandi frá ríkis-
valdinu. Þess vegna finnst mér að rík-
issjóður þurfi að tjármagna kostnað
við að losna við birgðimar. Við eig-
um að fá hreint borð og halda bein-
greiðslunum sem um var samið út
úmabilið meðan við emm að rétta
okkur af.
Þetta gæti líka orðið til þess að
minnka sölu framhjá kerfmu. Það er
verið að skera niður um 10% en við
eigum féð áfram og þá fer kjöúð bara
aðra leið á markað. Það er ekki æski-
legt lyrir ffamleiðendur eða neytend-
ur.“
En þú vilt halda beingreiðslum
óbreyttum?
,Já, ég vil að við fáum þær óbreytt-
ar þó að við seljum ekki þessi 8.100
tonn sem samið var um. Beingreiðsl-
umar eiga alltaf að minnka eftir því
sem salan minnkar. En ég vil halda
þessum beingreiðslum og að við fá-
um þær sendar þó við væmm ekki að
ffamleiða. Það væri stuðningur við
bændur. Þá þyrftu þeir sem lentu í
einhveijum vandræðum til dæmis
vegna kals í túnum ekki að pressa sig
að ná þessum 80% sem er lágmark
fyrir fullar beingreiðslur. Við reynum
að ná þessu marki með öllum ráðum
og því er þetta fýrirkomulag ffam-
leiðsluhvetjandi. Síðan verður að af-
nema bann við útflutning á kjöti sem
hefur fengið beingreiðslur," sagði
Einar J. Gíslason.
Einar taldi að það yrði til bóta ef
kjötframleiðendur sameinuðust um
eitt kjötsölusamlag svipað og Osta-
og smjörsalan. Undirboð væm skelfi-
lega mikil og ekki síst í dilkakjöú.
Mörg bú á
barmi gjaldþrots
- segir Gunnar Sæmundsson bóndi í Hrútatungu.
„Bændur losna ekki við sínar
byggingar þótt þeir vildu bregða búi.
Menn em í algjörri sjálfheldu hvað
það snerúr og ég veit að mörg sveita-
heimili em á barrni gjaldþrots. Sauð-
Ijárbúskapur á íslandi á nú allt undir
því að okkur takist að flytja út á er-
lenda markaði," sagði Gunnar Sæ-
mundsson bóndi í Hrútatungu í Vest-
ur-Húnavaúissýslu.
„Ég er hins vegar logandi hræddur
um það, að nú fyrir kosningar fari
ffambjóðendur um landið og vitni
annars vegar í það sem sumir úr land-
búnaðargeiranum héldu fram á síð-
asta hausti, að nú væmm við komnir á
botninn og leiðin lægi upp, og hins
vegar allt þetta tal um að lífrænn og
vistvænn landbúnaður bjargi okkur.
Þá er ég að tala um frambjóðendur úr
öllum flokkum og undanskil engan
þar.
Líffænn landbúnaður er trúarbrögð
ef við fömm í hörðust skilgreiningu.
Ég held að menn séu að átta sig á því
að það er ekki gmndvöllur fyrir hann
hér nema að mjög litlu leyú. Það er
ekki gmndvöllur fyrir því hér að
framleiða mikið af grasi án þess að
nota tilbúinn áburð. Aftur á móú get-
um við höfðað úl hreinleika og líúllar
mengunar varðandi vistvæna ffam-
leiðslu og gætum kannski náð ein-
hverri sölu út á það. En það em bara
fleiri þjóðir á fullu í því og má nefna
að Norðmenn em búnir að veija 600
milljónum króna í þetta. En ef við ætl-
um að leggja áherslu á vistvænan
landbúnað verða bændur að byrja á
því að taka til heima hjá sér og fjar-
lægja þá mslahauga sem blasa víða
við“
Er raunhæft að taka aftur upp
útflutningsbætur á kjöt?
„Ekki í því formi sem þær vom. En
við þurfum að fá fjármuni í markaðs-
og þróunarstarf á erlendum vettvangi.
Við fáum svo lágt verð fyrir vömna í
dag að það stendur ekki undir því
starfi. Ég tel að við þurfúm að fá
ákveðna Ijármuni á ári í svona fimm
ár úl markaðskönnunar og ekki síst úl
að þróa vömna. Ég hef enga trú á því
að ffamúðin sé sú að flytja út kjöt í
heilum skrokkum."
Geta bændur lært af fiskvinnsl-
unni í þessum efnum?
„Það er mergurinn málsins. Land-
búnaðurinn þarf að fara í smiðju til
sjávarútvegsins og læra þar vöm-
Gunnar: Koma þarf lambakjöti
inn á markað smárétta og skyndi-
rétta. A-mynd: E.ÓI.
vöndun og hvemig standa á að þess-
um hlutum. Til þess að þetta gangi
þarf að fara fram veruleg uppstokkun
í kjötiðnaði. Við þurfum að fá tvær
öflugar kjötiðnaðarstöðvar sem hefðu
öll leyfi fyrir erlendan markað og þar
yrði þróuð kjötvinnsla. Þessa verk-
þekkingu þyrífum við sennilega að
sækja út í lönd og það er allt í lagi með
það.
Hér innanlands hefur þessu heldur
ekki verið sinnt nægilega. Okkur
vantar miklu meiri vömþróun í sam-
bandi við markaðssetningu á kinda-
kjöú innanlands. Mér skilst að nú séu
Samtök um sölu lambakjöts að hefja
áróður fyrir kjötsúpunni og saltkjöti
og baunum. Það er svo sem gott og
blessað en þetta gengur ekki í unga
fólkið. Ef við náum ekki unga fólkinu
á markaðinum í dag borðar það ekki
lambakjöt eftir 20 ár eða bömin þess.
Við þurfum að koma lambakjöúnu
inn á markað smárétúi og skyndirétta.
Annars verðum við undir," sagði
Gunnar Sæmundsson.
Þegar talið barst að heimaslátrun
sagðist Gunnar vilja að heimtökurétt-
ur bænda frá sláturhúsum yrði auk-
inn. Þá gætu bændur ekki sagt að þeir
hefðu svo lítinn heimtökurétt að þeir
yrðu að slátra heima. Skattamat á
þessum heimtökurétú væri hins vegar
of hátt. Ef það fengist lækkað og
heimtökurétturinn aukinn mætú grípa
til þeirra ráðstafana að bera saman töl-
ur búQár hjá viðkomandi bónda og
hvað hann skilar inn í afurðadeild.
Einnig mætti fara þá róttæku leið að
banna heimaslátrun. Það þyrfti að fá
alla ffamleiðsluna upp á borðið því
heimaslátmn rýrði kjör annarra
bænda auk þess sem stórfelld skatt-
svik væm þama fylgifiskur.
Fundur jafnaðarmanna á Suðurlandi
ísland og framtíðin
Alþýðuflokkurinn á Suðurlandi efnir til opins stjómmálafundar á Hótel Selfossi, fimmtudaginn 16. mars klukkan 20:30. Fmmmælendur verða Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins og þrír af frambjóðendum
flokksins í kjördæminu, þeir Lúðvík Bergvinsson oddviti listans, Hrafn Jökulsson 2. maður og Bergsteinn Einarsson sem skipar 7. sæti. Fundarstjóri verður Árni Gunnarsson, sem skipar annað af heiðurssætunum. Um-
ræðuefni fundarins er ísland og framtíðin, ávinningurinn af EES, hvers vegna Alþýðuflokkurinn telur tímabært að sækja um aðild að Evrópusambandinu, nýsköpun í atvinnumálum, sægreifamir og kvótakeifið, árangurinn í
efnahagsmálunum, og si'ðast en ekki síst: nýjar leiðir í landbúnaðarmálum.